Morgunblaðið - 11.09.1986, Side 15

Morgunblaðið - 11.09.1986, Side 15
JtiSkifflStlStlSM Jón Guðmundsson og Guðný Helga Sigurðardóttir með hluta af nýja námsefninu. Morgunblaðið/Þorkell „Skjalatöskur og axlartöskur vinsælastar,“ segja þær Kolbrún, Sigriður og Birna. skólanum í Keflavík, önnur er sérkennari, hin bekkjarkennari sem kennir einnig við sérdeildina. Þær eru að skoða það sérkennslunáms- efni sem til er og eru einnig búnar að versla í Skólavörubúðinni. Það er gott hljóð í þeim, þær segja að það sé alltaf gaman að byija í skól- anum á haustin, og einnig gott að fá frí á vorin. Jón Guðmundsson og Guðný Helga Sigurðardóttir starfsmenn Kennslumiðstöðvarinnar taka fram nýjasta námsefnið sem kennurum er boðið upp á í vetur. Guðný er einnig einn af höfundum námsefnis sem notað verður í fyrsta sinn í forskóladeildum í vetur, en með því er reynt að brúa bil milli leikskóla og dagheimila og skóla. Meðal þessa nýja námsefnis er námsefni um jafnrétti kynjanna, ljósmyndir sem notaðar eru til málörvunar, nýtt námsefni í tónmenntakennslu yngstu nemendanna, nýtt námsefni í sögu og fleira. Talsverðar breyt- ingar hafa orðið á þeim mynd- bandaefniskosti sem kennurum stendur til boða, skólamir fá nú til afnota fræðslueftii sjónvarpsins í fyrsta sinn, og eiga kost á að koma sér upp myndabandasafni sjálfir. Við eitt borðið í salnum situr Guðmundur Gíslason kennari í Laugalandsskóla í Rangárvalla- skóla. Hann segir að algjör bylting hafí orðicj í kennsluefni á sl. árum, en hann hefur 18 ára kennslu- reynslu að baki. Meðal þeirra bóka sem hann hefur tekið fram eru hugmyndir um kennslu í hand- mennt, enda segir hann kennara í skólunum úti á landi þurfa að kenna nánast allar námsgreinar. Svavar Bjömsson sem er að kynna sér inni- hald hugmyndabankans á staðnum tekur í sama streng varðandi breyt- ingar á kennslugögnum. Svavar hefur kennt í 25 ár, nú í vetur kenn- ir hann í Mýrarhúsaskóla. Hug- myndabankinn hefur að geyma ýmsar kennsluhugmyndir í hinum ýmsu námsgreinum sem safnað hefur verið saman í Kennslumið- stöðinni. Framhaldsskólanemendur em einnig að tina saman bókakost vetr- arins. Þær Þorbjörg Amadóttir og Elena Lusenti kaupa námsbækum- ar í einni bókaverslun í miðbænum. Þorbjörg er á síðustu önn í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti á matvælasviði og segist þurfa að kaupa bækur og ritföng fyrir að minnsta kosti 10 þúsund nú í haust. „En þeir sem em á tungumálasviði þurfa að kaupa dýrari bækur, ætli þeir fari með minna en 20 þúsund í bókakaup." Elenu Lusenti, sem er nýkomin til landsins, finnst bækumar dýrar eins og flest annað héma. Hún er skiptinemi, kemur frá Ítalíu. „En þetta er allt svo dýrt, ég held ég verði bara að hætta í skólanum og fara að vinna,“ segir hún sposk á svip með fangið fullt af námsbókum á framandi tungu. Guðmundur Gíslason kynnir sér námsefni í handmennt. STUÐMENN, SNIGLAR, v SKRIÐJÖKLARNIR LEONCIE OVÆNTIR RASSKYNNAR KVOLDSINS FOSTUD. 12. SEPT. KL. 21-01 KR. 500. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HEFST KL Á FÖSTUDAG V í LAUGARDALSHÖLL ✓ /1 ÍÞRÓTTA- 0G T0MSTUNDARÁÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.