Morgunblaðið - 11.09.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986
35
stri hvalir
öðrutagi
ichusetts í Bandaríkjunum
jfgnr Mayflower II, eftirlíking af uppranalega pOagrhnaakipinu..
Brrr - á heimleiðinni var farið að kólna. Þau sögðust hafa verið á
ferðalagi á austurströndinni, rekið augun i auglýsingu og skellt sér
með.
sóknir á hnúfubaknum, og gerast
menn vemdarar einhvers af hinum
nafngreindu 70 dýrum.
Hvalavinasamtökin „Alþjóða
villidýravemdin" úthlutuðu frétta-
ritara einum af þessum nafngreindu
hvölum og völdu af einhverjum
undarlegum ástæðum hnúfubak
sem hefur ör á vinstri bóg og nefn-
ist „Vinstri".
Hvalurinn sem Fred Wenzel kom
fyrst auga á, reyndist vera slétt-
bakur, svonefndur íslandsslétt-
bakur. Dýr af þessari tegund
greinast í aðra af tveimur kvíslum,
sléttbak sem heldur sig í köldum
sjónum í íshafinu og Islandsslétt-
bakinn sem kýs hlýrri kringum-
stæður. Þau kulvísu dýr sem við
sáum undan ströndum Massachus-
etts, hafa vetrardvöl í Karíbahafí.
Fred greinir frá því að einungis
séu eftir um það bil 250 sléttbakar
í heimshöfunum, en þeir skiptu áður
tugþúsundum. Ofveiðamar fóm að
Ifkindum fram fyrr á öldum, þar
eð veiðimennimir beindu spjótum
fyrst og fremst að sléttbaknum.
Enska heitið á sléttbaknum „right
whale“, sem hefur ekkert með
hægri að gera, skýrir sóknina í
þessa tegund. Sléttbakur var „rétti
hvalurinn", sú tegund sem var rétt
Peter Whitfield skipstjóri í brúnni, handan við hann sést Fred Wenzel leiðsögumaður.
r 'j
, t ^
\ s'.''
tJFi 'm m j % “J
v ...
að drepa, þar eð hann flýtur uppi
þegar búið er að skutla hann. Enn-
fremur syndir hann hægar en aðrar
hvalategundir og hægsigldir hval-
fangarar fyrri alda áttu auðveldara
með að elta sléttbakinn uppi.
Eftir að hafa siglt um svæðið í
tvær klukkustundir, hafa augu
hvalaskoðara skerpst til muna, svo
að menn eru famir að greina hvala-
blásturinn í nokkurra kílómetra
Qarlægð. Það er einn af farþegun-
um sem kemur auga á langreyði,
heldur reyndar að þar syndi enn
einn sléttbakurinn. En strókurinn
frá þessum tegundum er mismun-
andi, sléttbakurinn blæs tvískiptum
strók sem er eins og áður segir
vaff-laga. Langreyðurin blæs bara
beint upp í loft. Hún hefur bakugga
sem líkist helst hákarlsugga og
stingur sér með minni tiiburðum
en sléttbakurinn, sem skýtur upp
kryppu og veifar sporðinum í
kveðjuskyni.
Langreyðurin hringsnýst í sjón-
um og segir Fred okkur að hún
hafi greinilega fundið þama mikið
og gott æti. Því miður sjáum við
engan hnúfubak á miðunum, bæði
hefði maður viljað sjá sinn eigin
hval og sú tegund er sögð allra
skemmtilegust viðkynningar.
Hnúfubakar tala saman á söngmáli
og þeir eru misjafnir persónuleikar.
Sá úthverfí er glettinn, vill sýna sig
og byltir sér í haffletinum. Hnúfu-
bakurinn á það til að stökkva upp
úr sjónum þannig að hann er allur
á lofti. Stórfengleg sjón þegar fjöru-
tíu tonna skrokkurinn svífur yfir
haffletinum!
En ferðalangarnir eru almennt
ánægðir þegar Peter Whitfield skip-
stjóri snýr skipinu aftur í vesturátt
og tekur stefnuna inn til Plymouth.
Við höfðum komið auga á fjóra
sléttbaka og þijár langreyðar, og
flestir um borð náð að smella mynd-
um af sporðaköstum sléttbaksins.
Höfundur er fréttaritari Morgun-
blaðsins, búsettur í Bandaríkjun-
um.
Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða:
„Betri sætanýting og
aukning í E vr ópufluginu ‘ ‘
- segist vera þokkalega ánægður með afkomu félagsins fyrstu 8 mánuði ársins
FORSVARSMENN Flugleiða eru
þokkalega ánægðir með afkomu
félagsins i sumar, og að sögn
Sigurðar Helgasonar, forstjóra,
gera þeir sér vonir um að rekstr-
arhagnaður verði hjá félaginu í
ár. Sætanýting varð betri hjá
fyrirtækinu bæði i Atlantshafs-
fluginu og Evrópufluginu, en
ferðum í Atlantshafsfluginu var
hins veg^ar fækkað úr 20 í 18.
„Við ákváðum þegar síðastliðið
haust að minnka framboð flugferða
til Bandaríkjanna um 10% í ár þeg-
ar við gerðum áætlunina, þannig
að við flugum í ár 18 ferðir á viku,
miðað við 20 ferðir á sl. ári,“ sagði
Sigurður Helgason forstjóri í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðsins
í gær. Hann sagði að þessi ákvörð-
un hefði verið tekin, því búist hefði
verið við enn frekara sigi Banda-
ríkjadollara. Því hefðu einungis 3
stórar DC-8 vélar verið notaðar til
þessa flugs í ár, í stað fjögurra í
fyrra.
Sigurður sagði að Flugleiðir
hefðu fyrstu átta mánuðina í ár flutt
um 179 þúsund farþega í Atlants-
hafsfluginu, miðað við 194 þúsund
farþega í fyrra. Það væru því um
8% færri farþegar á þessari leið,
það sem af væri árinu, en einungis
18 ferðir á viku í boði í stað 20
áður. Hann sagði að sætanýtingin
fyrstu 7 mánuðina í ár í Atlants-
hafsfluginu væri 81,3%, miðað við
80,3% í fyrra.
Sömu sögu væri að segja af Evr-
ópufluginu. Fyrstu 8 mánuðina
hefðu Flugleiðir flutt 184 þúsund
farþega, miðað við 166 þúsund far-
þega fyrstu 8 mánuðina í fyrra.
Hér væri um 11,1% aukningu milli
ára að ræða. Sömuleiðis hefði sæta-
nýting í Evrópufluginu batnað. Þá
hefði farþegum f innanlandsflugi
Flugleiða fyrstu 8 mánuðina ijölgað
um 5%, miðað við sl. ár. í ár hefðu
184 þúsund farþegar ferðast með
innanlandsfluginu, miðað við 175
þúsund farþega í fyrra.
Sigurður sagðist vera bjartsýnn
á að samgöngumálaráðuneyti
Bandaríkjanna í Washington veitti
jákvætt svar við umsókn Flugleiða
um að fá leyfi til þess að fljúga til
Boston, og ef af yrði, þá myndu
Flugleiðir hætta flugi sínu til Detr-
oit í staðinn. Hann sagðist vera
bjartsýnn, vegna þess að flugmála-
yfirvöld í Boston hefðu tekið
málaleitan Flugleiða mjog vel, og
verið áhugasöm um að Flugleiðir
Víglundur benti þó á, að sami
efnahagsbatinn yrði „ekki borðaður
mörgum sinnum“, og vísaði þá til
lækkunar olíuverðs á þessu ári.
Hann sagði að sá bati sem áunnist
hefði í þjóðarbúskapnum á þessu
ári, hefði staðið undir þeim raun-
launahækkunum sem orðið hefðu á
árinu. „Þess vegna hlýtur höfuð-
markmiðið í næstu samningum að
verða það, að treysta þegar fenginn
kaupmátt," sagði Víglundur, „fyrir
allan meginþorra launþega í
landinu, jafnframt því sem þarf að
huga að því að leiðrétta kjör þess
litla minnihluta, sem einhverra
flygju á þessari leið. Nú væri frest-
ur annarra aðila, svo sem flugfé-
laga, til þess að gera athugasemdir
vegna þessa að renna út, og kvaðst
hann því ekki eiga von á öðru en
jákvæðri niðurstöðu, þar sem engar
fregnir hefðu borist af harkalegum
mótmælum.
Loks sagði Sigurður að fyrsta
beina flugið til Orlando í Flórída
yrði 1. nóvember nk. og væri þegar
fullbókað í það. „Það virðist vera
mjög mikill áhugi íslendinga að
fara í sólarfrí til Orlando í vetur -
dollarinn er lágur og fargjöld hag-
stæð.“
hluta vegna hefur setið skiptur hjá
borði.“
Víglundur var spurður hvort
þjóðhagsspá nú gæfi ekki vonir um
að enn mætti auka kaupmáttinn i
næstu kjarasamningum: „Kaup-
mátturinn nú þegar er kominn í það
hæsta sem hann hefur verið á ís-
landi fyrr og síðar, og það er
auðvitað vegna þess bata sem verið
hefur í þjóðarbúskapnum. Vonandi
heldur þjóðarhagurinn áfram að
batna, og verður þannig grunnur
að viðbótarkaupmætti í landinu,“
sagði Víglundur.
Víglundur Þorsteinsson formaður
Félags íslenskra iðnrekenda:
„Kaupmátturinn aldrei
verið meiri á íslandi“
„VIÐ erum ánægðir með niðurstöður Þjóðhagsstofnunar í endurskoð-
aðri þjóðhagsspá, og vonum að hún greiði fyrir kjarasamningum á
komandi hausti,“ sagði Víglundur Þorsteinsson formaður Félags
íslenskra iðnrekenda í samtali við blaðamann Morgunblaðsins um
niðurstöður endurskoðaðrar þjóðhagsspár.