Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1986
Sænskur lagaprófessor
heldur fyrirlestur
FIMMTUDAGINN 22. maí kl.
20.30 heldur Aleksander Pec-
zenik prófessor við lagadeild
háskólans í Lundi fyrirlestur í
Norræna húsinu og nefnir
„Motstándstrátt mot förtryck".
Aleksander Peczenik var þátttak-
andi á málþingi á vegum Hins ísl.
félags um heimspekirétt og menn-
ingu, sem haldið var á Hótel Loft-
leiðum 18.—21. maí.
Hann er forseti samsvarandi fé-
lags á Norðurlöndum og er þekktur
réttarheimspekingur.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
sænsku og er öllum heimill aðgang-
ur.
(Fréttatilkynning.)
Morgunblaðið/Guðmundur Auðunsson
Bergþóra Áraadóttir og sonur hennar, Jón Tryggvi Jónsson.
Bergþóra Árnadóttir í
söngför um Norðurlönd
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
BERGÞÓRA Árnadóttir vísna-
söngkona er nú á söngferðalagi
um Norðurlönd og voru fyrstu
tónleikarnir haldnir hér i Jóns-
hús sl. föstudagskvöld. Var það
skemmtileg kvöldstund í för með
söngkonunni og syni hennar,
Jóni Tryggva Jónssyni, og voru
fjölmörg laga hennar frá undan-
förnum áratug sungin og ieikin,
falleg lög og lipurlega flutt.
Lög Bergþóru eru samin við ljóð
margra þekktra skálda, svo sem
Páls Ólafssonar, Davíðs, Tómasar,
Jóhannesar úr Kötlum, Hannesar
Péturssonar og síðast en ekki sízt
Steins Steinars, sem eru langflest.
Þá verða ljóð yngri höfunda henni
tilefni til lagasmíða og má þar
einkum neftia hugljúf ljóð Sigurðar
Antons Friðþjófssonar, og svo
þeirra Aðalsteins Ásberg Sigurðs-
sonar og Grahams Smith.
Bergþóra er fædd og uppalin í
Hveragerði og byijaði söngferil sinn
á samkomum fyrir austan fjall, en
kom fyrst fram á höfuðborgarsvæð-
inu, er Ámi Johnsen „dreif hana
upp á svið“ á vísnatónleikum í
Kópavogi 1973. Síðan 1981 hefur
hún að mestu leyti helgað sig list
sinni. — í vetur hefur Bergþóra
Ámadóttir spilað í skólum og dvalið
um nokkurra mánaða skeið í Noregi
og víðar á Norðurlöndum. Hún er
nú á leið til 20 ára afmælishátíðar
vísnavina í Ábo í Finnlandi. Mun
söngkonan einnig koma við og
syngja á Musebakke í Stokkhólmi,
en í júní tekur hún þátt í vísnahá-
tíð á Skagen á Jótlandi.
Plötur Bergþóm em orðnar fjór-
ar, sú fyrsta, Eintak, kom á mark-
aðinn 1977, Bergmál 1982, þá
Afturhvarf 1983 og svo sú nýjasta
með Graham Smith 1985 og heitir
hún Það vorar. Á henni vekur at-
hygli lag við ljóð Laufeyjar Jakobs-
dóttur, ömmunnar í Gijótaþorpinu
eins og hún hefur verið nefnd, sem
heitir Lífsbókin, en það söng Berg-
þóra hér á tónleikunum og lék undir
á sérkennilegt verkfæri, svonefnd
omnichord. Plötunum fylgja textar
og umsagnir um lög og ljóð í heftum
og eykur það mjög á gildi þeirra.
Kassettur söngkonunnar em þijár
talsins, tvær gefnar út 1984 og svo
ein alveg ný með lögum, sem allir
þekkja, við kvæði úr Skólaljóðum.
Er aðeins heimingur iaganna sung-
inn og er spólan ljómandi góð til
að syngja með.
Með Bergþóm í söngförinni er
sonur hennar, Jón Tryggvi Jónsson,
og lék hann á gítar með móður
sinni, m.a. íslenzka lagið úr Evr-
ópusöngvakeppninni, Gleðibank-
ann.
G.L.Ásg.
XENIX
NAMSKEIÐ FYRIR
KERFISFRÆÐINGA
Haldiðdagana 26.5.—30.5.1986
Staðnr: Grensásvegur 10, Reykjavík.
Leiðbeinandi: Hans Komeder.
1. dagur: — Introduction (History, Litterature, . . .)
2. dagur: — Text Editing (ED, VI, SED, GREP, AWK)
—• Command Interpreters (SH, CSP, AOM, . . .)
3. dagur: — Process manaagement
— Development tools (LEX, YACC. MAKE, SCCS)
4. dagur: — System start-up configuration
— Administrative tools (UA, PCONFIG, FIND, FILE)
5. dagur: Communication (WRITE,, MAIL, CU, UUCP, 3780, 3270, WORKNET)
— Backup (DD, TAR, CPIO, DUMP, ARCHIVE, . . .)
Námskeiðið fer fram á Altos 2086-tölvu, ein útstöð fyrir hvem þátt-
takanda.
AUar nánari upplýsingar veitir Öm Andrésson ísíma 686933.
Þátttaka tilkynnisteigisiðarenföstudaginn23.5.1986.
Xenix er skrásett vörumerki Microsoft Corporation.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10 - 128 Reykjavík - 2? 686933
HELGARDAGSKRA
NAUSTSINS
Fimmtudagur
Hrönn og Jónas Þórir
leika á píanó og fiðlu.
Föstudagur
Hrönn og Jónas Þórir
leika ljúfa tónlist.
Gestur kvöldsins:
Helgi Hermannsson.
Glaumur, dans oggleði.
Hugljúf tónlist, góður
matur, skemmtilegt um-
hverfi.
Sunnudagur
Hrönn og Jónas Þórir
leika á fiðlu og píanó.
NAÚST
R E S T A U R A N T '
s í M I 1 7 7 5 9
1S
2 þættir á spólu
Þættir 57/58 koma á bensínstöðvar OLÍS á Stór-
Reykjavíkursvæðinu — Kelfavík og Akureyri í dag.
Einnig á útvaldar myndbandaleigur á landsbyggðinni.
Dreifing á landsbyggðinni,
Tefli hf., Síðumúla 23,
sími 686250.