Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 58
A3*
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986
• Sigurvegarinn Úlfar Jónsson Morgunblaðið/Sigurgeirjónasson
slœr hér inná siðustu holuna og tryggir sér öruggan sigur.
Þorsteinn bætir
sig í 110 m grind
ÞORSTEINN Þórsson, tugþraut-
armaður úr ÍR, setti persónulegt
met i 110 metra grindahlaupi é
frjálsíþróttamóti í bænum Los
Gatos i Kaliforníu á laugardag.
Þorsteinn hljóp á 15,16 sekúnd-
um.
Árangur Þorsteins var tekinn á
rafeindaklukkur og jafngildir 14,9
Minningar-
mótí
frjálsum
'HIÐ ÁRLEGA minningarmót um
Erlend Ó. Pétursson, fyrrverandi
formann KR, fer fram laugardag-
inn 24. maí á Valbjamarvölium.
Mótið hefstkl. 14.
Keppnisgreinar verða:
Karlar: 200 m, 800 m, 500 m, 400
m grind, langstökk, hástökk,
stangarstökk og kúluvarp, 4X100
m.
Drengir: stangarstökk, kúluvarp,
4X100m.
Konur: 100 m, 1500 m, 100 m
grind, 4X100 m, hástökk, spjót-
kast, og kúfuvarp.
* Þátttökugjald er kr. 200 á grein
fyrir fullorðna en 100 kr. í drengja-
flokki.
Vinsamlegast skilið skráningum
til Guðrúnar Ingólfsdóttur í síma
12891 í síðasta lagi fimmtudag 22.
maí. Frjálsiþróttadeild KR
sek. á handskeiðklukkur. Bezti ár-
angur hans var 15,4 á handklukkur
og munar því hálfri sekúndu. Þor-
steinn hefur æft mjög vel í Kalifor-
níu frá áramótum og náð sínu
bezta í flestum greinum. Er hann
líklegur til afreka í tugþraut í
sumar, en hann er bezti tugþraut-
armaður landsins um þessar
mundir.
Á mótinu í Los Gatos hljóp
Gunnar Páll Jóakimsson ÍR 800
metra á 1:57,5 mín. og Hrönn
Guðmundsdóttir ÍR sömu vega-
lengd á 2:23,0 mín. Bæði eru að
koma til eftir æfingahvíld vegna
meiðsla.
Knattspyrnu-
skóli KR
Knattspyrnuskóli KR, sem öðl-
ast hefur fastan sess í skólahaldi
i Vesturbænum, byrjar 2. júní að
þessu sinni. Kennslan fer fram í
fjórum hópum á grasvöllum fé-
lagsins, en i iþróttasölum þess
ef illa viðrar.
Aðalkennari Knattspyrnuskól-
ans er Sigurður Helgason íþrótta-
kennari og þjálfari 3. fl. KR. Einnig
mun Gordon Lee þjálfari mfl. KR
kenna, en kennsla hans við skól-
ann á síðasta sumri vakti verð-
skuldaða athygli.
Innritun í námskeiðin fer fram á
skrifstofu knattspyrnudeildar KR
(s: 27181).
Faxakeppnin ígolfi:
w
Ulfarog Ragnhildur
sigurvegarar í fyrsta
opna mótinu í sumar
— Úlfar jafnaði vallarmetið í Eyjum
Vestmannaeyjum.
ÚLFAR Jónsson GK sigraði í
Faxakeppninni í golfi sem háð var
f Vestmannaeyjum um hvíta-
sunnuhelgina í góðu veðri og við
hinar ákjósanlegustu vallarað-
stæður. Ulfar vann sér einnig inn
flest stig til landsliðsins f golfi.
Þetta var opin keppni og kepp-
endur voru 81, 72 f karlaflokki og
9 f kvennaflokki. Leiknar voru 36
holur á tveimur dögum en að
lokinni Faxakeppninni héldu þeir
kylfingar áfram keppni sem höfðu
5 eða lægra í forgjöf og léku 36
holur til viðbótar í sérstökum
landsliðsflokki.
Úlfar Jónsson GK lék manna
best í Faxakeppninni og jafnaði
vallarmetið í Eyjum síðari keppnis-
daginn, lék þá á 66 höggum. Úlfar
sigraði í keppninni og var 4 högg-
um á undan næsta manni. Röð
efstu manna varð þessi:
högg
1. Úlfar Jónsson GK 139
2. Sigurður Pétursson GR 143
3. Hannes Eyvindsson GR 144
4. Geir Svansson GR 145
5. EinarLongGR 147
6. Sigurður Sigurðss. GS 148
7.-8. Þorst. Hallgr.ss. GV 149
7.-8. Magnús Jónsson GS 149
í keppni með forgjöf sigraði
kornungur kylfingur úr Eyjum, Jón-
as Þorsteinsson GV, á 125 högg-
um nettó, annar varð Sigurjón
Pálsson GV á 134 höggum og Úlfar
Jónsson hreppti þriðja sætið á 135
höggum.
I kvennaflokki var hörkukeppni
milli Jakobínu Guðlaugsdóttur GV
og Ragnhildar Sigurðardóttur GR.
Jakobína sigraði á 171 höggi en
Ragnhildur lék á 172 höggum. í
þriðja sæti varð Kristín Þorvalds-
dóttir GK á 175 höggum. Jakobína
sigraði einnig með forgjöf á 141
höggi nettó, Kristín Þorvaldsdóttir
varð önnur á 145 höggum og
Ragnhildur Sigurðardóttir þriðja á
150 höggum.
í landsliðsflokki varð röð efstu
manna þessi (72 holur):
1. Úlfar Jónsson GK
73- 66-72-75: 286
2. Hannes Eyvindsson GR
75-69-73-71: 288
3. Sigurður Péturs. GR
72-71-76-73: 292
4. Geir Svansson GR
68-77-74-75: 294
5. Þorst. Hallgrfmss. GV
74- 75-73-74: 296
6.-7. MagnúsJónssonGS
75- 74-74-74: 297
6.-7. EinarLongGR
75-72-70-80: 297
8. Ragnar Ólafsson GR
74-78-75-72: 299
í landsliðsflokki kvenna urðu
þessar efstar:
1. Ragnhildur Sigurðard. GR
85-87-79-82: 333
2. Jakobína Guðlaugsd. GV
84-87-88-77: 336
3. Kristín Þorvaldsdóttir GK
88-87-85-80: 340
Morgunblaðiö/Sigurgeir Jónasson
• Skorkortin yfirfarin og samþykkt. Frá vinstrí: Kristín Pálsdóttir,
Ragnhildur Sigurðardóttir og Jakobína Guðlaugsdóttir. Þessar þrjár
golfkonur eiga það sameiginlegt að hafa allar orðið íslandsmeistarar
í golfi.
Morgunblaöiö/Sigurgeir Jónasson
• íslandsmeistarinn frá í fyrra, Ragnhildur Sigurðardóttir f lok Faxa-
keppninnar, en þar varð hún í öðru sæti en vann aftur stigakeppnina.