Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986
°47
Ég kom á heimili Sigrúnar og
Gunnars 1938 í vist eins og sagt
var og síðan hefi ég þekkt þessa
fjötekyldu.
Ég lærði margt sem ung stúlka
af Sigrúnu, bæði matargerð og
handavinnu. Það var góður andi á
heimilinu; hjónin voru bæði létt í
lund. Gunnar greip gjaman í orgelið
því hann hafði unun af músík.
Gunnar andaðist 12. ágúst 1966
eftir skamma legu. Sigrún hélt
áfram verslunarrekstrinum í nokk-
ur ár, með aðstoð Ásgeirs sonar
síns, en þar kom að hún hætti því,
hún bjó áfram í húsinu sínu, þar
til fyrir réttu ári, að hún seldi það
og flutti í íbúð sem byggð var fyrir
aldraða við Suðurgötu 15, en hún
naut þeirrar íbúðar skammt, var
orðin helsjúk þegar hún flutti þar
inn, en fjölskylda hennar gerði
henni kleift að dvelja þar, þegar
mögulegt var að fara út af sjúkra-
húsinu, með því að vera þar hjá
henni til skiptis, og fyrir það var
hún þeim þakklát, því heima var
best. Löngu og farsælu lífí er lokið.
Hún var sannkölluð hetja, sama
rólyndið, þar var ekki verið að
æðrast. Alltaf var sama hlýjan og
elskusemin þó væri hún sjárþjáð á
sjúkrahúsinu.
Ég á þá ósk heitasa afkomendum
hennar til handa, að þeir megi öðl-
ast þann kjark og þann dugnað sem
henni var gefinn í svo ríkum mæli.
Samúðarkveðjur til allrar fjöl-
skyldunnar.
Helga Bjargmundsdóttir
Það var mikið lán sem henti
okkur þegar við fluttum á Hafnar-
götuna til Rúnu fyrir tæpum sex
árum. Ekki bara að það hafí verið
gott að búa þar heldur að hafa
fengið tækifæri á að kynnast Rúnu.
Það má segja að strax við fyrstu
kynni hafi maður skynjað að hún
hafði að geyma sterkan og yfirveg-
aðan persónuleika og okkur fannst
eins og við hefðum þekkt hana alla
ævi. Samskipti við hana sannfærðu
okkur um að aldursmunur þarf ekki
að koma í veg fyrir einlæga vináttu.
Þegar maður lítur til baka og
leitar skýringa á því hvers vegna
maður sóttist eftir samskiptum við
Rúnu þá ber þar hæst sá jákvæði
kraftur sem hún hafði að geyma,
og sá eiginleiki að geta alltaf kveikt
ljós í myrkri. Og í návist hennar
fann maður svo vel fyrir því trausti
sem sýnir best á hvetju vinátta
byggist.
Það er alltaf erfitt að kveðja vin
sem leggur upp í langa ferð, og
ekki síst þegar hann veit ekki hvert
henni er heitið. En með Rúnu var
það á annan veg farið. Hún vissi
alltaf hvert hennar leið stefndi, og
efaðist aldrei um guð sinn. Oft hafði
hún sagt okkur frá atburðum sem
hún varð fyrir sem urðu til þess að
styrkja hana í trúnni og sannfæra
hana um tilvist sína.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að vera henni samferða.
Við vottum ættingjum hennar
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Sæmi og Kata
Friðmey Jóns-
dóttir Minning
Að morgni 15. maí lézt Friðmey
Jónsdóttir á Sjúkradeild Hrafnistu
í Hafnarfírði. Friðmey fæddist að
Ólafsvöllum, Akranesi, 14. septem-
ber 1904. Foreldrar hennar voru
Jón Ólafsson, sjómaður og kona
hans, Ágústa Hákonardóttir. Þau
eignuðust aðra dóttur, Guðrúnu,
sem er tveimur árum yngri en Frið-
mey, og fylgir hún systur sinni til
grafar í dag.
Ekki naut fjölskyldan lengi föð-
urins, því hann drukknaði 27. nóv-
ember 1908, þegar gufuskipið
Geraldine strandaði út af Mýrum.
Friðmey var þá fjögurra ára. Áhrif
föðurmissisins voru mikil, enda
fengu einstæðar mæður þeirra tíma
enga opinbera aðstoð, en samhjálp
vina og aðstandenda var mikil og
persónulegri. Guðrún var sett í fóst-
ur til Guðrúnar og Bjama föður-
bróður síns til 13 ára aldurs. Ágústa
hélt heimili fyrir Friðmeyju og
bjuggu þær lengi í Lindarbrekku
hjá hjónunum Margréti og Áma
Amasyni. Þau reyndust þeim mjög
vel og átti Friðmey þar athvarf
meðan móðir hennar stundaði vinnu
utan heimilisins. Ágústa stundaði
alla almenna vinnu sem konur þess
tíma höfðu aðgang að, og fór hún
í síldarvinnu hjá Oskari Halldórs-
syni á Siglufirði í 25 sumur sam-
fellt.
Friðmey stundaði almenna skóla-
göngu að þeirra tíma sið. Hún fór
ung að vinna þau störf sem ungum
stúlkum buðust og lærði síðan
saumaskap hjá Guðlaugu föðursyst-
ur sinni og vann við það í nokkur
ár.
Þann 9. júní 1923 giftist hún
eftirlifandi manni sínum, Viktori
Bjömssyni frá Litla-Teig á Akra-
nesi. Viktor stundaði þá sjó-
mennsku, en vann lengst af sem
verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu
Heimaskaga hf. á Akranesi.
Þau byggðu húsið að Háteigi 3
og bjuggu þar til 1959 að þau fluttu
til Reykjavíkur. Þeim varð fimm
bama auðið. Þau eru: Jóna Ágústa,
Bjöm, Þóra, Alfreð og Lilja. Bama-
bömin eru orðin 15, og bamabama-
bömin 30.
Friðmey var glæsileg kona, og
hélt hún reisn sinni fram yfir 80.
afmælið. Í tilefni afmælisins fóru
þau hjónin í ferðalag norður í land
og komu við á Akranesi í bakaleið-
inni. Þá vildi svo slysalega til að
Friðmey lærbrotnaði er hún sté út
úr bifreið. Eftir aðgerðina fékk hún
heilablóðfall og lamaðist að mestu.
Þó henni tækist að ná nokkurm
bata var hún að miklu leyti rúmföst
eftir það. Hún lá á sjúkrahúsi
Akraness í tæpt ár, og fluttist svo
á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnar-
fírði. Nokkru fyrir afmælið höfðu
þau Viktor selt íbúð sína að Sævið-
arsundi 35 í Reykjavík og keypt
eitt af þjónustuíbúðarhúsum fyrir
aldraða hjá DAS í Hafnarfirði, við
Boðahlein 29, Garðabæ. Húsið var
afhent stuttu eftir afmælið en ekki
leyfði heilsan að Friðmey gæti flutt
þangað, en þar hafði hún ætlað að
eyða ellidögunum.
Friðmey hafði mikla ánægju af
því að ferðast, sjá sig um og fræð-
ast. Hún var trúuð kona og starfaði
í fjölda ára í kirkjunefnd á Akra-
nesi, svo og í KFUK, og hélt því
áfram eftir að hún flutti til Reykja-
víkur.
Oft ræddum við Friðmey um trú-
mál, og var hún staðföst í trú sinni
samkvæmt hinni Góðu Bók og
kennisetningum hennar.
Ég vona að hún fái góðar móttök-
ur ættmenna og vina, enda kvaddi
hún sátt lífdaga.
Ég þakka Friðmeyju fyrir vináttu
hennar og hjálpsemi, og óska henni
fararheilla.
Jarðarför Friðmeyjar fer fram á
Akranesi í dagkl. 14.15.
Guðmundur Einarsson
Minning:
María Guðmunds-
dóttir Mýrarkoti
María Guðmundsdóttir, frá Mýr-
arkoti í Grímsnesi, var til moldar
borin á Selfossi 19. apríl sl.
María fæddist að Dufþekju í
Hvolhreppi 5. júlí 1893. Foreldrar
hennar voru vinnuhjú í Dufþekju.
María ólst upp með móður sinni.
1902 eru þær mæðgur komnar út
á Eyrarbakka, en unglingsárin var
María lengstum í Þorlákshöfn.
Þetta voru góð ár, enda minntist
María þeirra með hlýhug.
Þorlákshöfn var á þessum árum
mikil verstöð. Fólk koma víða að í
verið. Hnyttin tilsvör Maríu, næman
skilning og tilfínningu fyrir ís-
lenskri tungu, má áreiðanlega rekja
til áranna í Þorlákshöfn. Oteljandi
eru vísumar, sem hún hafði yfír og
orðatiltæki, sem nú falla í
gleymsku. Gömul ljóðabréf úr Þor-
lákshöfn og af Eyrarbakka varð-
veitast, þó að María hafi kvatt
þennan heim.
Það var okkur eftirlegukindum
velmegunarinnar ómetanlegt að
fletta upp í íslandssögunni á spjalli
við Mössu.
Hún var t.d. 3ja ára, þegar
Suðurlandsskjálftinn reið yfir 1896.
María minntist Jarðskjálftabarn-
anna,“ sem vom flutt suður undan
hörmungunum. Þeirra beið óvissa.
Sjálf hefur María sjálfsagt um
margt verið heppin í þjóðfélagi þess
tíma. Ein með móður sinni og ávallt
hjá góðu fólki.
María giftist Kristjáni Hannes-
syni 1920. Kristján var þá í Klaust-
urhólum í Grímsnesi. með þeim
Maríu og Kristjáni tókust miklir
kærleikar, sem ekkert fékk grandað
— nema hinsta kallið. Kristján lést
árið 1973.
María og Kristján bjuggu í Mýr-
arkoti í Grímsnesi 1920—1961, en
þá fluttust þau á Selfoss.
Maríu Guðmundsdóttur kynntist
ég fyrst fyrir nokkrum árum. Milli
okkar var hálf öld í árum.
Það leyndist engum, að María
var skarpgáfuð, hugumstór kona.
Alla tíð bjó hún við lítillæti hins
vegmóða vegfaranda. Mýrarkot í
Grímsnesi mun aldrei hafa verið
kostajörð. Þar var í búskapartíð
Maríu og Kristjáns allt með um-
merkjum snyrtimennsku, og laust
við búmannsraunir. María pijónaði
og heklaði fyrir margan sveit-
ungann.
María var trygglynd, en hún var
ekki allra. Hún gerði miklar kröfur
til sjálfrar sín og vildi ekki vera upp
á aðra komin. Hún vildi t.d. sjá um
sig sjálfa löngu eftir að krafta hafði
þrotið að mestu. María var stolt.
Hlutskipti Maríu hefði vissulega
orðið annað, ef hún hefði haft
tækifæri til að ganga menntaveginn
og notið þeirrar framfærslu, sem
býðst í dag. Hún ólst upp á „röng-
um“ tíma, var bam réttindalítilla
vinnuhjúa — fór á milli í vist og
bjó síðan lengst af við takmörkuð
kjör á kostalítilli jörð. Almúga þessa
lands buðust ekki betri kjör.
Kynslóð Maríu eignaðist hins
vegar auðæfi, sem engri annarri
kynslóð mun hlotnast. Hjartsláttur
aldamótakynslóðarinnar slær örar
en nokkurrar annarrar. Það er ekki
ofsögum sagt að telja 20. öldina
mesta umbrotaskeið Islandssög-
unnar. Við getum farið hraðfari um
atvinnusögu þjóðarinnar í einni og
sömu kynslóðinni. Með leifturhraða
úr tæknifrumstæðu bændasamfé-
laginu í tölvuvædda borgarasam-
búð.
Af íbúum landsins, sem fæddust
um eða fyrir aldamótin síðustu, eru
um 3 þúsund enn á lífi. Saga þjóðar-
innar er ekki bara eitthvað sem
var. Þetta fólk hefur sjálft verið í
aðalhlutverkunum. Við búum að
verkum þessarar kynslóðar. Það er
okkar að varðveita og hlúa að.
Samfylgdin með þessu fólki er
okkur dýrmæt.
Við í Ártúni þökkum samfylgdina
með Mössu.
Þorlákur H. Helgason
Birtíng afmælis-
og mmnmgargrema
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins
á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í
Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðradaga.
f minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
HELLUR
OC STEINAR
Viöurkennd gæöaframleiösla.
Staögreiösluafsláttur.
Heimsendingarþjónusta.
HELLUR
40x40 cm
kr. 525.- pr. m2
kr. 84,- pr. stk.
STEYPUSTÖÐ, AFGREIÐSLA, SUÐURHRAUNI 2, 210 GARÐABÆ.
SlMAR 651445 OG 651444