Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 35 „Tapaðar ríkistekjur árið eftir heimsendi?“ Um staðgreiðsluskatt eftirHlédísi Guðmundsdóttur Staðgreiðsluskattur eða -útsvar kallast það er menn afhenda hluta launa sinna strax til opinberra innheimtuaðila og halda sjálfir afganginum eftirmálalaust og tíðk- ast þannig skattheimta mjög víða umheim. „Eftirá“-skattur sem hér er svo nefndur í vöntun á betra orði, er núverandi gjaldheimtuað- ferð á íslandi og er innheimtur af mönnum að meðaltali einu ári eftir að tekna er aflað. Höfundur þessar- ar greinar og ótal aðrir launamenn á Islandi hafa beðið þess lengi, sumir marga áratugi, að stað- greiðsluskatti væri komið á hérlend- is, enda höfðu stjómmálamenn Iöngum uppi plön um slíkt. A allra síðustu árum, einmitt þegar tölvutækni við útreikninga og innheimtu hafði gert stað- greiðsluskatt létta og einfalda inn- heimtuaðferð, ólíkt því sem var fyrir svo sem einum áratug, gerðist stór- merkilegur hlutur: íslenskir stjóm- málamenn allra flokka, verkalýðs- forusta og vinnuveitendur hættu að ræða um hvað þá að heija að- gerðir til skattheimtubreytinga. Var engu líkara sl. 4—5 ár en ofan- greindir aðilar bindust samtökum um að þegja staðgreiðslu opinberra gjalda í hel. Við spurðum hvert annað hvað kæmi tií. Svör urðu fá að vonum en sumir höfðu heyrt utan af sér tvær skýringar: 1. Verkalýðsforystan heldur að verðbólgan lækki skattana fyrir launamenn ef þeir „fá“ að greiða þá eftir dúk og disk. 2. Stjómvöld hveiju sinni óttast að tapa heilu tekjuári úr bókhaldinu sínu. Með öðrum orðum: Launamenn vona að „blessuð verðbólgan" hald- ist og stjómvöld vilja halda tekjum ríkisins öruggum árið eftir heims- endi! „Hér á að hlæja“ er stundum sagt. Annars er þetta ekki selt dýrar en það var keypt. Nú eru til á landinu menn sem ekki hugsa mikið um skattamál né annað varðandi stjóm landsins. Þeir borga bara þegar þeim er sagt að borga, ef þeir geta, og hlíta forsjá hinna. Því fólki sem öðrum, ekki síst stjómmálamönnum, skalt bent á nokkur atriði varðandi opin- bera gjaldheimtu: Staðgreiðsluskattur gerir mönn- um kleift að vita hvað af aflafé sínu þeir eiga sem er undirstaða fjár- hagsáætlunar. Því er efnahagsleg nauðsyn fyrir okkur Islendinga að koma honum á hér sem fyrst. Menn verða oftast fyrir barðinu á „eftirá“-skattinum þegar verst gegnir, þegar þeir verða fyrir tekju- lækkun eða -missi eftir tímabil með meðal- eða hátekjur. Er sárt til þess að hugsa að menn fá þá fyrst grið fyrir slíkri gjaldheimtu að heilsa þeirra og fjárhagur komist alveg í þrot. Fullyrða má að eftirtaldir hópar fólks líði fyrir núverandi gjald- heimtuaðferðir telquskatts og út- svars á íslandi: Fólk sem er veikt umfram „um- saminn" veikindatíma. Fólk sem verður atvinnulaust. Fólk sem verður „yfirvinnu- laust". Fólk með sveiflukennd og mishá laun, t.d. mjög margir sjómenn og fískvinnslufólk, þó ekki sé víðar litið í atvinnulífinu. Mæður sem vilja eða þurfa að vera heima hjá sér lengur en fáeina mánuði er þær ganga með og fæða böm. Foreldrar sem vilja eða þurfa að vera meira hjá bömum sínum. Fólk sem vill eða þarf að vera frá launavinnu hjá sjúkum og öldr- uðum. Fólk sem vill eða verður að byija á nýjum hlutum, s.s.v námi hvers- konar, nýjum fyrirtækjum, starfs- dvöl eða því um líku hérlendis eða erlendis, íþrótta- eða -listaiðkun, launalausum leyfum og svo má lengi telja. Víst em til menn sem láta sig litlu skipta greiðslumáta á opin- bemm gjöldum. Þeir em væntan- lega of fátækir, auðugir, eða skatt- svikulir til að hirða um slíkt, en við hin tilheymm öll einhvem tíma á ævinni einhveijum ofantalinna hópa og flest oft. Einstaklingur þarf að vita hvaða fjármunum hann hefur úr að spila og geta treyst því að fá ekki bakreikning vegna 1—2 ára gamalla tekna, þar sem hann stend- ur atvinnulaus, svo dæmi sé tekið. Að lokum þetta: Eins og flestir vita er verið að afnema tekjuskatt hér á landi í áföngum og einnig hefur fjármála- ráðherra fyrir stuttu boðað róttæka uppstokkun í skattheimtu. Hér er komið tækifærið til þess að hætta við „eftirá“-skattinn með öllum sín- um göllum. Staðgreitt útsvar sem fastur hundraðshluti (10—20%) allra tekna, sent strax af launagreið- anda, er áreiðanlega hampaminnst innheimtuaðferð nú á tölvutímum, um leið og það er léttbærast gjald- endum. Styrkir til fólks undir lág- marksárstekjum og aukagjöld frá þeim með þær hæstu, eru vel samrýmanleg þessari gjaldheimtu- aðferð. Bandalag jafnaðarmanna mun nýlega hafa mótað tillögur um staðgreitt ríkisútsvar. Er vonandi að þær hljóti almennan stuðning áhrifafólks og þetta mál fái þann forgang hér á landi sem það verð- skuldar. Þá kemst staðgreiðsla opinberra gjalda til framkvæmda undir eins á næsta ári, en í síðasta lagi árið 1988. Höfundur er geðlæknir. Mímir MÁLASKÓU RITARASKÓLI Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldrinum 8—12 ára og starfræktur á veg- um Málaskólans Mímis. Námskeiðið sem við kynnum hér stendur yfir í tvær vikur og hægt er að velja á milli fjögurra þyngdarstiga. Ef þið viljið bæta árangurinn í skólan- um (hver vill það ekki?) eða skilja textana við popplögin er enska lykilorðió. Lærið enskuna á nýjan og skemmtileg- an hátt með enskum kennara í Ensku- skóla æskunnar. Enska Enska Byrjendaflokkur — þar sem eru tekin fyrir grundvallar- atriði enskunnar. Takmarkió er aó bömin skilji og geti sagt einfaldar setningar, fyrirspumir og skipanir. Fyrir þá sem hafa undirstöóuþekkingu £ ensku. Eftir nám- skeiðió eiga þátttakendur að geta rættt um sín áhugamál og sagt £rá sinni reynslu. Enska Enska Fyrir þá sem skilja og geta sagt einfaldar setningar. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að vera færir um að tjá sig um sínar þarfir og geta rætt daglega hluti á einfaldan hátt. Fyrir þá sem kunna ensku en vilja viðhalda kunnáttunni og bæta við orðaforðann. Vjterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Kennt verður á hverjum degi í tvær vikur 2- júní — 13- júní og 16- júní— 30- júní í BREIÐHOLTI upplýsingar og innritun í vesturbæ 10004/21655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.