Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 5

Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 5
MORGUNBLAÐE), ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 5 i HEILDVERSLUN-SÍMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT 28-REYKJAVÍK Þessar vélar frá Wascator - Electrolux eru meö stórþvott á heilanum. Þetta eru tölvustýrðar iðnaðarþvottavélar ásamt fylgibúnaði í þvottahús frá stærsta framleiðanda þvottahústækja í heiminum í dag Á síðasta ári framleiddi Wascator yfir sjötíu þúsund þvottavélar og þá eru ótalin tæki í þvottahús eins og þurrkarar, strauvélar, þeytivindur og brotvélar. Öll eiga þessi tæki frá Wascator það sammerkt að vera ætluð fyrir stanslausa notkun, misjafna meðferð, lítið viðhald og áralanga endingu. Viðskiptavinir okkar munu staðfesta þetta. Wascator framleiðir þvottavélar sem taka frá 7 kg og allt upp í 80 kg af þurrum þvotti. Þarna á milli er hægt að velja úr fjölmörgum stærðum. Með því að bjóða slíkt úrval gerir Wascator stjórnendum fyrirtækja og stofnana kleift að fjárfesta í sem hagkvæmustum einingum og taka þvottinn að sér sjálf með stórfelldum sparnaði. Við veitum faglega ráðgjöf um tækjakaup og uppsetningu þvottahúsa sé þess óskað. Viðhalds- og varahlutaþjónustu annast sérhæfðir starfsmenn þá sjaldan á þarf að halda. iftr Þetta er flaggskipið frá Wascator. Wascator FLE 804 sem tekur 80 kg af þurrum þvotti. Hótel Loftleiöir fjárfesti í tveimurslíkumvél- um fyrr á árinu. Vélamar tvær anna léttilega öllum þvotti tveggja stærstu hótela landsins, Hótel Loftleiöa og Hótel Esju. En þrátt fyrir þessi ótrúlegu afköst telur starfsfólkið það helstu kosti vélanna hversu vel þær fara með þvottinn og hversu hljóðlátar þær eru. A. KARLSSOh HF. Atvinnumennimir vita hvað Með Wascator FLE 120 sem traustan bak- hjarl tryggir Þvottahúsið Grýta viðskiptavin- um sinum fljóta og góða þjónustu. Við matvælaframleiðslu skiptir hreinlætið höfuðmáli. Hjá Nóa-Siriusi er stöðug þörf fyr- ir hreinan vinnu- og hlífðarfatnað. Þvottavélin frá Wascator, FLE 220 sér til þess að alltaf er til hreinn vinnufatnaður á hverjum morgni. Wascator FLE120. Þessi 12 kg vél á Dvalarheimili aldraðra við Dalbraut kom í stað fjögurra venjulegra heimilisvéla. Starfsfólkið segir vélina afkastameiri og ólíkt þægilegri í notkun en vélamar fjórar sem fyrir voru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.