Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 26
ZO
MGRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGURai. SEPTEMBER 1986
í Kaupmannahöfn
Hér er gott að starfa
Emil Guðmundsson ásamt hluta
starfsliðs síns utan við söluskrif-
stofu Flugleiða i Kaupmanna-
höfn.
— Emil Guðmundsson
tekinn tali
„HÉR ER gott að starfa — enda
hvert rúm skipað úrvals starfs-
mönnum. Hér á söluskrifstofunni
starfa 13 manns, 12 íslendingar
og 1 Dani, samstilltur hópur sem
kann sitt fag,“ sagði Emil Guð-
mundsson, umdæmisstjóri Flug-
leiða í Danmörku er undirritaður
tók hann tali á skrifstofu hans
að Vestre Farimagsgade 1 i
Kaupmannahöfn.
„Vissulega voru það umskipti
að hverfa frá hótelrekstri heima á
Islandi og hefja störf hér í Kaup-
mannahöfn. Góður hótelhaldari á
nánast aldrei frí og er ekkert mann-
legt óviðkomandi. Starfið hér er
hvergi nærri eins erilsamt. Nú á
ég meira að segja oftast nær frí
um helgar. En í grundvallaratriðum
eru þessi störf hin sömu: Að kynna
og selja ákveðna vöru, ákveðna
þjónustu."
— Og hvernig gengur svo að
selja Dönum íslandsreisur?
„Vel. Það hefur orðið umtalsverð
aukning á ferðum Dana til íslands
á þessu ári — og það er trú mín
að þar geti orðið um enn frekari
aukningu að ræða. Það hefur verið
fjallað talsvert um Island í fjölmiðl-
um hér að undanfömu. Ahugi
almennings á íslandi hefur því eflst
— auk þess sem hér er ríkjandi
mikill áhugi á Grænlandsferðum
um þessar mundir. í vetur fljúga
Flugleiðir tvisvar í viku héðan til
Narssarssuaq á Grænlandi með við-
komu í Keflavík í samvinnu við
Grænlandsflug hf. En við seljum
Dönum fleira en íslandsreisur og
væntanlegar Grænlandsferðir.
Hlutdeild okkar í Ameríkuferðum
Dana hefur stóraukist og mun
væntanlega enn aukast með beinu
áætlunarflugi Flugleiða frá
Keflavík til Orlando í Florida. Þá
getur Daninn flogið beint héðan í
sólina í Florida með stuttri viðkomu
í Keflavík."
— En var enginn beigur í hótel-
stjóranum að bregða búi sínu heima
á Fróni og hefja störf á markað-
storgi danskra ferðamála?
„Hreint ekki — enda þekki ég
Dani og Danmörku frá fyrri tíð.
Áður en ég tók við störfum á Hótel
Loftleiðum á sínum tíma hafði ég
starfað um 6 ára skeið héma í
Kaupmannahöfn sem stöðvarstjóri
Loftleiða á Kastrup-flugvelli. Ég
hef alltaf kunnað vel við Dani. Við
hjónin höfum nú fest kaup á litlu
einbýlishúsi úti á Dragor og komið
okkur þar ágætlega fyrir. Það er
gott að búa og starfa héma í Dan-
mörku.“
— Að lokum. Hvert kýs ferða-
málafrömuðurinn Emil Guðmunds-
son að ferðast í sumarleyfum
sínum?
„Til Grænlands. Þar getur maður
verið gjörsamlega einn með sjálfum
sér eða ferðafélögum sínum og
gengið á vit náttúrunnar ótruflaður
af öllum skarkala tæknisamfélags-
ins. Meira að segja nær síminn
ekki að trufla grænlenska kyrrð.
Grænland er minn sumarleyfisstað-
ur.“
V ''fi T
m 2 ■á W'i'
- \f fsœ'
'
Áætlað að 12 þúsund Flugleiðafarþeg-
ar fari um Kastrup-flugvöll á þessu ári
— segir Guðmundur Jónsson stöðvarstjóri
„Á SÍÐASTLIÐNU ári fóru um 10 milljónir farþega um Kastrup-
flugvöll og þar af voru 10 þúsundir Flugleiðafarþegar — en við
áætlum að þeir verði a.m.k. 12 þúsund á þessu ári,“ tjáði Guðmund-
ur Jónsson stöðvarstjóri tíðindamanni í stuttu spjalli á Kastrup-
flugvelli fyrir skemmstu.
Guðmundur Jónsson hefur verið
stöðvarstjóri á Kastrup-flugvelli um
15 ára skeið, fyrst hjá Loftleiðum
og síðar hjá Flugleiðum. Við spurð-
um hann í hverju starf stöðvarstjóra
væri fólgið.
„Stöðvarstjóri hefur yfirumsjón
, með afgreiðslu vélanna hér á flug-
vellinum, fylgist með hreinsun
þeirra, annast hvers konar fyrir-
greiðslu farþega og er málsvari
farþega og flugfélags við komu og
brottfor vélar. SAS annast alla
venjubundna farþegaafgreiðslu fyr-
ir okkur, s.s. innritun í flug og þess
háttar — en við fylgjumst með því
að farþegar fái þá þjónustu sem
þeim ber og farþegar leita til okkar
ef eitthvað bjátar á. Oftast vegna
týndra farseðla eða farangurs —
og við kappkostum þá að leysa
vanda manna. Við erum þrír Islend-
ingar sem störfum hér á Kastrup-
flugvelli við afgreiðslu vélanna,
tveir í senn.“
Og ferðamáti landans hefur
væntanlega breyst frá fyrstu
starfsárum þínum hér á Kas-
trup-flugvelli?
„Já, mikil ósköp. íslendingar eru
einfaldlega miklu veraldarvanari nú
en þá, utanfarir aimennari og tíðari.
Það verður þó aldrei nógsamlega
brýnt fyrir íslenskum ferðamönnum
— þótt veraldarvanir séu — að
Kaupmannahöfn er stórborg og í
ákveðnum hverfum hennar leynast
hættur fyrir ferðamenn eins og
raunar í öðrum stórborgum. En
haldi menn sig utan þessara hverfa
hlýtur Kaupmannahöfn að vera ein
Guðmundur Jónsson á skrifstofu
sinni á Kastrup-flugvelli.
óskaborga íslenska ferðalangsins-
ins. Hér fá menn notið alþjóða lista,
menningar og skemmtana og Kaup-
mannahöfn er auðvitað söguleg
gullnáma fyrir íslendinga. Og hér
er gott að búa og starfa. það get
ég staðfest.
Nei, við sem störfum hérna á
flugvellinum verðum ekki vör við
harða samkeppni flugfélaganna.
Hér eru starfsmenn hinna ýmsu
flugfélaga miklu frekar eins og ein
heild. Stöðvarstjórar félaganna
hafa t.d. með sér náið samstarf um
leiðir til bættrar þjónustu við far-
þega héma í flugstöðinni. Formlegir
fundir eru haldnir fyrsta þriðjudag
hvers mánaðar og sameiginlegra
úrlausna leitað."
Og framtíð Kastrup-flugvall-
ar?
„Eftir áralangar vangaveltur
hafa dönsk stjómvöld nú horfið frá
uppbyggingu flugvallar á Salt-
hólma en ákveðið þess í stað að
hefja frekari uppbyggingu Kas-
trup-flugvallar. Sú uppbygging er
þegar hafín. Þess sjást merki hérna
í flugstöðinni — þar sem unnið er
að ýmsum endurbótum og nýjar
fríhafnarverslanir rísa. Kastmp er
stór og mikill alþjóðaflugvöllur og
hann mun eflast sem slíkur í fram-
tíðinni."
VÖNDUÐ BRAUÐRIST MEÐ HITAGRIND
Útsöiustaðir í helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum.
Sjón er
sögu ríkari
HEILDSÖLUDREIFING
Útsölustaður
Jli raftækjadeild
Jón Loftsson hf. ' 1 I ffl I I I" I ÍfflÍrrrJ g. 10600
Hringbraut 121