Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 11.09.1986, Síða 37
MORGUNJBLAÐIÐ, FIMMTUDApIJR.ll. SEPTEMBER 19&6 Morgunblaðið/Einar Falur Páll Einarsson jarðeðlisfrædingur við jarðskjálftamæii og bendir hann á stærsta skjálftann sem fannst á Suðurlandi í hrinunni á dögunum. 37 VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Ofanleiti 1, 108 Reykjavfk. Námskeið fram til áramóta ivdinsgreinar Tímabil Dagar Tími Multiplan 1 22.09-22.10 mán,—miðv. 17:30-18.50 Lögfræði/verslunarréttur 22.09-22.10 mán.—miðv. 17.30-19.50 Ritvinnsla 23.09-26.11 þrið.—miðv. 19.10-20.30 Dbase III 23.09-23.10 þrið.—miðv. 17.30-18.50 Sölumennska 29.09-13.10 mán,—miðv. 13.30-15.00 Viðskiptaenska I 30.09-04.12 þrið.—fimmt. 17.30—18.50 Project (verkáætlanir) 13.10-17.10 má.,þr.,mi.,fi.,fö. 15.00-16.40 Tölvubókhald 13.10-17.10 mán.—miðv. 19.10-21.20 Multiplan II 27.10-26.11 mán,—miðv. 17.30-18.50 Dbase III 04.11-04.12 þrið.—fimmt. 17.30-18.50 Frekari upplýsingar og innritun fer fram milli klukkan 10—12 og 13—16 í sfma 688400. miklu jökullóni. Helgi sagðist full- viss um að svo væri ekki. Þetta væri yfírborðsvatn sem hripaði nið- ur ísinn og safnaðist í miðju dældarinnar. Vötnin væru grunn og ekkert samband milli jarðhitans og vatnsins fyrir ofan. Þegar Helgi flaug yfír sigkatlana mátti glögg- lega sjá niður á botn þeirra gegnum tært jökulvatnið. „Burtséð frá þessu má ekki úti- loka það að aukinn jarðhiti sé á Kötlusvæðinu," sagði Helgi. „Það er raunar mjög líklegt að stórt vatnslón mjmdist undir Mýrdals- jökli áður en Kötluhlaup hefst. Mér fínnst ólíklegt að eldgos geti brætt ís með þeim hraða sem vatn streymir fram í Kötluhlaupi, heldur bresti stífla vatnsforðabúrs. Ein- mitt þess vegna þurfum við að fylgjast vel með því sem er að gerast á þessum stað.“ Við vestari sigketilinn greindi Helgi hringlaga sprungur sem hann telur að hafí myndast þegar ísinn seig mjög hratt. Vatnsforða- búr undir jöklinum hefur þá líklega tæmst skyndilega. Það gæti verið skýringin á hlaupi sem kom í Mark- arfljót í byrjun mánaðarins. „Ég get ekki útilokað þann möguleika að vatn undan vestari sigkatlinum hafi runnið þarna undan, niður Entujökul og um Syðri-Emstruá í Markarfljót," sagði Helgi. „En því miður þekkjum við landslagið und- staðahr., Skag., sunnudag 21. sept. Nesjavallarétt í Grafningi, Ám., laugardag 20. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg., miðvikudag 17. sept. Rauðsgilsrétt t Hálsasveit, Borg., föstudag 19. sept. Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag., mánu- dag 15. sept. Selflatarétt t Grafningi, Ám., mánudag 22. sept. Selvogsrétt í Selvogi, Ám., mánudag 22. sept. Silfrastaðarétt t Akrahr., Skag., sunnudag 14. sept. Skaft- holtsrétt t Gnúpverjahr., Ám., fimmtudag 18. sept. Skaftártungurétt tt Skaftártungu, V-Skaft., laugardag 20. sept. Skarðarétt f Gönguskörðum, Skag., sunnudag 14. sept. Skeiðaréttir á Skeiðum, Ám., föstudag 19. sept. Skrapatungurétt t Vindhælishr., A- Hún., sunnudag 14. sept. Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún., fimmtudag 18. sept. Svignaskarðsrétt í Borgarhr., Mýr., mið- vikudag 17. sept. Tungnaréttir i Biskups- tungum, Ám., miðvikudag 17. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún., föstud. 12. og laugard. 13. sept. Vogarétt á Vatns- leysuströnd, Gullbr., mánudag 22. sept. Valdarásrétt f Víðidal, V-Hún., föstudag 12. sept. Vtðidalstungurétt t Vtðidal, V- Hún., fóstud. 12. og laugard. 13. sept. Þingvallarétt f Þingvallasveit, Ám., mánu- dag 22. sept. Þórkötlustaðarétt v/ Grindavfk, mánudag 22. sept., Þverárrétt f Eyjahr., Snæf., mánudag 22. sept. Þverár- rétt í Þverárhltð, Mýr., þriðjud. 16. og miðvikud. 17. sept. Ölfusrétt í Ölfusi, Ám., þriðjudag 23. sept. Ölkeldurétt t Staðar- sveit, Snæf., fimmtudag 25. sept. ir Mýrdalsjökli alltof lítið. Það er orðið aðkallandi að gera þama mælingar með íssjá svo við getum kortlagt rennslisleiðir vatns undir jöklinum betur." Hekla hóstar ösku Ibúar í nágrenni Heklu urðu varir við öskulag á bílum sínum í liðinni viku. Glöggir greindu einnig lítinn öskugeira sem teygði sig út frá gígnum og litaði hjamið. Hauk- ur Jóhannson, deildarstjóri á Náttúrfræðistofnun íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að gufusprengingar hefðu orðið í gígnum og þeytt upp litlu magni af ösku. Helgi Bjömsson skoðaði fjallið úr lofti og tók undir þessa skýringu. Sagði hann að lög- un öskugeirans hefði bent til þess að hann væri ekki myndaður af foki. Líkast væri sem eitthvert afl hefði „slett" öskunni út á snjóinn. Allt frá gosinu í Heklu árið 1982 hefur orðið vart við slíkar gufu- sprengingar af og til. Líkti Haukur þessu við litla pústra, eins og fjall- ið væri að dusta af sér rykið. Jarðfræðingarnir töldu harla ólík- legt að þetta væri fyrirboði eldgoss í fjallinu. Ragnar Stefánsson, þjóðgarðs- vörður og bóndi í Skaftafelli, telur að Skeiðarárhlaup sé þegar orðið stærra en hlaupin árið 1972 og árið 1976. Ástæða Skeiðarár- hlaupa er talin vera jökulhlaup úr Grímsvötnum á Vatnajökli. Undir lóninu er eitt orkumesta jarðhita- svæði á jörðinni. Bræðir það í sífellu ís. I botni lónsins er vatns- rás sem jökullinn stíflar. Við ákveðin skilyrði nær vatnið að lyfta ísnum, bijóta sér leið undir jökul- inn og sem leið liggur út i ána. „Jöklafýlan" sem leggur um allar sveitir í kjölfar jökulhlaupa er upp- runnin í umbrotunum undir lóninu. Virðist hún loða við vatnið í ánni. Helgi Bjömsson sagði að talið væri að Grímsvötnin væm um 200 metra djúp. í stórum Skeiðarár- hlaupum hefur yfírborð vatnsins lækkað um allt að 100 metrum. Á árunum 1981-1983 urðu lítil Skeiðarárhlaup og lækkaði yfír- borðið þá aðeins um 50 metra. Þegar Helgi flaug yfír Grímsvötn í síðustu viku reyndist vatnsborðið aðeins hafa lækkað um 20-30 metra. Þess ber þó að geta að hlaupið var þá enn í vexti. Stærð hlaupanna ræðst af mörgum samverkandi þáttum. í fyrsta lagi skiptir vatnshæðin í vötnunum máli. Þegar vatnsrásin opnast byijar að strejmia gegnum hana. Varminn sem rennsli vatns- ins myndar víkkar rásina. Síðan takast tvö öfl á, annarsvegar vatn- ið og hinsvegar ísfargið ofan á rásinni sem leitast við að þrýsta henni saman. Að lokum bresta veggir vatnsrásarinnar og hún lok- ast aftur. Þá getur keðjuverkunin hafíst fyrir næsta hlaup. Helgi sagði að taka þyrfti til greina að þegar gos verða í Grímsvötnum, en þau eru nokkuð tíð, getur „starfsemi“ þeirra breyst. FALLEGIR FATASKÁPAR Á SÉRSTAKLEGA GÓÐU VBRÐI Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjáifra Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánastóend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. Trésmiðjan viðja Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þar sem góðu kaupin gerast. augljós

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.