Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI Sérhæfó þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. RADIAL stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI. 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA ESAB RAFSUÐU TÆKI,VIR 0G FYLGI- HLUTIR FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SlMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ESAB Um kaup /leigníbúðir og þjónustuíbúðir aldraðra eftir Bryndísi Schram Alþýðuflokkurinn á sér langa sögu. Hann var stofnaður af fátæku fólki til að beijast gegn misrétti og jafna lífskjör; til þess að breyta þjóðfélaginu. Vökulögin, verkamannabústað- imir, almannatryggingamar — þetta eru þrjú stórmál, sem breyttu lífi fólks. Tillögur okkar jafnaðar- manna — fyrir þessar kosningar, um kaup/leiguíbúðir eru sambæri- legt stórmál. Ef við fáum stuðning þinn til að koma þeim í framkvæmd, munu þær gerbreyta lífskjörum unga fólksins á íslandi. Tillögur okkar um frumkvæði borgarinnar að byggingu þjónustu- íbúða aldraðra og nýjar íjármögn- unarleiðir til þess, eru annað stór- mál. Fáist þær framkvæmdar munu þær ijúfa einangrun og einsemd hinna öldruðu; búa þeim betra líf. Þessar tillögur verðskulda að menn kynni sér þær hleypidóma- laust. Til þess verður líka að ætlast, að frambjóðendur annarra flokka lýsi afstöðu sinni til þessara tillagna — fyrir kosningar. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu, að þessar tillögur snerta hagsmuni flestra fjölskyldna í landinu. Ég hef undanfamar vikur kynnt þessar tillögur á fjölda vinnustaða- funda vítt og breitt um Reykjavík. En það er ekki nóg. Þessar tillögur varða alla landsmenn. Þess vegna bið ég Morgunblaðið — blað allra landsmanna — að ljá rúm til að kynna þær landsmönnum öllum. Einfaldast er að gera þetta í formi spuminga og svara. 1. spurning: Hvað viljum við, að borgin (eða sveitarfélagið) geri í húsnæðis- málum? • Við viljum að borgin beiti sér fyrir byggingu eða kaupum á 300 kaup/leiguíbúðum á ári, næstu 10 ár. Onnur sveitarfélög úti um landið eigi þess kost að byggja aðrar 300 íbúðir árlega. • Þar sem það hentar verði keypt eldra húsnæði. • Þetta viljum við að sveitarfé- lögin geri í samstarfí við laun- þegasamtök, lífeyrissjóði og bygg- ingarsamvinnufélög, sem vilja tryggja þátttökurétt sinna félaga. 2. spurning: Hvað eru kaup/leiguíbúðir? Hver er munurinn á kaup/ leigukerfi og þvi sem við þekkj- um? # Þú hefur fijálst val um kaup eða leigu. # Þú borgar enga útborgun. # Þú þarft ekki að taka dýr skammtímalán. # Þú borgar bara mánaðarlega af lánum — viðráðanlegt hlutfall aflaunum þínum. Bryndís Schram „Félagsleg vandamál verða ekki leyst með því að ofurselja mann- inn lögmálum markað- arins, eins og áhrifa- mikil öfl í Sjálfstæðis- flokknum boða með vaxandi ákefð. Félags- leg vandamál kalla á félagslega lausn í anda mannúðar og jafnaðar- stefnu.“ 3. spurning: En hvaðan kemur fjármagnið? • Framkvæmdaaðilinn (borgin eða félagasamtök) tekur lánin hjá Byggingarsjóði rikisins eða Bygg- ingarsjóði verkamanna. • Lánin eru 80% byggingar- kostnaðar til 40 ára. • Greiðslubyrðin verður léttbær af því að lánin eru til langs tíma og á lágum vöxtum. • Framkvæmdaaðilinn leggur fram 20% byggingarkostnaðar, sem hann fær endurgreitt, ef um kaup verður að ræða. • Ef þú gerir kaupsamning, endurgreiðir þú 20% framlagið með 3,5% vöxtum. 4. spurning: En hvernig eru leigukjörin? • Miðað við byggingarkostnað 100 fermetra íbúða verður mánað- arleiga: 1) Innan við 5000 kr. á mán. — ef lánið er frá Byggingarsjóði verkamanna. 2) Um 7000 kr. — ef lánið er frá Byggingarsjóði ríkisins. • Auk þessa greiðir þú árgjald í hússjóð vegna viðhalds. 5. spuming: En hver verður greiðslubyrð- in, ef þú vilt kaupa íbúðina? • Þá gerir þú kaupsamning um endurgreiðslu á framlagi fram- kvæmdaaðilans, með 3,5% vöxtum á allt að 30 árum. Þar með færð þú afsal fyrir íbúðinni og fullan umráða- og endursölurétt. Miðað við sömu íbúðarstærð og lánskjör verður mánaðargreiðsla skv. kaupsamningi: 1) 6754 kr. — ef lánið er frá Byggingarsjóði verkamanna með 1% vöxtum. 2) 9264 kr. — ef lánið er frá Byggingarsjóði ríkisins með 3,5% vöxtum. 6. spurning: En hver verður útgjaldaauki Reykjavíkurborgar? • Að hámarki 140 milljónir, ef borgin stendur ein undir 20% fram- lagi vegna 300 íbúða á ári. • Utgjaldaauki borgarinnar verður hins vegar enginn, ef fé- lagasamtök gerast framkvæmdaað- ilar f stað borgarinnar. • Allavega mun framlag borg- arinnar fara minnkandi ár frá ári — vegna endurgreiðslu 20%-fram- lagsins. 7. spurning: Hveraig á að mæta útgjalda- auka borgarinnar? # Fyrst og fremst með breyttri forgangsröðun útgjalda innan ramma fjárhagsáætlunar. — Dæmi: Núv. borgarstjórnar- meirihluti hefur varið 260 milljón- um sem meðgjöf með Granda og til jarðakaupa á Ölfusvatni. Fyrir það fé hefði borgin getað staðið undir sínu framlagi við byggingu 6 00 kaup/leiguíbúða. # Miðað við úrtak framteljenda um framtaldar tekjur á árinu 1985 má ætla að tekjubreytingar milli áranna 1985/1986 verði mun meiri en ætlað var. Þetta þýðir að þrátt fyrir lækkun útsvarsálagningar úr 10,8% í 10,2% stefnir í það, að sveitarfélögin fái verulegar tekjur af útsvarsálagningu af raungildi umfram gjöld, haldi verðlagsfor- sendurkjarasamninga. # Útgjöld sveitarfélaga árlega á næstu 10 árum vegna byggingar eða kaupa 600 fbúða með kaup/ leigufyrirkomulagi minnka árlega í hlutfalli við endurgreiðslu. # Verði um fleiri framkvæmda- aðila að ræða, svo sem launþega- samtök, lífeyrissjóði eða fleagasam- tök, minnkar hlutur sveitarfélaga s em því nemur. # Gatnagerðargjöld og tengi- gjöld eru áætluð allt að 5% af byggingarkostnaði íbúðarhúsnæðis. Þessi gjöld mætti skoða sem hluta af framlagi sveitarfélaga, sem auðveldar þeim þá íjármögnun á sínum hluta til kaup/leiguíbúða. # Á Alþingi hefur Alþýðuflokk- urinn ítrekað lagt fram tillögur um tímabundinn stigbreytilegan stór- eignaskatt á skuldlausar stóreignir, einkum félaga. Hluta af þessum skatttekjum á að veija til húsnæðis- mála. Það er skammt í alþingis- kosningar. Þá þurfa kjósendur að tryggja nýjan þingmeirihluta fyrir nýju ogréttlátu skattakerfi. 8. spurning: Hvar fæst fjármagn fyrir 80% lánum? • Verkalýðshreyfíngin tryggði það fjármagn í seinustu kjarasamn- ingum, með skuldabréfakaupum líf- eyrissjóða af byggingarsjóðum rík- isins og verkamanna. 9. spurning: Hefur kaup/leigukerfið verið reynt annars staðar? • Já, m.a. í Hollandi, Kanada, Bandaríkjunum, V-Þýzkalandi og víðar, — meðgóðum árangri. 10. spurning: Hvað er nýtt í tillögum okkar um þjónustuíbúðir fyrir aldraða? • Hinir öldruðu kaupa ekki þjónustuíbúðimar á hefðbundinn hátt, skv. okkar tillögum. # Þeir tryggja sér íbúðarrétt til æviloka með fjármögnun íbúðarinn- ar á verðtryggðum bankareikningi. 11. spurning: Hveraig gerist þetta? # Hinir öldruðu, sem selja eigur sínar, leggja andvirðið eða hluta þess, inn á verðtryggðan banka- reikning. • Jafnframt semur borgin við bankann um framkvæmdalán á byggingartímanum. # Tíunda hver íbúð er að fullu kostuð af borginni. Þær íbúðir eru leigðar þeim, sem ekki eiga íbúð fyrir. # Þegar íbúðin er yfírgefín fær viðkomandi eða aðstandendur hans upphæðina endurgreidda með fullri verðtryggingu. 12. spuraing: Hveijir eru helztu kostir þess- ara tillagna? # Borgin tekur frumkvæði að lausn á félagslegu vandamáli — sem markaðurinn getur ekki leyst. # Borg og ríki nýta betur fjár- festingu í eldra húsnæði og fjárfest- ingu í þjónustustofnunum gróinna borgarhverfa. • Hinir öldruðu njóta fjárhags- legs öryggis virtra bankastofnana — í stað þess að leita til fasteigna- markaðarins. • Aðalatriðið er að samfélagið geri skyldu sína til að stuðla að ör- yggi, velferð, heilbrigðisþjónustu og fuhnægjandi mannlegum samskipt- um eldri borgara. Félagsleg vandamál verða ekki leyst með því að ofurselja manninn lögmálum markaðarins, eins og áhrifamikil öfl í Sjálfstaeðisflokkn- um boða með vaxandi ákefð. Félagsleg vandamál kalla á fé- lagslega lausn, í andmannúðar og jafnaðarstefhu. Að lokum enn ein spuraing: Hvemig getur þú lijálpað okkur að framkvæma þessar til- lögur? Það getur þú aðeins með einu móti: Með því að kjósa A-listann, þann 31. maí næst komandi. Og þú gulltryggir árangurinn með því að veita jafnaðarmönnum oddaaðstöðu í borgarstjóm. Hug- leiddu það, hvort þessi stórmál verðskulda ekki stuðning þinn. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa, að hafa stutt vökulögin, verkamannabú- staðina og almannatryggingamar. Þú tryggir ekki eftir á. Höfundur skipar 2. sætið á fram- boðslista Alþýðuflokksins við komandi borgarstjómarkosning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.