Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 57 Komnir á landakortið í körfuknattleiknum - segja landsliðsþjálfararnir Einar Bollason og Gunnar Þorvarðarson Frá Skúla Sveinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins í Belgfu. „ÉG HELD að við höfum sýnt það í þessari ferð að litla ísland er komið á landakortið í körfuknatt- leiknum. Þetta hefur verið geysi- lega lærdómsrík ferð fyrir okkur og þetta mót var það lang sterk- asta sem við höfum tekið þátt í. Þessar þjóðir sem við kepptum við eru geysilega sterkar," sagði Einar Bollason annar landsliðs- þjálfari íslands í körfuknattleik eftir að B-riðlinum lauk í Belgíu á þriðjudaginn. „Það sem okkur vantar fyrst og fremst eru hærri leikmenn. Þegar við erum með svona litið lið þá þurfa strákarnir aö vinna helmingi meira fyrir hverju frákasti og þegar til lengdar lætur gengur það ekki upp hjá þeim. Þeir þreytast fyrr en leikmenn hinna þjóðanna. Mót sem þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur. Við leikum hér við mun sterkari þjóðir en venjulega og þaö er með þessum hætti sem leik- menn okkar öðlast reynslu." — Hvað er nú framundan hjá körfuknattleikslandsliðinu? „Eftir hina góðu frammistöðu okkar í Reykjavík í C-riðlinum ræddu nokkrar þjóðir við okkur til að reyna að fá okkur í heimsókn og eftir mótið hér í Liege hefur enn bæst við þennan lista. Við eigum heimboö frá ísrael, Ungverjalandi, Tyrklandi og Belgíu svo einhverjar þjóðir séu nefndar. Það er stefna landsliðsnefndar og KKÍ að leika 70-80 landsleiki á næstu þremur árum þannig að það á að taka þetta föstum tökum. Næsta haust tökum við þátt í Evrópukeppninni en nú með breyttu formi. Liðunum verður skipt niður í fjóra riðla sem leika í hraðmóti hver um sig. í þessum riðlum verða tvær B-þjóðir og 2-3 C-þjóðir. Tvær efstu þjóðirnar úr hverjum riðli fara síðan í riðla- keppnina ásamt átta efstu frá keppninni í Grikklandi næsta vor. í þessum riðlum verður leikið heima og heiman á tveimur árum og efstu átta þjóöirnar leika síðan í lokakeppninni. Þar sem viö erum nú B-þjóð ættum við aö eiga möguleika á að komast í riðla- keppnina. Einnig munum við taka þátt í heimsmeistarakeppninni sem hefst á næsta ári og einnig undir- búningskeppninni fyrir næstu Ólympíuleika sem verða 1988. Maður vonar bara að forysta körfu- knattleiksmála á íslandi styðji ein- huga við þessar hugmyndir um áframhaldandi uppbyggingu heima." — Ætla þair Einar Bollason og Gunnar Þorvarðarson að vera áfram með landsliðið í körfu? „Það er nú eiginlega undir ýmsu komið. Ef það verður haldið áfram á sömu braut og veriö hefur og körfuknattleiksforystan hefur hug á því að starfa eins og síöastliðið ár þá erum við tilbúnir til að halda áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið hefur verið markvisst að landsliðsstarfi hér og ef því verður haldið áfram þá erum við til því þaö er alltaf gaman að starfa við hluti þar sem menn setja sér ein- hver ákveðin markmið," sagði Gunnar Þorvarðarson landsliðs- þjálfari að lokum. Morgunblaöið/Skúli Sveinsson • Einar Bollason og Gunnar Þorvarðarson þjálfarar íslenska körfu- knattleiksliðsins hafa haft í mörg horn að Ifta í Belgíu. Þeir félagar voru þokkalega ánægðir með árangurinn. Aðalfundur Breiðabliks AÐALFUNDUR Ungmennafélags- ins Breiðabliks verður haldinn mánudaginn 26. maf kl. 20.30 f félagsheimili Kópavogs, 2. hæð. Ársþing BSÍ STJÓRN Badmintonsambands ís- lands boðar til Ársþings 1986, sem haldið verður f húsakynnum ÍSÍ, Laugardal (2. hæð), laugar- daginn 24. maf og hefst kl. 10 árdegis. Til glöggvunar skal þess getið að rétt til setu á þinginu hafa 2 fulltrúar fyrir fyrstu 50 meðlimi fé- laga, 1 fyrir næstu 50, eða brot af 50, allt upp i 200. Síðan 1 fyrir hverja 100 eftir það. Aðalfundir hjá FH AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar FH verður haldinn f kvöld, 22. maf, klukkan 19 f Gaflinum. Þá verður aðalfundur kvenna- deildar FH haldinn nk. laugardag klukkan 14 í A. Hansen. MK-keppnin í golf i f DAG, fimmtudag, fer fram MK-keppnin, en Múlakaffi er bakhjarl að þvf móti og gefur öll verðlaun til þess. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Ræst verð- urútfrá kl. 14.00 til 18.30. Kennt verður í tveim hópum, yngri nemendum frá kl. 9—12 og eldri nemendum frákl. 13-16. ÞorgrimurÞráinsson StefánAmarsson lan Ross þjálfari meist- , fyrirfiði meistaraflokks markvörfiurmeistara- araflokksVals. PðtttÖkugjald er kr. 1.000.- Vals. flokks Vals. 1 Sigurbergur Sigsteins- son íþróttakennari. KnattspymuskóK Vals Fyrir stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12ára Farið verður yfir öll undirstöðuatriði í knattspyrnu, leiktækni og spilæfingar. Leiðbeinandi er Sigurbergur Sigsteinsson. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, videosýningar og farið í knattþrautir. Leikmenn og þjálfari meistaraflokks Vals koma í heimsókn, ræða við nemendur og veita viðurkenningar fyrir góðan árangur í KNATTÞRAUTUM VALS. Hvert námskeið stendur í tvær vikur. 1. námskeið 2. júní —13. júní 2. námskeið 16. júní — 27.júní 3. námskeið 30. júní —11. júlí 4. námskeið 14. júlí — 25. júlí Þátttaka tilkynnist í síma 24711 milli kl. 13 og 15, og í síma 11134 kl. 15—22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.