Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
207. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Umsátursástand á Osterbro:
Óeirðirnar gætu
kostað mannslíf
segir lögreglusljóri Kaupmannahafnar
Kaupmannahöfn, Ritzaus Bureau.
KYRRÐ hafði færst yfir nánasta
umhverfi Ryesgade á Gsterbro í
Kaupmannahöfn i gærkvöldi eft-
ir átök milli lögreglu og óeirða-
seggja. Svonefndir hústökumenn
reistu á sunnudag götuvígi í göt-
um í grennd við hús, sem þeir
lögðu undir sig fyrir þremur
árum. I gærkvöldi einkenndist
andrúmsloftið við vigin af tauga-
spennu.
Lögreglan sendi í gær öflugar
sveitir á svæðið og var gerð tilraun
til að fjarlægja götvígin. Hústöku-
mennimir, sem eru um 200, tóku
á móti lögregluþjónunum með
bensínsprengjum, táragasi og
gijótkasti auk þess sem þeir notuðu
slöngvivaði.
Gera þurfti að smávægilegum
sárum átta lögregluþjóna á slysa-
varðstofu eftir átökin.
Lögreglusveitimar vom kvaddar
til baka og þeim skipað að halda
sig í hæfilegri ijarlægð af ótta við
að eldur kviknaði í nærliggjandi
byggingum af bensínsprengjunum
og skelfíng gripi um sig meðal íbúa.
Poul Eefsen, lögreglústjóri í
Kaupmannahöfn, sagði að þetta
væri mikið hættuástand og gæti
kostað mannslíf ef fram héldi sem
horfði. „Ég vona að leikur þeirra
að eldinum endi ekki með ósköp-
um,“ sagði lögreglustjórinn og
bætti við: „Að minni hyggju eru
öfgamenn, sem em andvígir núver-
andi stjómskipulagi, töglin og
hagldimar í hópi húsnæðisleys-
ingja.“
Húsnæðissamtök ungs fólks eiga
húsið, sem hústökumennimir lögðu
undir sig fyrir þremur ámm. Sam-
tökin fóm þess á leit við lögreglu
í gær að húsið yrði rýmt. Eefsen
lítur svo á að hér sé meiri vandi
en svo á ferðum að borgaryfírvöld
ráði við hann. Lögreglustjórinn leit-
aði því til Eriks Ninn-Hansen
dómsmálaráðherra í gær og ætlar
hann að taka málið upp á ráðherra-
fundi í dag.
Eldsprengju var varpað inn í
skrifstofu Rauða krossins í Ryes-
gade í átökunum í gær. Greiðlega
gekk að slökkva eldinn, en áttatíu
starfsmenn fengu frí það sem eftir
var dagsins.
■■
i
Hústökumaður grýtir lögreglu-
þjóna.
Lögregluþjónar í skjóli fyrir gijóthríð hústökumanna.
Sprengjutilræði í París:
52 slasast á löffreeflustöð
París. AP. ' A—7
ÖFLUG sprengja sprakk á lög-
reglustöð í París í gær og
særðust 52, þar af fjórir alvar-
iega. Sprengjan sprakk tæpum
sólarhring eftir að Jacques
Chirac samþykkti víðtækar ör-
yggisráðstafanir til þess að
stemma stigu við hryðjuverkum.
Þær ráðstafanir fela m.a. í sér
að þegnar annarra ríkja en Sviss
og ríkja Evrópubandalagsins
þurfa nú vegabréfsáritanir til
Frakklands. A þetta einnig við
um íslenska ríkisborgara. Þessar
Stj ór narkr eppa
í Austurríki
Horf ur á kosningum í nóvember
ZUrich, frá Onnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgoinbladsins.
MEIRI hluti Frjálslynda flokksins í Austurríki (FPÖ) sneri baki
við Norbert Steger, formanni flokksins og varakanslara lands-
ins, á landsfundi FPÖ í Innsbruck um helgina.
Hægrimaðurinn Jörg Haider
var kjörinn formaður flokksins
með 57,7% atkvæða. Steger hlaut
39,2% fylgi í kosningunni. Hann
sagði af sér embætti varakanslara
og lét að því liggja að hann myndi
stofna eigin flokk fyrir næstu
þingkosningar. Þær ættu að vera
í apríl 1987 en viðburðimir um
helgina kunna að flýta þeim.
Franz Vranitzky, kanslari, kvaðst
í gær ætla að leggja til við Jafnað-
armannaflokkinn (SPÖ) að stjórn-
arsamstarfinu yrði slitið og
kosningar haldnar 23. nóvember
næstkomandi.
Haider þykir öfgasinnaður
hægrimaður og tengist hreyfíngu
nýnasista. Hann nýtur lítilla vin-
sælda meðal forystumanna FPÖ
en þeim mun meiri meðal al-
mennra flokksmanna. Steger
reyndi að koma í veg fyrir fram-
boð hans á landsfundinum og
bauðst til að draga framboð sitt
til baka ef Haider gerði hitt hið
sama. Helmut Kranes, vamar-
málaráðherra, var nefndur sem
formannsefni til málamiðlunar en
Haider gekk ekki að því.
Fred Sinowatz, formaður SPÖ
og fyrrverandi kanslari, og Vran-
itzky sögðu báðir að samstarf við
Haider kæmi ekki til greina áður
en hann var kjörinn formaður.
SPÖ og FPÖ hafa starfað saman
í stjórn síðan 1983. FPÖ fékk þá
tæp 5% atkvæða í þingkosningum
og SPÖ tók flokkinn inn í ríkis-
stjómina.
Fijálslyndi flokkurinn var upp-
háflega lítill hægriflokkur gam-
alla nasista en jókst fylgi á
samstjórnarárum SPÖ og Þjóð-
flokksins (ÖVP). Hann varð
ftjálslyndari með ámnum en hefur
nú færst aftur yfir á hægri væng
stjórnmálanna með kosningu Ha-
iders. Hann hafði 3,5% fylgi í
skoðanakönnun sem var gerð fyr-
ir landsfundinn í Innsbruck.
ráðstafanir Chiracs sigla í kjöl-
farið á sprengjutilræðinu í París
á sunnudag, en þá lést lögreglu-
þjónn og einn borgari særðist
alvarlega.
Mikil hryðjuverkaalda hefur riðið
yfir París að undanfömu og hafa
tveir látist og um hundrað særst í
fjórum sprengjutilræðum undan-
farna viku. Sprengjan í gær sprakk
á biðstofu lögreglustöðvar í hjarta
Parísarborgar, skammt frá Notre
Dame. Vitnum ber saman um að
hún hafí verið mjög öflug og þeytti
sprengingin fólki, gleri og lausum
munum langar leiðir. Sérfræðingar
lögreglunnar segja hana svipaðrar
gerðar og þær þrjár, sem sprungið
hafa á síðustu dögum. Nokkrir aðil-
ar hafa sagst bera ábyrgð á tilræð-
unum, en augu lögreglunnar
beinast helst að líbönskum samtök-
um, sem krefjast lausnar hryðju-
verkamanna úr frönskum
fangelsum.
Gripið hefur verið til hertra
reglna varðandi ferðir útlendinga
inn í landið og þurfa menn nú að
sækja um vegabréfsáritun til lands-
ins. Næstu fímmtán daga verður
hægt að sækja um áritun á landa-
mærastöðvum og flugstöðvum, en
eftir það sinna sendiráð og ræðis-
mannsskrifstofur slíku.
Sjá grein á síðu 31.
Grikkland:
Horfur á fleiri
jarðskjálftum
Aþenu, AP.
ÖFLUGUR jarðskjálfti skók
suðurhluta Grikklands um há-
degisbilið í gær. Upptök skjálft-
ans voru hin sömu of skjálftans
á Iaugardagskvöld en þá létust
19 manns í hafnarborginni
Kalamata. Sérfræðingar spá
frekari skjálftavirkni á þessu
svæði næstu vikuna.
I skjálftanum á laugardag, sem
mældist 6,2 stig á Richter-kvarða
skemmdust nærri 4.000 hús og
7.000 manns misstu heimili sín.
19 manns létust og um 300 slös-
uðust.
Jarðskjálftinn í gær mældist
5,6 stig á Richter og hrundu átta
mannlaus hús til grunna. Neyðar-
ástandi hefur verið lýst yfír og
er unnið að því að bægja frá
hættu á drepsóttum.
Kasparov eyk-
ur forskotið
Leningrad, AP.
GARRI KASPAROV, heims-
meistari í skák, tók í gær þriggja
vinninga forystu á andstæðing
sinn Anatoly Karpov í heims-
meistaraeinvíginu í skák. Kas-
parov hafði hvítt í sextándu
skákinni, sem Karpov gaf eftir
að hann missti drottninguna.
Kasparov lék 41. leik sinn, vann
þar peð og gekk hann síðan af svið-
inu. Karpov hugsaði sig stuttlega
um áður en hann lagði upp laupana
og yfirgaf sviðið. Kasparov sneri
þá aftur og kvittaði fyrir sigurinn.
Aðeins átta skákir eru eftir í
heimsmeistaraeinvíginu og verður
Karpov að vinna fjórar þeirra ætli
hann sér að endurheimta titilinn.
Sjá skákskýringu á síðu 67.