Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986
Schubert-tónleikar Önnu Málfríðar
Sigurðardóttur og Martin Berkofsky:
Agóði rennur til
flygilkaupa Nor-
ræna hússins
MARTIN Berkofsky og Anna
Málfríður Sigoirðardóttir halda
sína sjöttu og síðustu tónleika
í heildarflutningi á fjórhentum
píanóverkum Franz Schuberts
í Norræna húsinu nk. laugar-
dag, 24. maí, kl. 16.00.
Allur ágóði tónleikana rennur
til styrktar flygilkaupum fyrir
Norræna húsið, en það hefur haft
flygil að láni frá Ríkisútvarpinu
undanfarin ár. „Okkur langaði að
í vetur að undanskildum febrúar-
mánuði.
Anna Málfríður sagði að tón-
leikamir yrðu í lengsta lagi þar
sem þau hefðu uppgötvað fleiri
Qórhentsverk Schuberts eftir að
þeir höfðu verið skipulagðir, en
„við settum okkur það að mark-
miði í upphafí að flytja öll Qórhent
verk hans þannig að á þessum
síðustu tónleikum verða tvö hlé.“
Martin er bandan'skur en hefur
verið búsettur á íslandi í tæp
Anna Málfríður Sigurðardóttir og Martin Berkofsky
leggja eitthvað af mörkum til
flygilkaupanna svo okkur fínnst
tilhlýðilegt að helga síðustu tón-
leika okkar hér í Norræna húsinu
þessu nauðsynlega málefni því
flygillinn sem nú er þar er kominn
vel til ára sinna,“ sagði Anna
Málfríður í samtali við blaðamann,
en þau hjón hafa flutt fjórhent
verk Schuberts þar mánaðarlega
Qögur ár. Hann kennir við tónlist-
arskólann í Garðabæ auk þess sem
hann fer víða um í tónleikaferðir,
aðallega á vegum svokallaðrar
kynningardeildar bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins, en hún sér
um kynningu þarlendra lista-
manna á erlendri grund. Anna
Málfríður kennir píanóleik við tón-
listarskólann í Kópavogi.
Rithöfundasamband íslands hefur látið prenta veggspjald í tilefni af Degi ljóðsins. Á veggspjaldið
er skráð ljóð Snorra Hjartarsonar, „Ljóð jarðar“.
Dagnr ljóðsíns
á sunnudaginn
Ljóðalestur í Reykjavík, Selfossi og Akranesi
Hfn
SUNNUDAGINN 25. maí stendur Rithöfundasamband íslands
fyrir degi ljóðsins. Þetta er í annað skipti sem það er gert en i
fyrra tókst hann með eindæmum vel og vakti athygli á ljóðinu
sem lifandi þætti i íslensku samfélagi. í ár verður þráðurinn
tekinn upp að nýju og fólki gefinn kostur á að safnast saman til
að njóta ljóðaupplestra. Upplestramir verða á þremur stöðum á
landinu að þessu sinni, á Selfossi, Akranesi og i Reykjavík.
Á Akranesi verður lesið upp í
Bókasafni Akraness og hefst
upplesturinn kl. 14.30. Þar lesa
upp Vilborg Dagbjartsdóttir, Pjet-
ur Hafstein Lárusson og Matthías
Magnússon.
A Selfossi verður lesið upp í
Tryggvaskála og hefst dagskráin
þar einnig kl. 14.30. Skáldin á
Selfossi verða Ingibjörg Haralds-
dóttir, Gunnar Harðarson, Berg-
þóra Ingólfsdóttir og Þorsteinn
frá Hamri. Upplesturinn í Reykja-
vík fer fram í Iðnó og hefst kl.
14.00. Þar koma fram eftirtalin
10 skáld: Thor Vilhjálmsson, Jón
úr Vör, Þorgeir Þorgeirsson, Þóra
Jónsdóttir, Olafur Haukur Símon-
arson, Einar Már Guðmundsson,
Geirlaugur Magnússon, Jóhamar,
Gyrðir Elíasson og ísak Harðar-
son. Auk þess verður lesið úr
verkum Vigdísar Grímsdóttur og
Þuríðar Guðmundsdóttur.
í tilefni af Degi ljóðsins hefur
RSÍ látið prenta veggspjald með
ljóðinu „Ljóð jarðar" eftir Snorra
Hjartarson.
Ljóðjarðar
Gæti ég lesið ljóð jarðar
þessum augum
þessum stóra skæra augum
i vagninum litla á stígnum
vorljóðsólarogjarðar
eittandartak
myndu ljóð ljóða
fljúgamérafvöram.
Frumdrög að borg
Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður opnar sýningu
Byggingarframkvæmdir í sumar:
Lítið um nýbyggingar
en aukin viðhaldsvinna
ÞÓRÐUR Ben Sveinsson mynd-
listarmaður opnar sýninguna
„Frumdrög að borg“ í Hlaðvarp-
anum, Vesturgötu 3, föstudaginn
23. maí kl. 21.00. Þar sýnir hann
40 teikningar sem hann hefur
gert á undanförnum 3—4 árum
ásamt nokkrum teikningum sem
hann sýndi á Kjarvalsstöðum
haustið 1981.
Þórður Ben Sveinsson hefur á
undanfömum vikum ritað greinar í
Lesbók Morgunblaðsins undir yfír-
skriftinni „Borgarmenning". Þar
birtast hugmyndir hans um nýja
borg sunnan Hringbrautar í Reykja-
vík, á því svæði sem Reykjvíkur-
flugvöllur stendur á.
„Sýningin í Hlaðvarpanum er
útvíkkun á þessum greinarflokki,"
sagði Þórður í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins. „Þessar
teikningar eru arkitektúrstúdíur
fyrir hin ýmsu borgarsvæði. Þær
eru nánari útlistun á þeim hug-
myndum sem ég hef sett fram um
mótun borgarumhverfís. í þeim
hugmyndum sýni ég fram á mögu-
leika í þróun borgarinnar, sem
byggður er á annarri heimsmynd
og annarri skilgreiningu á borgar-
menningu en þær kenningar sem
liggja Reylgavík nútímans til
grundvallar."
Þórður sagði að það væri ekki
ætlun hans að móta öll atriði í þróun
svæðisins. „Ég set fram ákveðin
grundvallaratriði sem endurspegla
nýja eða gamlá skilgreiningu á líf-
inu í borg. Á sýningunni í Hlaðvarp-
anum sýni ég mfnar persónulegu
arkitektónfsku lausnir á efninu,"
sagði hann að lokum.
Hugmyndir Þórðar Ben Sveins-
sonar komu fyrst fram hér á landi
á sýningu á Kjarvalsstöðum haustið
1981.
Sýningin „Frumdrög að borg“
verður opin alla daga frá kl. 16.00
til 22.00 til 1. júní næstkomandi.
„FRAMKVÆMDIR eru með
allra minnsta móti á þessu ári
og hafa ekki verið minni á
þessum áratug; það eru engin
stórvægileg verkefni í gangi,
opinberar framkvæmdir hafa
verið skomar niður og íbúðar-
byggingar em i lægð. Við emm
á botninum eins og er, en menn
búast við að ástandið komi til
með að lagast þegar nær dreg-
ur hausti," sagði Pálmi Krist-
insson framkvæmdastjóri
Verktakasambands íslands um
atvinnuhorfur verktakafyrir-
tækja í sumar.
Pálmi sagði að verktakafyrirtæki
hefðu þurft að vísa skólafólki frá
í stórum stíl vegna samdráttarins.
„Þetta verður ekkert uppgripasum-
ar fyrir skólafólk, þótt eflaust geti
það flest fengið vinnu í öðrum
geirum þjóðfélagsins. Það er upp-
sveifla í þjóðfélaginu almennt þójt
hann.
í sama streng tók Benedikt
Davíðsson formaður Sambands
byggingarmanna. Þó benti hann á
að viðhaldsvinna færi ört vaxandi,
einkum á Reykjavíkursvæðinu, nú
þegar drægi úr nýbyggingum.
Nefndi hann þijár hugsanlegar
skýringar á því: Það væri ódýrari
kostur að gera upp gömul hús en
byggja ný, það hefði verið í tísku
undanfarin ár að kaupa gamalt,
einkum timburhús, og loks taldi
Benedikt að ótti manna við steypu-
skemmdir spilaði hér einnig inn í.
Talið er að við byggingafram-
kvæmdir og mannvirkjagerð starfi
að jafnaði 10—12 þúsund manns á
landinu öllu. Að sögn Benedikts er
nokkuð atvinnuleysi í stéttinni og
þá sérstaklega úti á landi, þar sem
nánast engar framkvæmdir eru nú.
Vilja fleiri
bændakonur í
búnaðarfélögin
Á aðalfundi Búnaðarsambands
Suðurlands sem haldinn var í Ámesi
hljóða tillaga frá Búnaðarfélagi
Gaulveijabæjarhrepps þess efnis að
skora á stjómir búnaðarfélaganna
innan Búnaðarsambands Suður-
lands að þær beiti sér fyrir því að
bændakonur gangi í búnaðarfélög-
in, því með því móti verði búnaðar-
félögin enn sterkari og öflugri en
þau eru í dag.
samdráttur sé hjá okkur,“ sagði fyrir skömmu var samþykkt sam-