Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
31
Nú verða Islend-
ingar að hafa
vegabréfsáritun
— segir íslenzka sendiráðið í París
ÞAÐ MÁ búast við því, að þessar ráðstafanir hafi talsverðar truflan-
ir í för með sér fyrir ferðalög íslendinga til Frakklands. Ég veit
ekki, hver viðbrögð okkar verða, því við höfum ekki enn fengið til-
kynningu frönsku stjórnarinnar. En þarna er verið að rifta samningi
við okkur og mörg önnur ríki um afnám vegabréfsáritunar, sem
haft getur margs konar áhrif.
Þetta kom m.a. fram í símtali
við Harald Kröyer, sendiherra Is-
lands í París, í gær. Þar kom
ennfremur fram, að enginn Islend-
ingur hafði þá lent í vandræðum
og haft samband við sendiráðið af
þessum sökum og varla þyrfti að
óttast óþægindi vegna þessa fyrir
þá Islendinga, námsmenn og aðra,
sem fyrir væru í Frakklandi.
Þó mætti reikna með því, að
þeir þyrftu að endumýja dvalarleyfi
sín. Það væri hins vegar Ijóst, að
þeir íslendingar, sem hygðust fara
til Frakklands héðan í frá, yrðu að
hafa vegabréfsáritun þangað, því
annars væri með öllu óvíst hvort
þeir fengju að fara inn í landið.
Krafan um vegabréfsáritun næði
hins vegar ekki til aðildarlanda
Evrópubandalagsins né Sviss. Það
væri hugsanlegt að íslendingar
hlytu svipaða meðferð og Svisslend-
ingar og slyppu við vegabréfsárit-
unina, en það myndi ekki skýrast
fyrr en á næstum dögum.
Eins og hlutirnir stæðu nú, þýddi
ekki annað en að hafa vegabréfs-
áritun, væri förinni heitið til
Frakklands.
Þegar leitað var upplýsinga hjá
franska sendiráðinu í Reykjavík,
fengust þau svör að enn væri ekki
vitað hvaða áhrif þetta mjmdi hafa
gagnvart íslendingum, sem hygðust
fara til Frakklands, en það myndi
vafalaust skýrast strax næstu daga.
Þá var jafnframt tekið fram, að
engar vegabréfsáritanir hefðu verið
gefnar út handa íslendingum þar í
gær.
Dauðarefsing fyrir
eiturlyfjasölu
Washington, AP.
FULLTRÚADEILD Bandaríkja-
þings samþykkti á fimmtudags-
kvöld frumvarp til laga, sem er
ætlað að stemma stigu við eitur-
lyfjavandamálinu. í því er gengið
töluvert lengra en áður og má
nú dæma sérlega harðsvíraða
eiturlyfjasala til dauðarefsingar.
Þá er notkun hersins í barátt-
unni við þennan vágest leyfileg
og í fyrsta skipti er nú leyft að
nota sönnunargögn fyrir rétti,
sem ekki eru fengin með strang-
heiðarlegasta hætti.
Frumvarpið var samþykkt með
392 atkvæðum gegn 16 og bíður
nú umræðu í öldungadeildinni.
Lokasamþykktin var næsta breytt
frá upphaflega frumvarpinu, en það
var í upphafí lagt fram af fulltrúum
beggja flokka. „Þetta frumvarp er
árás á stjómarskrá Banda-
ríkjanna," sagði Peter W. Roding
yngri, en hann er formaður Réttar-
farsnefndar Fulltrúadeildarinnar.
Enn er ekkj ljóst hver örlög frum-
varpsins í Öldungadeildinni verða.
Enn ein sprengingin varð í París í gær, sú fjórða á skömmum tíma. Enginn beið bana í þessari
sprengingu, en 52 manns særðust. Mynd þessi sýnir sjúkraliða og lögreglumenn bera einn hinna
særðu burt af vettvangi.
Afleiðingar hryðjuverkanna í Frakklandi:
Stjórnin takmarkar ferð-
ir útlendinga til landsins
París, AP.
FRANSKA STJÓRNIN greip til umfangsmikilla ráðstafana gegn
hryðjuverkum í landinu um helgina. Gerðist það í kjölfar mikilla
sprengingar, sem varð á Champs-Elysée í París á sunnudag, þar
sem einn lögreglumaður týndi lifi og tveir menn aðrir stórslösuð-
ust.
Þessum nýju ráðstöfunum er
ætlað að stemma stigu við komu
hiyðjuverkamanna til Frakklands,
en ljóst er að þær hljóta að bitna
á almennum ferðamönnum. Þær
fela m.a. í sér reglur um að útlend-
ingar verði að hafa vegabréfsárit-
un til þess að komast til landsins.
Jafnframt verður hermönnum
Qölgað við flugvelli og landa-
mærastöðvar.
Jacques Chirac, forsætisráð-
herra Frakklands, sagði að næstu
6 mánuði yrðu allir útlendingar,
sem kæmu til Frakklands, að hafa
vegabréfsáritun. Undanskildir
væru þó þegnar allra 11 aðild-
arríkja Evrópubandalagsins svo
og Sviss.
Haft var eftir frönskum emb-
ættismönnum í gær, að krafízt
yrði vegabréfsáritana frá og með
deginum í dag. Næstu 15 daga
yrði unnt að fá vegabréfsáritun á
flugvöllum eða á landamæra-
stöðvum, en eftir það yrðu allir
útlendingar að fá áritunina hjá
frönskum sendiráðum áður en
þeir legðu af stað heiman að frá
sér.
Utanríkisráðherrar Svíþjóðar
og Austurríkis mótmæltu þessum
ráðstöfunum í gær, en ferðamenn
frá þessum löndum eiga vafalítið
eftir að verða fyrir óþægindum
af þessum sökum. „Ferðafrelsi
milli landa, sem við höfum unnið
svo ákaft að, á eftir að líða fyrir
þetta," sagði Sten Andersson, ut-
anríkisráðherra Svíþjóðar.
Peter Jankowitsch, utanríkis-
ráðherra Austurríkis, lýsti að-
gerðum frönsku stjómarinnar
sem „hörmulegri tímaskekkju“ og
á það væri litið „alvarlegum aug-
um“, að austurrískir borgarar
væru ekki undanþegnir þessum
aðgerðum. Æskilegast væri, að
undanþáguheimildir hinna nýju
reglna næðu til ríkisborgara allra
vestrænna lýðræðisríkja.
PHILCO
ORYGGIÐ l FYRRUMI
'
'
215lítra
315lítra
450 lítra
550 lítra
140 lítra
300 lítra
I Frystikistur
27.920.-
29.950.-
35.850.-
47.800.-
Frystiskápar:
27.860.-
39.680.-
26.520.-
28.450.-
39.990.-
45.410.-
26.470.-
37.700.-
Philips frystikistur eru klæddar hömruðu stáli.
Philips frystikistur gefa til kynna með sérstöku aðvörunar-
Ijósi ef frostið fer niður fyrir 15°.
Philips frystikistur hafa lykillæsingu.
Philips frystikistum fylgja 2—3 lausar grindur.
Philips frystikistur hafa Ijós í loki.
Philips frystikistur fást í stærðunum 140—550 lítra.
Philips viðgerðaþjónustu getur þú treyst.
Þú kaupir Philips fyrir framtíðina.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI3 - 2Ö455- SÆTÚNI $- S: 2750Q