Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 Scharansky á Allsherj arþinsfið Jerúsalem. AP. V JL J ANATOLY Shcharansky hefur fallizt á að taka sæti í israelsku sendinefndinni á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust, að sögn ísraelskra blaða. Hermt er að Shcharansky muni taka þátt í umræðum um málefni gyðinga í Sovétríkjunum. Shcharansky er 38 ára gyðingur, sem leyft var að hverfa frá Sovét- ríkjunum í janúarbyijun er stórveld- in skiptust á föngum. Hann er einn kunnasti andófsmaður Sovétríkj- anna og hefur verið iðinn við að tala máli sovézkra andófsmanna frá því hann fékk að fara úr landi. Shcharansky kom í gær til Jerú- salem úr tveggja daga ferð til Bandaríkjanna þar sem hann hitti m.a. Reagan forseta. Við heimkom- una fór hann vinsamlegum orðum um mótttökumar í Bandaríkjunum og undirtektir, sem hann hlaut við málstað sovézkra gyðinga. Waldheim mælir á Kálikastað Franskir bændur fleygja heilu bílförmunum af káli, sem reyndist geislavirkt. Kálið átti að flytja til Vestur-Þýzkalands, en við skoðun á landa- mærunum kom í Ijós að það var geislavirkt og flutningabílum þvi snúið við.Geislavirkt úrfelli frá sovézka kjamorkuverinu í Chemobyl hafði fallið niður á frönsku kálakrana. móti gyðingahatri Væi AP Kurt Waldheim, forsetaframbj 6ð- andi, mælti í gær ífegn gyðinga- hatri og lýsti yfir harmi sínum vegna gyðinga- ofsókna í heims- styijöldinni síð- ari. Waldheim ræddi í fyrsta sinn í kosningaræðu hveiju aust- Veður víða um heim Lmm Hssst Akureyri 6 rigning Amstardam tl 17 helðskfrt Aþena 16 28 hefðskfrt Berlín 16 26 skýjað BrOsaal 10 20 helðskfrt Chicago S 14 skýjað Dublin 10 13 rigning Feneyjar 26 heiðskfrt Frankfurt 16 25 rigning Genf 13 28 skýjað Helainkl 11 20 heiðskfrt Hong Kong 24 26 rlgning Jerúsalem 10 20 helðskfrt Kaupmannah. 9 19 heiðskírt Las Palmas vantar Lfssabon 13 20 skýjað London 10 16 rigning Los Angeles 17 26 helðskfrt Lúxemborg 17 skýjað Malaga 26 skýjað Mallorca 26 skýjað Miami 26 28 skýjað Montreal 9 12 rigning Moskva 9 20 heiðskfrt NewYork 17 22 skýjað Osló 12 rigning Parls 17 skýjað Peking 12 30 heiðskfrt Reykjavfk 10 úrk. f gr. RfódeJanalro 18 33 skýjað Rómaborg 14 29 helðskfrt Stokkhólmur 19 skýjað Sydney 11 20 helðskfrt Tókýó 16 18 rignlng Vfnarborg 17 20 skýjað Þórshöfn 8 súld Botha vill brjóta ANC á bak aftur Jóhannesarborg. AP. P.W. BOTHA, forseti Suður- Afriku, sagði i gær að árásir hersins inn í Zimbabwe, Zambiu og Botswana væru aðeins upp- hafið á herferð til að bijóta skæruliðahreyfinguna Afríska þjóðarráðið (ANC) á bak aftur. Botha sagði í ræðu í þeirri deild þingsins, sem sitja í menn af ýms- um kynþáttum, að stjómin hefði bæði vilja og getu til að ganga frá ANC. „Það er víst að við munum ekki láta íjálgleg rök, sem sett em fram bæði hér og erlendis, aftra okkur frá því að gera slíkar árásir," sagði Botha. „Við munum halda áfram að gera árásir á helstu stöðvar ANC á erlendri grundu í samræmi við lagalegan rétt okk- ar.“ Louis Nel, aðstoðarutanríkisráð- herra, sagði fréttamönnum í Pret- oríu fyrr um daginn að hersveitir Suður-Afríku hefðu drepið tvo skæruliða ANC og gætu hafa drepið eða sært tvo aðra í árásun- um á mánudag. Nel vildi ekki greina frá því hvemig herinn gæti verið viss um manntjón í árásunum, sagði aðeins að lejmiþjónusta Suður-Afríku kynni til verka. Nel neitaði staðhæfingum ríkis- stjóma grannríkjanna þriggja þess eftiis að enginn hefði látið lífíð í árásunum. Hann sagði að hér væri verið að reyna að hylma yfir árang- urinn af árásunum. Tom Sebina, talsmaður ANC, sagði í síma fyrr í gær að enginn félagi ráðsins hefði beðið bana eða særst í árásunum inn í Botswana, Zambfu og Zimbabwe. Engir félag- ar ANC dveldust nú í Botswana og í Zambíu hefðu suður-afrískar orrustuflugvélar ráðist á flótta- mannabúðir Sameinuðu þjóðanna. Þar dveldust engir félagar ANC. Nel sagði að samtök á borð við ANC beittu oft fyrir sig þessum rökum, að árásarmarkið hefði verið flóttamannabúðir og ekki bæki- stöðvar skæruliða. Stjóm Suður- Afríku myndi ekki lúta slík rökum fyrr en sönnuð væm. Stóra-Bretland: Þingið vill ekki banna blaðamann London. AP. NEÐRI málstofa brezka þings- ins felldi i gærmorgun tillögu þingnefndar, sem lagði til að blaðamaður The Times yrði Vestur-Þýskaland: Saksóknari hættir að rannsaka mál kanslara Koblenz. SAKSÓKNARI I Koblenz hefur hætt rannsókn á þvi hvort Helm- ut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, hafi sagt ósatt fyrir þing- nefnd um Flick-mútumálið. Kemur þetta sér vel fyrir kanslarann nú, þar sem sam- steypustjóm hans er að hefja kosningabaráttu fyrir endur- kjörí. Ríkissaksóknari í Koblenz sagði að skort hefði sannanir og því ekki verið ástæða til að halda áfram rannsókninni. Rannsóknin hófst þegar einn þingmanna í nefndinni, Græninginn Otto Schily, kærði Kohl fyrir að hafa logið að opin- berri nefnd. Saksóknari í Bonn hóf einnig rannsókn á framburði kanslarans og stendur hún enn yfír. Þessar rannsóknir eru þær fyrstu, sem gerðar hafa verið á kanslara í embætti. Vestur-þýska sjónvarpið og dagblaðið Die Welt hafa undan- fama daga birt fréttir um að sak- sóknarar í Bonn og Koblenz hefðu í hyggju að láta af rannsókn á því hvort Kohl hefði borið ljúgvitni. Helmut Kohl urrískir gyðingar hefðu fengið áorkað og um þjáningar þeirra vegna ofsókna nasista. I viku hverri hefur Alþjóða gyð- ingaráðið birt nýjar áskanir á hend- ur Waldheim og sakað hann um aðild að fjöldamorðum á borgurum. Gyðingaráðið heldur einnig fram að Waldheim hafí vitað af flölda- flutningum á gyðingum á Balkan- skaganum í útrýmingarbúðir nas- ista. Hann hafí í þann tfma verið staddur þar í þjónustu hers þriðja ríkisins. Waldheim hefur neitað þessum ásökunum. Hann hlaut 49,54 pró- sent fylgi í forsetakosningunum 4. maí og verða Austurríkismenn að ganga aftur til kosninga í júní vegna þess að forseti þarf að fá hreinan meirihluta atkvæða. „Allur heimurinn getur séð á hvem hátt Austurríkismenn hafa borið þjáningu sína eftir 1945,“ sagði Waldheim í ræðu sinni. „Mikið endurreisnarstarf hefur verið unnið í anda umburðarlyndis og sáttfysi." Waldheim hvatti til samstarfs allra velviljaðra aðilja og bað minni- hlutahópa að taka höndum saman til að auðga austurríska menningu. „Og ég vil leggja áherslu á eitt: Minnihlutahópur gyðinga, sem er mikilvægur þótt hann sé smár, er snar þáttur í þjóðlífí voru og við vildum fyrir alla muni ekki vera án hans. Forfeður þeirra hafa skilið eftir sig óafmáanleg spor í andlegri sögu Austurríkis." Á öðrum stað sagði Waldheim: „Ég fordæmi það sem nasistar gerðu af nákvæmlega sömu sökum og ég hafna þeim rógburði, sem komið hefur fram á hendur mér og þjóðarinnar undanfama mánuði af ákveðni og skora á samborgara mína að alhæfa ekki um fulljrrðing- ar mínar og líða hvergi nýja ólgu gyðingahaturs í þessu þjóðfélagi." gerður útlægur úr húsakynn- um þingsins um sex mánaða skeið. Þingnefndin samþykkti með 11 atkvæðum gegn 1 að leggja til við þingið að Richard Evans, blaða- manni Times, yrði bannað að koma í þinghúsið í hálft ár. Það fór mjög fyrir bijóstið á nefndarmönnum að Evans skyldi hafa birt í blaði sínu upplýsingar úr trúnaðarskjali þing- nefndar, sem laumað var til blaða- manna. Þingmenn voru hins vegar ekki alveg á sama máli og felldu tillögu nefndarinnar með 158 atkvæðum gegn 124. Talsmaður brezku blaðamannasamtakanna fagnaði niðurstöðunni og sagði hana sigur fyrir fijálsa blaðamennsku. Kafbátaleit við Noreg Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins. UNDANFARNA daga hefur norski sjóherínn leitað þríggja kafbáta i fjörðum Norður-Noregs. Leit að ein- um kafbáti var hætt um hvíta- sunnuna og á þríðjudag var hætt leit að tveimur kafbátum öðrum. Fregnir af kafbátaferðum suður af Tromsö voru teknar sérstaklega alvarlega. Feðgar sáu tvo hluti, sem mjög líktust kafbátakílcjum, gægjast upp úr sjónum og hreyfast fram og til baka. Kíkjamir voru það langt hver frá öðrum að talsmenn hersins telja að tveir bátar hafí verið á ferð. Flugvélar og skip sjóhersins voru notuð til leitarinnar með litlum árangri. Engin merki um kafbáta fundust og var leitinni því hætt f skyndingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.