Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 60
„Æbókhauw;
ffgtUlMflfrtfe
%£} nnaoaiDanioiin
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Falskir 100
dollaraseðlar
í umferð hér
15-20 verslanir hafa fengið slíka
seðla að undanfömu og skipt í bönkum
TALSVERT magn af fölskum
100 dollara seðlum er nú i um-
ferð hér á íslandi og samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hef-
ur Rannsóknalögregla rikisins
þegar hafið rannsókn á þvi,
hvemig seðlar þessir hafi borizt
Laxveiði í net í
Hvitábyijarvel:
Óvenjulega
fallegir
laxar
„ÞETTA hefur gengið vonum
framar, 11 laxar vora komnir
eftir morgunvitjunina og
þetta voru óvenjulega fallegir
laxar, 9—17 punda og greini-
legt að þeir hafa haft nóg að
bita og brenna i hafinu,“ sagði
Sigurður Fjeldsted í Feijukoti
í samtali við Morgunblaðið í
gærdag.
Sigurður sagði jafnframt, að
afar mikið rok hefði verið síð-
ustu daga, áin bæði köld og
gruggug og allt annað en
árennileg tii veiða. Er samband
var haft við Feijukotsmenn í
fyrradag, höfðu þeir iagt netin
eins og lög gera ráð fyrir, en
hljóðið var ekki gott. Annað
hljóð var komið í strokkinn í gær
sem sjá má. Eftir því sem Sig-
urður tjáði Morgunblaðinu,
veiddust þessir laxar á víð og
dreif í margar lagnir.
til landsins. Morgunblaðið leitaði
í gær til Rannsóknalögreglunnar
um uppiýsingar um mál þetta,
en fékk engar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun grunur leika á, að
íslendingur hafi komið með talsvert
magn af seðlum þessum til.landsins,
sem hver er að verðgildi um 4.100
íslenzkar krónur og hafa þegar
seðlar borizt til banka, sem sáu að
um falsaðan gjaldmiðil var að ræða.
Mun m.a. þykkt pappírsins í seðlun-
um hafa vakið grun.
Dollaraseðlunum mun hafa verið
skipt í verzlunum í Reykjavík og
hafa a.m.k. 15 til 20 verzlanir
fengið slíka seðla og skipt þeim í
banka, þannig að Ijóst er, að upp-
hæð fölsku seðlanna skiptir þúsund-
um dollara.
Kristján tóklagiðá Akureyri
Akureyri.
KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari frá Akureyri var á ferð í heimabæ sinum i gær og tók þá
lagið fyrir starfsfólk og vistmenn Dvalarheimilisins Hlíðar og Fjórðungssjúkrahússins. Kristján
söng nokkur íslensk lög og var mjög vel tekið. Þegar hann var klappaður upp í annað sinn á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu sagði hann glaður i bragði: „Það er ánægjulegt að sjá að þið hljótið að vera við
góða heilsu fyrst þið klappið mig tvisvar upp!“ Nokkur fjöldi mætti í setustofu sjúkrahússins til
að hlýða á Knstján syngja en einnig gátu sjúklingar hlýtt á söng hans i stofum sinum gegnum
hátalarakerfi hússins. Þess má geta að Kristján heldur tónleika í iþróttaskemmunni á Akureyri á
laugardagskvöld.
KLM og Air Lingus bjóða
Arnarflugi skuldbreytingu
Álitamál hvort það dugar vegna slæmrar stöðu fyrirtækisins
Samningaviðræður ákveðinna
hluthafa Araarflugs við stærstu
erlendu lánadrottna fyrirtækis-
ins hafa staðið yfir að undan-
förau, með þeim árangri að flug-
félögin Air Lingus og KLM hafa
boðið Amarflugi skuldbreytingu
á hluta skuldanna til 5 ára, auk
þess sem KLM bauð upp á ein-
hveija niðurfellingu skulda.
Þriðji stóri lánardrottinninn
Euro Control hefur ekki svarað
málaleitan Arnarflugs enn. Staða
Arnarflugs er nú það slæm, að
ekki er víst að þetta nægi til
þess að tryggja áframhaldandi
rekstur fyrirtækisins.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að afkoma Amarflugs sé
mun verri en bráðabirgðayfírlit gaf
til kynna. Þar sagði að efnahags-
reikningur félagsins fyrir sl. ár
sýndi 500 milljón króna tap, á móti
320 milljón króna eignum, þannig
Fékk Útvegsbankinn rang-
ar upplýsingar um Hafskip?
Tveir hinna grunuðu áfrýjuðu þegar til Hæstaréttar
SEX forráðamenn og starfsmenn Hafskips hf. voru í gærkvöldi
úrskurðaðir í gæsluvarðhald I sakadómi Reykjavíkur, grunaðir um
aðild að auðgunarbrotum, rangan framburð og skjalafals. Fimm
þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 25. júní næstkomandi,
eins og Rannsóknarlögregla ríkisins hafði gert kröfu um, en sá
sjötti til 11. júní. Sjöundi maðurínn, sem átti að handtaka með hinum
sex á þríðjudagsmorguninn, hafði í gær samband við Rannsóknarlög-
reglu rikisins frá útlöndum og er hann væntanlegur heim á næstu
dögum, skv. upplýsingum RLR.
Þeir fímm, sem úrskurðaðir voru
í gæsluvarðhald til 25. júní, eru
Ragnar Kjartansson stjómarformað-
ur Hafskips, Björgólfur Guðmunds-
son forstjóri fyrirtækisins, Páll Bragi
Kristjónsson, fyrrum framkvæmda-
stjóri flármálasviðs, Þórður H. Hilm-
arsson, forstöðumaður áætlanasviðs
og Helgi Magnússon, endurskoðandi
fyrirtækisins. Sá sjötti, Sigurþór
Guðmundsson, aðalbókari Hafskips,
var úrskurðaður í gæsluvarðhald til
11. júní. Tveir mannanna, þeir
Björgólfur og Páll Bragi, kærðu
gæsluvarðhaldsúrskurðina þegar til
Hæstaréttar.
Rannsóknin, sem ríkissaksóknari
fyrirskipaði hinn 7. júní, tekur eink-
um til þriggja þátta, skv. upplýsing-
um, sem Morgunblaðið hefur aflað
sér. í fyrsta lagi hvort forráðamenn
Hafskips hafi gefið Útvegsbankan-
um rangar upplýsingar um stöðu
fyrirtækisins þegar það fékk fyrir-
greiðslu í bankanum — og þannig
fengið lán og þjónustu, sem félagið
hefði að öðrum kosti ekki fengið. í
fyrirmælum ríkissaksóknara er í
þessu sambandi vísað til 15. og 17.
kafla almennra hegningarlaga, þar
sem flallar m.a. um rangar skýrslu-
gjafír og sýningu og framlagningu
skjala, sem eru að innihaldi röng.
Í öðru lagi beinist rannsóknin að
því hvort forráðamenn Hafskips hafí
notað fé fyrirtækisins í eigin þágu
— hveijir hafí staðið að slíkum
aðgerðum og hveijir séð um fram-
kvæmdina, sem heimfært er undir
26. kafla almennra hegningarlaga,
er flallar um auðgunarbrot og í
þriðja lagi beinist rannsóknin að
þætti Útvegsbankans: hvort einhver
eða einhveijir starfsmenn bankans
hafí gerst sekir um vanrækslu í
opinberu starfí, til dæmis þannig að
eftirlit þeirra með veðum fyrirtækis-
ins fyrir skuldum þess hafí verið
ófullnægjandi. Hér er helst vísað til
141. greinar laganna, sem hljóðar
svo: „Opinber starfsmaður, sem
sekur gerist um stórfellda eða ítrek-
aða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi
sínu, skal sæta sektum eða varð-
haldi."
Skiptameðferð á þrotabúi Haf-
skips hf. er að mestu lokið í skipta-
rétti í Reykjavík, að sögn Ragnars
H. Hall, skiptaráðanda. „Það kunna
að koma upp einhveijir fletir á þessu
síðar," sagði hann, „en við höfum
lokið þeim hluta, oem nú er til lög-
reglurannsóknar hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins, enda var sá þáttur
til hliðar við sjálfa skiptameðferð-
ina.“
Ragnar sagði að enn ætti eftir
að innheimta talsvert af útistandandi
kröfum Hafskips og greiða upp í
kröfur. „Þær kröfur, sem búið er
að lýsa, losa milljarð króna en enn
hefur ekki verið tekin afstaða til
þess hveijar þeirra verða teknar til
greina. Við erum þegar með um 100
milljónir króna upp í þessar kröfur
og vitað er að enn er talsvert fé
ókomið," sagði hann.
Sjá ritstjórnargrein Morgun-
blaðsins, „Urskurðaðir. i
gæzluvarðhald"á bls. 30.
að neikvæð eiginQárstaða fyrirtæk-
isins um sl. áramót væri'180 millj-
ónir króna. Tap félagsins það sem
af er þessu ári, mun hafa verið
verulegt, þannig að nú gæti litið út
fyrir að neikvæð eiginfjárstaða
fyrirtækisins sé talsvert á þriðja
hundrað milljónir króna.
Það var skilyrði af hálfu Al-
þingis, þegar heimild fyrir ríkis-
ábyrgð var veitt, að eigið fé fyrir-
tækisins yrði aukið um 95 milljónir
króna. Þegar hafa safnast hluta-
fjárloforð fyrir þessari hlutaflár-
aukningu samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, en þau eru öll
skilyrt á þann hátt, að féð verði
ekki reitt af hendi, nema samningar
takist við erlenda lánardrottna, sem
alls eru eitthvað á þriðja hundrað,
þó að 10 til 15 aðilar séu þar stærst-
ir. Morgunblaðið hefur jafnframt
heimildir fyrir þvi Amarflugsmenn
muni þurfa að semja frá grunni við
fulltrúa §ármálaráðuneytisins,
reynist afkoma fyrirtækisins mun
verri en bráðabirgðauppgjörið gaf
til kynna. Þá muni fjármálaráðu-
neytið setja fram þá kröfu að eigið
fé fyrirtækisins verði aukið til
muna, miðað við 95 milljón króna
skilyrðið.
Viðræður nýju hluthafanna við
erlenda lánadrottna er ekki lokið,
en í fyrradag var rætt við fulltrúa
Air Lingus, í síðustu viku var rætt
við fulltrúa Euro Control og f gær
voru viðræður við fulltrúa KLM.
Þeir aðilar sem staðið hafa í samn-
ingaviðræðunum fyrir Arnarflugs
hönd munu á næstu dögum ræða
við aðra erlenda lánardrottna, og
þegar niðurstöður þeirra viðræðna
liggja fyrir, munu þeir bera saman
bækur sínar og taka ákvörðun um
hvort grundvöllur sé fyrir áfram-
haldandi rekstri fyrirtækisins.