Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 7

Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 % Menntamálaráðherra um kynningu á íslenskri menningu erlendis: „Vonast eftir aukinni fjár- veitingfu til þessa liðar“ FJÁRVEITING til kynningar á íslenskri menningu og list er- lendis á þessu ári nam 1,5 milljón- um króna, og Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra gerir sér vonir um að fjárveiting til þessa liðar hækki verulega á fjárlögum næsta árs. „Þetta er liður sem hefur verið gífurlega sótt á, og það verður að segjast eins og er að við höfum haft úr meiru að spila en þeirri fjár- Húsavík: 50 þúsund fjár slátr- að í haust Húsavík. SLÁTRUN hófst hjá Kaupfélagi Þingeyinga í gær, miðvikudag, og er það fyrr en venjulega vegna slátrunar á riðufé. Alls er áætlað að slátra 49.800 kindum og er þar um 5.000 sem slátrað er vegna aðgerða gegn riðuveiki. Einnig er aukning vegna þess að nokkrir bændur í sýslunni, sem áður slátruðu hjá Kaupfélagi Sval- barðseyrar, hafa flutt viðskipti sín til Húsavíkur. Útlit er fyrir að dilk- ar verði vel í meðallagi. Af þessum tæpum 50 þúsund kindum sem slátrað verður eiga Húsvíkingar um 1.00 kindur. Þykir mörgum þetta furðu mikil fjáreign hjá þéttbýlis- búum. Fréttaritari Útsölu- kjötíð að seljast upp MIKIÐ hefur selst af kindakjöti í útsölunni sem hófst síðari hluta júlímánaðar. Frá því um mánaða- mót hefur salan verið mjög lífleg og er það kjöt sem upphaflega var ráðgert að selja á útsölunni, um 1.800 tonn, að líkindum búið. Má því búast við að útsölunni ljúki allra næstu daga. Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu sagði að beðið væri eftir tölum um söluna undanfarna daga, en taldi að það mikið hefði selst að útsölunni væri að ljúka. Steinþór Þorsteinsson deildarstjóri í afurða- sölu SÍS sagði að salan hefði verið mjög góð frá mánaðamótum. Af- urðasalan hefði selt um 500 tonn það sem af er mánuðinum. Matthías Gíslason fulltrúi forstjóra Sláturfé- lags Suðurlands sagði að mikið hefði selst af kindakjöti að undan- förnu og væri SS að ljúka við sínar gömlu birgðir þessa dagana. veitingu sem ákveðin var á fjárlög- um þessa árs, því ég hef fengið aukafjárveitingar til ýmissa verk- efna,“ sagði Sverrir Hermannsson, er hann var spurður hvort hann teldi að nægjanlegu fjármagni væri varið til kynningar á íslenskri menningu erlendis. Nefndi mennta- málaráðherra sem dæmi aukafjár- veitingu að upphæð um 300 þúsund krónur til að kosta verk Errós á Feneyjabíenalinn. Þá hefði fengist aukafjárveiting til að senda lista- verk á Sveaborgarsýningu, sem færi svo um Norðurlöndin. „Auðvitað vildi maður gjaman fá aukna íjárveitingu til þessa þýð- ingarmikla kynningarstarfs og ég vonast eftir aukinni fjárveitingu til þessa liðar á fjárlögum næsta árs, en ég hef ekki þurft að kvarta, því fjármálaráðherra hefur tekið mála- leitan minni einstaklega vel þegar ég hef þurft að sækja um aukafjár- veitingar vegna ákveðinna verk- efna,“ sagði menntamálaráðherra. Franska herskipið Vauquelin. Franskt herskip í Reykjavíkurhöf n HINGAÐ til lands kemur á morgun franska herskipið Vauquelin. Er það í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að skipið Pourquoi pas? fórst hér við land og öll áhöfn utan einn maður með því. Næstkomandi sunnudagsmorgun verður sungin messa í Kristskirkju, Landakoti, til minningar um skip- verja, sem drukknuðu þegar skipið strandaði á skeri út af Mýrum. Eftir messuna verður svo stutt minningar- athöfn um þá í kirkjugarðinum við Suðurgötu, en þar eru skipveijamir grafnir. Dagana 13. til 15. september verð- ur skipið, sem er 3.00 tonn, almenn- ingi til sýnis. ■BHBHH I Dúkalandi við Grensásveg ri:i* 'V.'-J ,*•»:•» ! :•» !* : GOLFKORKUR 10%—12% afsl. Bæði náttúrulegur og vinylhúðaður í 30x30 cm flísum 3,2mm, 4mm, og 6mm þykkir. l£*Oc o o < GOLFFLISAR MARMARI 5%—25% afsl. Frábært úrval af portú- gölskum gólfflísum — margar stærðir og gerðir í miklu litaúrvali. Takmarkað magn af bráðfallegum marmara á ótrúlegu verði. ÚRVALSPARKETT 3%—10% afst. Eik, beyki, hlynur, birki, askur, eucalyptus. Gæðaparkett bæði gegnheilt og krosslímt frá Junkers, Káhrs, Höhns og Hörning. Þykkt: 8mm, 12mm, 15mm og 20 mm. GÓLFDÚKAR 5%—50% afsl. Gæðagólfdúkar sænskir og þýskir fyrir heimili og stofnanir — þykkir og þunnir í fjölda mynstra og lita. Gólfdúkabútar og dúkaafgangar með allt að 50% afslætti. Góðir greiðsluskilmálar Allt til dúkalagna — flísalagna og parketlagna. Útvegum alla þjónustu við lögn. EMMESS-ískynning. Hl-C — vörukynning IEURC KREDIT 'and Dúkaíand Grensásvegur 13. S: 83577, 83430.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.