Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
43
Morgunblað,ð/He|Ki Bjamason Biskup tsiands og prestarnir sem viðstaddir voru athöfnina, f.v.: Hreinn S. Hákon-
Biskup, sóknarbörn og gestir utan við Rauðamelskirkju að lokinni hátíðarguðs- arson sóknarprestur; Ingiberg J. Hannesson prófastur; biskup Islands herra Pétur
þjónustu. Sigurgeirsson; Þorbjörn Hlynur Árnason og Árni Pálsson.
Hnappadalur:
lOOáraafmæli
Rauðamelskirkju
— Rifjuð upp frásögn séra Arna Þórarinssonar af
vígslu kirkjunnar og innsetningu hans í embætti
Rauðamelskirkja í Hnappa-
dal er 100 ára um þessar
mundir, hún var vígð 10. októ-
ber 1886. Afmælisins var
minnst við guðsþjónustu síðast-
liðinn sunnudag. Biskup ís-
lands, herra Pétur Sigurgeirs-
son, prédikaði og séra Ingiberg
J. Hannesson prófastur á Hvoli
og sóknarpresturinn, séra
Hreinn S. Hákonarson, þjónuðu
fyrir altari. Fallegt veður var
á sunnudag og kom fjöldi fólks
til guðsþjónustunnar, svo að
margir þurftu að vera utan
kirkju. Athöfnin var hin hátíð-
legasta.
Hátíðarguðsþjónusta í
tilefni afmælisins
Rauðamelskirlq a er staðsett á
Ytri-Rauðamel í Eyjahreppi. Bæj-
arstæðið er fallegt. Þama hefur
verið kirkja frá árinu 1570, en
nokkmm árum áður var lögð nið-
ur fyrri kirkja sóknarinnar sem
var í Haffjarðarey. Kirlqan á
Rauðamel var vígð 10. október
1886 af Eiríki Kúld prófasti Snæ-
fellinga og var séra Ami Þórarins-
son þá jafnframt settur inn í
embætti í Miklaholtsprestakalli.
Séra Ámi vígðist þetta ár til
prestakallsins, 26 ára gamall, og
þjónaði þar í 48 ár, eða nærri
helming þess tíma sem liðinn er
frá vígslu Rauðamelskirkju. Hann
bjó síðasta hluta starfstíma síns
á Stóra-Hrauni.
í prédikun sinni riflaði biskup
Séra Árni Þórarinsson á Stóra-
Hrauni.
upp frásögn séra Áma af vígslu-
degi kirkjunnar. Frásögnin er í
þriðrja bindi æviminninga séra
Áma, Hjá vondu fólki, sem Þór-
bergur Þórðarson skráði. Af-
mælisguðsþjónustan síðastliðinn
sunnudag minnti um margt á
vígsludag kirkjunnar, hér á eftir
fer frásögn séra Áma:
Vígsla kirkjunnar og
innsetning séra Arna
í embætti
„Á sunnudaginn riðum við upp
að Rauðamel ytra í Eyjahreppi.
Þar ætlaði prófastur að setja mig
inn í embættið og vígja um leið
nýgerða kirkju. Þennan dag var
fagurt veður. Þá dreif að svo mik-
inn fjölda fólks til messu á
Rauðamel að sumir urðu að híma
utan kirkju. Þar var kominn séra
Eiríkur Gíslason, þá prestur á
Breiðabólsstað á Skógarströnd,
séra Snorri Norðfjörð prestur í
Hítamesi, Þórður Þórðarson
dannebrogsmaður og hreppstjóri
á Rauðkollsstöðum og sóknar-
nefndarmenn Rauðamelssóknar.
Þar vom og tveir kirkjueigendum-
ir, þeir Kristján Þórðarson á
Rauðamel og Sigurður Jónsson
að Þverá, en þriðji eigandinn var
fjarstaddur. Það var Þórður Þórð-
arson á Höfða.
Svo hófst hátíðin. Fyrst vígði
prófastur þetta nýja guðshús. Að
því loknu hélt hann innsetningar-
ræðu og setti mig inn í embættið.
Þá tók við messan og ég flutti
fyrstu guðsþjónustu mína, sem
vígður prestur. Þá var 10. dagur
októbermánaðar að áliðnum
dep.“
5 prestar á 100 árum
Þegar séra Ámi hætti, árið
1934, vfgðist til prestakallsins
séra Þorsteinn Lúther Jónsson.
Hann var sóknarprestur Rauða-
melskirkju í 27 ár, eða til ársins
1961 er hann fékk Vestmannaeyj-
ar. Hann sat lengst af í Söðulsholti
eins og þeir prestar sem sfðan
Þrír ættliðir, afkomendur séra Árna Þórarinssonar, þau tengjast
öll Rauðamelskirkju, hafa ýmist verið skírð þar eða fermd, f.v.:
Þorbjörn Hlynur Arnason, Anna Árnadóttir og Árni Pálsson.
hafa þjónað Rauðamelssókn. Árið
1961 vígðist séra Ámi Pálsson til
prestakallsins og þjónaði þar í rúm
10 ár. Séra Ámi er nú prestur
Kársnessóknar í Kópavogi. Hann
er dóttursonur séra Áma Þórar-
inssonar. Séra Einar Jónsson, nú
prestur í Ámesi á Ströndum,
vígðist til Söðulsholts árið 1972
og þjónaði þar í 10 ár og frá
1982 hefur núverandi sóknar-
prestur, séra Hreinn S. Hákonar-
son, setið Söðulsholt.
Þegar séra Ámi kom í sókn
sína fyrir hundrað ámm hvíldi
bamslík á böram á bæ einum í
sókninni. Hann vildi síður að
fyrsta aukaverk sitt í sókninni
yrði jarðarför og óskaði því eftir
að fá að skíra bam sem þá var
nýfætt á Rauðkollsstöðum. Þetta
var stúlkubam, dóttir Ásgeirs
sonar Þórðar hreppstjóra á Rauð-
kollsstöðum. Var það auðsótt
mál. Bamið var skírt Halldóra.
Hún giftist Þorleifí hreppstjóra
Sigurðssyni, bróður Elísabetar
konu séra Áma og bjuggu þau
að Þverá. Árið 1961, þegar séra
Ámi Pálsson dóttursonur Áma
Þórarinssonar kom í Söðulsholt,
stóð hann í sömu sporam og af-
inn. Hann fékk að byija á því að
skíra bam, en fyrsta jarðarförin
var útför Halldóra Ásgeirsdóttur
á Þverá sem afi_ hans hafði skírt
75 áram áður. Ámi Pálsson rifj-
aði þetta upp í hófi sem sóknar-
bömin buðu til í Laugagerðisskóla
að afmælismessunni lokinni. Með
Áma var móðir hans, Anna, dótt-
ir séra Áma, 85 ára gömul og
sonur hans, séra Þorbjöm Hlynur
á Borg á Mýrum.
Umbætur á kirkjunni
Vegna afmælis Rauðamels-
kirkju hefur söfnuðurinn gert
veralegar umbætur á kirkjunni.
Hún hefur verið máluð að innan
og utan og teppalögð. Kirlq'an
hefur verið girt af og gert við
girðinguna kringum kirkjugarð-
inn. Það kom fram við messuna
að elsti gripur kirlqunnar er
kirkjuklukka frá 1703.
- HBj
Stykkishólmskirkja:
Allri steypuvinnu lokið
Stykkishólmi.
ENN koma myndir af Stykkis-
hólmskirkju í smíðum og það ekki
af tilefnislausu því nú var flaggað
hæst við hún á hæsta toppi til
merkis um að miklum áfanga væri
náð, eða allri steypuvinnu lokið. En
þó nú sé svona komið málum er
ekki lítið eftir og hvenær hún verð-
ur komin á það stig að hægt verði
að taka hana í notkun er ekki vit-
að. Það er svo annað mál og kannski
aðalmál. Skyldi maður þurfa að
hugsa til orða Páls gamla Olafsson-
ar þegar hann kvað sitt snilldar-
kvaeði um timann þar sem hann er
að velta áranum fyrir sér eins og
margir gera nú um kirkjubygging-
una: Hvenær henni verði lokið.
Það get ég ekki giskað á
en gamall held ég verði þá.
En það þarf ekki að vera því
samvinna og áhugi þarf að vera í
fyrirrúmi og þá gengur þetta allt.
En hvað sem má um kirkjuna segja
bæði hvað stærð og munað áhrær-
ir, geta menn verið sammála um
að þetta verður mikið mannvirki á
áberandi stað og eftir henni verður
tekið.
<
Flaggað á turni Stykkishólms-
kirkju í tilefni mikilla tímamóta.
MorgunblaðiðZÁrni Helgason