Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986
21
Davíð
Oddsson
borgarstjóri
svarar
spurningum
lesenda
Hallgrímskirkja
Marta Guðbrandsdóttir,
Skeggjagötu 10, spyr:
Mér er spurn hvort borgar-
stjórinn okkar vOl ekki beita
sér fyrir því að setja upp bekki
víðar í borginni til þess að eldra
fólk geti hvílst á milli áfanga-
staða. Það sem að mér snýr og
fleiri eldri íbúum Norðurmýrar
er ekki síst leiðin úr húsum
okkar upp í Hallgrímskirkju.
Svar:
A þessu ári verða settir út 59
bekkir auk 10 samstæðna með
borðum og bekkjum. E'.tki hefur
öllum þessum götugögnum verið
valinn staður enn, og væri gott
að fá ábendingar, t.d. frá eldra
fólki, hvar það telur helst þörf
fyrir þau. Þegar þessi nýja viðbót
er komin í gagnið verða nálægt
400 bekkir á almannafæri í borg-
inni.
Kringlumýrarbraut
Ingibjörg Helgadóttir, Mið-
túni 40, spyr:
Við hér í hverfinu viljum
gjarnan vita hvort ekki verði
staðsettur gangbrautarvörður
við þá miklu umferðargötu
Kringlumýrarbraut, svo börnin
okkar geti komist í og úr skóla
nokkurn veginn óhult. Við
þurfum að fylgja börnum okk-
ar í skóla og sækja þau þangað
Fundur í borgarstjóm Reykjavíkur. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1986 á dagskrá. Magnús
L. Sveinsson borgarfulltrúi stýrir fundi. Davíð Oddsson borgarstjóri situr við hlið hans en aðrir
borgarfulltrúar gegnt. Reykvíkingar ákveða 31. maí næstkomandi, hveijir sitja í þessum sætum
næsta kjörtímabil, 1986—1990.
dag hvem. Ég veit dæmi þess
að barnafólk hefur flutt úr
hverfinu af þessum sökum.
Hins vegar er barnafólk hvatt
til þess að setjast að í gömlum
og grónum borgarhlutum.
Svar:
Umferðaröryggi gangandi veg-
farenda er forgangsverkefni og
fyrsta forgang hefur öiyggi bama
í umferðinni á leið í og úr skóla.
Þess vegna hefur það verið
ákveðið að setja gangbrautarljós
fyrir vegfarendur yfir Kringlu-
mýrarbraut gegnt Sigtúni nú í
sumar.
Breiðholtsbraut —
Seljabraut
Edda Ottadóttir, Seljabraut
42, spyr:
Hóll sá, sem aðskilur Breið-
holtsbraut og Seljabraut við
verslunina Kjöt og fisk, og er
forarsvað í regni en ryksendir
yfir nágrennið í þurra, veldur
okkur angri hér í hverfinu. Er
ekki hægt að gera eitthvað til
úrbóta? Má t.d. ekki leggja
göngustíg yfir hólinn sem hvort
er að er alltaf genginn meira
og minna?
Svar:
í sumar er fyrirhugað að rækta
um hljóðmönina þama svo ekki
§úki úr henni ryk eða forað
myndist í leysingu. Ekki er í ráði
að leggja göngustíga þama yfir,
því austan við er Breiðholtsbraut
með mikilli umferð og þarf að
beina gangandi fólki frá brautinni
á þessum kafla.
Miðsvæði Seljahverfis
Hallfríður Kristinsdóttir,
Hálsaseli 34, spyr:
1. Hvenær á að ganga frá
umhverfi tjarnarinnar sem er
milli elliheimilisins Seljahlíð-
ar og kaþólsku kirkjunnar í
Breiðholti?
2. Er ekki hægt að gera eitt-
hvað til að minnka umferð eða
hægja á umferð um HjaUasel?
Svar:
1. Miðsvæði Seljahverfis er
ennþá í byggingu, þ. á m. er eftir
að byggja þau hús sem eiga að
standa næsttjöminni. Ekki verður
hægt að ganga endanlega frá
umhverfí tjamarinnar fyrr en
þyggingaffamkvæmdum er lokið.
I sumar á hins vegar að ganga
frá gangstígum á svæðinu frá
tjöminni upp fyrri Seljaskóla, auk
þess sem gengið verður frá lóðinni
kringum Seljahlíð.
2. Erfítt hefur reynst að leysa
vandamál umferðarinnar á þessu
svæði eins og skipulaginu er hátt-
að. Hjallaseli var í vetur lokað
sunnan Heiðarsels til þess að
minnka gegnumumferð. Lokunin
mætti mikilli andstöðu íbúa í
hverfinu, einkum íbúa í suður-
hluta Seljahverfis, sem þurfa að
fara með böm sín á bamaheimili
við Hálsasel. Því var ákveðið að
opna götuna aftur. Tvær hraða-
hindranir hafa verið settar á
Hjallasel og í athugun er hvað
hægt er að gera frekar til þess
að minnka ökuhraðann. Uppi hafa
verið hugmyndir um að breyta
akstursleiðum strætisvagna í
hverfínu.
LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS
Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista
sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom-
andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna.
Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 10100 á
milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar
fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan
í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í
bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit-
stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að
nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram.
Sunnudagur 25. maí:
Fjölskyldu-
kaffi Sigl-
firðinga-
félagsins
ÁRLEGT afmæliskaffi Siglfirð-
ingafélagsins í Reykjavík og ná-
grenni, í tilefni kaupstaðaraf-
mælis Siglufjarðar, fer fram í
Kirkjuhvoli við Kirkjulund í
Garðabæ (nýja safnaðarheimU-
inu) sunnudaginn 25. maí nk.
frá kl. 3. miðdegis.
Móttaka á kökum og meðlæti á
sama stað frá kl. 11 árdegis.
Siglfirðingar í Reykjavík og ná-
grenni, ungir sem aldnir eru hvattir
til að mæta.
(Fréttatilkynning frá Siglfirðingafélaginu).
Fundur um
ferðamál suður-
landskj ör dæmis
Seifossi.
Ferðamálasamtök Suðurlands
og Samtök sunnlenskra sveitar-
félaga boða til fundar I dag,
fimmtudag, kl. 14.00 í Hótel Ljós-
brá í Hveragerði. Ferðamála-
stjóri og stjórn Ferðamálaráðs
íslands munu mæta á fundinn.
Til fundarins eru einnig boðaðir
þingmenn kjördæmisins, sveitar-
stjórnarmenn og fleiri.
Aðalfundarefnið er málefni suð-
urlandskjördæmis í ferðamálum og
er allt áhugafólk velkomið á fund-
inn. Eftir hinn boðaða fund er fyrir-
hugaður fundur stjómarmanna
ferðamálasamtaka Suðurlands með
stjóm Ferðamálaráðs og sveitar-
stjómarmönnum. Sig. Jóns.
Vanir menn
Thermopane menn hafa staðíð. lengst allra í sölu
eínangrunarglers á Islandi.
Og hin frábæra reynsla af glerínu er orðin meira
en 30 ára löng.
—u Thermopane máttu treysta.
Lhenmoiiane
Glerverksmiðjan Esja hf. * Völuteigi 3
270 Mosfellssveit, Sími 666160.