Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 3 Morgunblaðið/Ami Sæberg Nestið borðað á grasbala að fjöruskoðun lokinni. ÍFLÆÐARMÁLINU Flæðarmálið hafði mikið aðdráttarafl fyrir krakkana. Leitað var kuðunga og skelja og svo auðvitað fallegra steina. Þeir steinar sem lítið aðdráttarafl höfðu fengu svo flugferð út á Hvalfjörð, eða fleyttu kerlingar eftir næstum spegilsléttum sjónum. Seiðastöðin • • á Oxnalæk opnuð aftur STJÓRNENDUR fiskeldisfyrir- tækisins ÍSNÓ hf. hafa í hyggju að taka seiðaeldisstöðina á Oxna- iæk í Ölfusi aftur í notkun. Stöðin á Öxnalæk var byggð upp fyrir 15 árum og rak hlutafélagið Tungulax hana þar til fyrir 6 árum að eigendurnir stofnuðu ÍSNÓ hf. með norskum aðilum og einbeittu sér að uppbygging- unni í Lónum í Kelduhverfi. Eyjólfur Konráð Jónsson stjóm- arformaður ÍSNÓ hf. bjóst við að rekstur seiðastöðvarinnar á Öxna- læk hæfist í vor og yrði miðað við að framleiða 500 þúsund göngu- seiði á ári. Hann sagði að hægt yrði að auka það í 1,5 milljónir seiða ef meira kalt vatn fengist þar. Seiðahúsið á Öxnalæk hefur undan- farin ár verið notað til að þurrka þorskhausa. Eyjólfur sagði að áfram væri unnið að uppbyggingu í Lónum í Kelduhverfi, meðal annars seiðaeld- inu. Sagði hann að á næsta ári yrði framleiðslan komin upp í 200-250 tonn af laxi og hún síðan smám saman aukin. Þá væri stefnt að aukningu seiðaframleiðslunnar þannig að hún komist í tvær milljón- ir gönguseiða innan fárra ára. Kolbeinsstaðahreppur: Fjör í fjöruferð ÞAÐ var kátt á hjalla hjá krökk- unum á dagheimilinu Suðurborg í góða veðrinu á dögunum. Þá var öll hersingin drifin upp í rútu, og ekið sem leið lá að Hálsi í Kjós. Þegar þangað var komið var klöngrast niður í fjöru, í fylgd vökuUa fóstranna, og fjöruferð var hafin. Þá tók við steina-, kuðunga-, skelja- og sílaskoðun og skein áhug- inn úr litlu andlitunum. Auðvitað þurftu nokkrir að spreyta sig á því hversu langt þeir gætu nú kastað steini út á fjörðinn, aðrir sulluðu í flæðarmálinu, og ein ung dama, gerðist meira að segja svo bíræfin að hún óð út í í pollagallanum sínum. Hópamir ganga undir nöfn- um eins og; ungar, hvolpar, kanínur og bangsar, allt eftir því hvaða deild dagheimilisins þau tilheyra. Það fylgir að sjálfsögðu svona fjöruferð að tylla sér á grasbala og fá sér einhveija hressingu — það var líka gert í fjörunni í Kjós, og að svo búnu príluðu lítil kríli upp á veg aftur, og stefnan var tekin á Suðurborg í Hólahverfi á nýjan leik. Maður slasast Borg i MiklaholUlircppi. í gær, miðvikudag, varð óhapp í Kolbeinsstaðahreppi. Bíll fór þar út af. í bílnum var einn maður, meiddist hann nokkuð og var flutt- ur í sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Bíllinn er héðan úr sýslunni. - Páll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.