Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986
raöauglýsingar
raöauglýsingar
raöauglýsingar
kennsla
Frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík
Inntökupróf fyrir skólaárið 1986-87 verða
mánudaginn 26. maí í skólanum, Skipholti
33. Nemendur komi sem hér segi:
Söngdeild kl. 13.00.
Píanódeild kl. 14.00.
Strengja- og blásaradeild kl. 15.15.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu skólans frá kl. 09.00-
17.00 alla virka daga.
Skólastjóri.
Reiðnámskeið
Bændaskólinn á Hólum auglýsir
Reiðnámskeið og fjölskyldudvöl 11 .-18. júlí.
Leiðbeinandi: Ingimar Ingimarsson. Gisting
og fæði á staðnum.
Sundlaug — sauna — fagurt umhverfi.
Upplýsingar veittar í síma 95-5962 virka
daga frá kl. 9.00-12.00. Þátttaka tilkynnist
fyrir 15. júní.
Hestasveit
Börn og unglingar athugið í sumar bjóðum
við upp á 13 daga dvöl í Skagafirðinum.
Farið á hestbak einu sinni á dag. Sund,
skoðunarferðir og fleira til gamans gert.
Upplýsingar í síma 95-5530 eftir kl. 18.00 á
daginn.
M.A. stúdentar 1966
Höldum upp á 20 ára afmælið á Laugarvatni
13.-15. júní. Gist í Húsmæðraskólanum.
Hafið samband við Hönnu Maju (73311),
Birgi (666113), Kristján (83209).
Kvennaskólinn
í Reykjavík
Skólanum verður slitið laugardaginn 24.
maí kl. 14.00 síðdegis.
Prófsýning og afhending einkunna verður
föstudaginn 23. maí kl. 9.00 árdegis.
Innritun fyrir næsta vetur lýkur 6. júní.
Skólastjóri.
Styrkir úr sjóði
Ludvigs Storr
Styrkir til framhaldsnáms og rannsókna fyrir
árið 1986 verða veittir úr menningar- og
framfarasjóði Ludvigs Storr í samræmi við
skipulagsskrá sjóðsins:
„Tilgangur sjóðsins er að stuðla að fram-
förum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnað-
ar og skipasmíða með því að styrkja vísinda-
menn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga
og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og
að veita styrki til rannsókna á hagnýtum
úrlausnarefnum í þessum greinum.
Stjórn sjóðsins er ennfremur heimilt að veita
lán í sama tilgangi.
Við mat á því, hvort umsækjandi skuli hljóta
styrk, skal lagt til grundvallar, hvort fram-
haldsnám umsækjanda eða rannsóknir geti
stuðlað að raunhæfum framförum í þeirri
grein, sem um ræðir."
Umsóknareyðublöð eru í skrifstofu Háskóla
íslands og skal senda umsóknir þangað fyrir
l.júlí.
Skólaslit
Stýrimannaskólans
Stýrimannaskólanum í Reykjavík verður slitið
á morgun laugardaginn 17. maí kl. 16.00 í
hátíðarsal Sjómannaskólans. Eldri nemendur
afmælisárganga og aðrir velunnarar skólans
eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Skólastjóri.
Frá Menntaskólanum í
Kópavogi
Skólaslit og brautskráning stúdenta verða
föstudaginn 23. maí kl. 14.00 í Kópavogs-
kirkju.
Skólameistari.
Njarðvíkingar
Opin fundur um bæjarmálin o.fl. fimmtudaglnn 22. maí kl. 20.30 í
Sjálfstæðishúsinu.
Njarðvíkingar notið tækifærið og spyrjið frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins i Njarðvík.
Frambjóðendur.
Garðabær
Fundur með ungum kjósendum
Fundur með ungum kjósendum í safnaðar-
heimilinu Kirkjuhvoli í kvöld fimmtudag 22.
mai kl. 20.30.
Frummælendur: Erling Ásgeirsson og
Andrés B. Sigurðsson.
Komið, spyrjið og spjallið um bæjarmálin.
Frambjóðendur Sjálfstaaðisflokksins Garðbæ.
wm
hlómm
Eiaum gott úrval blómvanda og fjölbreyttra
blómaskreytingatil stúdentagjafa.
Til hamindu!
h.
fflSlSSSiK'
Nýr hótel-
sljóri á
Húsavík
Húsavík.
HÓTEL Húsavík hefur verið í
leigu hjá Samvinnuferðum/
Landsýn og Flugleiðum síðastlið-
ið ár og er svo til 1. september
næstkomandi. í vetur hefur Sól-
borg Steinþórsdóttir veitt hótel-
inu forstöðu, en hún var á síðast-
liðnu sumri forstjóri Edduhótels-
ins að Laugum í Dölum, og tekur
nú aftur við því starfi.
Við hótelstjóm á Hótel Húsavík
hefur tekið Pétur Snæbjömsson frá
Reynihlíð við Mývatn, sem segja
má að sé alinn upp á hóteli, því
allir þekkja Hótel Reynihlíð, þar
sem hann sleit bamsskónum. Pétur
er vel menntaður í sinni grein, því
hann er lærður matreiðslumeistari
og hefur stundað framhaldsnám i
þeirri grein erlendis, auk þess sem
hann hefur verið við nám í öðmm
greinum hótelrekstrar undanfarin
ár. Húsvíkingar bjóða hann velkom-
inn til starfa og vænta mikils af
honum þótt við erfiðar aðstæður sé
að búa, þar sem full nýting hótelsins
hefur undanfarin ár að segja má
aðeins verið þrjá mánuði á árinu.
Vonandi finnast leiðir til að bæta úr
því og ferðamannatímabilið lengist.
(Fréttaritari)