Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 23 Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga: í færri og stærri rekstrareiningum. Verslunin er ekki eins staðbundin og hún var.“ Núverandi og væntanlegar aðgerðir ættu að duga til að komast úr vandanum — telur sij órnarf ormaðurinn Sigurgeir Magnússon SIGURGEIR Magnússon er stjórnarformaður Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga, og jafn- framt útibússtjóri Samvinnu- bankans á Patreksfirði. Morgunblaðið innti hann eftir ástæðum erfiðleika KVB og hvort það væri að verða gjald- þrota. „Staða KVB er mjög erfíð," svar- aði hann, „lausaíjárstaðan er slæm, en við teljum að með þeim aðgerð- um sem eru í gangi og verða gerðar sé þess kostur að komast úr þessum vanda. Við erum að selja eignir, við höfum losað okkur við þau útibú sem tap hefur verið á undanfarin ár, við höfum þegar selt útibúin í Tálknafirði og á Barðaströnd og það á Bíldudal verður væntanlega selt líka. Útibúið í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi hefur ekki verið selt, en það er aðeins að hálfu leyti eign KVB, en hinn helminginn á Olíufélagið hf. Markmið okkar er fyrst og fremst að enginn tapi neinu á skiptum sínum við KVB, hvorki félagsmenn né viðskiptavinir. Það eru aðeins fáeinir bændur sem eiga eitthvað að ráði inni hjá Kaupfélaginu, og eins eru nokkrir sem skulda nokk- uð.“ Eru heildsöluaðilar hættir að láta KVB hafa vörur vegna skulda? „Ég get ekkert sagt um það, en vöruúrval ætti að vera viðunandi, en við getum ekki legið með jafn miklar vörubirgðir og áður var.“ Orsakir vandans? „Orsakir eru náttúrulega marg- þættar. Bæði kemur til aimennur vandi dreifbýlisverslunarinnar og samdráttur í landbúnaði. Menn hafa verið að reyna að bjóða of fjöl- breytt vöruúrval, en svæðið er of lítið, menn þola ekki samkeppnina á ekki stærri markaði." Samt eru til menn sem kaupa útibúin? Já, það eru alltaf til bjartsýnir menn, og þeir þurfa að vera það, aðrir myndu velja sér álitlegri staði. Framtíðin er náttúrulega vonlaus ef ekki væru til menn sem eru til í að leggja út í svona lagað. Annars eru menn misslyngir við að reka verslanir. Þá getur maður kannski sagt eftirá að það hafi verið of erf- itt fyrir fjárlítið fyrirtæki að taka að sér önnur verr stæð. Annars var sláturhúsbyggingin þyngsti bagginn á KVB, og tapaði Kaupfélagið stórfé á því. Það var byggt á mjög slæmum tíma, þegar lánsfé var mjög dýrt, vegna verð- tryggingar. Þá komu framlög úr fjárfestingarlánasjóðum seint og illa, þannig að peningamir voru orðnir verðlitlir. Það voru frekar forráðamenn landbúnaðarins en við sem réðu því að í bygginguna var ráðist, og eftir að af stað var farið varð ekki aftur snúið. Þetta hefði verið vandalaust ef staðið hefði verið við loforð um lán og styrki til byggingarinnar." Áttir þú ekki sem bankamaður að sjá hvert stefndi? „Stjómarmenn fylgjast ekki svo náið með daglegum rekstri fyrir- tækisins, og sláturhússvandinn er ekki svo gamall. Það voru taldar forsendur fyrir að reka húsið, en þá var gert ráð fyrir að slátra í þvi 12 þúsund fjár, en í fyrra var að- eins slátrað 2 þúsund. 1984 var slátrað 9 til 10 þúsund fjár, en þá var líka allt fé drepið niður í Barða- strandarhreppi. Þá hefur ekki verið slátrað fé úr Tálknafirði og Amar- firði, en þaðan eru 3 til 4 þúsund sláturfjár. Það gefur auga leið að ekki er hægt að reka húsið svona, og menn sáu fram á að greiða 5 til 6 milljónir á ári í íjármagnskostn- að, án þess að fá nokkrar tekjur á móti. Því var ekki annað að gera en að selja það. Þar er nú rekin rækju- vinnsla, af hlutafélagi sem Hrað- frystihús Patreksfjarðar og KVB eru aðalhluthafamir í. Sjálfsagt var athugað hvort ekki hefði borgað sig fyrir KVB að reka rækjuvinnslu sjálft, en það var talið best að Kaup- félagið drægi sig alveg út úr þessum rekstri, enda á frystihúsið bátinn sem aflar hráefnisins. Þarna losnaði KVB einnig við nokkuð mikið af skuldaböggunum. Eftir er verslunin á Patreksfirði sem á að geta staðið undir sér. Kaupfélagið átti áður meirihluta í Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar hf, en ekki lengur, Olíufélagið hf. og Samband íslenskra samvinnufélaga eru nú orðnir stórir hluthafar. HP skuldar Kaupfélaginu ekkert núna. Það hefur allt verið gert upp.“ Hvað með slátrun í haust? „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi. Það er allt óljóst enn, en bændur þurfa að slátra og aðal- atriðið er að hægt sé að borga bændum fyrir afurðir þeirra. Það er ekki hægt að reka húsið með ekki fleira sláturfé. Það er ekki óeðlilegt að afurðasalan færist í auknum mæli á hendur bænda sjálfra í framtíðinni." Eru þetta ekki undarleg orð af munni stjórnarformanns Kaupfélags. Hefur samvinnu- rekstur gengið sér til húðar? „Ég tel þetta ekki áfellisdóm yfir samvinnuhreyfíngunni, en hún verður að taka mið af breyttum tíma. Gmndvöllur samvinnustarfs er enn fyrir hendi og sá sami og áður, það er að útvega vömr á sem lægstu verði og selja afurðir á sem bestu verði. Þótt ég sé ekki spámað- ur virðist manni að framtíðin liggi Svo vikið sé að öðru, hvemig gengur rekstur Samvinnubank- ans? „Ég get ekki sagt annað en að hann gangi vel. Maður kvartar ekki þótt samkeppnin sé óhófleg. Það er eitt bankaútibú eða sparisjóður hér á hveija 300 íbúa sem allir hljóta að sjá að er alit of rnikið." Nú hlýtur þú stöðu þinnar vegna að vera allkunnugur hög- um manna hér í byggðarlaginu. Hveraig lýst þér á framtíðina? „Maður er nú frekar bjartsýnn, þótt þetta sé stijálbýlt svæði, þar sem lítið má út af bera svo að byggðin sé ekki í hættu. Það er ljóst að ef sveitirnar fara í eyði hefur það áhrif á kauptúninn. Efnahagur bænda er misjafn, en á heildina lit- ið held ég að hann sé góður. Ég trúi ekki öðm en kauptúnin rétti brátt úr kútnum, með batnandi ár- ferði í sjávarútvegi. Eftirskólann. Eitthvað bragðqott, helst AldfnP' Nú fást fimm bragðtegundir af Aldin grautum, með sykri eða Nutra Sweet, í 1 eða /2 lítra umbúðum. Aldin í öll mál! SÓLHF ARGUS/SiA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.