Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 13 Þrir af fjórum eigendum Tölvuskólans & Eiðum, Rúnar Sigþórsson, Örn Raguarsson og Stefán Jóhannsson, við eina af tölvum skólans. Fjórði eigandinn, Kristinn Kristjánsson, var fjarverandi þegar myndin var tekin. Egilsstaðir: UorgunbUðið/ÖUfur Sérstakt tölvunámskeið fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára hefst i Barnaskólanum á Eiðum 2. júní. Tölvuskóli á Eiðum Egilsstöðum: TÖL VUSKÓLI hefur verið stof n- settur á Eiðum og hefur hann raunar þegar hafið starfsemi sína með sérstöku ritvinnsiunám- skeiði fyrir starfsfólk Skattstofu Austurlands og Heilsugæslu- stöðvarinnar á Egilsstöðum. Þá hefur skólinn auglýst sérstakt námskeið fyrir unglinga á aldrinum 12—16 ára sem áætlað er að halda í Bamaskólanum á Eiðum dagana 2.-6. júni. Að sögn forvígismanna skólans verða íþróttir og útivera jafnframt hluti þessa námskeiðs — en aðstaða til þeirra hluta er mjög góð á Eiðum. Þá er ætlunin að efna til kvöld- og helgamámskeiða fyrir fullorðna þar sem kennd verður ritvinnsla, meðferð reikniforrita og gagnafor- rita hvers konar. Tölvuskólinn á Eiðum á sjálfur fjórar tölvur og hefur auk þess leigurétt á 1-2 tölvum frá Alþýðu- skólanum — en ætlun forvígis- manna skólans er að þátttakendur á námskeiðum verði aldrei fleiri en tölvumar svo að tími hvers og eins þátttakanda nýtist til hins ýtrasta á námskeiðinu. Tölvuskólinn á Eiðum hefur auk venjubundinna námskeiða tekið að sér eins konar farkennslu, þ.e.a.s. farið á vettvang þar sem fyrirtæki hafa verið að tölvuvæðast og þjálfað starfsfólk. Þá tekur skólinn að sér hvers konar tölvuþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga og er umboðsaðili fyrir ákveðin forrit. Eigendur Tölvuskólans á Eiðum em Rúnar Sigþórsson, Öm Ragn- arsson, Stefán Jóhannsson og Krist- inn Kristjánsson. ÓUfur Ritaraskólinn út- skrifar 68 nemendur Ritaraskólinn útskrifaði nem- endur í 12. sinn þann 23. apríl sl. Á tímabilinu 15. september til 15. april stunduðu 68 nemendur nám á þeim tveimur brautum skólans sem boðið er upp á ís- lensku- og enskubraut í árdegis- og siðdegisbekkjum og hafa nú 556 nemendur útskrifast frá skólanum frá þvi hann tók til starfa. Pram kom í ræðu skólastjóra, Rúnars Björgvinssonar, við skóla- slitin að mikil ásókin hefði verið í skólann að undanfömu. Nú þegar hefðu um 60 nemendur skráð sig til náms en teknir verða inn um 120 nemendur næsta starfsár. Hægt er að hefja nám bæði í september og janúar. Næsta skólaönn hefst 15. september. Á enskubraut þurfa til- vonandi nemendur að fara í inn- tökupróf, en á íslenskubrautina komast þeir sem lokið hafa grunn- skólaprófi. Á enskubraut er kennd enska, verslunarenska, vélritun og tölvufræði og á islenskubraut em kenndar eftirtaldar námsgreinar íslenska, bókfærsla, reikningur, vél- ritun, tollútreikningur, tölvufræði, lög og formálar, skjalavarsla, enska, símsvömn og farið inn á verðbréfamarkaði. Skólastjóri Ritaraskólans, Rúnar Björgvinsson, afhendir Björgu Baldvinsdóttur viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn skólans að þessu sinni. Hún hlaut einkunnina 9,41. Leiöréttíng Nafn eins einsöngvarans, Viðars Gunnarssonar bassa, féll því miður niður í frásögn blaðsins í gær af yæntanlegri ferð tveggja kóra til ítalfu. Þá var nafn borgarinnar Cremona ranglega stafsett Crem- ena. af meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 CARDINAL 964 NÝ HÖNNUÐ LÍNA AF GÆÐAHJÓLUM MEÐ ÝMSUM ATRIÐUM SEM EINFALDA VEIÐAR OG AUKA ÁNÆGJUNA AF ÞEIM. Héma hefur ABU notast við nýjustu framfar- ir í efni og tækniþekkingu. Mjúkur titringslaus geir- skorinn gír, drifverk úr sinkblöndu og nákvæmlega rcnndu messing. Hátt gír- hlutfali svo haegt er að draga hraðar inn. Létt grafítspóla með þrýsti- rofa sem auðveldar að skipta um Ifnu. Innfelld Idemma til að festa línuna. Línan lcggst jafnt á hjólið. Kúlulega úr ryðfríu stáli. Slcppibúnaður sem gefur mðguleika á að undirbúa kast með annarri hendi. HAFNARSTRÆTI 5, REYKJAVIK. SIMI16760. optibelt viftureimar, tímareimar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.