Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 5 Hvalvertíðin hefst um miðjan júní: Búist við átökum á ársfundi Alþj óðah val veiðiráðsins — vegna hvalveiða íslendinga í vísindaskyni og sölu afurða tilraunadýranna HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra reiknar með að áform íslendinga um hvalveiðar i visindaskyni muni mseta mikilli andstöðu á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem haldinn verður i Malmö í Sviþjóð 9.-13. júni næstkomandi. „Þetta verður áreiðanlega mjög erfiður fund- ur. Þessi timi er sömuleiðis Al- þjóða hvalveiðiráðinu sem slíku mjög erfiður — það eru ýmsar blikur á Iofti varðandi framtíð ráðsins,“ sagði ráðherrann i samtali við blm. Morgunblaðsins. Einn íslenskur vísindamaður, Jó- hann Siguijónsson líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun — sá hinn sami og samdi upphaflegu áætlun- ina um hvalveiðar í vísindaskyni — situr þessa dagana á fundi vinnu- nefndar hvalveiðiráðsins í Boume- mouth í Englandi. Þegar þeim fundi lýkur um mánaðamótin hefst viku- Kaupmannasamtökin: Vara við ein- okun í dreifingu grænmetis KAUPMANNASAMTÖK íslands hafa sent verðlagsráði bréf þar sem vakin er athygli á hugsan- legri sameiningu Sölufélags garðyrkjumanna og Ágætis og vara við að stofnað verði til einokunar í heildsölu á grænmeti ogjrarðávöxtum. I bréfi Kaupmannasamtakanna til verðlagsráðs segir að í lcjölfar aukinnar samkeppni heildsölufyrir- tækja og þar með verslana hafí þjónusta og vöruvöndun aukist til muna í þessari grein, til hagsbóta fyrir neytendur, bæði hvað varðar verð og gæði. Kaupmannasamtökin segjast óttast að ef sameiningu Sölufélagsins og Ágætis verði geti þróunin snúist til verra vegs í dreif- ingu þessara vara. Telja þau eðlilegt að Verðlagsstofnun, á grundvelli verðlagslaganna, fylgist með hvert stefnir í þessu máli og reyni að koma í veg fyrir að stofnað verði til einokunar á þessu sviði. Kaupmannasamtökin hafa jafn- framt send Ágæti bréf þar sem spurst er fyrir um hvort ætlunin sé að sameina fyrirtækin og mynda þar með eitt fyrirtæki sem sæi um heildsöludreifingu grænmetis og garðávaxta. langur fundur vísindanefndarinnar í Malmö og siðan tekur ársfundur ráðsins við. Þá bætast sex íslend- ingar í hópinn undir forystu Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra. Auk hans og Jóhanns verða á ársfundinum þeir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókn- arstofnunarinnar, Kjartan Júlfus- son, deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur í utanríkis- ráðuneytinu, Eyþór Einarsson for- maður Náttúruvemdarráðs og Krisfján Loftsson, forstjóri Hvals hf. „Við verðum þetta margir vegna þess að við teljum þennan fund ákaflega þýðingarmikinn," sagði sjávarútvegsráðherra. Á ársfúndinum í fyrra kom fram tillaga frá sendinefndum Svíþjóðar og Sviss, þar sem gert var ráð fyrir að öll alþjóðleg verslun með afurðir hvala, er veiddir væru í vísindaleg- um tilgangi, væri bönnuð. Fyrir harða andstöðu íslensku sendi- nefndarinnar og fleiri var sú tillaga dregin til baka en önnur hófsamari samþykkt í staðinn: sú gerði ráð fyrir að sett væri á laggimar vinnu- nefnd er tæki sænsk-svissnesku tillöguna til sérstakrar athugunar, svo hægt yrði að afgreiða hana á fundinum í Malmö í sumar. Hefði upphaflega tillagan verið samþykkt hefði það haft slæm áhrif á rann- sóknaráætlun íslendinga, því ætl- unin er að fjármagna rannsóknimar með þvi fé, sem fengist fyrir sölu á hvalkjötinu til Japans. Þessi vinnunefnd hefur ekki komið saman fyrr en nú, að sögn Halldórs Ásgrimssonar, og er mikill ágreiningur i henni. „Það er ljóst, að það er ekkert samkomulag um veiðar í vísindaskyni innan hval- veiðiráðsins," sagði ráðherrann, „og allt óvíst um afgreiðslu sænsk- svissnesku tillögunnar. Við leggjum á það áherslu, eins og við höfum gert til þessa, að Alþjóða hvalveiði- ráðið geti ekki bannað hvalveiðar með öllu þótt því sé vitaskuld heim- ilt að beina almennum ályktunum til viðkomandi ríkisstjóma. Við telj- um að þessi tillaga, sem hefði bannað nýtingu kjötsins, sé í and- stöðu við stofnsáttmála ráðsins og munum hvergi hvika frá því sjónar- rniði." Hvalvertíðin hér heima hefst helgina eftir að ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins lýkur í Malmö, eða sunnudaginn 15. júní. Tvö skip Hvals hf. verða notuð við veiðamar í sumar og þau munu veiða 80 langreyðar og 40 sandreyðar. Aðrir selt til Japans, að sögn Kristjáns aðilar munu svo veiða 80 hrefnur. Loftssonar, forstjóra Hvals hf., en Allt hvalkjöt, sem berast mun á það munu væntanlega verða land í sumar, hefur þegar verið 2.000-2.500 tonn. fí—? jf m Jt M M Opil - Föstudag 9-20 9 Laugardag 10-16 ■ GAGGENAU ■ 0FN EB 795 áður 53.370,- 44.900,- HELLUBORÐ 28.900.- áður 36.570.- 0FN og 4 hellu EC 693 áður 58.400,- 49.900.- HELLUB0RÐ 7.840.- VE112-112 GRILL VR 122-112 14.075.- GASHELLUB0RÐ VG 223-212 1 11.370.- i i i 10% út Eftirstöðvar á 4—6 mánuðum L | VIDE0 ■ LITASJÓNVÖRP i VHS-Video mcft limer 35.900,- 14’ im*ð 1 : i ’ Litasjónvarpsmr 25.900,- jarslýringu " VHS-Video með fjarstýringu i 42.900,- ,20” Litasjónvarpslí!r.31.900,- ined Ijarbtýringu J FERÐATÆKI VIDEOSPOLUR Stereolassettuútvarp kr. 4.900,- VHS-Spóla E 180 kr. 595,- Klukkuútvarp kr. 1.886,- 3 timar Ertu farin(n) að ryðga svolítið íensku Þarftu að auka orðaforðann — æfa talmálið — eða bæta við leskunnáttuna? Hvernig væri að nota sumarleyfið til menntunar — jafnt sem hvíldar og skemmtunar? The Torbay School of English, sem er viðurkenndur af British Counsil, er lítill og vinalegur skóli er leggur áherslu á persónulega leiðsögn og að sinna þörfum hvers nemanda. Á sumarnámskeiði skólans er aðeins kennt fyrir hádegi, 20 kennslustundir á viku. Einstaklingar eða hópar, sem þess óska, geta fengið sér- kennslu (einn nemandi í kennslu). Sumarnámskeið kostar aðeins kr. 4.080 á viku. LeitiA upplýsinga. Við bjóðum fleiri valkosti. Austurstrætii7 SkólinnerskammtfrágististöðumÚTSÝNARíTorquay. sími 26611 X FeröaskrifstofaM ÚTSÝN EIMSKA RIVIERAIM ER FALLEG SICEIUIMTILEG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.