Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavik
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöaistræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Full atvinna
Flóknar viðræður um
kjamavopnalaust svæði
eftir Arne Olav Brundtland
FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlanda hafa náð samkomulagi um
að kannaðir verði möguleikar á samningi um að Norðurlönd verði
lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. f Noregi hefur þessari ákvörðun
verið tekið með óhemju ánægju af samtökum Igamavopnaandstæð-
inga en miklum efasemdum af formanni utanríkismálanefndar
Stórþingsins, Káre Willoch. Ríkisstjóm jafnaðarmanna virðist hafa
meirihluta þingsins á bak við sig í málinu. Það em miðjuflokkamir,
Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn, sem mynda þann
meirihluta ásamt jafnaðarmönnum. Á valdatíma Willoch-stjómarinn-
ar sýndu Norðmenn ásamt íslendingum meiri varfæmi en hinar
Norðurlandastjómirnar varðandi viðræður embættismanna um þessi
mál. Stjómarskiptin i Osló hafa breytt afstöðunni og em því likur á
að viðræðumar hefjist á næstunni.
Tölur um atvinnuleysi í
ágústmánuði staðfesta
enn einu sinni, að hér á landi
er full atvinna. Þegar verð-
bólgan var enn á uppleið og
virtist á stjómlausum hraða,
var látið að því liggja í stjóm-
málaumræðum, að menn
yrðu að velja á milli verð-
bólgudraugsins annars vegar
og vofu atvinnuleysis hins
vegar. í fámennu þjóðfélagi
eins og okkar væri þó ill
skárra að beijast við fyrr-
nefnda drauginn en vofuna,
þar sem verk hennar bitnuðu
enn harkalegar á einstakling-
um og fjölskyldum en óða-
verðbólgan. Nú hefur tekist
að koma böndum á verð-
bólguna án þess að til at-
vinnuleysis hafi komið. Þetta
er markverður árangur, sem
nauðsynlegt er að hafa í
huga, þegar staða efnahags-
mála er metin.
Þess má sjá mörg merki,
að spenna ríkir á vinnumark-
aðnum. Til dæmis má benda
lesendum Morgunblaðsins á
að líta á auglýsingar um at-
vinnu, sem eru einkum
áberandi á sunnudögum.
Síðastliðinn sunnudag birtust
um 110 slíkar auglýsingar í
blaðinu og í þeim mörgum
var óskað eftir fjölda starfs-
fólks, þannig að þar var
líklega verið að sækjast eftir
starfskröftum á milli þrjú og
fjögur hundruð manns, ef
ekki fleiri. Eins og sjá má af
auglýsingunum spanna þær
yfir allan vinnumarkaðinn.
Um helgina urðu dálitlar
umræður um það, að svo virð-
ist sem starfsfólk í bönkum
hér á landi sé hlutfallslega
fleira en annars staðar á
Norðurlöndum. A það var
bent á móti, að hér væri
umfangsmikil tæknibylting í
bankastarfsemi á döfínni og
auk þess væri ekki unnt að
bera saman rekstur banka í
þéttbýlum löndum og stijál-
býlum eins og okkar. An þess
að afstaða sé tekin til þessa
álitamáls, má varpa þessari
spumingu fram: Er það ekki
ein ástæðan fyrir lágum laun-
um hér á landi, hve margt
fólk er ráðið til stai 'a hjá
ýmsum opinberum fyrirtækj-
um eða hálfopinberum? Væri
unnt að veita sambærilega
þjónustu til að mynda í bönk-
unum með færra starfsfólki
á hærri launum? Eða á
sjúkrahúsum? Eða á dag-
heimilum?
Þegar nú full atvinna blas-
ir við á sama tíma og verð-
bólga fer niður fyrir 10% úr
yfír 100% fyrir þremur árum,
er nauðsynlegt að vinna
skipulega að því að uppræta
það misræmi í tekjum, sem
allir eru sammála um, að setji
svartan blett á þjóðfélagið.
Þetta verður ekki gert nema
rætt sé af hreinskilni um það,
hvað það er, sem veldur því,
að laun eru jafn lág og raun
ber vitni hjá mörgum.
Hreinskipti í stjórnmá-
laumræðum er kannski ekki
það, sem á upp á pallborðið
í þann mund sem kosninga-
þing er að hefjast. Reynslan
segir okkur, að veruleg hætta
sé á því, að umræður um
brýn úrlausnarefni í þingsöl-
unum á komandi vetri eigi
fremur eftir að bera keim af
kosningaskjálfta en leit að
raunverulegum orsökum að-
steðjandi vanda. Þá er einnig
veruleg hætta á því að hald-
laus loforð verði gefin til að
ganga í augun á háttvirtum
kjósendum; loforð, sem koma
þeim síðan í koll, sem hafa
ánetjast vegna þeirra. Því
hefur áður verið haldið fram
hér á þessum vettvangi, að
verðbólguvandinn hafí að
verulegu leyti átt rætur að
rekja til pólitískra ákvarðana.
Yfírboð á stjómmálavett-
vangi í þágu þeirra, sem
lægst hafa launin, hafa átt
verulegan þátt í því launamis-
rétti, sem allir segjast vilja
uppræta.
Nú er einstakt tækifæri til
að horfast í augu við lág-
launavandann. Það er full
atvinna og eftirspum eftir
vinnuafli, böndum hefur verið
komið á verðbólgudrauginn
og ætlunin er að stokka upp
launakerfið í næstu samning-
um. Það er síst af öllu
hlutverk stjómmálamanna að
misnota þær aðstæður, sem
nú ríkja í efnahagslífinu. Sýni
almenningur andstöðu við til-
raunir þeirra til misnotkunar
kann það markmið að nást,
að tryggð sé full atvinna án
verðbólgu og ósæmilegs
launamunar.
Málið virtist því liggja ljóst fyrir
eftir síðasta fund forsætisráðherr-
anna. Búist var við að hlutverk
utanríkisráðherra landanna yrði að
láta hefja undirbúningsvinnu. En
þá kom í ljós að íslenski utanríkis-
ráðherrann, Matthías Mathiesen,
hafði ekki gefið upp á bátinn þá
andstöðu sem hann hafði látið í ljós
í apríl ásamt Svenn Stray, utanrík-
isráðherra Noregs. Þetta varð til
að halda nokkuð aftur af utanríkis-
ráðherrunum. Samkomulag náðist
um að láta yfírmenn í utanríkis-
ráðuneytum landanna fjalla um
málið til að byrja með. Þetta getur
þýtt að undirbúningurinn taki nokk-
uð lengri tíma.
Það er athyglisvert að sjá það
svart á hvítu að utanríkisráiðherra
minnstu þjóðarinnar á Norðurlönd-
um hefur gripið inn í atburðarásina,
en það sem að mínu áliti skiptir
mestu máli pólitískt séð í sambandi
við allt þetta mál er að ný stjóm
hefur tekið við í Noregi.
Auðvitað liggur beint við að vísa
einfaldlega á bug viðræðum nor-
rænna embættismanna um kjama-
vopnalaus svæði eins og Willoch
gerir. Auk þess er hægt að vísa
hugmyndinni frá sér með því að
benda á að Noregur og hin Norðurl-
öndin hafi gengið nógu langt í þá
átt að hafna öllum kjamavopnum
fyrir sitt leyti og fleiri tilslakanir
eigi ekki að koma frá þeim heldur
kjamorkuveldunum, ekki síst Sov-
étríkjunum. Þetta myndi ekki stríða
gegn norskum hefðum og rökunum
að baki meginhugmyndum norskrar
vamarmálastefnu. Hættan við slíka
afstöðu er að hún gæti verið í and-
stöðu við samþykkt Stórþingsins
nr. 225 frá 1984 en í henni náðist
samkomulag um vamarmálastefnu
og jafnframt var hvatt til viðræðna
milli Norðurlandanna innbyrðis.
Grundvallaratriði
Að minni hyggju er það nokkmm
vandkvæðum bundið að beijast
gegn viðræðum um málið milli
Norðurlandanna með því að nota
sem meginröksemd að hlutlaus ríki
geti ekki tekið þátt í að móta að
hluta til vamarmálastefnu ríkis,
sem á aðild að Atlantshafsbanda-
laginu, NATO. Þar með er gefíð í
skyn að slíkt geti aðeins ríkið sjálft
gert hugsanlega í samvinnu við
önnur NÁTO-ríki. Þá hlýtur einnig
að vera rétt að hlutlaust ríki geti
ekki látið embættismenn sína ræða
vamarmál við fulltrúa NATO-ríkis.
Fræðilega er hægt að ímynda sér
að NATO-ríki láti sannfærast um
gildi þeirra röksemda sem hlutlaus
aðili ber fram. Það þyrfti ekki að
vera teikn um stóráfall, miklu frem-
ur um lagfæringu á stefnu. Ekki
er þó mjög líklegt að þetta gerist.
Kjami málsins er að þegar vanda-
mál í vamarmálum Norðurlanda
em annars vegar hefúr sagan sann-
að að hvert einstakt ríki megnar
ekki aðeins að taka fyrst og fremst
afstöðu í samræmi við eigin hags-
muni heldur mætir líka skilningi
og virðingu af hálfu hinna.
Mögulegar embættismannavið-
ræður verða auðvitað fyrst og
fremst að taka tillit til þeirra stað-
reynda að í fyrsta lagi hafa einstök
Norðurlönd markað sér ákveðna
meginstefnu í vamarmálum og um
þær verður ekki deilt og í öðm lagi
að viðræðumar fara fram á þessum
gmndvelli.
Erfiðleikar
Sagan hefur sýnt að þegar um
hefur verið að ræða vamarmál eða
mál er snerta utanríkisverslun hefur
ekki reynst unnt að leysa vandamál-
in eingöngu á norrænum vettvangi.
Sá raunvemleiki, sem gerði að
verkum að ekkert varð úr áætlunum
um norrænt varnarbandalag 1949
og Noregur, Danmörk og ísland
gengu því til liðs við NATO en
Svíar fylgdu áfram hlutleysisstefnu,
er enn í fullu gildi.
Það var ekki önnur Norðurlanda-
þjóð sem varð þess valdandi að
Noregur gekk ekki í Evrópubanda-
lagið 1972 heldur norska þjóðin
sjálf af eigin, fijálsum vilja. Á sama
hátt gátu norsk eða dönsk stjóm-
völd hvorki né vildu sannfæra
sænsku stjómina um hvílík blessun
fylgdi aðild að Evrópubandalaginu.
I sögulegu samhengi er vanda-
málið við norrænar samningavið-
ræður ekki að þær misheppnist
heldur það að þær leiða ekki til
heppilegrar niðurstöðu sem þjóð-
þing allra Norðurlandanna geta
fallist á.
Evrópskt samhengi
Séð með norskum augum er aðal-
viðfangsefnið að geta mótað
hugmyndina um kjarnavopnalaust
svæði þannig að hægt sé að aðlaga
hana víðtækara samkomulagi um
minnkun vígbúnaðar hemaðar-
bandalaga austurs og vesturs í
Evrópu. Ólíklegt er að nokkur norsk
ríkisstjóm myndi styðja hugmynd-
ina um einhliða stefnuyfirlýsingu
Norðurlanda í þessum efnum. Þess
vegna er nauðsynlegt að samtímis
norrænu viðræðunum ýti öll Norð-
urlönd hvarvetna undir viðleitni til
afvopnunar á alþjóðavettvangi.
Fram til þessa hafa Norðmenn
líklega verið mest áfram um að
benda á hve samskipti austui-s og
vesturs em mikilvægur þáttur í við-
ræðunum um kjamavopnalausa
svæðið. Ef hlutlausu Norðurlöndin
fallast á þetta sjónarmið eftir við-
ræðumar verður það auðvitað ekki
til að veikja málflutning Norð-
manna.
Nærliggjandi
landsvæði
Annað atriði er krafan um fækk-
Fram til þessa hafa Norð-
menn líklega verið mest
áfram um að benda á hve
samskipti austurs og vestur
eru mikilvægur þáttur í við-
ræðunum um kjarnorku-
vopnalausa svæðið.
un kjamavopna á svonefndum
nærliggjandi landsvæðum og haf-
svæðum. Er þá gert ráð fyrir að
sjálft svæðið takmarkist við Norð-
urlöndin sjálf og landhelgi þeirra.
Þetta atriði hefur verið mjög til
umræðu í Noregi og fengið nokkuð
ólíka umfjöllun í Svíþjóð og Finn-
landi.
Svíar hafa sett sem skilyrði að
Eystrasaltið verði á einhvem hátt
með í dæminu, annaðhvort allt eða
hluti þess. Það væri út í hött að
Svíar tækju enn skýrar fram að
þeir hygðust ekki koma sér upp
kjarnavopnum en samtímis gætu
sovésk skip, bókstaflega hlaðin
slíkum vopnum, í besta yfirlæti siglt
fram og aftur með ströndum
Svíþjóðar.
Ný stefna Finna
Eftir að Váyrynen utanríkisráð-
herra fékk það hlutverk í sumar
að móta stefnu Finna í norrænu
viðræðunum er það nokkuð ljóst að
Finnar munu sýna kröfunni um
fækkun sovéskra kjarnavopna á
Eystrasalti og nærliggjandi land-
svæðum meiri skilning en áður.
Þetta er reyndar merki stefnubreyt-
ingar af hálfu Finna.
En jafnvel þótt Sovétmenn hafi
gefið í skyn að taka megi kjama-
vopn þeirra, bæði á Eystrasalti og
nærliggjandi svæðum, með í reikn-
inginn þá er ekki búið að leysa
vandamál varðandi eftirlit með
vopnabúnaðinum en það geta Norð-
urlöndin ekki annast sjálf af
tæknilegum ástæðum.
Eftirlit
f svonefndri Colding-skýrslu,
sem gefin var út í Noregi, var gert
ráð fyrir að Norðurlöndin yrðu að
fá aðstoð kjamorkuveldanna og
annarra NATO-landa með nægilega
tækniþekkingu hvað snerti eftirlitið
fyrrgreinda. Segja má að þetta sé
í samræmi við þá skoðun að kjam-
orkuveldin verði að leggja málinu
lið með því að heita að hvorki nota
né hóta að nota kjamavopn gegn
ríkjunum á svæðinu.
Viðræðumar verða m.a. að snú-
ast um hvemig hægt sé að tryggja
á þennan hátt að vopnabannið verði
haldið. Við getum ímyndað okkur
að einn aðilinn, til dæmis Banda-
ríkin, sendi frá sér skýrslu um að
Sovétmenn hafí brotið áður sam-
þykkt ákvæði um minnkun vopna-
búnaðar í Eystrasalti. Þá sjáum við
fyrir okkur nýja og harla óvenjulega
stöðu í samskiptum hlutlausu Norð-
urlandanna við önnur ríki þar sem
þau gætu beinlínis dregist inn í
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
35
deilur austurs og vesturs en hlut-
leysisstefna þeirra á einmitt að
koma í veg fyrir slíkt.
Hafnarað staða
Sé gert ráð fyrir að annað risa-
veldið minnki vopnabúnað sinn
hljóta menn að gera hliðstæðar
kröfur til hins jafnvel þótt land-
fræðileg nálægð Sovétríkjanna og
einkum flotaumsvif þeirra séu
þyngri á metunum.
Þetta gæti stangast á við þörf
Norðmanna, Dana og íslendinga
fyrir fijálsa og sveigjanlega sam-
vinnu í flotamálum við Bandaríkin
og Bretland en á þeirri samvinnu
byggist að miklu leyti vamarstefna
þessara þriggja Norðurlandaþjóða
og pólitískur stöðugleiki á Norður-
löndum.
Ræða yrði stefnuna gagnvart
skipum sem flutt geta kjarnavopn,
líklega með það í huga að kjarn-
orkuveldin hvorki játa því né neita
að skipin flytji kjarnavopn þegar
þau koma við í höfnum Norðurland-
anna. Ef kjarnavopnalausa svæðið
á Suður-Kyrrahafí er notað sem
fyrirmynd er rétt að minna á að
þátttökuríki þess ákveða algjörlega
upp á eigin spýtur stefnuna gagn-
vart viðkomum herskipa frá kjarna-
veldunum.
Ólík sjónarmið
Þarna er um að ræða eitt af
þeim mörgu atriðum þar sem ólík
stefna Norðurlandanna í varnar-
málum mun skipta máli í viðræðun-
um. Grundvallarmunur er á stefnu
norrænu NATO-landanna annars
vegar og Finnlands hins vegar er
afstaðan gagnvart aðstoð frá
bandalagsríkjum er til umræðu.
Norrænu NATO-löndin leggja
áherslu á að sýna með heræfingum
að hjálp geti borist þeim frá banda-
mönnunum og muni gera það ef
þörf krefur. Með þessu er reynt að
koma í veg fyrir að nauðsynlegt
verði að biðja um slíka aðstoð.
I vináttusamningi Finna og Sov-
étmanna er gert ráð fyrir að við
vissar aðstæður fái Finnar hjálp
verði á þá ráðist. En aðrir Norður-
landabúar skilja vel að vináttu-
samningurinn er ekki það sama og
hemaðarbandalag og sömuleiðis að
Finnar hafa stefnu í varnarmálum
sem miðar að því að ekki skapist
aðstæður er gefi tilefni til hernaðar-
aðstoðar.
Markmiðið í varnarmálum er því
í sjálfu sér það sama þótt beitt sé
mismunandi aðferðum í milliríkja-
samskiptum.
Samþykki NATO
Úrslitaatriði er hvernig samning-
urinn verður túlkaður með tilliti til
aðstoðar frá bandamönnum og
möguleg brot kjarnavopnabanninu
í því sambandi.
Hvað snertir Noreg og Dan-
mörku er Ijóst að samning um
kjamavopnalaus Norðurlönd verður
að aðlaga hernaðaráætlunum
NATO. Þetta er grundvallarvanda-
mál sem hingað til hefur verið talið
næstum óieysanlegt. En Norðmenn
setja auðvitað það skilyrði fyrir
samkomulagi að NATO samþykki
það. í norskum stjómmálum koma
sem stendur tveir möguleikar til
greina þegar ríkisstjómarmyndun á
sér stað. Hvorug stjórnin gæti
hugsað sér að fórna NATO-aðild-
inni fyrir hugsanlegt samkomulag
um kjarnavopnalaust svæði á Norð-
urlöndum. Aftur á móti er nokkur
munur á því hve mikil áhersla er
lögð á að taka tillit til mögulegrar
andstöðu NATO-ríkja utan Norður-
landanna við samninginn.
Gefíð hefur verið í skyn að nor-
rænar viðræður megi ekki snúast
um hernaðaráætlanir NATO. Vafa-
Iaust er hægt að koma í veg fyrir
það en varla geta þátttakendur
rætt saman án þess að áætlanir
NATO og andstaða bandamann-
anna séu jafnframt hafðar í huga.
Norrænu viðræðumar verða ekki
auðveldar.
Höfundur er sérfræðingur í
öryggis- og ufvopnunarmálum hjá
Norsku utanríkismáíastofnuninni
og ritstjóri tímaritsins Inter-
nasjonaJ Poiitikk.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Breytingar á ríkisstjórn
Chun virðast ekki fyrirboði
um sveigjanlegri stefnu
Suður-Korea:
Breytingar þær sem Chun forseti Suður-Kóreu gerði nú nýlega
komu fáum á óvart og eru ekki líklcgar til að hafa umtalsverð
áhrif á störf og stefnu stjórnarinnar. Orðrómur hafði verið á
kreiki frá því í sumar, þess efnis að Chun hygðist gera róttækar
breytingar á forystuliði Lýðræðislega réttlætisflokksins og fylgdu
þær í kjölfar tilkynninga flokksins um að gerð skyldu drög að
nýrri stjórnarskrá. Þessi drög verða kynnt þjóðinni á næstunni
og má búast við mjög hatrammri gagnrýni stjórnarandstöðunn-
ar. Þá gagnrýni getur stjórnin þrátt fyrir allt, ekki leitt hjá sér
og reynir því ugglaust að vanda til alls undirbúnings.
Stjórnmálafréttaritarar benda
á að það sem tíu nýir kóresk-
ir ráðherrar eigi sameiginlegt sé
tryggð þeirra við Chun forseta.
Sex nýju ráðherranna koma rak-
leitt úr forystusveit Lýðræðislega
réttlætisflokksins (LRD) og vest-
rænn sendiráðsmaður í Seul sem
ekki vildi láta nafns síns getið
sagði í viðtali við vikuritið Far
Eastern Economic Review, að
„sem hópur virtust þeir ekki á
neinn hátt hæfari stjórnmálamenn
en forverar þeirra“. Haft er fyrir
Roh
satt að þeir séu, ef nokkuð er, enn
litlausari persónuleikar.
Þessar breytingar vom án efa
gerðar fyrst og fremst til þess að
draga úr sviðsljósinu nokkra
sterka menn, sem óneitanlega
hafa verið hcldur kauðskir í störf-
um sínum. Þar er fyrstur nefndur
fyrrverandi mennta- og upplýs-
ingamálaráðherra, Lee nokkur
Won Hong. Og íþróttamálaráð-
herrann var settur af, en hann
mun áfram verða forseti Ólympíu-
nefndarinnar vegna Ólympíuleik-
anna í Suður-Kóreu eftir tvö ár.
Það vakti ekki minni athygli
hveijir vom látnir sitja um kyrrt
en hverjir nýir komu inn í stjórn-
ina. Ráðherrarnir sem hafa farið
með menningar- og dómsmál hafa
legið undir ámæli fyrir mjög harð-
skeytt viðbrögð við óeirðum og
gagnrýni stúdenta. Sömuleiðis
hafa þeir verið gagnrýndir fyrir
aðbúnað sem pólitískir fangar
hafa sætt í fangelsum. Báðir þess-
ir ráðherrar sátu sem fastast.
Eins og áður segir höfðu verið
gerðar breytingar á forystu LRF
skömmu áður en ráðherraskiptin
voru kunngerð. Augljóst var þó
að ekki var eining um þær breyt-
ingar og ýmsar yfirlýsingar vom
gefnar um ný vinnubrögð flokks-
ins sem ekki komu heim og saman
við fyrri orðsendingar. Kannski
er fullmikið að segja að flokkurinn
sé byggður upp af tveimur mönn-
um og standi og falli með þeim
en þó er ekki vafí á því að þessir
tveir menn eiga allt sitt undir
flokknum — og flokkurinn á allt
Chun
sitt undir þeim. Þetta er vitanlega
Chun forseti og Roh Tae Woh,
formaður flokksins. Rot er fyrr-
verandi hershöfðingi og gegndi
lykilstöðu í valdaráninu árið 1980,
sem kom síðan Chun til valda.
Mennirnir tveir gera sér mæta vel
grein fyrir því að hvomgur getur
án hins verið, að minnsta kosti
meðan þeir halda til streitu núver-
andi harðræðisstefnu. Roh er
talinn líklegur eftirmaður forset-
ans, svo fremi Chun standi við
yfirlýsingar sínar og segi af sér
embætti árið 1988.
Með það f huga hversu valdið
í flokknum er í raun á fárra hönd-
um og margir úr forystusveitinni
nánast viljalaus verkfæri í hönd-
um tvímenninganna, er líka
augljóst að þeir hafa ráðið breyt-
ingum á ríkisstjóminni og í
forystuliðinu og væntanlega ekki
þurft að leita eftir nema mála-
myndasamþykki við ákvarðanim-
ar sem þeir tóku. Eins og áður
segir komu mannaskiptin ekki á
óvart og þær gefa ekki til kynna
að Chun forseti hafí í huga að
lina tökin á næstunni. En hann
virðist njóta stuðnings formanns-
ins Roh við hvaðeina sem hann
tekur sér fyrir hendur. Það út af
fyrir sig gefur svo til kynna, að ■
þótt Roh setjist í forsetastól eftir
tvö ár sé ekki trúlegt að hann
muni telja ástæðu til breytingar
sem hnigju í lýðræðisátt.
Þó segja sérfræðingar að Roh
sé langtum „vestrænni" í hugsun
og virðist hafa áhuga á að efla
enn vestræn áhrif í landinu.
Sömuleiðis virðist hann reyna að
tileinka sér framkomu ýmissa
vestrænna leiðtoga og vilji í senn
vera föðurlegur, afdráttarlaus og
vís. Roh hefur ekki verið jafn
ósveigjanlegur gagnvart stjórnar-
andstöðunni upp á síðkastið og
áður og hann hefur til dæmis lýst.
vilja að hitta Kim Young Sam
einn af leiðtogum stjómarand-
stöðunnar. Kim hefur ekki fallizt
á að eiga fund með Roh, nema
Kim Dae Jung
því aðeins að stjórnarandstöðufor-
inginn Kim Jae Jung — og sá
stjómarandstæðingur, sem hvað
mestra vinsælda nýtur í Suður-
Kóreu — fái að sitja þann fund
með honum. Roh hefur fram til
þessa ekki getað sætt sig við það,
enda veit hann sem er að Kim
Jung er sá sem alvarlegast ógnar
valdastöðu núverandi forystu-
manna.
Búast má við því að oft dragi
til tíðinda í Suður-Kóreu á næstu
vikum og mánuðum, þegar stjóm-
in fer að glíma við stjómarskrár-
drögin fyrir alvöru og verður
samtímis að kljást við gagnrýni
frá stjórnarandstöðunni, óeirðir
innanlands og síðast en ekki sízt
gagnrýni frá ýmsum vestrænum
leiðtogum, sem blöskrar harðýðg-
isleg stefna Chuns og margsönn-
uð mannréttindabrot. Þeir Chun
og Roh mega án efa hafa sig alla
við ef þeir ætla að klára sig af
öllu þessu.
(Hcimildir: Far Eastern
Economic Rcview.)
*
¥