Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 46
46
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986
+ Frænka mín, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Noröurbrún 1, andaðist í Borgarspftalanum þriðjudaginn 20. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda, Eygló Viktorsdóttir.
+ Ástkær faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS SCHEVING, Dalbraut 27, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Áskirkju, Reykjavík, föstudaginn 23. maí kl. 15.00. Eyjólfur Magnússon, Þórveig Hjartardóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Kári Einarsson, Ragna Sólveig Eyjólfsdóttlr, Sólveig Klara Káradóttir, Magnús Öm Eyjólfsson, Ragnhlldur Þóra Káradóttlr, Hjörtur Már Eyjólfsson, Jón Magnús Jónsson.
+ Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Suðurgötu 15-17, Keflavík, áöur Hafnargötu 39, verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju í dag fimmtudaginn 22. maí kl. 2 e.h. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag fslands. Ásgeir Gunnarsson, Alda Guðjónsdóttir, Ásta Gunnarsdóttir, Beinteinn Sigurðsson, Jóna Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Anton Kristinsson, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Jón Ólafur Jónsson, og barnabörn.
+ Minningarathöfn um hjartkæran son okkar og bróður, ÞORBJÖRN EINAR FRIÐRIKSSON, Sunnubraut 10, Keflavfk, sem fórst með Siguröi Þórðarsyni GK-91 20. mars sl. fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta björgunarsveitir njóta þess. Elsa Einarsdóttir, Friðrik Ben Þorbjörnsson og systkini.
+ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, FLOSI SIGURBJÖRNSSON, kennari, Ljósheimum 20, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 23. maí kl. 10.30. Jóna Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Þakka af alhug sýnda samúö og vinsemd við andlát og jarðarför móður minnar, HÓLMFRÍÐAR JÓHÖNNU JÓHANNESÓTTUR, Grænumörk 3, Selfossi. Fyrir hönd aðstandenda. Smári Ársælsson.
+ Innilegar þakkir færum við þeim öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall SIGRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR frá Eyjardalsá. Heiður Vigfúsdóttir og fjölskylda.
+ Þökkum auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBORGAR SVEINSDÓTTUR, Austurbrún 4, áður Hjallavegi 34, Sveinn Matthfasson, Marfn Guðveigsdóttir, Rúnar Matthíasson, Ragnheiður Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Sigrún Ólafs-
dóttir — Minning
Fædd 30. júní 1907
Dáin 16. maí 1986
Sigrún Ólafsdóttir eða Rúna
frænka, eins og ég og systkini mín
ætíð kölluðum hana, er látin. Orðum
mínum hér á eftir, fátæklega bún-
um, er ætlað að endurspegla hlýju
og vinarþel, verða hinsta kveðja
min til þessarar móðursystur
minnar, er mér var svo kær.
Sigrún Ólafsdóttir fæddist á
Flateyri við Önundar^örð, 30. júní
1907. Hún var þriðja í röðinni af
12 bömum þeirra hjóna Ástu
Magnúsdóttur og Ólafs Jónssonar
skipstjóra er þar bjuggu. Eftirlif-
andi systkini eru nú fjögur.
Hún fluttist til Keflavíkur árið
1927 og giftist Gunnar Sigurfinns-
syni árið 1929. Hann var þá bif-
reiðastjóri, en rak um langt árabil
húsgagnaverslun hér í Keflavík.
Þau reistu sér hús á Hafnargötu
39 og bjuggu þar allan sinn búskap,
eða þar til Gunnar lést árið 1966.
Sigrún og Gunnar eignuðust
fímm böm sem öll lifa. Elstur er
Ásgeir, giftur Öldu Guðjónsdóttur,
Ásta Óla, gift Beinteini Sigurðssyni,
Jónína, gift Kristni Guðmundssyni,
Sólveig Guðný, gift Antoni Kristins-
syni, og yngst er Sigurbjörg Jóna,
gift Jóni Ólafí Jónssyni. Bamaböm-
in eru íjórtán.
Eg kynntist Rúnu frænku minni
sem lítil telpa og kærleikur minn
til hennar efldist samfara þroska
mínum. Mikill samgangur var alla
tíð milli heimilis foreldra minna og
Hafnargötu 39 og margar af mínum
björtustu æskuminningum eru
tengdar þessu frændfólki mínu. Ég
sótti mikið í leik með frænkum
mínum, sem voru á líkum aldri og
ég. „Guðrúnartúnið" með „hólinn"
góða, hafði mikið aðdráttarafl fyrir
mig, sem var ofan af hæð eins og
sagt var, þar sem ekki eins mikið
svigrúm var þar til leikja. Einnig
var auðvelt að komast í fjöruna
fyrir neðan húsið og marga
skemmtilega Qöruferðina fórum við
Ásta saman. Alltaf gat ég verið
viss um að fá eitthvað í lófann hjá
Rúnu frænku minni áður en haldið
var heimleiðis og fátt smakkaðist
eins vel og „dæsumar" hennar
góðu. Faðir minn og Gunnar voru
báðir miklir tónlistarunnendur og
minnist ég margra góðra stunda
þar sem Gunnar sat við píanóið eða
orgelið og faðir minn söng.
Eftir lát Gunnars bjó Rúna ein í
íbúð sinni en hafði lengst af leigj-
endur í kjallara. í júní á sl. ári fékk
hún íbúð í þjónustuhúsnæði fyrir
aldraða á Suðurgötu 17. En þegar
bömin höfðu hjálpað henni við
flutning þangað var hún orðin fár-
sjúk og dvaldist þar ekki nema
nokkrar vikur alls, og þá með
mikilli hjálp dætra og tengdadóttur.
Rúna átti ætíð fallegt heimili sem
öllum stóð opið og gestrisni var þar
einstök. Bamabömin áttu alltaf vís-
an griðastað á Hafnargötunni og
sóttu þangað mikið. Gjafmildi og
gestrisni voru aðalsmerki frænku
minnar og þekki ég enga mann-
eskju, sem naut þess jafn ríkulega
og hún, að gefa og miðla öðmm
af því sem hún átti. Frístundir sínar
notaði Rúna gjaman til hannyrða
allskonar og hafði yndi af þeim.
Þessa fallegu hluti gaf hún bömum
og vinum og em án efa allir í fjöl-
skyldu hennar sem eiga eitthvert
fallegt stykki unnið af henni.
Veikindi Rúnu nú seinustu mán-
uði vom mjög erfíð, en hún tók
þeim eins og hún hafði lifað lífínu,
róleg og æðmlaus, bíðandi þolinmóð
en þó með þá ósk að biðin tæki
ekki of langan tíma.
Og nú er hún horfín, ein af þess-
um ibúum Keflavíkur sem sáu þorp-
ið okkar breytast í bæ, en þrátt
fyrir árin fannst mér Rúna aldrei
verða gömul.
Að leiðarlokum sendir móðir mín
sína hinstu kveðju og þakkar af
alhug hjálpsemi og vináttu systur,
sem aldrei brást.
Systir mín, dóttir og ungar
frænkur í fjarlægð, senda kveðjur
og við minnumst hennar öll með
söknuði.
Lokaorð í minningu um frænku
mína langar mig að hafa kvæði
Jakobs Jóh. Smára „Kom svefnsins
blíða bylgja“.
Guð blessi minninguna um góða
konu.
Kom svefnsins blíða bylgja,
og burt mig tak með þér
lát fagra drauma fylgja
þvífleyi,semmigber.
Að jjúfra drauma löndum
þinnljósifaðmurber
M stormsins bröttu ströndum,
og stundum gleymir sér.
í Qarskans drauma-dvala
skín dýrðlegt, himneskt Ijós.
Við loftsins létta svala
grær lífsins dýrasta rós.
Og horfnar tungur tala
þar tryggðum helgað mál.
Aðbakidjúpradala
þardvelsthineinasál.
(JakobJóh. Smári.)
Gullý Bergsteins
Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni,
eilíft og fagurt,—dauðinn sætur blundur.
Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni,
veit ég, að geymast handan stærri undur.
Þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni,
bíður vor allra um síðir Edenslundur.
(J J. Smári)
í dag fer fram frá Keflavíkur-
kirkju útför Sigrúnar Ólafsdóttur,
sem lengst bjó á Hafnargötu 39 þar
í bæ. Hún andaðist á Sjúkrahúsi
Keflavíkur þ. 16. maí síðastliðinn,
eftir langa baráttu við banvænan
sjúkdóm.
+
Útför fööur okkar, tengdaföður afa og langafa,
BÖÐVARS BJARNASONAR
bygglngarmeistara,
Sandholti 34, Ólafsvfk,
ferfram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00.
Jarösett verður aö Búðum. Þeim sem vildu minnast hins látna
er bent á Ólafsvíkurkirkju.
Auður Böðvarsdóttir, Kristófer Jónasson,
Sturla Böðvarsson, Hallgerður Gunnarsdóttir,
Snorri Böðvarsson, Guðlaug Anna Ámundadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar SVEINBJÖRNS B.
EIRÍKSSONAR.
Parísarbúðin.
Hún fæddist á Flateyri við Ön-
undarfjörð. Foreldrar hennar voru
Ásta Magnúsdóttir og Ólafur Jóns-
son skipstjóri. Þau bjuggu lengi á
Flateyri og eignuðust 12 böm, var
Sigrún 4. í röðinni.
Nú eru aðeins 4 lifandi af þessum
stóra hópi. Þau eru þessi: Kristjana,
ekkja Bergsteins Sigurðssonar, býr
1 Keflavík. Kristín, ekkja Jóns
Brynjólfssonar, býr í Reykjavík.
Sölvi, kvæntur Sigríði Þorgeirs-
dóttur, býr í Keflavík og Jóna, hefír
verið sjúklingur á sjúkrahúsi í
Reykjavík um margra ára skeið.
Ásta móðir Sigrúnar fluttist til
Keflavíkur eftir að hún missti mann
sinn, og hélt heimili með sonum
sínum tveim, þeim Jóni og Sölva,
en þriðja soninn, Odd, missti hún
umj>etta leyti.
Eg man eftir henni í litla húsinu
við Klapparstíg. Það var svo nota-
legt að koma til hennar, þar angaði
allt af hreinlæti og snyrtimennsku.
Sigrún fer til Reykjavíkur um
tvítugt, fór í vist, þ.e. þjónustu-
stúlka á heimili fór til Hlífar Matt-
híasdóttur og Olafs Magnússonar,
móðurbróður síns, og var þar ein-
hvem tíma, en fer síðan til Keflavík-
ur og þar kynnist hún manni sínum,
Gunnari Sigurfinnssyni bifreiða-
stjóra og síðar kaupmanni. Þau
vom gefin saman í Keflavíkurkirkju
þann 18. maí 1929 fyrir réttum 57
ámm.
Það var til þess tekið hvað hún
var fogur brúður, grönn og spengi-
ieg, með þetta tinnusvarta mikla
hár.
Gunnar var innfæddur Keflvík-
ingur, sonur hjónanna Jónínu Þórð-
ardóttur og Sigurfínns Sigurðsson-
ar sem vom vel metnir borgarar á
sinni tíð í Keflavík. Systkini Gunn-
ars vom þijú, sem öll em nú látin.
Sigurbjörg bjó í Keflavík. Ásgeir
andaðist ungur maður, Sigríður,
húsmóðir í Birtingaholti, hennar
maður Sigurður Ágústsson. Gunnar
stundaði bifreiðaakstur á milli
Reykjavíkur og Keflavíkur á fyrstu
búskaparárum þeirra hjóna, en þar
kom að hann hætti því og gerðist
húsgagnabólstrari og síðan kaup-
maður.
Þau hjón byggðu snemma á bú-
skaparárum sínum húsið við Hafn-
argötu 39, og þótti það sérlega
fallegt og stílhreint, eins og það ber
með sér enn í dag.
Þama var Sigrúnar rannur, hún
helgaði sig heimilinu, manni sínum
og bömum. Hún var mikil myndar
húsmóðir, bæði í matargerð og
handavinnu. Hún hafði unun af að
hafa fallega og vel gerða hluti í
kringum sig, svo ekki sé talað um
snyrtimennskuna, sem alstaðar var
fyrir hendi. Sigrún og Gunnar eign-
uðust 5 böm, sem eru þessi: Ás-
geir, hans kona Alda Guðjónsdóttir,
eiga 4 böm, búa í Keflavík. Ásgeir
átti 1 dóttur áður en hann kvæntist.
Ásta, hennar maður Beinteinn Sig-
urðsson, eiga 1 bam, búa í Hafnar-
fírði. Jónína, hennar maður Kristinn
Guðmundsson, eiga 4 böm, búa í
Keflavík. Sólveig, hennar maður
Anton Kristinsson, eiga 1 bam, búa
í Reykjavík. Sigurbjörg, hennar
maður Jón Ólafur Jónsson, eiga 3
böm, búa í Keflavík.
Sigrún lét sér annt um hópinn
sinn. Hún gerði sér far um að fylgj-
ast með bamabömunum og var ein
af þeim sem alltaf var veitandi. Hún
sagði svo oft: „Það þarf ekki að
hugsa um mig, það er allt í lagi
með mig.“