Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 64

Morgunblaðið - 11.09.1986, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Bjarni Sigurðsson Var öruggur í öllu sem hann gerði í leikn- um. Greip nokkrum sinnum vel inn í, en í heild reyndi ekki mikið á hann. Tvisvar þurfti hann að taka á honum stóra sínum, einu sinni í hvorum hálfleik — og varði þá vel. Gunnar Gíslason Einn besti maður liðsins. Hefur gífurlegan líkamsstyrk og var allsendis ófeiminn við hina frægu mótherja. Vann ótal návígi og staðsetti sig vel. Ágúst Már Jónsson Lék yfirvegað og fumlaust og kom á óvart hversu vel honum gekk að gæta sóknar- manna Frakka. Les leikinn vel og náði mörgum skallaboltum. Sævar Jónsson Einstaklega sterkur í skallaboltunum í vörn- inni, og lét að vanda andstæðingana finna fyrir sér. Sævar gaf sig allan í leikinn, eins og venjulega, og gerði vart nokkur mistök. Atli Eðvaldsson Vann mjög vel i leiknum, hjálpaði vörninni mikið, vann marga bolta og skapaði hættu með nokkrum ágætum sendingum og með skallatækni sinni — en hefði á köflum mátt skila knettinum fyrr frá sér. Sigurður Jónsson Átti tvær sendingar sem sköpuðu mikla hættu við mark Frakka, og hélt knettinum ávallt mjög vel. En hann var oft nokkuð seinn og missti eldfljóta Frakka framhjá sér á miðjunni. ÓmarTorfason Átti litlausan leik, gerði hvorki slæm mistök né áberandi góða hluti. Lét Frakkana finna fyrir kröftum sínum, og barðist vel allan tímann. Ásgeir Sigurvinsson Stjómaði sóknarleik liðsins vel í fyrri hálf- leik, átti margar góðar sendingar og hélt boltanum mjög vel. En í síðari hálfleik náðu Frakkar að spila hann betur útúr leiknum og þá fór minna fyrir honum. Nærvera hans hefur góð áhrif á félaga hans í liðinu. Ragnar Margeirsson Kom mjög á óvart með Ijómandi leik. Er greinilega í mjög góðri æfingu og fór á köflum illa með Amoros hinn fræga bak- vörð Frakka með snerpu sinni og leikni. Arnór Guðjohnsen Fékk flest þau færi sem íslenska liðið fékk í leiknum, mest fyrir snerpu sína og hraða. Hann tók vel á móti oft á tíðum erfiðum sendingum og hélt varnarmönnum Frakka stöðugt við efnið. Pétur Pétursson Hefur átt betri landsleiki en þennan, þó hann hafi ekki leikið illa. Var duglegur við að trufla varnarmenn Frakka í uppbyggingu þeirra, en virtist skorta snerpu til að hrista þá af sér. Ragnar Margeirsson á hér í baráttu viA Jean Tigana, „heilau franska liðsins. MorgunDlaðið/Börkur Sigi Held: Náðum jafntefli með góðum leik „ÉG ER mjög ánægður með þenn- an leik, því þessi úrslft fengust ekki vegna þess að franska liðið léki illa heldur vegna þess að við lékum vel. Við hefðum getað unnið leikinn, við fengum nokkur þokkaleg mark- tækifæri — en við hefðum líka getað tapað því á síðustu mínútu fengu Frakkar besta færið í leikn- um og Vercruysse var svolítill klaufi að skora ekki," sagði Sigi Held landsliðsþjálfari eftir leikinn í gærkvöldi. „Ég var mjög ánægður með „Þetta voru sanngjörn úrslit“ — sagði Ásgeir Sigurvinsson „ÞETTA voru sanngjörn úrslit. Frakkar eru með skemmtilegt lið og voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér afgerandi marktækifæri," sagði Ásgeir Sig- urvinsson. „Leikurinn var í heild góður og spennandi og gat farið hvernig sem var. Það var mjög gaman að spila þennan leik. Það er ekki á hverjum degi sem við náum stigi gegn svona sterkum knattspyrnu- þjóðum. Þeir léku eins og ég bjóst við.“ Er mikill munur á að leika með Stuttgart og islenska landsliðinu? „Já, það er allt annað. Samæf- ingin er ekki sú sama og hjá Stuttgart en það er ótrúlegt hvað hægt er að gera á svona stuttum tíma með landsliðið." Ert þú tilbúinn í leikinn gegn Sovétmönnum eftir háifan mán- uð? „Já, svo framarlega sem ég verð ekki fýrir meiðslum. Það er alltaf gaman að koma heim og spila." baráttuna í liðinu, allir gerðu það sem fyrir þá var lagt og unnu mjög vel fyrir þessum úrslitum. En ég er ekki síður ánægður með það að liðið lék á köflum góða knatt- spyrnu. Það gefur góð fyrirheit um framtíðina. Ég vil ekki nefna neinn „AÐ GERA jafntefli við Evrópu- meistara Frakka, bronsliðið frá HM í sumar, er stórkostlegur árangur og enn ánægjulegri þeg- ar haft er í huga að þetta voru sanngjörn úrslit og Frakkar geta jafnvel verið ánægðir með að hafa ekki tapað leiknum," sagði Jim Barron, þjálfari bikarmeistara ÍA f samtali við Morgunblaðið eftir landsleikinn í gærkvöldi. „Þetta er enn einn sigur fyrir íslenska knattspyrnu, því ekki að- eins iéku íslensku atvinnumennirn- ir vel, heldur stóðu strákarnir þrír, sem leika með íslenskum liðum, sig frábærlega, og þeir sönnuðu svo sannarlega tilverurétt sinn í landsliðinu." Hvað fannst þér um leikaðferð íslenska liðsins? „Þegar leikið er gegn liði eins og Frökkum, er eina leiðin að leika með einn sem aftasta mann og það gekk mjög vel í leiknum. Vörn- in var sterk og Frakkarnir fengu varla marktækifæri. Hins vegar myndaðist oft mikið bil á milli miðjumannanna og framlínunnar og því áttu Pétur og Arnór erfitt með aö skapa mikla hættu, en þeir sýndu að ekki má líta af þeim. En liðið sem heild vann vel saman, leikmennirnir bökkuðu hver annan upp og samvinnan var góð.“ Hvað um franska liðið? „Frakkarnir fengu greinilega meiri mótspyrnu en þeir áttu von I sérstakan leikmann öðrum fremur — það stóðu allir sig vel frá mínum bæjardyrum séð," sagði Sigi Held og var greinilega himinlifandi yfir úrslitunum í þessum fyrsta „al- vörulandsleik" sínum með íslenska I liðinu. Jim Barron á. Mér fannst þeir ná ágætu og hröðu spili á miðjunni, en þegar þeir nálguðust vítateig íslenska liðsins, mættu þeir ofjörlum sínum og sóknirnar urðu að engu. Þeir léku með fjóra í öftustu vörn, en engu að síður lentu þeir í vandræð- um þegar íslendingarnir beittu skyndisóknum. Þeir kenna sjálf- sagt litlum velli um, en þeir verðskulduðu ekki meira en jafn- tefli." Þetta er enn einn sigur fyrir íslenska knattspyrnu — segir Jim Barron

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.