Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 * Agætis sumar sem nú kveður Veðurfræðingar sammála um að sumarið hafi verið g’ott fyrir bændur VEÐURFRÆÐINGAR virðast sammála um að sumarið hafi verið hið ákjósanlegasta fyrir bændur víðast hvar á landinu, þar sem þurrkur hafi verið með ágætum og veðurfar yfirleitt þokkalegt. „Þetta hefur verið afskaplega ánægjulegt sumar fyrir mínar kenningar um sambandið milli grassprettu og hita,“ sagði Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Ég spáði því í vor að þetta myndi verða gott gras- sprettusumar og sú hefur raunin orðið. Spáin var reyndar byggð á vetrarhitanum, svo sumarið ræður ekki úrslitum, en hefur þó verið nógu gott til að spáin rættist. Það hefur tvímælalaust komið sér vel fyrir landbúnaðinn," sagði Páll. „Þetta er gott sumar sem kveð- ur og þá ekki bara hvað snertir hitann, heldur einnig þurrkinn. Það hlýtur að vera ljómandi taða sem situr í hlöðum um allt land núna.“ Páll sagði að eina undan- tekningin væri í uppsveitum Amessýslu, þar sem ekki hafi viðrað vel til heyskapar á tímabili. Hann vildi ekki spá því að fram- undan væri snjólaus vetur, en sagði þó að heldur litlar líkur væru á að harður vetur væri í vændum. Best væri þó að vera við öllu búinn. Trausti Jónsson, veðurfræðing- ur, sagði að á Veðurstofunni væri sumarið alls ekki á enda komið, þótt skólar væru byijaðir og næt- urfrost á sumum stöðum. Veður- stofusumarið er í giidi frá 1. júní til loka septembermánaðar og því væru enn nokkrar vikur í að end- anleg úttekt yrði gerð á veðrátt- unni í sumar. Hann sagði að almennt hefði hiti í Reykjavík verið heldur undir meðallagi, en á Akureyri hefði verið ívið hlýrra en í meðalári. Sagði Trausti að úrkoman í Reykjavík hefði verið nálægt með- allagi, en henni hafi verið fremur Morgunblaðið/Þorkell I sól og sumaryl í miðbænum — algeng sjón á því sumrí sem nú er að líða. misskipt, þar sem í júní var tiltölu- lega votviðrasamt, en síðan hefði úrkoman farið minnkandi og hún verið undir meðallagi í júlí og ágúst. Sólskinsstundir voru sömu- leiðis nálægt meðallagi, þegar á heildina væri litið, en þeim var einnig misskipt á mánuði. Trausti sagði að júnímánuður í Reykjavík hefði verið einn sá dimmasti sem vitað væri um, en bæði í júlí og ágúst hefðu sólskinsstundir verið yfír meðallagi. A Akureyri var sól yfir meðal- lagi í júní og ágúst, en í meðallagi í júlí. Sagði Trausti að fremur kalt hefði verið við strendur vest- an til á Norðurlandi, en hafísinn hefði kannski haft áhrif á hitastig á þeim slóðum. „Almennt má segja að allir staðir hafi fengið einhveija góða daga; sumir kannski marga,“ sagði Trausti. Nýja húsnæðislánakerfið: Fasteignaverð mun hækka og- nýbygging-ar aukast — segir Þórólfur Halldórsson formaður Félags fasteignasala „ÁHRIF nýju húsnæðismála- íaganna verða tvenns konar, verð á fasteignum mun hækka ii kjölfar meiri eftirspumar og litið framboð á fasteignum mun leiða til aukningar ný- ^)yg'ginga.“ sagði Þórólfur itlaildórsson formaður Félags fasteignasala í samtali við Morgunblaðið nýverið. Að sögn Þórólfs er hljóðið al- mennt gott í fasteignasölum. „Reyndar er ekki nóg framboð á vissum stórum fasteignum. Fast- eignir hafa aimennt hækkað í verði á þessu ári og hefur hækkunin ver- ið jafnt og þétt það sem af er árinu, en engar stökkbreytingar orðið. Hækkunin hefur mest orðið á 3-4 herbergja íbúðum og sérhæðum og breytingin orðið mest á eftirsóttum svæðum eins og í Fossvogi, Háa- leiti og Vesturbæ.“ Síðan í mars hefur mikið verið að gera á fasteignamarkaðnum og í sumar brá svo við, að hin reglu- bundna sumarlægð kom ekki, þannig að ekki ber eins mikið á aukningu í haust eins og svo oft áður. Eftirsóttar fasteignir hafa hækkað um 200-300 þúsund í verði í sumar, en hækkunin á þeim kem- ur einnig fram í sterkari greiðslum. Ástæðurnar fyrir þessari auknu eftirspum eru margs konar að mati Þórólfs. „í ár fóru inn á mark- aðinn kaupendur, sem hafa haldið að sér höndum á árunum 1984-85 enda horft fram á betri tíð. Afleið- ingin af þessu eru fleiri nýir kaupendur en undir venjulegum kringumstæðum. Nýju lögin hafa einnig sín áhrif, þar sem greiðslu- byrðin léttist. Hækkun lána Húsnæðisstofnunar minnkar hins vegar lán hjá öðrum, þ.e. nýtt fjár- magn er ekki yfirgengilegt á markaðnum. Því miður hefur hækk- andi verð fylgt fyrirgreiðslu Byggingarsjóðs. “ Um það er talað í nýju húsnæðis- lögunum að fólk eigi að fá svar frá Húsnæðisstofnun um lán sín innan tveggja mánaða, en að mati Þórólfs verður það fyrst eftir 6-7 mánuði, að fólk fær lánin afgreidd, enda hafi Húsnæðisstofnun ekki nægi- legt fjármagn. „Fasteignamarkaðurinn er ekki tilbúinn undir þá holskeflu, sem ríða mun yfír þegar fólk fær lánin sín. Þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn ganga fyrir öðrum kaupendum, þ.a. þeir sem eiga fasteignir og vilja kaupa nýja halda að sér höndunum og bíða með að selja, þar til þeir geta keypt sjálfír. Þetta mun auka við nýbyggingar en það er augljós- lega mun óhagkvæmara. Kjalarnesprófastsdæmi: Prestskosn- ingar í Utskála- prestakalli PRESTSKOSNING fer fram í Útskálaprestakalli í Kjalar- nesprófastsdæmi sunnudaginn 21. september nk. Tveir umsækj- endur eru um prestakallið, þeir eand. theol. Hjörtur Magni Jó- iiannsson og Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Kynningarguðsþjónusta verður í Útskálakirkju sunnudaginn 14. september kl. 14:00. Þar mun cand. theol. Hjörtur Magni Jóhannsson predika og Sr. Guðmundur Guð- mundsson fráfarandi sóknarprest- ur, sem þjónað hefur prestakallinu frá 1952, þjóna fyrir altari. Hinn umsækjandinn um prestakallið, Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, mess- ar í Hvalsneskirkju kl. 16:00 sama dag. Báðum guðsþjónustunum verður útvarpað á FM 103,0. Um 18 þús. fleiri ferða- menn það sem af er árinu í ágústmánuði sl. komu rúmlega 35 þús. ferðamenn til landsins og er það tæplega 18 þús. fleiri en í fyrra. Það sem af er árinu hefur 157.621 ferðamaður komið til landsins og er það tæplega 18 þús. fleiri en á sama tímabili í fyrra. Farþegar með skemmtiferðaskipum, sem komu 19 sinnum til landsins í sumar, voru 7.740 en voru 10.823 í tíu ferðum á síðasta ári. Af þeim 35.543 ferðamönnum sem komu til landsins í ágúst voru 16.883 íslendingar, 4.468 Banda- ríkjamenn og 2.777 frá V.-Þýska- landi. Þá komu 2.053 frá Danmörku, 1.769 frá Bretlandi, 1.567 frá Svíþjóð, 1.306 frá Nor- egi og 1.158 frá Frakklandi. Með skemmtiferðaskipum komu 5.502 frá V.-Þýskalandi og voru þeir fjölmennastir. Frá Svíþjóð komu 407, frá Bretlandi 352, frá Austurríki 331, frá Tékkóslóvakíu 258, frá Bandaríkjunum 219 og frá Portúgal 212. 300 stykki úr Leirvogsá 295 laxar voru komnir á land úr Leirvogsá í fyrradag og miðað við þann reyting sem verið hefur að undanförnu er óhætt að segja að nú séu um 300 laxar komnir á land úr ánni. Er þetta hörkugóð veiði miðað við aðstæður sem hafa verið síst eða litlu betri en í fyrra þegar Leirvogsá hætti næstum að renna milli bletta sem eitt sinn var óhætt að nefna hylji. Fram eftir öllum ágúst og seinni hluta júlí voru stöðugar göngur í ána, engar risagöngur, en feyki- nóg til að halda veiðimönnum við efnið. Yfírleitt hafa Varmadals- gijótin verið drýgst, þar næst gljúfrið ofan Ketilhyls fyrir þá sem nenna að ganga og príla og hafa lag á að veiða þar, en þar er víða vandveitt. Annars hefur laxinn verið furðudreifður miðað við hið litla vatnsmagn. Þetta er yfirleitt smár lax, en einstaka 8—12 punda fiskur hefur náðst á þurrt, en stærstu laxamir vom 16 pundari úr Ketilhyl og tveir 14 punda fískar, annar úr Tröllafossrennu og hinn úr Ein- búa. Allir á maðk, eins og nær allir laxamir sem veiðst hafa í ánni í sumar. Annar 20-pundari úr Langá... Einn 20 pundarinn enn veiddist í Langá í landi Langárfoss og Ámabrekku fyrir nokkru og þá hafa þrír laxar af þeirri stærð- argráðu veiðst í sumar, 20, 21 og 22 punda, en slíkir fískar fást oft ekki í ánni svo árum skiptir, hvað þá að þeir veiðist. Þá hefur heildarveiðin í sumar verið afar mikil, aflinn er kominn yfír 1.800 laxa, en veitt er til 13. septem- ber. Mikill lax er í ánni og hún hefur lengst af haldið sæmilegu vatni þökk sé vatnsmiðluninni í Langavatni. Síðustu vikumar hef- ur vatnsborðið þó sigið talsvert. Nýjar tölur úr Ásunum... Eitthvað hafa lokatölur úr Laxá á Ásum skolast til hjá mönnum, síðast er um þá á var rætt hér í þættinum var greint frá loka- tölunni 1.850 löxum, en Jón ísberg á Blönduósi hafði samband við Morgunblaðið í gær og sagði að vantaldir hefðu verið 13 laxar af einni síðunni í veiðibókinni og það væri engum blöðum um það að fletta, að lokatölurnar væm 1.863 laxar og er það mesta veiði í ánni í a.m.k. 10 ár. Metveiði- Glímt við lax á Gijótunum í Leir- vogsá, en þar hefur veiðin verið einna drýgst í sumar. sumarið 1.978 veiddust 1.854 laxar í ánni, en þess bér að geta, að þá var 20-laxa kvótinn enn í fullu gildi. Er þá væntanlejga út- rætt um aflann í Laxá á Asum í sumar. Sogið yf ir 20-punda múrinn... Sigurður Bjamason tannlæknir gerði sér lítið fyrir og dró 21,5 punda hæng á flugu úr Soginu fyrir skömmu, en Sigurður var að veiðum í landi Alviðm. Þetta er stærsti laxinn sem Morgun- blaðið hefur haft spumir af úr Soginu, en þess ber að geta, að það er erfitt að afla frétta þaðan vegna þess að veiðibækur em margar og símasambandslaust við veiðihúsin. Ef það er rétt að þetta sé fyrsti laxinn yfír 20 pundum úr ánni, þá hefur Sogið loks bæst í fríðan hóp áa sem hafa gefíð 20 pund laxa eða stærri í sumar og var kominn tími til. Alls hafa rúmlega 300 laxar veiðst í Soginu eftir því sem komist verður næst og er það góð veiði á þeim slóð- um. Sum svæðin hafa verið iéleg, t.d. Syðri Brú og Bíldsfell, þó hafa komið skot á síðarnefnda staðnum, en Ásgarður og Alviðra hafa borið af.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.