Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 43 Kosningadagskrá rí kisfj ölmiðlanna o g útvarpsráð eftir Maríu Jóhönnu Lárusdóttur Herra ritstjóri. í blaði yðar laugardaginn 17. maí birtist grein undir yfirskriftinni „Útvarpsráð sjmjar beiðni um breyttan útsendingartíma". í grein- inni er síðan greint frá því að full- trúar Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista hafl farið þess á leit við útvarpsráð að það breytti út- sendingartíma á framboðsfundi í sjónvarpssal á annan í hvítasunnu. Ennfremur er haft eftir Markúsi Á. Einarssyni að allir útvarpsráðs- menn hafi verið sammála um að hafna þessari beiðni á þeirri for- sendu að engar breytingartillögur hefðu komið fram þegar flokknum hefði verið tilkynnt um útsendingar- tfmann. Einnig kemur fram að flokknum hefði verið kunnugt um þennan tíma fyrir löngu og því hafi ekki verið hægt að verða við þessari beiðni með svo stuttum fyrirvara. Þar sem bæði fréttin sjálf er villandi og ummæli Markúsar röng fer ég fram á það að eftirfarandi leiðrétt- ing komi fram í blaði yðar. Á fundi útvarpsráðs 16. maí sl. var lagt fram bréf undirritað af fulltrúum allra þeirra fjögurra sfjómmálaafla í Reykjavík sem að framan eru talin. Þar kemur fram að miðvikudaginn 7. maí hafí tals- mönnum framboða í Reykjavfk verið kynnt drög að kosninga- skrám ríkisfjölmiðlanna. Strax næsta virka dag eða föstudaginn 9. maí hafí verið haft samband við framkvæmdastjóra útvarps og sjón- varps og athugasemdum komið á framfæri við þá varðandi fyrir- hugaða dagskrá. Þeir hafi hvorugir talið að hægt væri að breyta um- ræddum drögum nema útvarpsráð fjallaði um það sérstaklega. í bréfi stjómarandstöðunnar segir að meginskylda ríkisQölmiðl- anna varðandi kosningamar sé sú að koma upplysingum á framfæri varðandi kosningamar sjálfar og hin ólíku sjónarmið framboðsaðila. Framlag svæðisútvarps Reykjavík- ur og nágrennis sé góðra gjalda vert en hins vegar komi kosninga- umfjöllun þess ekki í stað útsend- inga á rás 1 og 2 þar sem megin- þorri fólks hlusti á þær stöðvar. Á rás 1 er fyrirhuguð ein kynning á framboðunum en engin á rás 2. Þess vegna fara framboðin tjögur fram á að útvarpsráð færi til fyrir- Höfn: Útvarpssend- ingar hefjast á f östudag Höfn, Horaaflrði. FÖSTUDAGINN 23. mai hefjast útsendingar hjá útvarpsstöð sjálfstæðismanna f Austur- Skaftafellssýslu. Útsendingar eiga að vera frá klukkan 13 til 22 á föstudag, frá klukkan 10 til 22 á laugardag og frá klukkan 10 til 14 á sunnudag. Útvarpsstöðin er í Sjálfstæðis- húsinu á Höfn og er reiknað með að um tíu manns starfí við stöðina. Útvarpsstjóri er Albert Eymunds- son. Albert sagði f samtali við Morg- unblaðið, að á dagskránni yrði tals- vert af viðræðuþáttum, m.a. viðtals- og umræðuþættir í tilefni 40 ára afmælis Hafnarhrepps, tónlist og sérstakur framboðsfundur í út- varpssal. Einnig yrði sérstakt efni fyrir unglinga og böm. „Við leggjum áherzlu á að þetta sér sérstakt útvarp fyrir Höfn,“ sagði Albert Eymundsson. Haukur hugaða stjómmálakynningu á ann- an í hvítasunnu og að rás 1 og 2 taki meiri þátt í að kynna þær kosningar sem framundan eru. Utvarpsráð hafnar beiðni stjórnar- andstöðunnar Á fundi útvarpsráðs kom fram að fulltrúar Alþýðuflokks, Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks í ráðinu töldu ekki ástæðu til að sinna þess- ari beiðni og létu í ljós þá skoðun að hún kæmi allt of seint fram. Fulltrúi Alþýðubandalagsins og undirrituð bentu á að fulltrúar stjómmálaflokkanna Qögurra hefðu gert athugasemdir varðandi drögin að umræddri kosningadagskrá strax næsta virka dag eftir að þau hefðu verið kynnt. Gerði fulltrúi Alþýðubandalagsins það að tillögu sinni að útsendingartíminn á annan í hvítasunnu yrði fluttur til og yrði milli 18—20 í stað 16—18. Ég gerði grein fyrir þeirri skoðun Kvennalistans að það væri ekki pólitískra fulltrúa útvarpsráðs að segja starfsfólki Ríkisútvarpsins fyrir verkum og lagði því ekki til neinn sérstakan tíma um breytta útsendingu umrædda hvítasunnu- helgi. Hins vegar fór ég þess á leit við starfsmenn útvarps og sjón- varps að þeir könnuðu hvort hægt væri að koma því í kring að auka kynningu á framboðum í sjónvarpi og útvarpi og bað um að tíminn á annan í hvítasunnu yrði færður til. Benti ég einnig á að þegar mikið þætti liggja við í þessum fjölmiðlum væri útsending færð til án mikillar umræðu. Hefur það bæði gerst þegar um fótbolta og fegurðarsam- keppni er að ræða og þykir út- varpsráðsmönnum ekki ástæða til að fjölyrða um slíkt. Það er því rangt að segja að útvarpsráð hafí einróma hafnað beiðni um breyttan útsendingartíma sjonvarpsins á annan í hvítasunnu og vona ég að ekki sé rétt haft eftir Markúsi Á. Einarssyni að svo hafí verið. Auk þess er það villandi sem fram kemur í fréttinni um að þennan eina útseningatíma hafí verið rætt í útvarpsráði þar sem umfjöllun Ríkisútvarpsins á kosn- ingunum í heild var til umræðu eins og ég hef nú gert grein fyrir. * Ahugaleysi Sjálfstæðisflokksins Ég tel að ef vilji er fyrir hendi þá sér hægt að koma til móts við óskir framboðanna Qögurra f Reykjavík og §alla betur um þau málefni og sjónarmið sem tekist verður á um í komandi kosningum. Hins vegar virðist Sjálfstæðisflokk- urinn hafa lítinn áhuga á að taka þátt í pólitískri umræðu þessa dagana. Get ég ekki látið hjá líða að benda á þá ákvörðun flokksins að taka ekki þátt í fundi sem DV stendur fyrir í Háskólabíói eftir nokkra daga með frambjóðendum flokkanna. Við kvennalistakonur höfum áður gert grein fyrir þeirri skoðun okkar að það sé óeðlilegt að útvarpsráð, kosið pólitískri kosn- ingu, fjalli um einstaka dagskrárliði Rfkisútvarpsins fyrirfram. 9 þúsund ungmenni ganga nú að kjörboðinu í fyrsta sinn. Ríkis^ölmiðlum ber skylda til að miðla þessu unga fólki og öðrum landsmönnum almennum upplýsingum um þau sjónarmið sem tekist verður á um f komandi kosn- ingum. Afskipti útvarpsráðs býður heim óæskilegum afskiptum sér- hagsmunahópa á þann fjölmiðil sem allir landsmenn eiga að hafa jafnan aðgang að, hvort sem þeir eru flokksbundnir eða ekki. Með fyrir- fram þökk fyrir birtinguna. Höfundur er varafulltrúi Kvenna- liatana i útvarparáði. Spennandi forrétturt.d. með graflax- eða piparrótarsósu og ristuðu brauði! ■gæðanm vegna! _______wýrt SUÐURVER26 MAÍ' . . ,3ja viáAa námskeið 2 <K eða 4 x tviki^ * Allir*fimiá ff©kj( við-sitt hæfí fraJ.S.B. •* Ipnritun er hafinj^mi 83730 V „ P-.P.S. isfú (• sparibyrfiilginn. Sjátirrfs^ Bára#AnnaíSjgg'a\*Mággaogcyo. ' * ^ i ■■ 9 • • #...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.