Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 13

Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 13 Grunnskóli Stykkishólms: Ekki þurfti að auglýsa eftir kennurum Stykkishólmi. GRUNNSKÓLI Stykkishólms var settur við hátíðlega athöfn. Nem- endur fylltu húsrýmið og for- eldrar komu sumir með börnum sínum og fylgdu þeim fyrsta áfanga vetrarins. Skólastjóri, Lúðvík Halldórsson, bauð viðstadda velkomna og sér- staklega nemendur til starfa. Hann lýsti því yflr að þetta myndi vera í fyrsta skipti í sögu skólans að sömu kennarar og voru árið áður mættu nú allir til starfa og hefði ekki þurft að auglýsa eftir neinum. Fagnaði hann þessu sérstaklega og kvað það mikinn kost í skólastarfi að hafa ötulu og samviskusömu liði á að skipa, bæði sem kennara og eins þá sem vinna að umsjón og annarri starfrækslu á degi hvetjum. Hann gat einnig um þá nýlundu að nú hefði verið prentuð starfsskrá fyrir skólann, en það hefði ekki áður þekkst hér. Væri þetta til að auð- velda nemendum og kennurum samstarfið. í þessari starfsskrá fengju nemendur allar þær upplýs- ingar sem kæmu þeim að gagni í vetrarnáminu og annað sem þeir þyrftu að vita jafnvel þótt það beinlínis ekki snerti sjálfan skólann. Fór hann yfir starfsskrána og skýrði hana út en hugmyndin er að hver nemandi fái eintak af skránni. í vetur verða í skólanum 280 nemendur og auk þess mun fram- haldsdeild vera með í dæminu. I fyrra var kennsla fyrir verðandi sjó- menn og stýrimenn og eins voru námsflokkar í tengslum við skólann og þóttust gefast vel og notfærðu ýmsir utan skóla sér þá þjónustu. Þá má geta þess að bamastúkan Björk hefir verið í tengslum við skólann frá upphafi en hún hóf starfsemi 1928 og var fyrsti gæslu- maður hennar Stefán Jónsson skólastjóri. Hafa kennarar og skóla- stjóri jafnan sýnt stúkunni mikinn velvilja og hjálp. Sama má segja um eldri stúkuna sem hefir starfað hér í 35 ár. Tónlistarskólinn er einn- ig í tengslum við skólann og hefir nú fengið til afnota kennslustofur sem voru rýmdar um leið og nýi grunnskólinn hóf störf í fyrra. Það var létt bæði yfir kennurum og nemendum þegar fréttaritara Mbl. bar að garði og hann fylgdist með skólasetningu af athygli. Hann tekur undir með skólastjóra að vænta megi góðs árangurs í vetur og ekki síst fyrir að nú skuli sama kennaralið halda áfram með börn- unum og samtals starfa við skólann nú 19 kennarar. Og með tilkomu nýs skóla og kennslugagna og góðs bókasafns má mikils vænta. Árni Nýi hjúkrunarskólinn: Framhalds- nám hefst ekki fyrr en 1987 NÝI hjúkrunarskólinn er fluttur í suðurenda annarrar hæðar Ei- ríksgötu 34, þar sem Hjúkr- unarskóli Islands var áður með heimavist. Vegua mikilla breyt- inga og viðgerða á húsnæðinu getur framhaldsnám fyrir hjúkr- unarfræðinga ekki hafist fyrr en í janúar 1987. Fyrirhugað er sémám í eftirtöld- um greinum: Hand- og lyflækninga- hjúkrun, gjörgæsluhjúkrun, geðhjúkrun og/eða heilsugæsiu- hjúkrun (fer eftir fjölda umsækj- enda). Upplýsingar í síma 621195 og 622150. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. í október hefst 7 vikna námskeið í hjúkrun krabbameinssjúklinga. Tekin verða fyrir almenn og sérstök atriði varðandi hjúkrun krabba- meinssjúklinga svo og fyrirbyggj- andi aðgerðir. Námskeið þetta er ætlað hjúkrunarfræðingum bæði úr HFÍ og FHH. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Önnur styttri námskeið á haust- misseri verða auglýst sérstaklega. Ný námskeið hefjast um mánaðamótin ▼ BYRJENDANÁMSKEIÐ V FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Upplýsingar og innritun í símum 27316 á skrifstofutíma og 27397 á kvöldin. Athugið hjóna- og fjölskylduafsláttur. Frá setningu Grunnskólans á Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Heigason VÖRU SYNINGAR GLERIÐNAÐUR GLAS DUSSELDORF 24.-27. september Hópferð 23. spetember VÉLMENNI í IÐNAÐI 16th INTERNATIONAL SYMPOSIUM ON INDUSTRIAL ROBOTS BRUSSEL 29. sept.-02. október Hópferð 27. spetember Fararstjórn frá Iðntæknistofnun íslands BÓKASÝNING FRANKFURTER BUCHMESSE FRANKFURT 01.-06. október Hópferð 30. spetember MATVÆLI SIAL PARÍS 20.-24. október Hópferð 18. október HÓTEL OG VEITINGAR EQUIP’HOTEL PARÍS 20.-27 október Hópferð 18. október PÖKKUN EMBALLAGE PARÍS 13.-20. nóvember Hópferð 12. nóvember KJÖTIÐNAÐUR OG MATVÆLAFRAMLEIÐSLA GIA/MATIC PARÍS 13.-19. nóvember Hópferð 12. nóvember PLAST- OG GÚMMÍIÐNAÐUR K-86 DÚSSELDORF 06.-13. nóvember Hópferð 05. nóvember Ef auglýstir brottfarardagar henta ekki, höfum við tryggða hótelgistingu fyrir þá sem ferðast vilja aðra daga. Fáið upplýsingar og bæklinga hjá okkur; pantið tímanlega; |lS|jJ FERÐA.. C&nUcil MmIÐSTOOIN Tcouee AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK ■ S. 281 33 LEIPZIG TRADE FAIR German Democratic Republic fc <ö 9S O) r y V yS° •y'V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.