Morgunblaðið - 14.06.1986, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ1986
Undirbýr kærur
vegna vanskila á
skyldusparnaði
ALÞÝÐU SAMBAND íslands ætl-
ar að kæra til Rannsóknarlög-
reglu rikisins fyrirtæki sem ekki
hafa staðið skil á skyldusparnaði
launþega. „Tilgangurinn er að
vekja atvinnurekendur til vitund-
ar um skyldu sína,“ sagði Lára
V. Júliusdóttir, lögfræðingur
ASÍ. „Húsnæðisstofnun á að inn-
heimta þetta fé, en hefur brugð-
ist. Við erum búin að fara alltof
oft á fund ráðherra og fá hans
ljúfu svör um að málið sé ákaf-
lega brýnt. Nú er mælirinn fuU-
ur.“
Misbrestur á innheimtu skyldu-
spamaðar hefur lengi verið til
umfjöllunar hjá verkalýðsfélögun-
um. Árið 1984 voru samþykkt ný
lög um Húsnæðisstofnun ríkisins
þar sem kveðið er á um að vanskil
á skylduspamað skuli hljóti sömu
meðferð og vanskil á launaskatti.
„Hinsvegar hefur þetta aldrei virk-
að svona í framkvæmd. Þegar laun-
þegi kemur til Húsnæðisstofnunar-
innar og segir að skylduspamaður
sinn hafi ekki verið borgaður inn
er honum vísað til okkar. I flestum
tilvikum fer viðkomandi til síns
atvinnurekanda og fær skyldu-
spamaðinn greiddan út. Þessir
peningar skila sér því aldrei í rétta
sjóði" sagði Lára. Taldi hún að
húsnæðisstofnun hefði ekki bol-
magn til að rækja hlutverk sitt.
Yfirheyrslur hafnar í okurmálinu:
Hermann segir viðskipta-
vini sína hafa vitað að
hverju þeir gengju
YFIRHEYRSLUM yfir Hermanni Björgvinssyni í okurmálinu svokall-
aða, var fram haldið í Sakadómi Kópavogs i gær. Beindust þær
einkum að lánveitingum hans til einstaklinga í viðskiptalifi á undan-
förnum tveimur árum, en á þeim tima er hann talinn hafa tekið sér
tæplega 21 miHjón króna í okurvexti. Sagði Hermann við yfirheyrsl-
umar i gær að yfirleitt hefðu viðskiptavinir hans fallist á þá vaxta-
upphæð sem hann fór fram á að fá og fyllilega vitað að hverju
þeir gengju.
Yfírheyrslur í málinu munu halda
áfram á mánudagsmorgun.
Yfírheyrslumar í Sakadómi
Kópavogs yfir Hermanni hófust á
fimmtudag og kom þá meðal annars
fram að hann hefði hafið okurlána-
starfsemi sína á seinni hluta árs
1982. Sagði Hermann að allir hans
viðskiptavinir hefðu gert sér grein
fyrir hverslags starfsemi um var
að ræða. Kvað hann upphafíð að
því að hann leiddist út í þessa lána-
starfsemi hafa verið það að hann
komst í vanskil með skuldabréf sem
hann hafði keypt, og til að geta
staðið í skilum við lánardrottna sína
hefði hann orðið að grípa til ein-
hverra ráða.
Vextimir sem Hermann tók í
þessum viðskiptum sínum voru á
bilinu 61%-272,7% en á sama tíma
var einungis heimilt, samkvæmt
ákvörðun Seðlabanka íslands, að
taka 18%-34% ársvexti.
Við yfírheyrslur í gær kom fram
að Hermann hafði einkum lánað
fólki úr viðskiptalífí, en einnig hefði
hann lánað einstaklingum utan
þess, en þá jafnan tekið lægri vexti
ef um hefði verið að ræða fólk sem
hann taldi geta átt í erfíðleikum
með að standa í skilum. Hann
kvaðst þó yfírleitt hafa reynt að
hafa vexti það háa að hann tapaði
ekki sjálfur á viðskiptunum, því
hann þurfti að borga lánardrottnum
sínum milli 10 og 16,4% vexti.
Við yfírheyrslumar á fimmtudag
kom fram að Hermann skuldar um
150 milljónir króna sem veð var
fyrir í þeim lánum sem hann átti
útistandandi, og kvað hann óvíst
að þau fengjust að fullu greidd.
Kópavogur:
Stefnir í
meirihluta-
myndun í dag
ALÞÝÐUFLOKKUR og Alþýðu-
bandalag halda í dag áfram
fundum um myndun meirihluta
I Kópavogi. Að sögn Guðmundar
Oddssonar, efsta manns á lista
Alþýðuflokksins, er líklegt að til
úrslita dragi í dag og sagði hann
að ef af meirihlutamyndun þess-
ara flokka yrði Iíklegt að Krist-
ján Guðmundsson yrði ráðinn
bæjarstjórí áfram.
Framsóknarflokkurinn var í
meirihluta með Alþýðuflokki og
Alþýðubandalagi.
Ifv J§ i % 1 1 i ■■■ % í ú i
myí * * • t1', - I
Símamynd/Magnús Gottfreðsson
Frá útför Jóns G. Sólnes. Kistuna báru Sigurður J. Sigurðsson, Björn Jósef Amviðarson, Stefán
Stefánsson, Valgarður Baldvinsson, Sigurður Jóhannesson og Gunnar Ragnars. Aftan við þá má
sjá dóttur og konu Jóns, sem báðar heita Inga.
Jón G. Sólnes jarðsunginn ígær
Akure^ri.
ÚTFÓR Jóns. G. Sólnes, fyrr-
verandi bankaútibússtjóra, al-
þingismanns og bæjarfulltrúa,
var gerð frá Akureyrarkirkju
í gær að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Félagar Jóns úr bæjarstjóm,
og tveir af æðstu embættismönn-
um bæjaríns, báru kistuna úr
kirkju: Gunnar Ragnars, Sigurður
Jóhannesson, forseti bæjarstjóm-
ar, Sigurður J. Sigurðsson, Bjöm
Jósef Amviðarsson, Stefán Stef-
ánsson, bæjarverkfræðingur og
Valgarður Baldvinsson, bæjarrit-
ari.
í kirkjunni vom fánar Golf-
klúbbs Akureyrar og Lionsklúbbs
Akureyrar en Jón var heiðurs-
félagi í GA og annar tveggja
stofnenda Lionsklúbbsins.
Frímúrarar stóðu heiðursvörð
við kistuna meðan á athöfninni
stóð.
Séra Birgir Snæbjömsson jarð-
söng.
Breytir ekki af stöðunni um
bann við geymslu efnavopna
— segir utanríkisráðherra Matthías Á. Mathiesen um geinina í Wall Street Journal
MENN hafa vitað í nokkum tíma,
að i sovézkum hernaðaráætlun-
um er gert ráð fyrir beitingu
efnavopna á byijunarstigi átaka
með hefðbundnum vopnum. Þeir
hafa yfir miklum birgðum slíkra
vopna að ráða og nokkur vissa
er fyrir hendi á notkun á svoköll-
uðu gulu regni í Afganistan
meðal annars. Að þessu leyti
kemur þvi ekkert nýtt fram i
frétt WaU Street Journal. Arás á
ísland yrði ekki svarað með
efnavopnum á islenzkrí grund,
þar sem innrásaraðUinn yrði
væntanlega vel búinn tíl að mæta
slíkri gagnárás. Þessi frétt
breytir þvi í engu þeirri afstöðu
islenzkra stjórnvalda með að
leyfa ekki geymsiu efnavopna á
íslenzku yfirráðasvæði," sagði
Matthías A. Mathiesen utanrikis-
ráðherra i samtali við Morgun-
blaðið.
Tilefni þessara orða utanríkisráð-
herra er grein sem birtist í Wall
Street Joumal, þar sem meðal
annars var sagt að árás Rússa á
ísland væri líklegust með efnavopn-
um. Matthías A. Mathiesen sagði
ennfremur: „Á hinn bóginn vekur
fréttin spumingar um fælingar-
styrk Atlantshafsbandalagsins á
þessu sviði og með hvaða hætti
árás með efnavopnum á eitt ríki
bandalagsins yrði svarað. Það eru
slíkar vangaveltur, sem Bandaríkja-
menn segja að liggi að baki áætlana
þeirra um að hefja framleiðslu sér-
stakra efnavopna undir lok næsta
árs fáist Sovétmenn ekki til raun-
hæfra samninga um niðurskurð á
efnavopnum fyrir þann tíma.
Bandaríkjamenn hafa ekki framleitt
efnavopn síðan 1969 og birgðir
þeirra í Evrópu em þegar orðnar
hættumeiri í geymslu. Hin nýju
vopn yrðu ömggari í geymslu og
aðeins geymd í Bandaríkjunum. Á
sama tíma og Bandaríkjamenn hafa
haldið að sér höndum hvað snertir
framleiðslu slíkra vopna, hafa Sov-
étmenn haldið áfram að þróa og
framleiða efnavopn og vfst þykir
að þeim hafi verið beitt í Afganist-
an. Ég tel að mestu varði að fá
Sovétmenn til samninga um útrým-
ingu þessara ógurlegu vopna, þar
sem eftirlit yrði tryggt með fram-
kvæmdinni og vona að í samninga-
viðræðunum í Genf takist að snúa
þeim inn á skynsamlegar brautir í
þessum efnum, en það hefur áður
strandað á eftirlitsþættinum," sagði
Matthías.
Svavar Gestsson og Þjóðviljinn:
Starfsfólkið með and-
stæðar yfirlýsingar
STARFSFÓLK Þjóðviljans af
öðrum deUdum en ritstjórn
sendir frá sér yfirlýsingu í gær,
þar sem lýst er yfir fögnuði með
það að Svavar Gestsson formað-
ur Alþýðubandalagsins komi á
nýjan leik til starfa á Þjóðviljan-
um. Athygli vekur að yfirlýsing
þessi er óundirrítuð. Þar stend-
ur einungis starfsfólk skrif-
stofu, auglýsingadeildar, prent-
smiðju og afgreiðslu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru ástæður þess að yfír-
lýsingin er óundirrituð þær að ekki
náðist samstaða alls starfsfólksins
sem vinnur á ofangreindum deild-
um Þjóðviljans að undirrita þessa
yfírlýsingu, og eftir því sem Morg-
unblaðið kemst næst er um helm-
ingur þessara starfsmanna
óánægður með ofangreinda
yfírlýsingu.
Yfírlýsing starfsfólksins er svo-
hljóðandi: „Vegna blaðaskrifa að
undanfömu um óánægju ritstjóm-
ar Þjóðviljans með hugsanlega
ráðningu Svavars Gestssonar sem
ritstjóra, vill annað starfsfólk
blaðsins taka fram að það harmar
þessi viðhorf og býður Svavar
velkominn til starfa á ný.“
INGÓLFUR Hjörleifsson, for-
maður starfsmannafélags Þjóð-
viljans, og Hörður Jónsson, af-
greiðslustjóri blaðsins, báðu
Morgunblaðið í gærkvöldi að
birta eftirfarandi yfirlýsingu frá
þeim vegna yfirlýsingar, sem i
gær var send út í nafni starfs-
fólks deilda blaðsins.
„í fyrsta lagi: Þessi yfirlýsing var
ekki borin undir alla starfsmenn á
þessum deildum. í öðrum lagi:
Nokkrir þeirra, sem yfirlýsingin var
borin undir, lýstu yfír hlutleysi í
þessu máli, og töldu það mál rit-
stjómar og útgáfustjómar."
Þjóðhátíðin í
Reykjavík:
Þrjú leiksvið
í miðbænum
Skemmtídagskrá hátíð-
arhaldanna 17. júní í
Reykjavík hefst kl. 14:00 í
miðbænum á þremur leik-
sviðum; í Hljómskálagarð-
inum, Hallargarðinum og
á Lækjartorgi.
Ólafur , Jónsson hjá
íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkurborgar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
tilgangurinn með þessari til-
högun væri að dreifa fólkinu
betur um miðbæjarsvæðið og
gera fólki þannig kleift að
njóta atriðanna betur. Sömu
atriðin munu verða sýnd á
fleiri en einu svæði og ætti
því enginn að þurfa að missa
af neinu. Götuleikhús mun
sömuleiðis setja svip sinn á
miðbæinn, en um það sér
leikhópurinn „Veit mamma
hvað ég vil?“
Aðrar nýjungar verða hús-
dýrasýning í Hljómskála-
garði og bátar á tjöminni.
Sjá á bls. 28 frétt um
þjóðhátíðardag-
skrána í Reykjavík.