Morgunblaðið - 14.06.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. JÚNÍ 1986
45
< -
Spennandi leikir
um helgina
• Maradona hefur laikiA frábæriega í heimameietarakeppninni
legt er að Desmet geti leikið á
morgun. Eric Gerets, bakvörður-
inn sterki, er hinsvegar ennþá
slæmur í ökkla, og miðvallarleik-
maðurinn Rene Vandereycken
er sömuleiðis á sjúkralistanum.
Sovétmenn eru í ólíkri stöðu.
Þeim hefur gengið frábærlega
vel hingaö til í keppninni, hafa
unniö góöa sigra, og gátu leyft
sér þann munað að hvíla flesta
af aðalmönnum liðsins í síðasta
leik sínum í riðlinum gegn Kan-
ada og vinna samt öruggan sig-
ur. Telja verður Sovétmenn mun
sigurstranglegri í leiknum, sem
sýndur verður í sjónvarpinu kl.
22.50 - eða 50 mínútum eftir að
hann hefst í Leon.
Brasilía-Pólland
Á mánudaginn verða tveir leik-
ir. Fyrst eigast við Brasilíumenn
og Pólverjar í Leon. Brasilíumenn
eru sigurvegarar síns riðiis og
eru eina liðið sem ekki hefur
fengið á sig mark í keppninni
ennþá. Pólverjartöpuðu hinsveg-
ar síðasta leik sínum stórt og
komust í 16 liða úrslitin vegna
óvænts sigurs Marokkó á Portú-
gal. Allt bendir því til þess að
Brasifía komist áfram, og ftestir
knattspyrnuunnendur óska þess
víst örugglega. Liðið sýndi ekki
mikið framan af, en hefur farið
vaxandi og sigurínn gegn Norð-
ur-írum var sannfærandi.
KEPPNIN í 16 liða úrslitunum á heimsmeistaramótinu í Mexíkó
hefst á morgun, sunnudag, með tveimur leikjum. Aðrir tveir leikir
verða síðan á mánudag, tveir á þriðjudag og tveir á miðvikudag,
en þá lýkur umferðinni. Átta liða úrslhin verða síðan leikin um
næstu helgi.
með árangur sinn á HM til þessa.
Og það eru þeir ekki heldur. í
herbúðum þeirra hefur loft verið
læviblandið, og yfirlýsingar
Franky Van Der Elst þess efnis
að einstakir leikmenn fengju að
vaða uppi með allskyns stæla
og frekjugang, m.a. að þykjast
vera meiddir til að þurfa ekki að
leika í öðrum stöðum en sínum
vanalegu, vöktu mikla athygli.
Að sögn fararstjóra Belganna
hefur þessi ágreiningur nú verið
leystur, og Van Der Elst hefur
sent frá sér aðra yfirlýsingu um
að fyrri yfirlýsing hafi verið orðum
aukin.
Allt um það eiga Belgar í
miklum vandræöum vegna
meiðsla, og til dæmis hafa báðir
sóknarmenn liösins, Vanden-
bergh og Desmet, verið frá. Lík-
Fyrsti leikurinn hefst í Mexíkó
kl. 18 að íslenskum tíma. Þá leika
gestgjafarnir Mexíkó gegn Búlg-
aríu. Fyrirfram reikna flestir með
auðveldum sigri Mexíkana á
Azteka-leikvanginum, þar sem
112 þúsund áhorfendur verða
allir á bandi heimamanna. En
Ivan Vutsov, þjálfari Búlgara, er
ekki á sama máli. Blaðamenn
hafa lítið fengiö að tala við leik-
menn eða aðstandendur búlg-
arska liðsins, en á óvæntum
blaðamannafundi í fyrradag tal-
aði Vutsov frjálslega um mögu-
leika síns liðs gegn Mexíkó.
„Við erum ekki stoltir af því
hvernig við, komumst í 16 liða
úrslitin," sagði Vutsov. „Við lék-
um ekki einn einasta leik í riðlin-
um af eðlilegri getu, og við vorum
undir miklum þrýstingi að heim-
an. En nú þegar við höfum náð
því takmarki sem við settum
okkur í upphafi þá mun leikur
liösins verða allt annar og betri.“
„Ég veit að lið Mexíkó er mjög
gott og hefur á að skipa þremur
leikmönnum í heimsklassa -
framlínumanninum Hugo Sanc-
hez og miðvallarleikmennina
Miguel Negrete og Thomas Boy.
Þetta eru þeir leikmenn sem við
verðum að stöðva í leiknum til
að eiga möguleika. Við ætlum
okkur að sigra í leiknum,“ sagði
Vutsov.
Þrátt fyrir geysilegan fögnuð
almennings í Mexfkó yfir sigri
sinna manna í B-riðlinum, þá
hafa knattspyrnusérfræðingar
og fjölmiðlar í Mexíkó ekki hrifist
af leik liðsins. Allir leikir þess í
riðlinum voru daufir og ósann-
færandi, þrátt fyrir nauma sigra
á Belgum og [rak. Það er því lík-
• Van Der Elst hafur ekki talað
fallega um fálaga sína f belgfska
landsliðinu.
lega of snemmt að bóka sigur
Mexíkó í þessum leik. Hann verð-
ur sýndur í sjónvarpinu á morg-
un, sunnudag, klukkan 18.
Sovétríkin-Belgía
( seinni leiknum á sunnudag-
inn eigast við eitt af spútnikklið-
um keppninnar, Sovétmenn, og
eitt þeirra liða sem hvað verst
hefur gengið, Belgar. Þrátt fyrir
að komast áfram í 16 liða úrslitin
geta Belgar ekki verið ánægðir
• Ivan Vutsov segir að nú
verðl allt annar bragur á leík
búlgarska liðsins.
Innbyrðis deilur
hjá Belgum
MIKIÐ ósamkomulag rfkir nú f
herbúðum Belga. „Mórallinn er
slæmur svo vægt sé til orða
tekið,“ sagði Van der Elst, mið-
vörður Belga, sem var settur út
úr liðinu á móti Paraguay.
Van der Elst var ósáttur við val
liðsins, en í hans stað lék Michel
Renquin, sem venjulega er vinstri
bakvörður. Renquin var illa stað-
settur þegar Cabanas skoraði
mörk Paraguay, og var alfarið
kennt um fyrra markið. Thys, þjálf-
ari Belgíu, sagöist ekki lengur geta
rætt liðskipan við leikmennina, en
þeir sem gætu ekki sætt sig við
Aðsókn að leikjunum á HM f
Mexfkó er meiri en á Spáni fyrir
4 árum. Langflestir áhorfendur
hafa sáð leiki Argentfnu, Brasllfu,
Mexfkó, Paraguay, Uruguay og
Spánar eða rúmlega 66 þúsund
á leik þessara liða að meðaltali.
Leikir í C-riðli hafa dregið að sér
fæsta áhorfendur. 16.500 manns
voru á leik Ungverjalands og Sov-
étríkjanna og aðeins 13.800 á leik
Kanada og Frakklands. Tiltölulega
fáir áhorfendur hafa einnig verið á
hlutina hefðu ekkert meira í Mex-
íkó að gera. „Ég vil gjarnan vera
áfram, en það verður að standa
heiðarlega að málunum,“ sagði
Van der Elst.
Pfaff markvörður var öskuillur
eftir leikinn og sætti sig engan
veginn við varnarmistök samherja
sinna sem kostuðu tvö mörk og
annað stigiö. „Við verðum að fara
að læra að leika eins og atvinnu-
menn. Ég hef fengið mig fullsadd-
an af þessu og get ekki þagað
lengur," sagði Pfaff.
Belgía leikur gegn Sovétríkjun-
um í 16 liða úrslitum.
leikjum í F-riðli og til þessa voru
flestir á leik Englands og Portúgal
eða um 23.000 manns.
Mesta aðsóknin hingað til var á
leik Mexíkó og Paraguay, en þann
leik sáu 114.600 áhorfendur, en
Aztek-leikvangurinn, þar sem leik-
urinn fór fram, er sagður rúma
110.574.
Heildaráhorfendafjöldi í 21 leik
var 870.703 en var 754.329 á
Spáni.
Frjálsíþróttir:
Fyrri hluti
meistara-
mótsins
Meistaramót islands f frjáls-
fþróttum, fyrri hlutl, fer fram á
Laugardalsvelli 21.-22. júní nk.
Keppt verður f tugþraut karla og
sjöþraut kvenna, 10 kflómetra
hlaupl karla og 5 km kvenna, og
4x800 metra boðhlaupi karla.
Mótiö er að þessu sinni í umsjá
frjálsíþróttadeildar ÍR og þurfa
þátttökutilkynningar að berast Jó-
hanni Björgvinssyni, Unufelli 33,
eða skrifstofu FRÍ, á þar til gerðum
keppnisspjöldum, í síðasta lagi 18.
júní nk. Þátttökutilkynningu fylgi
þátttökugjald, sem er krónur 200
á grein og 400 fyrir boðhlaup.
Fleiri áhorfendur
en á Spáni
Rush lenti
f óhappi
Knattspyrnumaðurinn frægi,
lan Rush, lenti f smá óhappi á
ítalfu á dögunum þegar hann
skrifaði undir hinn nýja samning
við Juventus. Á leiðinni frá Torino
til Rómar sprakk á bflnum sem
Rush var f og voru þeir á um 160
kflómetra hraða þegar þetta
gerðist. Ökumaður bifreiðarinn-
ar, sem er sérlegur ökumaður
framkvæmdastjóra Juventus,
tókst með snarræði að koma f
veg fyrir að bfllinn færi á hvolf.
„Bílstjórinn var snöggur að átta
sig og bjargaði þessu fyrir horn.
Þetta var samt sem áður leiðinieg
reynsla, nokkuð sem ég hef ekki
áhuga á að lenda t daglega," sagði
Rush eftir atburðinn.
Knattspyrnuskóli KR
Námskeið hefjast 2. júní og verða fjögur fyrstu
þeirra sem hér segir:
1. námskeið 2.-13. júní
2. námskeið 16.-27. júní
3. námskeið 30. júní-11. júlí
4. námskeið 14. júlf—25. júlí
6-7 ára verða kl. 9.00-10.00 eða kl. 13.00-14.00,
8-9 ára kl. 10.45-12.15 og 10-12 ára kl. 14.45-
16.15.
Kennarar verða Sigurður Helgason íþróttakennari
og Gordon Lee þjálfari m.fl.
Innritun fer fram á skrifstofu knattspyrnudeildar
KRísíma 27181.