Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 7
Guðmundur
Guðbjarnar-
son ráðinn
skattrann-
sóknastjóri
Fjármálaráðherra hefur skip-
að Guðmund Guðbjarnarson við-
skiptafræðing í embætti skatt-
rannsóknastjóra. Hann tekur við
embættinu 1. júlí næstkomandi.
Fjórir umsækjendur voru um
stöðuna.
Auk Guðmundar sóttu um stöð-
una Ami Bjöm Birgisson, viðskipta-
fræðingur og löggiltur endurskoð-
andi, Ofeigur Ófeigsson viðskipta-
fræðingur og Skúli Eggert Þórðar-
son lögfræðingur. Fráfarandi skatt-
rannsóknastjóri er Garðar Valdim-
arsson, sem skipaður hefur verið
ríkisskattstjóri.
„Of lítið greitt
fyrir umfram-
mjólkina“
— segir Eg-gert Haukdal
alþingismaður
„ÉG TEL að þetta sé einfaldlega
of lítið og að nauðsynlegt sé að
finna leiðir til að greiða meira
fyrir umframmjólkina," sagði
Eggert Haukdal, alþingismaður
og stjómarmaður i Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins, þegar leit-
að var álits hans á samþykkt
stjómar sjóðsins um að greiða
bændum 10% af verði innlagðrar
mjólkur umfram fullvirðisrétt tíl
viðbótar 15% greiðslu mjólkur-
samlaganna.
Eggert lagði fram tillögu í stjóm
Framleiðnisjóðs um að greiða
bændum 6 krónur á lítra fyrir
umframmjólk innan búmarks, sem
samsvarar því að sjóðurinn greiði
24% af verði mjólkurinnar til við-
bótar 15% greiðslu samlaganna,
þannig að bændur hefðu fengið 9,75
krónur fyrir hvem lítra, eða tæp
40% af grundvallarverði. Eggert
segir að samþykkt þessarar tillögu
hefði kostað Framleiðnisjóð 15—20
milljónir kr. Tillaga Eggerts hlaut
ekki stuðning í stjóm Framleiðni-
sjóðs og var samþykkt að greiða
bændum 10% af verði umfram-
mjólkurinnar, eins og áður hefur
komið fram.
Söluskáli á Kambabrún:
Beðið eftir
umsögn skipu-
lagssljóra
HREPPSNEFND Ölfushrepps
hefur tekið jákvætt i beiðni um
að reistur verði söluskáli á
Kambabrún, í nánd við útsýnis-
skífuna.
Málið er þó ekki endanlega af-
greitt þar sem beðið er eftir umsögn
skipulagsstjóra ríkisins, en að henni
fenginni verður umsóknin endan-
lega afgreidd í hreppsnefndinni.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986
7
„Heimilistæki
brjótast
upp miðjuna með
heimsmeistaraveið
á Philips Trendset
sjónvörpum-
aðeins kr. 32.400.-
Nýttu þetta ágæta tilboð í tilefni
HM í Mexico. Frábært 20 tommu Philips
Trendset sjónvarp fyrir aðeins kr. 32.400.-
staðgreitt!
í Mexico er Philips einum treyst fyrir
upptöku og útsendingu allra leikjanna í
heimsmeistarakeppninni. Heimilistæki
bjóða þér Philips Trendset sjónvarp til að
taka á móti leikjunum - í réttum litum.
Þú getur valið um 14, 16, 20, 22 eða 26
tommu sjónvarpstæki. Eins og alltaf erum
við sveigjanlegir í samningum og bjóðum
_ lága útborgun.
Philips Trendset
■ - spennandi nýjung,
rótföst í reynslu tímans.
Pu missir ekki af einum einasta leik með Philips
myndbandstæki. Þetta eru góð tæki sem nýtast
þér lengi. Verðið er gott, frá kr. 48.800.- staðgreitt.
Nú hefur þú aldeilis
Ijómandi ástæðu
fyrir að kaupa Philips
■P myndbandstæki.
Heimilistækí hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- S: 27500
G0H FÓLK / SlA