Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 28

Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Framkvæmdastjórn ÁlKÍrkjuráðsins og starfsmenn hennar samankomin í Bústaðakirkju að lokinni kynningu. Við púltið sendur dr. Emilio Castro, framkvæmdastjóri. Fundur framkvæmdastjórnar Alkirkjuráðsins: Hér hafa aldrei verið jafn fáir í umboði jafn margra — sagði biskup Islands, hr. Pétur Sigur- geirsson, við setningu fundarins í gær Háskólafyrirlestrar: Starfsemi Alkirkju- ráðsins og alþjóðamál FUNDUR framkvæmdanefndar Alkirkjuráðsins er haldinn í Reykjavík um þessar mundir og munu tveir fulltrúar á fundinum halda fyrirlestra í guðfræðideild Háskóla Islands í þessari viku. Fyrri fyrirlesturinn verður fluttur miðvikudaginn 17. september í 5. kennslustofu Háskólans og hefst kl. 10.15. Þar mun dr. Ninam Kos- hy tala um Alkirkjuráðið og al- þjóðamálefni (World Council of Churches and Intemational Affa- irs). Síðari fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 18. september á sama stað og hefst einnig kl. 10.15. Þar mun sr. Tosh Arai tala um endurnýjun og safnaðarlíf í Asíu (Renewal and congregational life in Asia). Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og er öllum heimill aðgang- ur. Yfirferð fjár- laga lokið I ríkisstjórn RÍKISSTJÓRNIN hefur lokið sameiginlegri yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpi næsta árs, að sögn Þorsteins Pálssonar fjár- málaráðherra. „Við lukum íjárlagayfirferðinni í ríkisstjóminni á síðasta ríkisstjórn- arfundi,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að enn væm einstaka þættir eftir, sem hann myndi ljúka með einstaka fag- ráðherra. „Yfirferðinni í ríkisstjóm er lokið núna,“ sagði Þorsteinn. t/IÐRÆÐUR standa nú yfir á milli fulltrúa Ríkisábyrgðarsjóðs og útgerðarfélagsins Sæbergs hf. á Ólafsfirði um togarann Merkúr, sem verið hefur í eign Ríkisábyrgðarsjóðs síðan í vor er skipið var tekið upp í skuldir af Merkúr hf. frá Reykjavík. Skipið, sem áður hét Bjami Bene- diktsson, er nú í Noregi þar sem verið er að breyta því f frystiskip. Gert er ráð fyrir að því verki ljúki fyrir áramót. Það er tæp 1.000 tonn að stærð. „SAMEINING allra kirkjuhreyf- inga er markmið sem við erum ekki umkomin að ná eins og nú er ástatt i heiminum. Hins vegar geta hinar mörgu og mismunandi kirkjur sameinast í alþjóðlegri hreyfingu eins og Alkirkjuráðinu og lært hver af annarri,“ sagði dr. Emilio Castro, framkvæmda- stjóri framkvæmdanefndar Alkirkjuráðsins, á fundi sem haldinn var með blaðamönnum í Bústaðakirkju í gærmorgun þar sem setning fór fram við há- tíðlega athöfn. Ríkisábyrgðarsjóður fékk sjö til- boð í togarann og var Sæberg hf. frá Ólafsfirði með fjórða hæsta til- boðið. Að sögn Sigurðar Þórðarson- ar, skrifstofustjóra í fjármálaráðu- neytinu, náðist ekki samkomulag við þrjá hæstbjóðendur og því er nú verið að ræða við Ólafsfírðing- ana. „Við reiknum með að 20% af verði skipsins verði greitt fyrir af- hendingardag og eftirstöðvamar lánaðar með sambærilegum kjörum og gert er hjá Fiskveiðasjóði, til 18 ára,“ sagði Sigurður. Setningin hófst klukkan 11. fyrir hádegi og voru allir meðlimir nefnd- arinnar sem hingað eru komnir kynntir fyrir gestum. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, flutti inngangsorð og þakkaði fulltrúum nefndarinnar að sjá sér fært að halda fundinn hér á landi. Sagði hann að líklega hefðu aldrei jafn fáir menn verið saman- komnir hér á landi í umboði jafn margra, en innan Alkirkjuráðsins eru nú um 310 kirkjudeildir með um 350 milljónir meðlima. Að loknum inngangsorðum herra Hæstbjóðendur í Merkúr voru einstaklingar á Höfn í Homafirði með 291 milljón kr. Næsthæstur var Kristinn Kristinsson vegna út- gerðarfélags er stofna átti í Reykjavík með 287 milljónir kr. og með þriðja hæsta tilboðið var Stefnir hf. í Reykjavík með 285 milljónir kr. Sæberg hf. bauð 281 milljón króna. Þá kom Haraidur Blöndal fyrir hönd umbjóðanda með 275 milljónir kr. Hraðfrystihús Stokkseyrar bauð 245 milljónir kr. og Sjólastöðin í Hafnarfírði var með lægsta tilboðið, sem hljóðaði upp á 222 milljónir kr. Péturs Sigurgeirssonar tók sr. Auð- ur Eir til máls og því næst sr. Ólafur Skúlason, sóknarprestur í Bústaðasókn. Rakti hann í fáum orðum tilkomu nafnsins á sókninni, sem heitir eftir bæ sem þama var og var vinsæli áningastaður þeirra sem til Reykjavíkur komu. Líkti hann Bústaðakirkju við þann án- ingastað. Að ioknu erindi sr. Ólafs þakkaði dr. Heinz-Joachim Held fyrir hlý- legar móttökur hér á landi. Framkvæmdastjórinn, dr. Emilio Castro, flutti síðan ræðu um starf- semi Alkirkjuráðsins, sem teygir anga sína vítt og breytt um heim- inn, og m.a. bar á góma í ræðu hans afskipti kirkjunnar af málefn- um og mannréttindabrotum víða um heim. Meðlimir nefndarinnar, sem eru 25 að tölu, og starfsmenn nefndar- innar voru síðan kynntir af honum. Blaðamönnum gafst síðan tæki- færi til að spyija Castro örfárra spuminga eftir fundinn og var hann fyrst að því spurður hvort aukin samskipti þjóða, fjölmiðlatækni og annað slíkt hefði haft áhrif á guð- fræði og starf kirkjunnar, og hvort allt væri að steypast í sama mótið af þeim sökum. Sagði hann það ekki vera. „Þegar ég var að læra guðfræði var nóg að kunna skil á nokkrum þýskum og svissneskum guðfræðingum," sagði dr. Emilio Castro. „I dag horfír málið allt öðruvísi við því í dag þarf guð- fræðingur að vera inn í ólfkum guðfræðistefnum sem upp hafa komið við ólíkar kringumstæður. Guðfræði svartra, kvennaguðfræði og frelsunarguðfræði em til dæmis guðfræðistefnur sem upp hafa kom- ið og þessu þarf guðfræðingur að kunna skil á. Starfsemi Alkirkju- ráðsins vinnur meðal annars að því að kynna mismunandi sjónarhom fyrir fólki, færa fólk nær hvort öðru til þess að það skilji hvort annað og öllu þessu til gmndvallar er Kristur sem sameiningartákn,“ sagði Castro. Hann bætti því við að sennilega yrði það seint sem kirkjuhreyfíngar yrðu allar samein- aðar í eina en þær gætu hins vegar lært mikið hver af annarri og reynt að halda átrúnaðinum í svipuðum farvegi þó svo kringumstæður á hverjum stað settu svip sinn á kirkj- una. „Kirkjudeildimar eiga samleið í megindráttum en þar fyrir utan hafa þær frelsi til að túlka guð- fræðina í ljósi umhverfisins,“ sagði Castro og bætti því við að auðvitað væri erfítt að sameina kirkjur frá mörgum löndum á sama tíma og kirkjuhreyfíngar væm ekki samein- aðar í einu og sama landinu. Fundur framkvæmdanefndarinn- ar verður lokaður og var Castro að því spurður hvaða málefni yrðu á dagskrá. Sagði hann að það ætti eftir að koma í ljós, það réðist af áhuga fundarmanna, en hann taldi þó að málefni Suður-Afríku yrðu allvemlega rædd og einnig málefni Mið-Ameríku. Aðspurður um hvort kirkjunnar menn ættu að taka afstöðu með eða á móti kjamorkuvopnum, eða til dæmis kjamorkuvopnalausum svæðum, sagði hann að kirkjan og prestar ættu að reyna að skapa andrúmsloft til þess að fá menn raunvemlega til að takast á við vandann, þama væri um að ræða spumingu um líf og dauða og því hlyti kirkjan að láta málið til sín taka á einhvem hátt. Rætt við Ólafsfirðinga um kaup á togaranum Merkúr — áttu fjórða hæsta tilboðið l NÚ ER TÆKIFÆRIÐ / ÚTSALA að fá sér skáp fyrir gott verð. / SELKO SKÁPAR Við seljum takmarkað magn gallaðra og ógallaðra skápa á stórlækkuðu verði. Allt að 40% afsláttur á sumum gerðum. SELKO SIGURÐUR ELlASSON HF. Auöbrekku 1-3 Kópavogi, s:41380

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.