Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986
t
Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna
Aðalfundur MBF:
Stjórnvöld komi til
móts við bændur
Selfossi.
Á AÐALFUNDI Mjólkurbús
Flóamanna var samþykkt tillaga
þess efnis að taka til athugunar
rétt bændakvenna til setu á
aðalfundum. Kosin var 5 manna
nefnd til að gera breytingar á
samþykkt mjólkurbúsins fyrir
næsta fund.
Einnig var samþykkt á fundinum
tillaga þess efnis að stjómvöld komi
til móts við bændur við greiðslur
fyrir innlagða mjólk vegna þess
hversu seint þeir fengu að vita um
rétt sinn til framleiðslu. Bent var á
að margir bændur verða tekjulausir
2—3 mánuði á verðlagsárinu og að
þessi vandi smjúgi um allt við-
skiptalíf dreifbýlisins.
Samþykkt var ályktun þar sem
vakin var athygli á þörf á því að
Gæði innlagðrar mjólk-
ur hafa aukist verulega
— 98,7% í fyrsta gæðaflokki. 44 framleiðendur verðlaunaðir fyrir framleiðslu úrvalsmjólkur
Selfossi.
BÆNDUR á Suðurlandi fram-
leiða nær eingöngu mjólk í hæsta
gæðaflokki. Af innlagðri mjólk
sl. ár fóru 98,7% í fyrsta gæða-
flokk. Þetta kom fram á aðal-
fundi Mjólkurbús Flóamanna í
Aratungu 25. apríl sl., þar sem
44 mjólkurframleiðendur voru
verðlaunaðir fyrir framleiðslu
úrvalsmjólkur að staðaldri. Birg-
ir Guðmundsson framleiðslu-
stjóri sagði aðalástæðuna fyrir
þessum árangri vandaða vinnu
bænda f mjólkurframleiðslu.
Aðalfundurinn var mjög vel sótt-
ur og augljóst að bændur eru
vakandi fyrir framleiðslumálum
sínum.
í ársskýrslu Mjólkurbúsins er
sýnt hvemig meðaltal gerlafjölda úr
teknum mjólkursýnum hefur farið
stiglækkandi síðan 1974 sem þýðir
mun betri mjólk frá innleggjendum.
Innlögð mjólk á sl. ári hjá MBF
nam 42.787.139 lítrum en var 1984
39.071.112 lítrar. Mjólkurframleið-
endur á svæði búsins eru 718 og
hafði fækkað um 20 frá 1984.
Kúnum hefur aftur á móti fjöigað
úr 12.361 1984 í 12.656 1985, sem
er að meðaltali 17,63 kýr á hvem
innleggjanda. Mjólkurmagn á hvem
innleggjanda mjólkur er 59.592 lítr-
ar sem er 6.650 lítmm hærra en
árið áður og mjólkurmagn á hveija
kú hefur aukist um 226 lítra frá
1984 ogernú 3.381 lítri.
Um ráðstöfun mjólkur segir í
ársskýrslu MBF að sala á neyslu-
mjólk hafí dregist saman um 6%
og ijómasala um 9,8%. Söluaukning
varð á léttmjólk um 32,8%, á jógúrt
um 2,7%, G-mjólk um 9,8% og á
kókómjólk um 16,1%. Skyrsala
jókst um 1,2%, sala á ijómaosti um
19,2% og á Camembert um 5,6%.
Sala á U- og N-mjöli jókst verulega
en sala á T-mjöli minnkaði.
í máli Birgis Guðmundssonar
framleíðslustjóra kom fram að í
undirbúningi er framleiðsla á nýrri
smjörtegund með minna fítuinni-
haldi, sem vænst er til að geti orðið
ódýrari en það smjör sem er á
markaðnum.
Guðlaugur Bjömsson forstjóri
Mjólkursamsölunnar flutti ávarp á
Engin tækjasala á
aðalfundi MBF
Solf0881*
AÐALFUNDUR Mjólkurbús
Flóamanna 25. aprU sl. var mjög
vel sóttur og höfðu sumir fundar-
manna það á orði að þetta væri
bara eins og í gamla daga. Salur-
inn í Aratungu var þétt setinn
og auðséð að bændur fylgdust
vel með. Á fundinum kom fram
að 14 bændur hafa lokið við að
framleiða upp í framleiðslurétt
sinn á þessu verðlagsári og
margir ljúka því í maí og júní.
Áhrif framleiðsluskerðingarinnar
kemur m.a. fram í því að bændur
halda að sér höndum varðandi véla-
kaup og framkvæmdir. Á hlaðinu
fyrir framan Aratungu sýndu sölu-
aðilar vélar og tæki til landbúnaðar
en ekki eitt einasta tæki var keypt.
„Það er af sem áður var, þegar
menn keyptu heilu útgerðimar,"
sagði einn sölumaðurinn.
Annað atriði sem hefur breytt
mjókurbúsfundunum að þessu leyti
er að nú fá bændur mjólkina
greidda út en áður sóttu þeir upp-
bætur á mjólkina á aðalfund Mjólk-
urbúsins.
Sig. Jóns.
taka upp stjórnun á framleiðslu í
fleiri greinum landbúnaðar en
kindakjöts- og mjólkurframleiðslu
eins og lög leyfa. Tekin verði upp
alhliða framleiðslustjórnun sem
fyrst.
Á fundinum áttu tveir að ganga
úr stjórn, Magnús Sigurðsson, Birt-
ingaholti og Eggert Ólafsson, Þor-
valdseyri, en þeir voru báðir endur-
kjömir. Stjórnina skipa auk þeirra
Hörður Sigurgrímsson, Holti, Ölvir
Karlsson, Þjórsártúni og Páll Lýðs-
son, Litlu-Sandvík. Mjólkurbús-
stjóri er Grétar Símonarson og
framleiðslustjóri Birgir Guðmunds-
son.
Sig. Jóns.
fundinum. í máli hans kom m.a.
fram að aukin áhersla yrði lögð á
markaðs- og sölumál mjólkurinnar.
Hann benti á að mjólkuriðnaðurinn
ætti í samkeppni við annan drykkj-
arvöruiðnað, sem sprytti upp sam-
fara breyttum neysluvenjum í þjóð-
félaginu. Áróður væri nokkur gegn
mjólkumeyslu og hringl með niður-
greiðslur bætti ekki samkeppnis-
stöðu mjólkurinnar. Ennfremur
hefði það áhrif á söluna að kaup-
menn fengju hærri söluþóknun fyrir
að selja aðrar drykkjarvörur en
mjólk.
Hákon Sigurgrímsson fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda ávarpaði fundinn og fór
nokkmm orðum um offramleiðslu
og nýjar tillögur um framleiðslu-
kvóta bænda. Hann lagði áherslu á
að mikil þörf væri á því að stjóm-
völd mörkuðu ákveðna neyslustefnu
í landinu og tók í því sambandi til
umfjöllunar niðurgreiðslur land-
búnaðarvara. Hann sagði að hringl
með niðurgreiðslur mglaði verð-
skyn neytenda en auknar niður-
greiðslur héldust í hendur við aukna
sölu s.s. á smjöri.
Nýjar tillögur um framleiðslurétt
bænda á mjólk, sem nú era til-
kynningar hjá ráðherra, gefa kost
á nánast sama framleiðslumagni á
næsta verðlagsári og nú er.
Sig. Jóns.
Nýja mjólk-
urstöðin í
Reykjavík
í gagnið
Selfossi.
HIN nýja pökkunar- og dreif-
ingarstöð Mjólkursamsölunn-
ar í Reykjavík var að hluta
til tekin i notkun um hvita-
sunnuna. Frágangi er að
mestu iokið og smám saman
er verið að flytja tæki i stöð-
ina frá gömlu mjólkurstöðinni
við Laugaveg. Pökkun á
mjólk mun hefjast í nýju stöð-
inni innan fárra daga og fara
vaxandi þar til alflutt er í
stöðina. Gert er ráð fyrir að
nýja stöðin kosti 754 milljónir
sem er 34 milljónum umfram
það sem áætlað var. Þetta
kom m.a. fram í ávarpi Guð-
laugs Bjömssonar forstjóra
Mjólkursamsölunnar á aðal-
fundi Mjólkurbús Flóamanna.
Á þessu árí verður varið 100
milljónum til að fullkiára stöð-
ina. Um sl. áramót nam bygg-
ingarkostnaður 654 milljónum
króna og af þeim era 119 millj-
ónir framreiknaðar til núverandi
verðlags.
Byggingin er íjármögnuð með
sölu á fasteignum, erlendum og
innlendum lánum, hagnaði und-
irfyrirtækja og fjármagnsmynd-
un í rekstri. Fé er einnig tekið
úr rekstrinum og samstarfsfyr-
irtæki hafa hjálpað til.
Sem dæmi um hagnað undir-
fyrirtækja Mjólkursamsölunnar
nefndi Guðlaugur að ísgerð hefði
skilað 13 milljónum og brauð-
gerð tæpum 17 milljónum í
hagnað á sl. ári.
Sig. Jóns.
Fundarmenn á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna.