Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 27

Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 27
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 20. Hf3 - Be8, 21. Hh3 - g5!, 22. hxgö (framhjáhlaup) — fxg6, 23. Rf3 - g5, 24. Rh2 Bæði 24. Rxg5? og 24. Bxg5? er svarað með 24. — Dg6 og það er hvítur sem tapar liði. Dg7 25. De2 - Bg6, 26. Bh5 - Rf5, 27. Kd2 - Bh7, 28. Rg4 - Rc6, 29. Rf6 Gefur Jusupov færi á vænlegri skiptamunsfóm, en án þessa leiks getur hvítur vart komist neitt áleið- is. 29. - Hxf6!, 30. exf6 - Dxf6, 31. Bg4 - Rd6, 32. f3 - Bf5, 33. Bxf5 - exf5! Svörtu riddaramir njóta sín frá- bærlega vel í þessari lokuðu stöðu. í framhaldinu teflir svartur upp á peðameirihluta sinn á kóngsvæng. 34. Hchl - f4, 35. Bf2 - He8, 36. Ddl - Rf5, 37. Hel - He7, 38. Hhhl - Kc7, 39. a4 - Df7, 40. Hxe7+ - Dxe7,41. Hel - Df7 í þessari stöðu fór skákin í bið. Eins og framhaldið leiðir í ljós á hvítur enga haldgóða áætlun á meðan svörtu peðin á kóngsvæng storma fram. 42. De2 - Kd7, 43. Kcl - h5, 44. Kb2 - Dg6, 45. Dfl - g4, 46. He2?! Peðauppskipti ættu að létta hvítum vömina, þó 46. fxg4 — hxg4 hafi reyndar þann galla að svartur fær e4 reitinn til afnota fyrir riddara. g3 47. Bel - Rfe7, 48. Bd2 - Df5, 49. Del - h4 Óglæsileg staða á hvítt, enda missir hann nú þolinmæðina, lætur kóngsvænginn lönd og leið en legg- ur traust sitt á mótspil á drottning- arvæng. Það var reyndar spuming hvort hann hefði ekki átt að hafa drottninguna fyrir framan hrókinn á e línunni og leika 49. Hel og síðan 50. De2. 50. a5!? - bxa5, 51. Dal? - Rg6, 52. Da3 - h3, 53. gxh3 - Dh5!, 54. Dc5 - Dxf3, 55. Hel - Rge7, 56. Db5 - g2, 57. Db7+ Hvítur nær ekki þráskák eftir 57. Hxe7+ — Kxe7, 58. Dxc6 — gl=D, 59. Dc7+ - Kf6, 60. Dd8+ — Kg7, 61. De7n— Kh6 og svart- ur nær síðan að bera aðra drottn- inguna fyrir. Kd6 58. Hgl - Df2, 59. Bxf4+ - Dxf4, 60. Hxg2 - Df3, 61. Hg4 - Dxh3, 62. Hf4 - Ke6, 63. Hf8 - Dh6, 64. Hf3 - Dh8, 65. He3+ —Kd6, 66. Hf3 - Dh6, 67. Hfl - Dg7, 68. Ka3 - Rf5, 69. Dc8 - Re3, 70. Hf8 - Rxc2+, 71. Ka4 — R2xd4!, 72. cxd4 — Dxd4 og Sokolov gafst upp. Taflmennska Jusupovs minnir taisvert á Tigran Petrosjan fyrrum heimsmeistara. Miðað við stöðuna nú bendir allt til þess að það verði Artur Jus- upov (mynd) sem teflir við Karpov næsta vor um áskorunar- réttinn á Gary Kasparov að ári. andar höfðu samband við litlu skyggnu stelpuna Carol Ann Freeling (Heather O’Rourke). En þau hefðu átt að henda leikfanga- símanum líka. Nú hringir hann í Carol Ann. Henry Kane (Julian Beck) er á línunni. Það er hin illa persóna, sem olli djöfulganginum í fyrri myndinni og hann heldur áfram í þessari. Hann er hvorki lifandi eða dauður og gimist af einhveij- um orsökum Carol Ann sem er skyggn eins og mamma hennar og amma raunar líka. Handrits- höfundamir, Michael Grais og Mark Victor, þeir sömu og skrif- uðu handritið að fyrri myndinni, ásamt Spielberg, leitast við að skýra atburði fyrri myndarinnar en lenda í hálfgerðum villigötum með það. Kane á að hafa leitt einhvern trúarsöfnuð í dauðann í upphafi 19. aldar þar sem hús Freeling-fjölskyldunnar seinna reis og andar safnaðarins fara á kreik. Hvort þeir em af hinu góða eða illa er óljóst og Kane hverfur sporlaust seinni part myndarinnar eða breytir sér í lirfu og seinna í stórt skrímsli. „Þetta var ekkert svo hræðileg mynd,“ sagði einhver í salnum eftir ljúfan endi og það er að mörgu leyti rétt. Hið góða kaffær- ir gersamlega hið illa frá upphafi en hið góða er sjálf Freelingfjöl- skyldan. Handritshöfundamir og leikstjórinn nota mikinn tíma til að tigna fjölskylduböndin og minna á að ef fjölskyldan stendur saman geti hún unnið á hvers kyns vættum. Ef þið standið sam- an og elskið hvert annað getur ekkert illt hent ykkur segir indí- ánagúrú aftur og aftur við fjöl- skylduna sem meðtekur boðin og ástúðin streymir frá henni svo manni þykir nóg um í lokin. Myndin er tæknilega vel gerð í alla staði en hún er ekki eins ríkulega búin brellum og fyrir- rennari hennar. Það vantar kannski hugmyndafiug Spielbergs og leikstjóra Poltergeist, Tobe Hoopers, sem stíluðu meira inn á ofskynjanir persónanna og notuðu hvert tækifæri til að hreyfa til hluti og breyta þeim í eitthvað virkilega ógeðslegt. En það er líka ýmislegt í Poltergeist II sem lýsir hugmyndaauðgi eins og atriðið þegar strákurinn í fjölskyldunni á í vandræðum með spangimar sínar; það teygist úr þeim og þær vefjast um hausinn á honum. Jobeth Williams og Craig T. Nelson em aftur í hlutverki for- eldranna og eru orðin langþreytt á ósköpunum og það em krakk- amir Heather ORourke og Oliver Robins líka. Leikstjórinn, Brian Gibson, kemst átakalaust frá sínu en það vantar að hann hafi tök á leikumnum nema senuþjófi mynd- arinnar, Julian Beck, sem leikur Henry Kane. Þar fer vemlega óttaleg persóna og þótt myndin sé ekki mjög hræðileg er Kane maður sem ekki gleymist auðveld- lega. Krakkarnir í Freeling-fjölskyldunni enn plöguð af djöfulgangi og látum. 27 aifarskóli *^~ÖLAFS GAUKS Innritun allra aldursflokka er hafin og fer fram daglega kl. 2—5 e.h. í skólanum, Stórholti 16, sími 27015. Upp- lýsingasími á öðrum tíma er 685752. Afgreiðslufrestur 3-5 vikur í stað 2.-3. mánaða Pökkunarséríræðingur Plastprents er öllum þeim til ráðgjafar er auka vilja hagkvæmni og þróa pökk- unaraðferðir. Minni birgðakostnaður — aukið öryggi Plastprent framleiðir áprentaða og óáprentaða poka til lofttæmingar. Afgreiðslufrestur er aðeins 3-5 vikur og lágmarkspöntunarmagn lægra en þekkst hefur. Pökkunaraðferð framtíðarinnar Lofttæming eykur geymsluþol og verðmæti stórlega og þeim framleiðendum fjölgar stöðugt er nota lofttæmdar umbúðir til að styrkja markaðsstöðu sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.