Morgunblaðið - 11.09.1986, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
,32
Eru leyndir klefar í pýramídanum mikla?:
Leit stöðvuð og
óvíst hvenær hald-
ið verður áfram
Giza, Egyptalandi, AP.
FRÖNSKU arkitektarnir,
sem telja sig- hafa fundið
áður ókunna og ósnerta
klefa í pýramídanum mikla,
hafa hætt leit í bili aðeins
fáum metrum þar frá sem
þeir telja klefana vera. Segj-
ast þeir munu bíða átekta
eftir ákvörðun egypskra
stjórnvalda um næstu skref
í leitinni, en ekki er ljóst
hvenær framkvæmdir geta
hafist á ný.
Arkitektamir Jean-Patrice Goi-
din og Gilles Dormion fundu
klefana á liðnum vetri, er þeir
hugðust kynna sér innri gerð
mannvirkisins með hljóðbylgjum.
Hljóðbylgjumar sýndu ákveðið
ósamræmi og drógu arkitektamir
þá ályktun að holrúm væru þar
sem ósamræmið kom fram. í
framhaldi af því hófust þeir handa
ásamt starfsmönnum þjóðminja-
safns Egyptaiands á miðvikudeg-
inum í síðustu viku um að bora
holu inn í klefana og var hug-
myndin sú að rannsaka þá með
íjarsjá. Hætta varð framkvæmd-
um á mánudaginn vegna þess að
borinn lenti í sandlagi, sem hann
réði ekki við. Þá var holan orðin
2,55 metrar á dýpt og telja Goid-
in og Dormion að ekki þurfi að
bora nema þrjá metra í viðbót til
þess að komast í gegn. Áður hafði
borinn farið í gegnum tvö sandlög
og að sögn Goidin kom það á
óvart að sandurinn er ekki sömu
tegundar og sá sem er í grennd
við pýramídann.
Egyptalandsfræðingar hafa
leitt að því getum að klefamir
kunni að geyma matarbirgðir eða
jafnvel íjársjóði vegna legu þeirra,
en þeir liggja til hliðar við göngin
til drottningarherbergisins svo-
nefnda og fyrir framan göngin til
konungsklefans. Þegar farið var
inn í pýramídann á sínum tíma
AP/Ljósmynd
Myndin sýnir upphaf borunar-
framkvæmda i pýramídanum
mikla.
fundust bæði þessi herbergi auð
og hefur það vafíst fyrir vísinda-
mönnum að skýra það svo full-
nægjandi sé. Annars vegar er það
hald margra að grafræningjar
hafí orðið fyrstir til þess að heim-
sækja pýramídann, en sú kenning
hefur einnig komið fram, auk
annarra, að aldrei hafí átt að nota
pýramídann sem grafhýsi.
Fattah Sabahy, starfsmaður
þjóðminjasafns Egyptalands,
sagði að ríkisskipuð nefnd myndi
ákveða hvemig leitinni skyldi
haldið áfram. Sagði hann að fara
yrði mjög varlega til þess að valda
ekki eyðileggingu á þessu 4.500
ára gamla mannvirki, sem er það
eina af „Sjö undrum veraldar"
sem ennþá stendur.
September 1985
Þingkosningarnar
Noregur:
Janúar
1986
Apríl 1986
Skömmu fyrir
stjórnarskiptin
Kjósendur flýja frá
V erkamannaflokknum
Hægriflokkurinn er orðinn honum jafn stór
HÆGRIFLOKKURINN og Verkamannaflokkurinn í Noregi hafa
sama fylgi meðal kjósenda. Kemur það fram i skoðanakönnun,
sem norska Gallupstofnunin gerði í ágúst fyrir dagblaðið Aften-
posten. Rétt áður en stjórnarskiptin urðu fyrir fjórum mánuðum
var fylgi Verkamannaflokksins 43,9% í sams konar könnun og
Hægriflokksins 28,8% en þessi munur, 15,4%, svarar til hálfrar
milljónar manna. Nú fengu báðir flokkamir 35,5%.
Fylgi Hægriflokksins hefur valdataumunum á liðnu vori en
ekki verið meira frá stríðslokum
og það kom einnig fram í könnun-
inni, að fyrrverandi stjómarflokk-
ar, sem eru þrír, hafa nú
meirihluta meðal kjósenda án at-
beina Framfaraflokksins. Aðeins
einu sinni áður hafa stóru flokk-
amir tveir verið jafnir að fylgi.
Var það í janúar árið 1981, á
síðustu dögum Nordli-stjómarinn-
ar, en þegar Gro Harlem Brundt-
land settist í forsætisráðherrastól-
inn jókst fylgi Verkamanna-
flokksins vemlega.
Gro Harlem tók öðm sinni við
að þessu sinni hefur fylgið hmnið
af flokknum. Hafa aldrei fyrr
mælst jafn mikil umskipti á fylgi
norsku stjómmálaflokkanna.
Könnunin sýndi einnig að 98%
þeirra sem kusu Hægriflokkinn í
síðustu kosningum, ætla að gera
það aftur og auk þess fær hann
mikið fylgi frá fyrmm stuðnings-
mönnum annarra flokka. Að
tiltölu mest frá Framfaraflokkn-
um en tölulega frá þeim, sem
kosið hafa Verkamannaflokkinn.
Hægriflokkurinn stendur best að
vígi hjá unga fólkinu. Af kjósend-
um undir þrítugu ætla 42% að
velja hann næst þegar kosið verð-
ur en aðeins 19% Verkamanna-
flokkinn.
Auk Hægriflokksins vinnur
Sósíalski vinstriflokkurinn nokk-
uð á. í kosningum hefur hann
iengi fengið um eða innan við 6%
en hefur nú 7,2% fylgi. Kemur
fylgisaukningin næstum eingöngu
frá Verkamannaflokknum og end-
urspeglar óánægjuna innan
verkalýðshreyfíngarinnar, eink-
um ríkisstarfsmanna, með launa-
stefnu stjómarinnar.
Vinstriflokkurinn bætir aðeins
við sig, hefur stuðning 3,3%, sem
er meira en hann hefur lengi haft,
en Framfaraflokkurinn dettur nið-
ur í 2,5%. Kristilegi þjóðarflokkur-
inn og Miðflokkurinn, borgara-
flokkamir, sem stjómuðu með
Hægriflokknum, hafa sama fylgi
og í júníkönnun Gallupstofnunar-
innar, 8,4% og 6,7%.
ERLENT
Enrile vísar orðrómi
um valdatöku á busr
Manila, AP.
Maniia, AP.
JUAN Ponce Enrile, varnarmála-
ráðherra Filippseyja, lýsti
stuðningi við Corazon Aquino,
forseta, annan daginn í röð i saman í bróðerni meðan á Banda-
gær. Jafnframt hét stjóm hennar ríkjaför hennar stæði.
og öryggisráð landsins að vinna Aquino fer í opinbera heimsókn
Fyrrum leiðtogi stúdenta kveðst orðinn rautisær:
„Rauði Danni“ vill seljast
í stól utanríkisráðherra
•• #
Ograrjafnt kommúnistum sem friðarsinnum
HANN er nú orðinn 41 árs gamall. Strákslegt yfirbragðið er enn
hið sama og rauði hárlubbinn er enn á sínum stað. Daniel Cohn-
Bendit heitir hann en árið 1968 þegar stúdentauppreisnir fóra
sem logi um akur í Evrópu var hann í daglegu tali nefndur
„Rauði Danni“ og var einn helsti leiðtogi námsmanna. Nafngiftin
var ekki síður til komin vegna skoðana hans en hársins. Nú er
hann næstum þvi virðulegur ásýndum og hann hefur fyllst metn-
aði. Nú dreymir hann um að verða utanríkisráðherra Vestur-
Þýskalands.
„Rauði Danni“ viðurkennir að
þetta sé aðeins draumur en hann
kveðst sannfærður um að á næsta
áratug verði „68-kynslóðin“ svo-
nefnda orðin áhrifamikil innan
þýska Jafnaðarmannaflokksins og
að það fólk verði reiðubúið til að
mynda samsteypustjóm ásamt
flokki „Græningja".
Daniel Cohn-Bendit hefur nú
gengið til liðs við „Græningjana"
og er einn helsti leiðtogi einnar
hreyfingar innan flokksins, sem
kölluð er „Realo“ og kveðst vera
hinn raunsæi armur flokksins.
„Græningjar" taka nú í fyrsta
skipti þátt í stjómarsamstarfí.
Flokkurinn hefur myndað sam-
steypustjórn með jafnaðarmönn-
um í Hesse-fylki. Jopseph Fischer
er forsætisráðherra héraðsins en
hann er æskuvinur „Rauða
Danna" og þiggur frá honum góð
ráð. Sjálfur telur „Rauði Danni"
þessa upphefð vinar síns eiga
rætur að rekja til uppreisnanna
árið 1968, sem Danni nefnir
gjaman „uppreisnina okkar".
Daniel Cohn-Bendit býr nú í
Frankfurt og gefur þar út tíma-
rit, sem nefnist PfJaster Strand.
Nýlega fékk hann veglegan styrk
frá ríkisstjóm Hesse-fylkis fyrir
tiistuðlan vinar síns forsætisráð-
herrans. Ríkisstjómin samþykkti
nýlega fjárstuðning við „and-
menningarleg" fyrirtæki og blað
„Rauða Danna“ er talið heyra
undir þá skilgreiningu.
Hann lætur nú til sín taka jafnt
í Frakklandi sem í Vestur-Þýska-
landi. „í Frakklandi segist ég vera
andsnúinn kommúnisma en er
samt fylgismaður friðarhreyfíng-
arinnar. I Þýskalandi er ég einnig
hlynntur friðarhreyfíngunni en ég
þreytist seint á að vara við þeim
hættum sem fylgja kommúnism-
anum. Þannig ögra ég báðum
fylkingunum."
„Rauði Danni“ hefur fullmótað
stefíiuskrá, sem hann hyggst
fylgja ef og þegar hann verður
utanríkisráðherra Vestur-Þýska-
lands. í fyrsta lagi telur hann að
ríki Vestur-Evrópu eigi að draga
sig út úr Atlantshafsbandalaginu
og mynda þess í stað ^sjálfstæða
og óháða Evrópu". Önnur hug-
mynd hans er sú að skuldir
þróunarríkja verði felldir niður og
telur hann að þar með verði unnt
að stuðla að þróun í lýðræðisátt.
Úr The Interaational Herald
Tribune.
til Bandaríkjanna 15.-23. septem-
ber næstkomandi. Sundurþykki
hefur verið í stjóm hennar og þær
sögur gengið að hugsanlega yrði
henni steypt meðan hún yrði í heim-
sókninni. Sjálf hefur Aquino vísað
orðrómi af þessu tagi til foður-
húsanna.
Hins vegar boðaði hún stjómina
til fundar um verkaskiptingu og
skipulag mála meðan hún yrði í
Bandaríkjunum. Kvatti hún ráð-
herra sína til þess að vinna saman
í sátt og samlyndi og tók af þeim
loforð þar að lútandi, að sögn heim-
ilda.
Kallaði hún einnig öryggisráð
landsins saman og fundaði með því
fyrir ríkisstjómarfundinn. Er það
fyrsti fundur ráðsins undir hennar
stjóm.
Blöð í Manila hafa skýrt frá
ágreiningi milli Enrile annars vegar
og annarra ráðherra hinsvegar og
hafa þau dregið styrk og samstöðu
stjómar Aquino í efa. Enrile lýsti
hins vegar stuðningi við Aquino
bæði í gær og fyrradag. Hann sagð-
ist fylgja forsetanum í einu og öllu
og að enginn ágreiningur væri með
þeim Aquino. Hann sagði það til-
hæfulausan áróður að hún kynni
að verða svipt völdum meðan hún
yrði í Bandaríkjunum.