Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAI1986
Kristín Signrðardóttir.
— Hvernig var æska þín, spyr
„Hún var góð. Eg eignaðist góða
leikfélaga, en varð snemma að fara
að vinna fyrir mér, sjá mér far-
borða, því urðu leikimir færri. Já ég
var ekki nema 8 ára þegar ég var
sendur í sveit og þá gat maður nú
ekki farið heim um helgar. Ekki
var nú hluturinn stór eftir sumarið,
en það litla sem var var dijúgt.
Reynslan kenndi mér að fara vel
með. Mamma og pabbi töldu það
góðan kost og það kunnu þau svo
sannarlega. Við öll systkinin fómm
meira og minna að heiman".
— En þitt ævistarf.
„Það hefír verið á sjónum. Ég
fór snemma til sjós. Ég var lengi á
fískibátum, átti meira að segja í
sumum. Við Einar mágur minn
vomm mikið saman. Ég lærði fljótt
að fara með vélar. Það var mér
mikil stoð. Vélstjóri var ég 11 ár á
Baldri, fíóabátnum hér á Breiða-
fírði. Svo var ég hjá Eimskip, vél-
gæslumaður á Fossunum. Það var
ágætur tími. Og það er rétt að ég
Litið um öxl í
Stykkishólmi
Kristján Gíslason.
með bömin. Ég er alltaf í sambandi
við þau.- Þau hringja í mig, heim-
sækja mig, og reyna að gera mér
hverja stund sem besta. Að eiga
gott heimili, góðan mann og elsku-
leg böm, þetta allt hefír guð gefið
mér og má ég þá ekki þakka honum
af öllu hjarta."
Samtalið var ekki lengra, en
brosið og blíðan hennar Kristínar
fylgdi mér út að dyrum. Þakklætið
og gleðin stingur í stúf við margt
ídag.
Reynslan kenndi að
fara vel með
Þorkeli heitir hann, alltaf kaliað-
ur Keli. Hann er Ólafsson. Foreldrar
hans bjuggu í Hólminum og áttu
mörg og mannvænleg böm, fátæk
eins og svo margir aðrir, en alltaf
rík af gleði og þeim auðæfum sem
gilda að eilífu. Ég man þau og sér-
staklega móður Kela. Bjartsýn, glöð
og gat alltaf miðlað öðrum.
„Já, ég er Hólmari," segir Þor-
kell. Hér hefi ég alla tíð átt heima".
Stykkishólmi.
Fréttaritari Morgunblaðsins
heimsótti dvalarheimilið í Stykkis-
hólmi á dögunum og tók þar tali
þrjá vistmenn. Fara þau samtöl hér
á eftir:
Mannamótin voru
vel notuð
Kristján Gíslason trésmíðameist-
ari í Stykkishólmi, einn af okkar
traustu borgumm, hefír um ævina
byggt og lagfært mikið, unnið
hörðum höndum eins og þar stend-
ur. Hann náði því að vinna með
véltækni og sjá hina miklu þróun.
Þú ert ekki fæddur Hólmari, segi
ég við hann.
„Nei, ekki er það nú,“ svarar
hann. „Foreldrar mínir bjuggu í
Skógamesi í Miklaholtshreppi og
þar er ég fæddur. Faðir minn var
auk þess að stunda búskap, mikið
við smíðar og margt handarvikið
vann hann fyrir sína sveitunga. Ég
hefí kannski fengið áhugann á
smíðum þar, enda alinn upp við
smíðar og alla algenga vinnu."
— Hvemig var í Skógamesi á
uppvaxtarárum þínum?
„Það var margt í heimili því þetta
voru tvær jarðir, ytra og syðra
Skógames. Ymis hlunnindi voru svo
sem af fugli og físki og reka, en
líka var búið sæmilegt á þeirra tíma
vísu“.
— Var ekki einu sinni „kaup-
staður“ þar fyrir sveitiraar.
„Jú þama var á tímabili verslun
til mikillar hagræðingar sunnan
§alls enda þá ekki greiðar sam-
göngur við höfúðstöðvamar en
þessi verslun var útibú frá Tang
og Fiis Stykkishólmi. Vömr vom
fluttar þangað með skipum beint úr
Hólminum eða frá Reykjavík og ég
man að strandferðaskipin áttu að
sumri til áætlun þangað. Þessi
verslun stóð um 15 ára skeið en
þá var henni lokið og verslunarhúsin
seld. Ég man eftir að Ólafur Blöndal
stýrði versluninni um skeið og bjó
í húsinu, einnig var pabbi talsvert
við verslunina riðinn, afgreiðslu
þegar þess þurfti með. Vegna þess-
ara umsvifa komu margir að Skó-
gamesi bæði tii að flytja þangað
afurðir og eins að versla".
— En liafnaraðstæður, hvera-
ig voru þær?
„Þetta er fyrir opnu hafí. en
nokkuð gott þegar inn er komið.
Eitt slys var þama sem ég minnist;
þá kom skip, með vaming og skip-
stjórinn fórst í lendingu. En það
hefír nú verið skráð annarstaðar."
Sveitin var þá fjölmenn og
smgangur víðast góður. Mannamót
vom ekki mikil, jú réttimar, svo
og haust-kirkjuferðir og manntals-
þingið einu sinni á ári, þar hittust
menn, en þau vom þá vel notuð.
Menn höfðu þá tíma til að rabba
saman, en þetta hafa samgöngu-
tækni og flýtirinn tekið frá okkur.
Já, það liggur við að maður sé
hættur að fylgjast með. Framfarir
em góðar, og nauðsyn, en stundum
getur verið betra að flýta sér hægt.“
Þetta samtals varð ekki Iengra.
Hér hefir kristján búið siðan 1938.
Konu sína Jóhönnu Ólafsdóttur
missti hann fyrir nokkm síðan. Þau
eignuðust 4 böm sem öll em upp-
komin.
Það var alltaf
hægt að gleðjast
Hún heitir Kristín Sigurðardóttir,
fædd 1902 að Berserlqahrauni I
Helgafellssveit. Bjó með manni sín-
um Guðmundi Jóhannssyni um
aldarfyórðung í Drápuhlíð, þaðan
fluttu þau 1949 til Stykkishólms.
Ég spyr Kristínu um æsku henn-
ar:
„Hún var ósköp lík og hjá öðmm
sem ólust upp á þeim tímum. Það
vom ekki skemmtanir um hveija
helgi, en þeim mun meira var glaðst
við arinn heimilisins, leikið sér,
sungið og talað saman. Það var
alltaf hægt að gleðjast, jafnvel þótt
aðstæður væm stundum ekki sem
bestar. Við áttum alltaf sumar eins
og í vísunni stendur, innra fyrir
andan þótt ytra herði frost og kyngi
snjó.“
— Var ekki lítið um að vera,
sérstaklega á vetram.
„Ekki skal ég segja um það. Það
var allt annað en nú. En sveitin var
margmenn. Heimili mitt var í þjóð-
braut, ef svo má að orði komast,
því margir sem komu utan af Nesi
litu við og það var alltaf gaman að
fá gesti. Foreldrar mínir fögnuðu
því og kunnu að meta. Við krkkam-
ir fengum líka að fara á bæina og
það var tilbreyting. Það var ekki í
tísku að gera kröfur. Okkur þótti
svo gaman að geta orðið foreldram
okkar að liði að við vomm ekki há
í loftinu þegar við reyndum að gera
gagn. Við vom alin upp í guðsótta
og góðum siðum og bænimar henn-
ar mömmu og hlýja hendin hans
pabba hafa fylgt mér vel á lífsleið-
inni.“
— Var ekki lífsbaráttan stund-
um hörð.
„Kannske það, en hún var ef t;il
vill ekki harðari en hjá öðmm. Ég
man marga sem áttu erfítt og
kenndi í bijósti um þá. Samstaða
og samúð milii fólks var almenn
það sem ég þekkti til.“
— Og nú Kristín. Hveraig líð-
ur þér eftir langan og strangan
vinnudag?
„Vel, mér getur ekki liðið betur,
allir em mér góðir og ég tala nú
ekki um hvað ég hef verið heppin
Þorkell Ólafsson.
var einn af Fellunum, sem gerðu út
hér á litlum vélbáti. Þeir vom frægir
á sinni tíð, samanvaldir, já það vom
þeir.“
— Og nú ertu hættur til sjós.
„Já fætumir gáfu sig, það em
miklar stöður á sjónum og þarf
sterka fætur. Og nú er maður
kominn hingað í skjól. Hér á Dvalar-
heimilinu í Stykkishólmi er gert
fyrir mann það sem hægt er. Heils-
an gæti auðvitað verið betri, en
ekki verður á allt kosið.
Ævin hefir verið viðburðarrík. Ég
hefi séð ýmsar þjóðfélagsbyltingar.
Þær em miklar, en hvort við höfum
grætt eða tapað verður tíminn að
leiða í ljós. En þakklætið er minna
en í gamla daga. Og ánægjan er
fyrir öllu var einu sinni sagt“.
Lengra var samtal okkar Kela
ekki. Hann er einn af okkur sjóvík-
ingum ef ég mætti orða það svo.
Litríkur og samviskusamur. Og
margan góðan vin hefír hann eign-
ast um dagana.
ELDHÚSINNRÉTTINGAR STRAX í DAG
I Habitat eru eldhúsinnréttingar til á lager
i 4 geröum, bæöi plastlagöar og
úr furu.
Þetta eru vandaöar innréttingar, mjög auöveldar
í uppsetningu og verðið er óviöjafnanlegt.
Sýningareldhús eru í versluninni
aö Laugavegi 13, síminn er 25808.
Tilvalið i vandaða sumarbústaði.
Einfaldur neöri-
skápur með
hurð.
Verðfrá
kr. 3.558,-
Skúffueining með
4 skúffum.
Verð frá kr. 6.998.-
Tvöfaldur efri-
skápur með
hurðum.
Verö frá kr. 4.040.-
Hár skápur með
hurð og hillum.
Verð frá kr. 7.048,-
Tviskiptur neðri-
skápur með
huröum.
Verð frá kr. 5.055.-
Homskápur efri
með hurðum.
Verð frá kr. 4.225,-