Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 Schubert-tónleikar Önnu Málfríðar Sigurðardóttur og Martin Berkofsky: Agóði rennur til flygilkaupa Nor- ræna hússins MARTIN Berkofsky og Anna Málfríður Sigoirðardóttir halda sína sjöttu og síðustu tónleika í heildarflutningi á fjórhentum píanóverkum Franz Schuberts í Norræna húsinu nk. laugar- dag, 24. maí, kl. 16.00. Allur ágóði tónleikana rennur til styrktar flygilkaupum fyrir Norræna húsið, en það hefur haft flygil að láni frá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. „Okkur langaði að í vetur að undanskildum febrúar- mánuði. Anna Málfríður sagði að tón- leikamir yrðu í lengsta lagi þar sem þau hefðu uppgötvað fleiri Qórhentsverk Schuberts eftir að þeir höfðu verið skipulagðir, en „við settum okkur það að mark- miði í upphafí að flytja öll Qórhent verk hans þannig að á þessum síðustu tónleikum verða tvö hlé.“ Martin er bandan'skur en hefur verið búsettur á íslandi í tæp Anna Málfríður Sigurðardóttir og Martin Berkofsky leggja eitthvað af mörkum til flygilkaupanna svo okkur fínnst tilhlýðilegt að helga síðustu tón- leika okkar hér í Norræna húsinu þessu nauðsynlega málefni því flygillinn sem nú er þar er kominn vel til ára sinna,“ sagði Anna Málfríður í samtali við blaðamann, en þau hjón hafa flutt fjórhent verk Schuberts þar mánaðarlega Qögur ár. Hann kennir við tónlist- arskólann í Garðabæ auk þess sem hann fer víða um í tónleikaferðir, aðallega á vegum svokallaðrar kynningardeildar bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, en hún sér um kynningu þarlendra lista- manna á erlendri grund. Anna Málfríður kennir píanóleik við tón- listarskólann í Kópavogi. Rithöfundasamband íslands hefur látið prenta veggspjald í tilefni af Degi ljóðsins. Á veggspjaldið er skráð ljóð Snorra Hjartarsonar, „Ljóð jarðar“. Dagnr ljóðsíns á sunnudaginn Ljóðalestur í Reykjavík, Selfossi og Akranesi Hfn SUNNUDAGINN 25. maí stendur Rithöfundasamband íslands fyrir degi ljóðsins. Þetta er í annað skipti sem það er gert en i fyrra tókst hann með eindæmum vel og vakti athygli á ljóðinu sem lifandi þætti i íslensku samfélagi. í ár verður þráðurinn tekinn upp að nýju og fólki gefinn kostur á að safnast saman til að njóta ljóðaupplestra. Upplestramir verða á þremur stöðum á landinu að þessu sinni, á Selfossi, Akranesi og i Reykjavík. Á Akranesi verður lesið upp í Bókasafni Akraness og hefst upplesturinn kl. 14.30. Þar lesa upp Vilborg Dagbjartsdóttir, Pjet- ur Hafstein Lárusson og Matthías Magnússon. A Selfossi verður lesið upp í Tryggvaskála og hefst dagskráin þar einnig kl. 14.30. Skáldin á Selfossi verða Ingibjörg Haralds- dóttir, Gunnar Harðarson, Berg- þóra Ingólfsdóttir og Þorsteinn frá Hamri. Upplesturinn í Reykja- vík fer fram í Iðnó og hefst kl. 14.00. Þar koma fram eftirtalin 10 skáld: Thor Vilhjálmsson, Jón úr Vör, Þorgeir Þorgeirsson, Þóra Jónsdóttir, Olafur Haukur Símon- arson, Einar Már Guðmundsson, Geirlaugur Magnússon, Jóhamar, Gyrðir Elíasson og ísak Harðar- son. Auk þess verður lesið úr verkum Vigdísar Grímsdóttur og Þuríðar Guðmundsdóttur. í tilefni af Degi ljóðsins hefur RSÍ látið prenta veggspjald með ljóðinu „Ljóð jarðar" eftir Snorra Hjartarson. Ljóðjarðar Gæti ég lesið ljóð jarðar þessum augum þessum stóra skæra augum i vagninum litla á stígnum vorljóðsólarogjarðar eittandartak myndu ljóð ljóða fljúgamérafvöram. Frumdrög að borg Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður opnar sýningu Byggingarframkvæmdir í sumar: Lítið um nýbyggingar en aukin viðhaldsvinna ÞÓRÐUR Ben Sveinsson mynd- listarmaður opnar sýninguna „Frumdrög að borg“ í Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3, föstudaginn 23. maí kl. 21.00. Þar sýnir hann 40 teikningar sem hann hefur gert á undanförnum 3—4 árum ásamt nokkrum teikningum sem hann sýndi á Kjarvalsstöðum haustið 1981. Þórður Ben Sveinsson hefur á undanfömum vikum ritað greinar í Lesbók Morgunblaðsins undir yfír- skriftinni „Borgarmenning". Þar birtast hugmyndir hans um nýja borg sunnan Hringbrautar í Reykja- vík, á því svæði sem Reykjvíkur- flugvöllur stendur á. „Sýningin í Hlaðvarpanum er útvíkkun á þessum greinarflokki," sagði Þórður í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. „Þessar teikningar eru arkitektúrstúdíur fyrir hin ýmsu borgarsvæði. Þær eru nánari útlistun á þeim hug- myndum sem ég hef sett fram um mótun borgarumhverfís. í þeim hugmyndum sýni ég fram á mögu- leika í þróun borgarinnar, sem byggður er á annarri heimsmynd og annarri skilgreiningu á borgar- menningu en þær kenningar sem liggja Reylgavík nútímans til grundvallar." Þórður sagði að það væri ekki ætlun hans að móta öll atriði í þróun svæðisins. „Ég set fram ákveðin grundvallaratriði sem endurspegla nýja eða gamlá skilgreiningu á líf- inu í borg. Á sýningunni í Hlaðvarp- anum sýni ég mfnar persónulegu arkitektónfsku lausnir á efninu," sagði hann að lokum. Hugmyndir Þórðar Ben Sveins- sonar komu fyrst fram hér á landi á sýningu á Kjarvalsstöðum haustið 1981. Sýningin „Frumdrög að borg“ verður opin alla daga frá kl. 16.00 til 22.00 til 1. júní næstkomandi. „FRAMKVÆMDIR eru með allra minnsta móti á þessu ári og hafa ekki verið minni á þessum áratug; það eru engin stórvægileg verkefni í gangi, opinberar framkvæmdir hafa verið skomar niður og íbúðar- byggingar em i lægð. Við emm á botninum eins og er, en menn búast við að ástandið komi til með að lagast þegar nær dreg- ur hausti," sagði Pálmi Krist- insson framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands um atvinnuhorfur verktakafyrir- tækja í sumar. Pálmi sagði að verktakafyrirtæki hefðu þurft að vísa skólafólki frá í stórum stíl vegna samdráttarins. „Þetta verður ekkert uppgripasum- ar fyrir skólafólk, þótt eflaust geti það flest fengið vinnu í öðrum geirum þjóðfélagsins. Það er upp- sveifla í þjóðfélaginu almennt þójt hann. í sama streng tók Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna. Þó benti hann á að viðhaldsvinna færi ört vaxandi, einkum á Reykjavíkursvæðinu, nú þegar drægi úr nýbyggingum. Nefndi hann þijár hugsanlegar skýringar á því: Það væri ódýrari kostur að gera upp gömul hús en byggja ný, það hefði verið í tísku undanfarin ár að kaupa gamalt, einkum timburhús, og loks taldi Benedikt að ótti manna við steypu- skemmdir spilaði hér einnig inn í. Talið er að við byggingafram- kvæmdir og mannvirkjagerð starfi að jafnaði 10—12 þúsund manns á landinu öllu. Að sögn Benedikts er nokkuð atvinnuleysi í stéttinni og þá sérstaklega úti á landi, þar sem nánast engar framkvæmdir eru nú. Vilja fleiri bændakonur í búnaðarfélögin Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn var í Ámesi hljóða tillaga frá Búnaðarfélagi Gaulveijabæjarhrepps þess efnis að skora á stjómir búnaðarfélaganna innan Búnaðarsambands Suður- lands að þær beiti sér fyrir því að bændakonur gangi í búnaðarfélög- in, því með því móti verði búnaðar- félögin enn sterkari og öflugri en þau eru í dag. samdráttur sé hjá okkur,“ sagði fyrir skömmu var samþykkt sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.