Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986
i
„Blái sundbolurinn“ enn
Svar vegna athugasemdar Útilífs
eftír Sonju Hólm
Grein mín í Morgunblaðinu 13.
maí er sögð hafa vakið undrun,
reiði og hneykslun starfsfólks
Útilífs. I því sambandi er beint til
mín spumingum sem ég hér með
svara.
Spurt var hver ástæðan væri
fyrir grein minni. „Sterk löngun
þessarar fallegu konu til að fá birta
grein og mynd af sér á besta stað
í blaði eins og um doktorsritgerð
» væri að ræða, eða tilraun til að losa
sig við sundbol sem hún tók, hálfum
mánuði áður?“. Hafí greinin komið
á besta stað í blaðinu eins og fullyrt
er verður að sakast um það við
ábyrgðarmenn blaðsins, sem og
birtingu myndarinnar, þar sem mér
var tjáð hjá blaðinu að hún yrði að
fylgja greininni. Úr því myndin
þykir af svo fallegri konu að ástæða
sé til að skrifa um það í Morgun-
blaðið bendi ég á möguleikann á
að klippa hana út og hengja upp
(til dæmis í búðinni). Sömuleiðis var
það ekki í mínu valdi að ákveða
hvenær greinin birtist í blaðinu. Ég
skrifaði hana strax og fór með hana
, á Morgunblaðið og þar beið hún síns
tíma, svo að í öllum þessum tilvikum
verða höfundar að snúa sér til blaðs-
ins.
Tilgangur greinarinnar var í
fyrsta lagi að konan fengi bolinn
til baka og í öðru lagi að vekja
umræður um þessi málefni almennt.
„Þroskaheft kona kemur til
kassadömu með bláan sundbol sem
hún hafði keypt nokkru áður.“ Ekki
gat ég séð í fljótu bragði að konan
væri þroskaheft, enda ekki alltaf
gott að segja til um hverjir eru
" þroskaheftir og hverjir ekki, sé það
hins vegar augljóst mál ber að
hjálpa þeim sérstaklega. „Meðan
þessar samræður fóru fram þurfti
kassastúlkan að sinna öðrum við-
skiptavinum. Lesendur ættu því að
geta sett sig í hennar spor og þá
erfíðu aðstöðu sem hún var í.“
Það var rétt búið að opna búðina,
sama sem ekkert fólk inni og meðan
á þessu stóð vorum við bara tvær
við kassann svo sú erfíða aðstaða
sem talað er um fellur um sjálfa sig.
„Hún reiknaði með að konan hlyti
að koma aftur og sækja bolinn eða
einhver fyrir hennar hönd og fannst
réttast að geyma bolinn. Varla hefði
verið viðeigandi að troða bolnum inn
> á konuna eða hvað?“
„Afgreiðslukonan heldur sund-
bolnum upp að ljósinu og skoðar
hann og segir: Almáttugur, hún
hefur aldrei notað hann.“
„Kassastúlkan var miður sín yfír
að sitja uppi með bolinn og stökk
upp stigann og fór í hverja verslun
á efri hæðinni til að reyna að fínna
konuna aftur." Svona mótsagnir
skýra sig auðvitað sjálfar. Ég hef
enn ekki fengið svar við spumingu
minni frá 13. maí sem var: Því
verður bolurinn svona miklu áhuga-
verðari til skoðunar eftir að konan
er farin en meðan hún er inni?
(Kannske hefði engin þurft að verða
miður sín?) „Sonja lýsir síðan fjálg-
lega að nú hafí vaknað mikil kátína
og afgreiðslufólk flýtt sér að kass-
anum. Þetta er vægast sagt ósvífín
iygj-“
Ég sendi þessi ummæli um
ósvifna lygi til baka til föðurhúsa
þar sem ég af ásetningi sagði af-
greiðslufólk en ekki afgreiðslufólkið
svo að sjá mætti að ekki tók allt
afgreiðslufólkið þátt í skemmtun-
inni. Ekki er heldur auðséð hver
vinnur á lager og hver afgreiðir
(þó ég viti nú að þessi á lagemum
flissar).
„Lýsing Sonju „þær hlæja dátt“
er argasta lygi. Sannleikurinn er
sá að þeim stökk ekki einu sinni
bros en lagerpilturinn flissaði."
Aumingja lagerpilturinn, er af-
greiðslustúlkunum eitthvað illa við
hann úr því þær auglýsa flissið í
honum en kalla sitt eigið fliss örg-
ustu lygi? Ja, héma ...
„Sonja sendir eftir bolnum og
geymir hann hjá sér. Af hveiju?"
Ég sæki bolinn í því augljósa
markmiði að segja grein um þetta
í blöðin og gefa konunni kost á að
sækja bolinn svo hún geti fengið
hann endurgreiddan úr því af-
greiðslufólkið komst að því að hann
væri ónotaður. Ég leit svo á að
þann möguleika hefði hún annars
ekki þar sem hún hafði engar sann-
anir fyrir því að hún hafði nokkum
tíma skilið hann eftir og kona sem
skilur bolinn eftir vegna þess að
hún gefst upp á þjónustunni kemur
tæplega aftur að sækja hann heldur
lítur á hann sem tapaðan. Nú vill
annars svo til, eitthvað sem hvorki
afgreiðslufólkið né ég vissi þá, að
þessi kona er á stofnun og hefur
þar af leiðandi fólk sér til hjálpar
en sterklega ber að hafa í huga
alla þá sem iítils mega sín og engan
málsvara hafa og þeir eru margir.
Það var hringt fyrir hönd kon-
unnar sama daginn og greinin birt-
ist. Ég fór með sundbolinn til henn-
ar. Hún hafði áhyggjur af því að
hún myndi ekki fá hann endur-
greiddan en ég sagðist þess fullviss
að eftir þetta myndi hún fá það. Ég
reyndist sannspá.
„Orð konunnar að lokum vom:
Ef ég kem aftur að kaupa sundbol
Sonja Hólm
„Tilgangur greinarinn-
ar var í fyrsta lagi að
konan fengi bolinn til
baka og í öðru lagi að
vekja umræður um
þessi málefni almennt.11
þá skuluð þið ekki selja mér neinn!“
Ég spyr lesendur, hvað finnst
ykkur um þessa tilvitnun versl-
unarinnar Útilífs? Augljóst er
hvað þama er verið að gefa í skyn
og fínnst mér þessi birting vafasam-
ur heiður fyrir verslunina, erfítt
fínnst mér að sjá annað útúr þessu
en tilraun þeirra til að hreinsa sjálfa
sig á kostnað þess sem þeir svo
rækilega auglýsa þroskaheftan.
„Þroskahefta konan kom aftur í
búðina í gær með bolinn sinn...
(o.s.fr.)“
„Bolurinn var endurgreiddur
enda allir búnir að fá sig fullsadda
af málinu." „Málið er nú til lyktar
leitt en það er ekki Sonju að þakka
heldur henni að kenna hve seint það
gekk fyrir sig.“
Vitað er nú að bolurinn sem
afgreiðslufólk Útilífs sagði ónotað-
an („Almáttugur, hún hefur aldrei
notað hann.“), var notaður.
Eftir margendurteknar yfírlýs-
ingar frá þeirra hálfu um að þeir
endurgreiði ekki boli sem búið er
að nota endurgreiða þeir hann samt.
Ætlast þeir til að einhver trúi að
þeir hafí endurgreitt bolinn ótil-
neyddir? Ég held þeir svari sér sjálf-
ir með því sem þeir segja hér að
ofan að allir hafí verið búnir að fá
sig fullsadda af málinu. Þannig álít
ég að bolurinn hefði aldrei verið
endurgreiddur nema vegna greinar
minnar.
„Orð Sonju um kassastúlkuna
þar sem hún vænir hana um að
hafa ætlað að kaupa eitthvað út á
hann sjálf eða selja hann tvisvar
em slík og særðu hana svo að hún
ætti að biðja hana persónulega
afsökunar."
Ég væni ekki stúlkuna um
nokkurn skapaðan hiut annað en
skort á skilningi og þjónustu við
konu, sem hún samkvæmt svar-
greininni sá að var þroskaheft.
Að bera fram spumingar um það
sem maður ekki skilur er tilraun
til að fá svör við því sem spurt er
um, annað ekki. Að fara fram á
afsökunarbeiðni fínnst mér út í
hött. „Bréfaskrif út af þessu máli
voru auðvitað fáránleg frá upphafí
og auðveldara hefði verið fyrir
Sonju að fá upplýsingar um málið
með því að hafa samband við versl-
unarstjóra."
Já, fínnst ykkur það? Hvaða
upplýsingar gat hann gefið mér þar
sem hann var ekki viðstaddur, aftur
á móti stóð ég við hliðina á kon-
unni. Setjum nú svo að konan hefði
ekki verið á stofnun og engan haft
sér til hjálpar til að hringja fyrir
sig í verslunina. Hvaðan hefði versl-
unarstjórinn þá haft upplýsingar til
að veita mér, fyrir utan það að ég
þarf ekki upplýsingar um það sem
ég verð sjálf vitni að. Heldur sá sem
skrifar athugasemdina virkilega að
almenningur sé svo vitlaus að hon-
um sé ókleift að setja þetta í sam-
hengi, eða hvað?
Ég sé að geðshræring athuga-
semdahöfunda yfír sannleikanum
er mikil. Greinin sem lýsti mér sem
ósvífnum lygara, argasta lygara og
konu sem væri með ómerkilegar
hugleiðingar gerði mér glatt í geði.
Ég veit nú að ég hef vakið máls á
einhveiju sem virðist mjög við-
kvæmt mál en að sama skapi nauð-
syniegt umræðuefni, það sanna
móðursýkisleg skrif athugasemda-
höfunda og ekki síður sú staðreynd
að 9 manns hringdu til mín daginn
sem grein mín birtist í blaðinu til
þess eins að segja takk. Ég tek
fram að flest af því var fólk sem ég
hafði hvorki heyrt áður né séð og
það segir sína sögu, léleg þjónusta
er því miður ekki bara í Útilífi.
Það er illt að þurfa að liggja
undir lygum fyrir alþjóð segja þeir
í Útilífí, en ég segi bara að verra
sýnist mér þó muni vera að liggja
eins marflatur undir sannleikan-
um og þeir gera. Staðreyndin er
nefnilega sú að ekki er hægt að
leiðrétta migsgjörðir sínar eða yfír-
sjónir með því einu að níða þann
niður sem á þær bendir.
Höfundur er beitingamaður á
vetrum en leiðsögumaður á sumr-
Ný þjónustumiðstöð í Borgarfirði
^ Stafholti.
Á SÍÐUSTU mánuðum hefur sér-
kennileg bygging verið að rísa
við vegamót Norðurlandsvegar
og Borgarfjarðardala i ofan-
verðum Borgarfirði. Þarna eru
þau hjónin á Haugum í Staf-
holtstungum, Vildís Guðmunds-
dóttir og Halldór Haraldsson, að
reisa þjónustumiðstöð.
Er þetta hringlaga bygging u.þ.b.
120 fermetrar að stærð, auk kjall-
ara, sem er nokkru stærri. Upp úr
henni skagar tum, sem minnir mjög
á eitthvert frægasta fjall í Borgar-
fírði, Bauiu, enda blasir hún við.
Mun miðstöðin líka draga nafn af
henni og heitir því Baulan.
Þama verður bensínafgreiðsla,
kjörbúð og sjoppa undir einu þaki
Nýja Baulan i Borgarfirði.
og því veitt öll venjuleg þjónusta
við ferðamenn.
Richard Ó. Briem teiknaði húsið,
en yfírsmiður var Stefán Ólafsson
og um innréttingar sáu þeir Ólafur
Axelsson og Unnsteinn Arason.
Þjónustumiðstöðin verður opnuð
föstudaginn 16. maí og verður opin
frá kl. 8—23.30 fyrst um sinn.
Fréttaritari
CAMELÍA DÖMUBINDITRYGGJA ÞÉR ÖRYGGI0G
VELLÍÐAN. ÞAU FÁST í 5 GERÐUM SEM HENTA
ÖLLUM KONUM VIÐ MISMUNANDITÆKIFÆRI.
ÞAU ERU SÉRSTAKLEGA RAKADRÆG 0G ÖRUGG,
ERTA EKKIHÚÐINA 0G ERU ÁNILMEFNA.
CAMELIA DÖMUBINDI - ÞÍN VEGNA.
HALLDÓR JÓNSSON hf.
Dugguvogi 8-10 S(mi 686066
NÆTURBINDI INNLEGG ÞUNN BINDI CAMELIA 2000 MINI-BINDI
Sérstaklega rakadræg. með breiðum llmborða.-einstak- lega rakadræg, velta þér öryggi. - einstaklega fyrirferðar- lltil. Sérstaklega löguð fyrir llkEimann. Vatnsþétt með plastþéttilagi. - hverju bindi sérpakkað 1 plast. Þægileg, ömgg - og fyrirferðariltil.
mm.
Mnmnn