Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986
25
Þröstur Ólafsson kominn
heim frá Moskvu:
„Varð ekki
var við
hræðslu
almennings“
ÞRÖSTUR Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar var
fulltrúi Alþýðusambands ís-
lands við 1. maí-hátíðahöldin í
Moskvu. Hann fylgdist með
fjölmiðlaumfjöllun í Sovétrflg-
unum, eftir kjarnorkuslysið í
Chernobyl.
„Það er nú ósköp erfítt fyrir
mann sem stendur svona utan við
þjóðfélagið, eins og ég gerði þama,
að segja til um það hvemig Sovét-
menn sjálfír bmgðust við þessu
slysi,“ sagði Þröstur í samtali við
Morgunblaðið. „Við urðum vör við
þetta á þann hátt að fararstjórinn
sem var með okkur las fréttir upp
úr blaði fyrir okkur, sennilega úr
Prövdu. Svo fylgdumst við með í
sjónvarpinu stómm blaðamanna-
fundi með erlendum fréttamönnum
svona viku eftir að slysið varð.
Þessum fundi var sjónvarpað um
öll Sovétríkin. Auk þessa fengum
við á morgnana úrdrátt úr sovésk-
um blöðum, þar sem vom frásagnir
af slysinu og viðbúnaði vegna þess.“
Þröstur var spurður hvort hann
gæti sagt til um það hvort hræðsla
hefði gripið um sig meðal almenn-
ings í Moskvu, vegna slyssins, og
afleiðinga þess: „Ekki varð ég var
við það,“ sagði Þröstur.
Stúdentahópurinn ásamt skólameistara, Vilhjálmi Einarssyni, að lokinni útskrift.
Egilsstaðir:
Nýstúdentar glað-
ir á góðri stundu
Egilsstððum.
ÞEIR voru glaðir í bragði ný-
stúdentarnir frá Menntaskólan-
um á Egilsstöðum þar sem þeir
gengpi syngjandi út úr Egils-
staðakirkju eftir skólaslit ME á
hvítasunnudag.
Alls útskrifuðust 22 stúdentar
frá skólanum að þessu sinni, 15
meyjar og 7 sveinar — og hefur
ME þá útskrifað yfír 200 stúdenta
frá því að hann tók til starfa haust-
ið 1979.
í vetur stunduðu 240 nemendur
nám í skólanum, þar af 32 í öld-
ungadeild. Kennarar vom 23 talsins
að meðtöldum stundakennumm.
Ákveðið hefur verið að bjóða út
1. áfanga væntanlegs kennslurýmis
Mennskólans á Egilsstöðum að
hausti — en til þessa hefur verið
kennt í bráðabirgðahúsnæði sem
ætlað er fyrir heimavist og mötu-
neyti.
— Ólafur
Morgunblaðið/Ólafur
Nýstúdentum var vel fagnað utan kirkjudyra að lokinni útskrift.
Kristín Þorkelsdóttir auglýsmgateiknari með bunka af teikningum
skólabarna á mjólkurumbúðir.
TeiknisamkeppniMjólkurdagsnefndar:
Nærri 11 þúsund
teikningar bárust
NÆRRI 11 þúsund myndir bár-
ust i samkeppni um teikningar á
umbúðir skólamjólkur sem
Mjólkurdagsnefnd stendur fyrir
meðal grunnskólanemenda.
Dómnefnd er að skoða teikning-
arnar og verða úrslit kynnt fyrir
lok mánaðarins.
Kristín Þorkelsdóttir auglýsinga-
teiknari sem á sæti í dómnefndinni
segir að þátttakan hafi verið framar
vonum. Sem dæmi nefndi hún að
frá 12 skólum hefðu komið 100%
skil, það er að frá þeim hafí komið
a.m.k. ein mynd á hvem nemanda
að jafnaði. Hún sagði að margar
góðar myndir væru þama á meðal.
30 börn fá verðlaun fyrir teikningar
sínar og auk þess verða veitt verð-
laun til þeirra skóla sem eru með
bestu þátttökuna.
5.000,
á mánuði.
Dublin sófasettið er bólstrað í krómsútað, gegnumlitað nautsleður
á beykigrind sem er sterk og fjaðurmögnuð.
húsgagitiriiöllin
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK 91-681199 og 681410