Morgunblaðið - 16.09.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 16.09.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 25 Hugleiðing um brauð- lausa sálusorgara eftir Hörð Þ. Ásbjörnsson Ástæður fyrir því að „sálusorgar- ar fást ekki til að hreyfa sig úr Reykjavík", eins og það er orðað í grein í Helgarpóstinum 26. ág. sl., kunna auðvitað að vera margar eins og t.d. fjölskylduástæður. En ein höfuðástæðan er vafa- laust það kosningakerfi, sem er skilyrði til að fá skipun í embætti sóknarprests. Þetta kerfi gefur fáum andkirkjulega sinnuðum færi á að eyðileggja kosningu prests með því að hvetja fólk til að skila auðu á kjörstað. Slíkt skemmdar- verk er einkum unnið þegar aðeins er einn frambjóðandi í kjöri í út- kjálkabrauðum eins og t.d. Bíldudal eða Raufarhöfn. Þegar kosning er eyðilögð, þýðir það að fólk hefur kosið eftir ein- hveijum annarlegum sjónarmiðum, eins og hvort umsækjandi er ungur eða miðaldra, karl eða kona, kvænt- ur eða einhleypur eða jafnvel allt öðru eins og því að vonast er eftir alveg ónotuðum, óvígðum guð- fræðingi að vori eða hausti og er þá eins gott að hafa nágrannaprest- inn þangað til, því hann er svo vel þekktur og gamalgróinn! Kjmningarmessa umsækjanda þar sem þannig stemmning mynd- ast ásamt starfsreynslu hans og starfsréttindum skipta engu máli. Þetta er gjörólíkt því mati sem not- að er við ráðningar allra annarra starfsmanna ríkisins, þegar aðeins er spurt um starfsréttindi og/eða starfsreynslu umsækjanda. Hljóti umsækjandi sem er einn um laust prestakall ekki helming greiddra atkvæða út úr almennri kosningu vegna áróðurs fárra manna, sem aldrei koma í kirkju og er illa við presta yfírleitt, er umsækjandinn þar með dæmdur óalandi og ófeijandi og óhæfur til prestsþjónustu af kirkjuyfírvöldum þessa lands. Umsækjandi um út- kjálkabrauð, sem er hafnað þannig einu sinni, tvisvar, þrisvar, hlýtur að hika við að brenna sig ennþá einu sinni á því afbrigði „syndar gegn heilögum anda“. Sá prestur hefur ef til vill verið lagður slíkum banaspjótslögum af ijandvinum sínum, að hann beri þess aldrei framar bætur að þannig hafi verið níðst á honum og hann niðurlægð- ur. Eftir slíka lífsreynslu þarf sterk bein til að biðja heilshugar bænar Jesú á krossinum, „Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera“. Til að bæta gráu ofan á svart hafa biskupar þjóðkirkjunnar sýnt sig að því að láta úrslit slíkra al- mennra kosninga, sem hafa ein- kennst af rógi og ýmsum annarlegum sjónarmiðum, ráða af- stöðu sinni til hins útskúfaða sálusorgara. Það er staðreynd, að eftir að sá sem þetta ritar hafði farið illa út úr prestskosningu gegn öðrum nýútskrifuðum og óvígðum á landsbyggðinni, hefur honum ekki þýtt að biðja biskup um bréf fyrir sálusorgara til að fara með út í afskekkt dreifbýlisprestakall, þar sem eru „týnd Guðs böm“. (Það vekur spumingu um gildi prests- víglunnar?) Hinir háu herrar, biskupar þjóð- kirkjunnar, hafa verið „allir af vilja gerðir" að eigin sögn enda em ákvæði í lögunum um veitingu prestakalla, sem veita biskupum setningarvald hafi enginn sótt um laust prestakall. Engu að síður hef- ur hvorki allur vilji né lagaheimild nægt þeim til að fá atvinnulausum presti setningarbréf fyrir lausu brauði uns annað yrði ákveðið. (Sem prestur hef ég verið atvinnulaus frá 1. nóv. 1977.) Það era horfur á, að stefni í fjölg- un brauðlausra guðfræðinga á næstu áram vegna þess að guð- fræðingum mun fjölga meira en lausum prestaköllum. Ef til vill kemur að því í náinni framtíð að nauðsynlegt verði að skilja sauðina frá höfranum, þar sem margir verða kallaðir en fáir útvaldir. Leggja ber áherslu á, að það verði aldrei gert með því að sniðganga starfsréttindi prests, sem hann hefír hlotið með vígslu. Vígslan og fyrri þjón- ustutími prests eiga að tryggja honum forgang til starfs innan kirkjunnar umfram þann sem er að ljúka prófum frá Háskólanum. Prestur, sem ekkert hefír brotið af sér á ávallt að eiga fullan rétt til að nýta sér starfsréttindin til lífsframfæris. Það er siðleysi að hið hæstráðandi Alþingi íslendinga skuli láta það viðgangast að beitt sé almennum kosningum um einn umsækjanda um lausa opinbera stöðu til að gefa möguleika á að hafna umsókn hans, þannig að út- koman telst í raun og vera ekkert annað en réttindasvipting og missir mikilvægra mannréttinda. Prestafélag íslands ætti að sjá Hörður Þ. Ásbjörnsson „Það er siðleysi, að hið hæstráðandi Alþingi Is- lendinga skuli láta það viðgangast að beitt sé almennum kosningum um einn umsækjanda um lausa opinbera stöðu til að gefa mögu- leika á að hafna umsókn hans, þannig að útkoman telst í raun og veru ekkert annað en réttindasvipting og missir mikilvægra mannréttinda. “ siðferðilegan sóma sinn í að mót- mæla bæði í orði og verki á einhvem hátt svo illri og skammarlegri með- ferð á prestum. Ekkert annað stéttarfélag lætur bjóða sér slíka áníðslu við starfsráðningu. Til að sýna enn betur fram á hversu núgildandi ráðningarkerfí presta er ranglátt, vil ég benda á, að engu skiptir þótt umsækjandi sem er einn fái fullan þriðjung greiddra atkvæða, aðeins ef nógu margir skila auðu þá nær hann ekki kosningu. Hins vegar séu umsækjendur t.d. þrír og enginn þeirra fær helming greiddra at- kvæða og enginn þeirra nái kosn- ing^u, skiptir það engu máli. Sjálfsagt þykir, að einn þessara þriggja hljóti veitingu fyrir brauð- inu. Það er greinilegt, að sú viðmiðun sem veiting prestsembættis byggist á samkvæmt úrslitum almennra kosninga, kann að reynast skökk og hrein happa- og glappaaðferð, vegna þess að sá möguleiki er fyrir hendi, að starfsreynsla umsækjenda sé fyrir borð borin, ef umsækjendur era tveir eða fleiri og að í fram- kvæmd verði starfsréttindum hins eina umsækjanda sem er prestur hafnað strax án þess að gefinn sé kostur á hæfilegum reynslutíma í starfí. Núgildandi lögum um veitingu prestakalla (ásamt ákvæðum um setningu og aðrar ráðningar, sem nú heyra alfarið undir biskup ís- lands) verður að breyta róttækt hið allra fyrsta. Það hefir dregist of lengi. I staðinn fyrir almennt kosninga- kerfi ætti að byggja veitingu prestsembætta á embættisgengi, svipað og gert er hjá skólastjóram. Nýútskrifaðir guðfræðingar ættu að hafa starfað sem aðstoðarprestar undir handleiðslu reyndra sóknar- presta í minnst eitt ár áður en þeir hljóta fullt embættisgengi. Þessu til viðbótar ætti að skipa sóknar- presta til ákveðins tíma, t.d. til fjögurra ára í senn og endurskipa þá síðan eins og nú gildir um hér- aðslækna. Höfundur er fyrrv. sóknarprest- ur. Tilboð sem erf itt er að hafna! — stendur til 20. okt. Frjálst framtak gefur út 12 vönduð og þekkt tímarit. Nú hefur verið ákveðið að gera nýjum áskrifendum kosta- boð. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20. október nk. geta valið sér bók sem þeir fá senda heim jafnskjótt og þeir greiða áskrift- argjöld í fyrsta sinn. Velja má milli bókanna Eldur og regn eftir Vigdísi Grímsdóttur og Heimsins mestu furðufuglar eftir Mike Parker. Þetta er tilboð sem erfitt er að hafna. Frjálst framtak Ármúla 18, sími 91-82300 Áskrifandi: Ég óska að fá sent: □ Eldur og regn □ Heimsins mestu furðufuglar Heimili: -------------------------------- Staður: _________________________________ Símanr.: -------------------------------- Nafnnr.: _______________________ Dags.: Undirskrift: ____________________________ □ ABC barnablað □ Áfangar □ Á veiðum □ Bíllinn □ Fiskifréttir □ Frjáls verslun □ Gróður & Garðar □ Iðnaðarblaðið □ íþróttablaðið □ Nýtt líf □ Sjávarfréttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.