Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 16
MORGUNBLAf)IЫ FIMMflTUBAGUR 22j MAI 1986
n
IZUMI
STÝRIROFAR
SNERLAR
LYKILROFAR
HNAPPAROFAR
GAUMUÓS
Hagstætt verð >
vönduð vara
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA
Bjóðum nánast allar
stærðir rafmótora frá
EOF í Danmörku.
EOF rafmótorar eru í
háum gæðaflokki og á
hagkvæmu verði.
Ræðið við okkur um
rafmótora.
= HEÐINN =
SELJAVEGI 2, SIMI 24260
X-Xöfðar til
X X fólks í öllum
starfsgreinum!
5 JltorgiiitiMi&tfc
Heilsugæsla í góðu horfi
Loforð okkar — efndir þeirra
eftirKatrínu Fjeldsted
Fyrir borgarstjómarkosningamar
1982 settu sjálfstæðismenn sér það
markmið að setja á laggimar eina
heilsugæslustöð á ári, eins og það
var kallað. Á kjörtímabilinu 1978-
1982 þegar þrír vinstri flokkar fóru
með stjóm borgarinnar var aðeins
ein heilsugæslustöð tekin í notkun,
heilsugæslustöðin í Fossvogi, sem
sjálfstæðismenn höfðu átt fmm-
kvæði að. Að öðm leyti fór tíminn
í það að reyna að ná samkomulagi
um framkvæmd svokallaðrar kerf-
isbreytingar, en það samkomulag
reyndist síðan haldlítið. Þó átti
Alþýðubandalagið ráðherra heil-
brigðismála 1979-1982. Það er því
svolítið tómahljóð í áróðri vinstri
manna þegar þeir reyna að gera
lítið úr framkvæmdum í heilbrigðis-
málum á þessu kjörtímabili.
+
Atakgert
Á þessu kjörtímabili hefur átak
verið gert í uppbyggingu heilsu-
gæslunnar, meira en nokkm sinni
fyrr.
1. Heilsugæslustöð miðbæjar
var opnuð 1983 í húsnæði Heilsu-
vemdarstöðvar Reykjavíkur.
2. Hafíst var handa um forsögn
og teikningu að heilsugæslustöð
fyrir Breiðholt UI sem reisa á við
Hraunberg 6 og á þessu ári verða
gerðir sökklar, plata, kjallari og
plata.
3. Upptökusvæði heilsugæslu-
stöðvarinnar á Seltjamamesi hefur
verið stækkað og nær nú yfír allan
vesturbæ sunnan Hringbrautar.
Reykjavík og Seltjamames standa
saman að rekstri þeirrar stöðvar.
4. Nýlega var gerður samningur
við heilsugæsluna að Álftamýri 5.
Þannig var tryggt að íbúar í Háa-
leitis- og Laugameshverfum gætu
notið heilsuvemdar og heimahjúkr-
unar í tengslum við starf fímm
lækna sem allir em sérmenntaðir
heimilistæknar.
6. Loks má nefna heilsugæslu-
stöðina við Drápuhlíð, sem þjóna á
Hlíðahverfi fyrir sunnan Miklu-
braut. Stöðin er í húsi því sem
Hitaveita Reykjavíkur hafði áður
aðsetur sitt.
Það er ljóst að miklu hefur verið
áorkað í heilsugæslumálum Reyk-
víkinga síðustu 4 árin. Á þessu
kjörtímabili hefur meirihluti Sjálf-
stæðismanna beitt sér fyrir eflingu
á fyrirbyggjandi starfí, t.d. hvað
varðar tannvemd, en eins og flest-
um er ljóst hefur algjört ófremdar-
ástand ríkt f tannheilbrigðismálum
hérlendis.
Dregið hefur verið úr notkun
sterkustu eiturefna við úðun garða
í borginni, með þeim árangri að
þrestir sjást nú aftur í görðum.
Heimahjúkmn hefur verið efld,
ekki síst með tilkomu kvöldþjónustu
1983 og næturþjónustu nú í vor.
Er það mikilsvert framlag til þess
að gera sjúklingum kleift að dvelja
utan stofnana.
Hvað svo?
Framundan em ný verkeftii, s.s.
heilsugæslustöð Vesturbæjar, sem
reisa á ásamt félagsmiðstöð og
íbúðum aldraðra á homi Garða-
strætis og Vesturgötu. Afmarkaðar
hafa verið lóðir í öðmm borgar-
hlutum og hverfaskipting verið
staðfest. Gert er ráð fyrir að heilsu-
gæslustöðvar í borginni verði í
framtíðinni 10-14 talsins og að
áfram verði stefnt að því að setja
eina á laggimar á ári.
Lög um heilbirgðis-
þjónustu
Eins og margir vita hafa lög um
heilbrigðisþjónustu ekki tekið gildi
hvað varðar Reykjavík og nokkur
önnur sveitarfélög. Lögin em eins
og lög yfírleitt sniðin að þörfum
dreifbýlisins. þannig hefur upp-
bygging heilsugæslustöðva úti á
Katrín Fjeldsted
„Mikið hefur áunnist í
heilbrigðismálum á
þessu kjörtímabili.
Meirihluti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn
Reykjavíkur þetta kjör-
tímabil hefur gert átak
í heilbrigðismálum
borgarbúa. Framundan
eru spennandi verk-
efni, áframhaldandi
efling heilsuverndar,
heimahjúkrunar og
annarrar heilsugæslu.“
landi lengi vel gengið fyrir upp-
byggingu hér í Reykjavík. Ymis
konar starfsemi sem lögin gera ráð
fyrir að sé á heilsugæslustöðvum
er þegar veitt á annan hátt í
borginni.
Sveitarfélögin hér á höfuðborg-
arsvæðinu hafa þó komið sér
saman um breytingartillögur við
heilbrigðisþjónustulögin. Nái slíkar
breytingar fram að ganga er ekkert
því til fyrirstöðu að lögin taki gildi
hér sem annars staðar. Er það von
mín að svo megi verða um næstu
áramót.
Heilsugæsla í góðu
horfi
Mikið hefur áunnist í heilbrigðis-
málum á þessu kjörtímabili. Meiri-
hluti sjálfstæðismanna í borgar-
stjóm Reykjavíkur þetta kjörtímabil
hefur gert átak í heilbrigðismálum
borgarbúa. Framundan eru spenn-
andi verkefni, áframhaldandi efling
heilsuvemdar, heimahjúkmnar og
annarrar heilsugæslu.
Ég hvet Reykvíkinga til þess að
veita okkur stuðning sinn í kjörklef-
unum 31. maí næstkomandi.
Höfundur er læknir og borgarfull-
trúi. Hún situr íþriðja sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.
Fyrir helgina var heilsugæslustöð tekin i notkun í Drápuhlíð, sem þjónar Hlíðahverfi sunnan Miklubrautar.
1 \ • jUjlí
gl i"
Gáfu aspir í afmælisgjöf
VISTMENN á Sólheimum í Grímsnesi komu færandi hendi tíl Reykjavíkur á þriðjudaginn. Afhentu
þeir höfuðborginni 50 aspir í afmælisgjöf og gróðursettu þær við Skeiðarvoginn. Davíð Oddsson
borgarstjóri veittí gjöfinni viðtöku.
Setning
brenglaðist
SETNING brengiaðist í grein Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar í Morgun-
blaðinu í gær, en greinin bar fyrir-
sögnina: „Atlaga Alþýðubandalags-
ins að Hitaveitu Reykjavíkur.“
Setningin, sem brenglaðist átti að
vera svona: „Borgarskipulag
Reykjavíkur spáir því, að byggðar
verði um 450 til 500 íbúðir árlega
í Reykjavík fram yfir aldamót,
þannig að á svæði Hitaveitu
Reykjavíkur benda líkur til að
byggðar verði u.þ.b. 700 íbúðir ár-
lega.“ Sá hluti setningarinnar sem
er skáletraður féll niður og em
hlutaðeigendur beðnir velvirðingar
áþví.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
augjýsingamiðill!