Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986
Blindgata
Pabbi, af hveiju kemur ekki
bamamynd eins og venju-
lega.“ Lítill drengur mænir tárvot-
um augum á pabba sinn. „Æ, það
er af því að maðurinn í sjónvarpinu
vildi allt í einu breyta sjónvarpinu."
„Pabbi, viltu ekki hringja í manninn
í sjónvarpinu?" „Það þýðir víst
ekkert." Brátt hamast síminn í sjón-
varpsstofu undirritaðs. Víðar glitra
tár á auga og á einum stað biðu
piltur og stúlka til að verða átta
eftir bamaefninu sínu, þá opnuðust
flóðgáttir: „Mamma, ég ætla að
beija manninn í sjónvarpinu." Slík-
ur er vanmáttur bamsins gagnvart
því fólki er þiggur laun hjá okkur,
þessum sauðsvarta almúga. Þessir
þjónar okkar virðast sumir hveijir
hafa misskilið starf sitt nánast frá
upphafi vega. En þar sem þeir em
ríkisstarfsmenn þá losnum við víst
ekki við þá úr „hásætunum" fyrr
en ferskir vindar hinnar fijálsu
samkeppni blása þeim úr sessunum.
Ég vil nú skýra mál mitt frekar.
Þannig er mál með vexti að
undanfama mánuði hafa böm þessa
lands sest við sjónvarpstækin þijá
daga í viku á slaginu klukkan sjö,
það er á mánudögum, þriðjudögum
og miðvikudögum, en þá hefst 45
mínútna bamatími þar sem vegst á
frum- og endursýnt efni. Margir
foreldrar nota þennan tíma til að
matast í ró og næði og bömin
matast þá ýmist fyrir framan sjón-
varpstækið eða fyrir sýningartím-
ann. Þessir bamatíma sjónvarpsins
hafa að ég best veit mælst vel fyrir
og þeir hafa á mörgum heimilum
skapað ákveðinn hrynjanda er
myndbandið brenglar svo gjaman.
Þannig hafa þessir bamatímar
markað einskonar verkalok hjá
mörgum bömum og síðan er leikið
sér og farið í háttinn. Böm em
afskaplega vanaföst og hamingja
þeirra virðist ráðast mjög af lífs-
hrynjandanum. Þetta ætti umsjón-
armaður bamaefnis í sjónvarpinu
að vita manna best þar sem hún
er fyrrum kennari að mér skilst.
En það er nú svo að margir em
kallaðir til að sinna bömum en fáir
útvaldir. Þannig rauf umsjónarmað-
urinn lífshrynjanda íslenskra bama
all harkalega er hann ákvað síðast-
liðinn þriðjudag að kippa bamatím-
anum út úr dagskránni en skeyta
þess í stað inn unglingaþættinum
Fame. Var nema von að víða glitraði
tár á auga.
Unglingaþátturinn Fame er
góðra gjalda verður og á jafnvel
heima snemma í kvölddagskránni
enda em stáipaðir krakkar og
unglingar yfírleitt vakandi fram
eftir kveldi. En eins og ég sagði
hér áðan þá virðast umsjónarmenn
bamaefnis í ríkissjónvarpinu hafa
ákaflega einkennilegt viðhorf til
bama og jafnvel unglinga. Þeir
virðast líta svo á að bamaefni megi
skáka til í dagskránni að hentug-
leikum og unglingaefni verður ætíð
að skreyta dagskránna rétt eftir
fréttir. Hrafn hefir að sönnu aukið
mjög hlut unglingaefnis í dagskrá
ríkissjónvarpsins en þess verður að
gæta að til dæmis poppið fæli ekki
eldra fólk frá sjónvarpinu. Færðu
poppið aftar í dagskrána, Hrafn,
og þá munu allir vel við una og við
ykkur umsjónarmenn bamaefnis vil
ég segja þetta: Svíkið ekki böm
þessa lands um þá daglegu sjón-
varpsdagskrá erþau eiga fullan rétt
á rétt eins og hinir fullorðnu, eflið
ennfremur dagskrána á föstudög-
um og um helgar. Myndabókin
ykkar er alveg prýðileg og ekki
má gleyma hinum alltof stuttu en
frábæm Andrésar Andar teikni-
myndum á sunnudögum. Gerið
ykkur grein fyrir því að ykkur
stendur aðeins til boða ein rás og
þar er ekki við hæfi að hræra saman
efni fyrir böm og unglinga. Ég
veit að sú er stefna hins nýráðna
umsjónarmanns bamaefnis en það
er aldrei of seint að bakka út úr
blindgötunni.
Ólafur M.
Jóhannesson
UTYARP / SJÓNVARP
Bein lína vegna borgarstjóraarkosninganna í Reykjavík er á dagskrá rásar eitt f kvöld.
Bein lína vegna borgarstj órnarkosninganna í Reykjavík:
Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum
■■■■ Bein lína vegna
1 Q40 horgarstjómar-
A 5/ — kosninganna í
Reykjavík er á dagskrá
rásar eitt í kvöld. Fram-
bjóðendur af listunum sex
sem em í kjöri munu þá
svara spumingum hlust-
enda, sem geta hringt í
síma útvarpsins 2 22 60
meðan útsending stendur
Hver listi fær 23 mínút-
ur til umráða. Er þessi
þáttur símatími um borgar-
mál Reykjavíkur fyrst og
fremst. Getur fólk hringt í
síma 2 22 60 um leið og
hver nýr kafli hefst. Stjóm-
endur reyna að fylla í
skörðin eftir því sem tilefni
gefst til með því að spyija
og fylgja spumingum eftir.
Röð listanna er þessi: Kl.
19.40—20.03 Framsóknar-
flokkur, Sigrún Magnús-
dóttir og Alfreð Þorsteins-
son. Kl. 20.06-20.29
Sjálfstæðisflokkur, Davíð
Oddsson. Kl. 20.32—20.55
Kvennalisti, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir og María
Jóhanna Lámsdóttir. Kl.
20.58-21.21 Alþýðu-
bandalag, Kristín Á. Olafs-
dóttir. Kl. 21.24-21.47
Flokkur mannsins, Ást-
hildur Jónsdóttir og Pétur
Guðjónsson. Kl.
21.50-22.13 Alþýðuflokk-
ur, Bjami P. Magnússon.
Kvöldútsendingar
á rás tvö:
Framboðskynn-
ingar á lands-
byggðinni
■■■■ Kynning á
00 00 framboðum í
bæjum úti á
landsbyggðinni heldur
áfram á rás tvö í næstu
viku í beinni útsendingu og
heflast útsendingar kl.
22.00. Miðað er við að einn
þátttakandi sé frá hveijum
lista og mönnum gefinn
kostur á að skiptast á
skoðunum og reifa bæði
fortíð og framtíð sveitarfé-
lagsins. Kynnt verða fram-
boð sem hér segir: 25.
maí, sunnudag, Húsavík,
26. maí, mánudag, Ólafs-
fjörður, 27. mai, þriðjudag,
Dalvík og 28. maí, mið-
vikudag, Akureyri.
Frá tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands:
Kveðjutónleikar
Jean-Pierre Jacuillat
■■■■ Útvarpað verður
0035 ^ tónleikum
—- Sínfóníuhljóm-
sveitar íslands á rás eitt í
kvöld. Kór Menntaskólans
við Hamrahlíð og Hamra-
hlíðarkórinn munu syngja
með hljómsveitinni. Stjóm-
andi er Jean-Pierre Jac-
quillat en kórstjóri Þor-
gerður Ingólfsdóttir. Flutt
verður ballettónlist, „Pa-
vane“ og „Dafnis og Klói“,
eftir Mauriee Ravel og
Symphonie fantastique op.
14 eftir Hector Berlioz.
Kynnir verður Jón Múli
Árnason.
Jean-Pierre Jacuillat,
sem verið hefur aðalstjóm-
andi Sinfóníuhljómsveitar
íslands síðan 1980, lætur
af því embætti í lok þessa
starfsárs. Hann hefur unn-
Útvarpað verður frá tónleika Sinfónf uhjjómsveitar íslands á rás eitt í kvöld.
ið ágætt starf og stjómað
mörgum tónleikum sem
hafðir hafa verið í minni. í
hugum hljómsveitarmanna
ber þar e.t.v. hæst vel
heppnuð tónleikaför til
Suður-Frakklands sl.
sumar. Hljómsveitin var þá
efld með nokkmm viðbót-
armönnum svo að jafnvægi
milli hljóðfæraflokka varð
betra en oftast áður. Sama
verður gert á þessum
kveðjutónleikum. Raunar
er þess vænst að Jacquillat
sé ekki skilinn að skiptum
við hljómsveitina þótt hann
láti af föstu starfi við hana.
UTVARP
FIMMTUDAGUR
22. maí
7.00 Veöurfregnir. Fréttir
Bæn.
7.16 Morgunvaktin
7.20 Mprgunteygjur.
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.16 Veöurfregnir
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir.
8.06 Morgunstund bam-
anna: „Sagan af Grími
gosa" eftir Þuríöi Guö-
mundsdóttur frá Bæ. Baldur
Pálmason les (4).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
ög kynnir.
10.00 Fréttir
10.10 Veöurfregnir.
10.26 Lesiö úr forystugreinum
dagblaöanna.
10.40 „Égmanþátlö"
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum
árum.
11.10 Morguntónleikar.
a. Slavneskir dansar op. 46
eftir Antonín Dvorák. Cleve-
land-hljómsveitin leikur;
Georg Szell stjórnar.
b. Etýður op. 10 eftir Fréd-
éric Chopin. Maurizio Pollini
leikurá píanó.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttlr
12.46 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Um-
hverfi. Umsjón Anna G.
Magnúsdóttir og Ragnar
Jón Gunnarsson.
14.00 Miödegissagan:
„Hljómkviöan eilífa" eftir
Carmen Laforet. Siguröur
Sigurmundsson les þýöingu
sína (17).
14.30 Á frívaktinni. Sigrún
Siguröardóttir kynnir óska-
lög sjómanna. (Frá Akur-
eyri.)
16.16 Frá Vesturlandi.
Umsjón Ásþór Ragnarsson.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
18.00 Fréttir. Dagskrá.
18.16 Veöurfregnir.
16.20 Fagurt galaöi fuglinn sá.
Siguröur Einarsson sér um
þáttinn.
17.00 Barnaútvarpiö
Stjórnandi Kristín Helga-
dóttir.
17.40 Listagrip. Þáttur um list-
ir og menningarmál. Um-
sjón Sigrún Björnsdóttir.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.46 Veöurfregnir Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.36 Tilkynningar.
19.40 Bein lina vegna borgar-
stjórnarkosninganna í
Reykjavík. Frambjóöendur
af listunum sex sem i kjöri
eru svara spurningum hlust-
enda. Umsjónarmenn: Atli
Rúnar Halldórsson og Ólaf-
ur E. Friðriksson.
22.16 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.36 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar Islands fyrr um
kvöldiö. Stjórnandi: Jean-
Pierre Jacquillat.
a. „Pavane" og „Dafnis og
Klói“, balletttónlist eftir
Maurice Ravel.
b. „Symphonie fantastique"
op. 14 eftir Hector Berfioz.
Kynnirer Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
SVÆÐISÚTVÖRP
REYKJAVÍK
17.03—18.16 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
I
SJÓNVARP
I
19.16 Ádöfinni
Umsjónarmaöur Maríanna
Friöjónsdóttir.
19.26 Tuskutígrisdýriö Lúkas
— 10. og 11. þáttur
CTygtigeren Lukas)
Finnskur barnamyndaflokk-
ur i þrettán þáttum um
ævintýri tuskudýrs sem
strýkur aö heiman.
Þýöandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
Sögumaður Sigmundur örn
Arngrímsson.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið)
19.60 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttirog veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Rokkarnir geta ekki
þagnaö
FÖSTUDAGUR
23. maí
Greifarnir — sigurvegarar í
Músíktilraunum Tónabæjar
og rásar 2 '86
Tónlistarþáttur fyrir táninga.
Umsjónarmaður Jón Gúst-
afsson.
Stjórn upptöku Björn Emils-
son.
21.15 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
21.60 Ságamli(DerAlte)
Niundi þáttur
Þýskur sakamálamynda-
flokkur í fimmtán þáttum.
Aöalhlutverk: Siegfried
Lowitz.
Þýöandi Kristrún Þóröar-
dóttir.
22.50 Seinni fréttir
22.55Aurar að ofan
(Pennies from Heaven)
Bandarisk biómynd frá
1982. Leikstjóri Herbert
Ross.
Aðalhlutverk: Steve Martin,
Bernadette Peters, Christ-
opher Walken og Jessica
Harper. Nótnasölumaöur á
kreppuárunum á ekki sjö
dagana sæla, hvorki í vinn-
unni né heima hjá konunni.
Hann leitar sér huggunar í
draumaheimi dægurlaga-
textanna, sem hann selur,
og oft er óljóst hvað er
draumur og hvaö veruleiki.
Þýöandi Baldur Hólmgeirs-
son.
00.46 Dagskrárlok
10.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Ásgeir Tómas-
son og Kristján Sigurjóns-
son.
12.00 Hlé
14.00 Spjallogspil
Stjórnandi: Ásta R. Jóhann-
esdóttir.
15.00 Ótroönarslóöir
Halldór Lárusson og Andri
Már Ingólfsson stjóma
þætti um kristilega popp-
tónlist.
18.00 Ígegnumtíöina
Þáttur um íslenska dægur-
tónlist í umsjá Jóns Ólafs-
sonar.
17.00 Gullöldin
Kristján Sigurmundsson
kynnir lög frá sjöunda ára-
tugnum.
18.00 Hlé
20.00 Vinsældalisti hlustenda
rásartvö
Páll Þorsteinsson kynnir tfu
vinsælustu lög vikunnar.
21.00 Gestagangur
hjá Ragnheiði Davíðsdóttur.
Gestur hennar er Björn
Einarsson bóndi á Bessa-
stööum i Húnavatnssýslu.
22.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: SvavarGests.
23.00 Þrautakóngur
Spurningaþáttur í umsjá
Jónatans Garöarssonar og
Gunnlaugs Sigfússonar.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagöar I þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.