Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 Sveinbjörn Breiðfjörð Eiríksson - Minning Fæddur 28. júní 1963 Dáinn 14. maí 1986 Mig setti hljóða er mér var sagt lát Bubba. En svo var hann kallaður innan fjölskyldunnar þessi ungi, fallegi drengur með sitt blíða bros. Þegar Guðfínna dóttir mín giftist Guðmundi stóra bróður hans var hann aðeins fímm ára gamall. Svo ég hef fylgst með honum í gegnum árin og séð hann vaxa og þroskast. Ifyrir páska dró ský fyrir sólu, Bubbi veiktist alvarlega af þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða. Foreldrar hans viku ekki frá honum þessar síðustu erfíðu vikur. Þetta hefur verið harður tími fyrir þau. Mikil sorg rikir, en huggun harmi gegn eru góðar minningar. Elsku Rakel og Eiríkur, Mummi og Jonni. Orð segja lítið, en ég bið góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar stóru sorg. Enda ég svo þessar fátæklegu línur með erindi eftir Davíð Stefáns- son. Manégsvipogsögu sveinsins lokkabjarta. Brostiðeríbarmi bamsinsgóðahjarta. Leifturgóðragáfna gneistuðuoftísvörum. Núerþagnarþunga þrýst að köldum vörum. Björg ísaksdóttir Sorgarfregn barst okkur símleið- is til Svfþjóðar. Bubbi dáinn. Upp rifjast minningar um glaðlegan ungan mann, sem tengdur var okkur ^ölskylduböndum. Við vott- um foreldrum og braeðrum okkar innilegustu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Jóhanna og Ingimar Furuvik Manni verður orðfall á þessari sorgarstund þegar Bubbi er borinn til grafar. Hver er tilgangurinn þegar svona ungur drengur f blóma lífsins er hrifínn í burtu? Það er erfítt að skilja. Aðeins sex vikur liðu frá þvf að veikindi Bubba uppgötvuðust að hann lést. Þessar sex vikur háði hann mjög erfiða baráttu við veik- indi sín, þá sýndi hann sem oftar hvað í honum bjó. Aðeins nokkrum dögum áður en hann veiktist hitti ég hann brosandi og glaðan niðri í bæ. Það var að koma vor og sólskin ríkti bæði í huga hans og í lofti. Alltaf var jafn hlýlegt að hitta Bubba, hvort sem var heima eða að heiman, en nú eru aðeins minn- ingamar eftir, en þær munu styrkja í sorginni. Elsku Rakel og Einkur, við send- um ykkur okkar samúðarkveðjur og vonum að hlýjar minningar verði ykkur styrkur í þessari miklu sorg. Kristbjörg Okkur langar í fáum orðum að minnast vinar okkar og nágranna, Bubba, sem lést á Landakotsspitala þann 14. maí sl. Kynni okkar af Bubba voru því miður ekki löng, en góð. Hann var yndislegur og ljúfur drengur, sem fékk að lifa allt of stutt og mun hans verða sárt saknað af öllum þeim sem kynntust honum. Hann hafði mörg áform um framtfðina, eins og flest ungt fólk, sem er að he§a lífsbaráttuna. En sumum gefst aldrei tækifæri, af hveiju? Foreldrum, bræðrum og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að öll góð öfl styrki þau í sorginni. Lára og Unnur Það er erfítt að tjá sig þegar sorgarfregn berst, fregn sem nístir mann inn að hjarta. Treginn og viðkvæmnin ná yfirhöndinni og spumingin um tilganginn með lífinu leitar á hugann. Hvers vegna? Hvað og hver ræður því að maður í blóma lífsins, scm á framtíðina fyrir sér, er hrifinn í burtu. Við huggum okkur við það, að tilgangurinn hljóti að vera sá, að honum sé ætlað æðra hlutverk handan, en hér á jörðu, en Guð einn getur svarað því. Á einum fegursta degi vors- ins, þegar náttúran er að vakna til lífsins úr vetrardvala, grasið farið að spretta og trén að springa út, kvaddi elskulegur mágur okkar þetta líf. í dag er til moldar borinn Svein- bjöm BreiðQörð Eiríksson, eða Bubbi eins og hann var ávallt kall- aður. Hann fæddist í Reykjavík 28. júní 1963 og var því aðeins 22 ára gamall þegar hann lést. Foreldrar hans em Rakel Svein- bjamardóttir Bjamarsonar og Al- bínu Guðmundsdóttur frá Stykkis- hólmi og Eiríkur Guðmundsson Ebenezerssonar, fæddur í Grimsby á Englandi, sem fluttist hingað til lands á fyrsta ári við móðurmissi til fósturforeldra sinna, Salvarar Ebenezersdóttur og Jóns Kjartans- sonar. Bubbi var lang yngstur þriggja bræðra, en þeir em Guð- mundur og Jón. Nú horfa þau elsku- legu hjón, Eiríkur og Rakel, á eftir yngsta syni sínum sem þau hafa ekki vikið frá, frá því að hann veikt- ist þann 29. mars á afmælisdegi föður síns. í sex vikur barðist hann við þann sjúkdóm sem enginn mannlegur máttur ræður við. Það er nærri ofurmannlegt, hvað hann hélt sinni sálarró og reyndi frekar að slá á léttari stengi, þegar vina- hópurinn, sem honum þótti svo vænt um, kom til að létta honum stundimar. En vegurinn er órann- sakanlegur. Bubbi var mjög rólegur og yfír- vegaður en ákveðinn í skoðunum. Hann unni náttúmnni, hafði gaman af útivist og ferðalögum. Hann var mikill jassunnandi og honum þótti gott að setjast niður eftir önn dagsins með bassann sinn og spila rólegt lag. Hann stundaði nám við Mennta- skólann í Hamrahlíð og átti aðeins fáar einingar eftir í stúdentspróf. Jafnframt lagði hann stund á tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík, en áform hans var að nema arkitektúr í Danmörku. Með náminu vann hann á Amarholti og síðar á Borgarspítalanum. Nú horfum við öll og ekki sízt frændsystkinin sem þótt svo vænt um hann á eftir tryggum og blíðum dreng. Með þessum ljóðlínum eftir Tóm- as Guðmundsson kveðjum við elsku Bubba. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi. Elsku Rakel og Eiríkur, megi góður guð stjrrkja ykkur í þessari miklu sorg ykkar. Mágkonur Nú er hann vinur minn farinn. Hann er besti maður sem ég hef kynnst, „indælli en rósir í maí“. Hann bjó jrfír auðmýkt, visku og skilningi sem fáum er gefíð. Hann var sérstakur. Megi trú, von og kærleikur styrkja foreldra hans og bræður f sárri sorg þeirra. Nanna Bubbi var bam næturinnar, mjúkstígur, dökkur og drejrminn. Nú er hann dáinn og það er eins og hún hafí tekið til sín það sem hún alltaf átti. Því er það þetta sem mig langar að kveðja hann með, þótt ég viti að angurvært jazzlag hefði fremur talað hans eigin tungumáli. Nú hef ég slökkt mitt litla kerta-log; nú læðist nóttin innum gluggann minn, vefúr mig mjúkum örmum eins og vin ogeinsogbróðursinn. Við erum bæði af sömu heimþrá sjúk, með sama draum á bak við allt sem varð, og hvíslumst á um eitthvað löngu týnt ogokkarföðurgarð. (Hesse, þýðing Helga Hálfdanarsonar) Við sjáumst kannski einhvem- tímann aftur. Sigurður Ingólfsson Hann Bubbi, besti vinur minn, er dáinn. Ég held að ég hafí aldrei heyrt neina frétt jafn skelfílega og þá að hann Bubbi væri allt í einu orðinn hættulega veikur, og nú er hann dáinn, þessi glæsilegi, hæg- láti, einlægi, sterki og töfrandi fé- lagi; fyrirmjmdin sem ég vildi svo líkjast. Mér þótti mjög vænt um hann Bubba og mér fínnst aldrei of seint að segja það. Nú þegar leiðir skiljast í bili, fínnst mér að samvera okkar hafi verið stuttur og fallegur draumur. Þó hófst vinátta okkar þegar við vorum ijögurra og fímm ára pollar. Minningarnar koma til mín ljúfar og angurværar, frá þeim stundum þegar við sátum saman og spjölluð- um, gerðum að gamni okkar, lékum saman á hljóðfærin okkar, ferðuð- umst saman og studdum hvom annan þegar erfíðleika bar að. Við lásum líka ævintýri sem enn eru mér sumhver eins mikil sannindi og sá raunveruleiki sem við þreifum á. Þegar ég las bókina Bróðir minn Ljónshjarta sem ég svo lánaði honum, þá fannst mér og fínnst enn hann vera sterki og góði stóri bróðir minn, Bubbi Ljónshjarta. Og stóri bróðir hvarf skjmdilega eins og hann hvarf nú. Það var sárt. En hann birtist aftur í Nangijala. Nú er hann farinn á undan mér þangað. Ég kem bara seinna og þá höldum við áfram að lifa ævintýrin saman og sigrast á erfíðleikunum saman, eins og við höfum alltaf gert. Þá gerum við allt sem við áttum eftir að gera og gerum aftur það sem við gerðum saman skemmtilegt héma. Við vökum saman bjartar nætur og segjum hvor öðrum skemmtilegar sögur og falleg ævin- týri, og svo leikum við aftur saman fallegu lögin. Við hittum aftur hana Flugu og hann Snerri og við þeysum um fjöll og dali í Nangijala. Svo sitjum við á lækjarbakkanum og rennum fyrir sílin eins og í gamla daga, en við sleppum þeim aftur því að við ætlum að lofa þeim að lifa í ævintýrinu, eins og við ætlum að gera og allt og allir verða góðir við alla. Svona ætla ég að hafa framtíðina fyrir okkur Bubba, því það er ekki öllu lokið. Ég veit það. Bubbi var að lesa Kahlil Gibran um daginn, svo að ég fór líka að lesa þá bók. Þar segir spámaðurinn meðal annars: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði.“ Og enn segir hann: „Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til og þeirra er notið í gieði, sem krefst einskis." Það var þetta sem ég vildi sagt hafa. Þannig var okkar vinátta. Elsku fjölskylda, Rakel, Eiríkur og bræður. Spámaðurinn segir líka um þjáninguna: „Eins og kjami verður að sprengja utan af sér skelina, til þess að blóm hans vaxi upp í Ijósið, eins hljótið þið að kynnast þjáningunni ... Og árs- tíðaskipting sálarinnar yrði ykkur eðlileg eins og sáning og uppskera og þolgóð munuð þið þreyja vetur þjáninganna." Mig langar til að þreyja hann með ykkur. Vinurinn Bergur FAROMAR A/S Faromar A/S, sem sérhæfir sig í útflutningi tækniþekkingar innan fiskiðnaðar og útvegun nauðsynlegs tæknibúnaóar, var stofnað árið 1981. Fyrirtækió hefur nú gert samning við African Seafood S.A. í Senegal og samkvæmt honum á Faromar að miðla tæknilegri og hagfræðilegri þekkingu til fyrirtækisins og aóstoða það á annan hátt. Ætlunin er að reisa fiskvinnslustöó með frystibúnaði í Dakar og leigð nótaskip munu leggja þar upp úthafsafla til vinnslu. African Seafood S.A. er samvinnufyrirtæki Faromar og áhugaaðila í Senegal auk nokkurra alþjóðlegra lánastofnana. Faromar lýsir eftir: FRAMKV2EMDASTJÓRA Starfssvið: Hann á að hafa aðsetur í Þórshöfn og helsta verkefni hans verður að byggja upp stóm- kerfi innan fyrirtækisins með uppfyllingu samningsins við African Seafood fyrir au- gum. Þú veróur ábyrgur fyrir öUum hliðum rekstursins gagnvart stjóm Faromar. Þú átt að taka þátt í og stjóma fundum á alþjóðlegu sviði, bæði í ensku og frönskumælandi lön- dum. Þú munt nota 60-75 daga árlega til ferðalaga. Síðar mun Faromar færa út kvíar- nar með hámarksnýtingu sérfræðiþekkin- gar þess á alþjóðlegum vettvangi fyrir augum. Kröfnrnar sem gerðar eru til þín: Pú átt að hafa háskólamenntun í eða á tæknisviði. Þú ert 30-50 ára gamall, feróavanur, meó margra áxa reynslu í stjór- nun og alþjóðlega viðskiptareynslu. Auk móðiumálsins hefur þú svo gott vald á en- sku og frönsku, að þú getur samið við hagsmunaaóila á þessum málum. Þad er mi- kilvægt, aó þú getir lagað þig að aðstæóum, svo þú getir starfað í margþættu samfélagi. FAROMAR býður:___________________ Krefjandi og spennandi starf í Færeyjum sem auk sjálfrar vinnunnar býður upp á góða orlofemöguleika vegna stórbrotinnar náttúru landsins. Auk þess verulegu þók- nun, sem fyrst og fremst er fólgin í launum, bifreið, hugsanlegri greiðslu flutningskost- naðar o.s.frv. Umsókn: Mercuri Urval A/S mun fjalla um umsókn þína í fyUsta trúnaði og hún verður ekki fcamsend Faromar án þíns samþykkis. Heimilisfangið er: Straridgade 56, 1401 Ka- benhavn K, merkt »Adm. Direktar Faro- mar«. Fystu viðtöl fara 9. júní, annaðhvort í Þórshöfn, Osló eða Kaupmannahöfn og því verður umsóknin aó hafa borist okkur í síóasta lagi 4. júní. Mercuri urval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.