Morgunblaðið - 16.09.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 16. SEPTEMBÉR 1986
45
arinnar og meðallaunum á starfs-
ævinni. Venjan er sú, að menn hafi
um 60% af meðallaunum sínum, en
ríkisstarfsmenn halda 75% af þeim
iaunum sem þeir höfðu áður en
þeir fóru á eftirlaun.
Um 70 af hundraði launamanna
njóta viðbótartryggingar frá vinnu-
veitendum sínum. Yfirleitt hefur
það í för með sér að lífeyrir ásamt
viðbótinni nær 3A af þeim launum
sem viðkomandi hafði áður en hann
fór á eftirlaun.
Ráðningu lýkur sjálfkrafa þegar
eftirlaunaaldri er náð, en hægt er
með samningum, bæði einstaklinga
og hópa, að kveða á um að starfs-
maður hætti stöfum fyrr. Þar að
auki er leyfilegt að segja eldri
starfsmönnum upp þeim störfum
sem þeir gegna, til dæmis ef sam-
dráttur verður í greininni, í því
skyni að samræma aldur starfs-
manna eða til þess að breyta röð
þeirra sem ráðnir eru í æðstu stöð-
ur fyrirtækis. Stéttarfélög og
atvinnurekendur vinna saman að
því að útvega eldri starfsmönnum
önnur störf og léttari svo þeir geti
haft svipaðar tekjur og þeir höfðu
áður. Þegar eldri starfsmönnum er
sagt upp getur fyrirtæki greitt þeim
uppbót á atvinnuleysisbætur svo að
heildartekjur þeirra verði til jafnað-
ar þær sömu og þeir höfðu áður.
Atvinnuleysi er talsvert algeng-
ara hjá rosknu fólki en miðaldra.
Þótt þeir sem eru sextugir og eldri
geti farið á eftirlaun er atvinnu-
leysi hjá fólki sem er á aldrinum
60 til 65 ára meira en tvöfalt meira
en til jafnaðar.
Oft er sagt að erfitt sé að finna
ný störf handa eldra fólki. Fyrir-
tæki sem ráða til sín þá sem erfitt
eiga með að fá störf annars staðar
geta fengið allt að 80% launakostn-
aðar í styrk, þó aldrei lengur en í
tvö ár. Fyrirtæki eiga jafnframt
kost á lánum til þess að færa út
kvíamar og að ráða til sín þá sem
erfítt eiga uppdráttar á vinnumark-
aði.
Verkalýðssamtökin, DGB, hafa
sett fram kröfur um breytilegan
eftirlaunaaldur, á þann veg að bæði
konum og körlum gefist kostur á
að fara á eftirlaun við 60 ára aldurs-
markið. Jafnframt hefur verið
rekinn áróður fyrir kynjajafnrétti í
lífeyrismálum. Vegna hins mikla
atvinnuleysis (þegar þetta er ritað
eru 2 milljónir manna atvinnulausar
og 1 milljón hluta ársins) sagði
Kohl kanslari í stefnuyfírlýsingu
ríkisstjómar sinnar að hann stefndi
að því að gera mönnum kleift að
fara fyrr á eftirlaun en verið hefur.
Af þeim sem em 65 ára og eldri
njóta 6% aðstoðar félagsmálayfir-
valda og enn fleiri ættu rétt á
henni. Nefnd á vegum sambands-
stjómarinnar hefur undanfarið
fjallað um það hvort rétt væri að
taka upp almennan ellilífeyri vegna
þessa.
Þýska alþýðulýðveldið
Eftirlaunaaldur er 60 ár fyrir
konur og 65 ár fyrir karla. Reglum
samkvæmt eiga þeir einir rétt á
eftirlaunum sem unnið hafa Iauna-
vinnu f 15 ár eða lengur.
Upphæð eftirlaunanna fer eftir
því hve lengi fólk hefur unnið og
hve há launin hafa verið. Uppbót
er greidd þeim sem hafa fyrir öðmm
að sjá.
Vinnuaflsskortur veldur því að
stjómvöld hvetja fólk til þess að
halda áfram störfum eftir að eftir-
launaaldri er náð. Eftirlaunaþegar
sem haldið hafa áfram störfum
hafa síðan 1977 notið bæði launa
og eftirlauna án skerðingar. Sett
hafa verið lög sem heimila fólki að
halda áfram störfum ef „hæfni,
þekking og óskir" standa til. Fyrir-
tækjum ber skylda til þess að haga
vinnustöðum í samræmi við þarfír
roskinna starfsmanna. Eftirlauna-
þegar eiga rétt á hlutastörfum og
þeir geta neitað að vinna eftirvinnu
og vinnu á næturþeli.
Um það bil fímmtungur eftir-
launaþega gengur enn til vinnu.
Bretland
Venjulegur ellilífeyrisaldur er 60
ár hjá konum og 65 hjá körlum.
Réttur til eftirlauna úr almanna-
tryggingum er í raun bundinn því
skilyrði að menn hafí stundað laun-
aða vinnu. Upphæð eftirlauna ræðst
af starfsaldri í ámm. Ef menn
fresta töku eftirlaun hækka þau.
Hámarkstími sem menn geta frest-
að töku eftirlauna er 5 ár og
hækkun eftirlauna er mest 37%.
Lítilsháttar launavinna, að hámarki
52 sterlingspund á viku, skerðir
ekki eftirlaunagreiðslur. Ef tekjur
em hærri skerðast eftirlaunin hlut-
fallslega. Skilyrðið um að fólk hafi
stundað launaða vinnu fellur niður
við 65 ára aldur hjá konum og 70
ára hjá körlum. Eftir það eiga allir
skilyrðislausan rétt á eftirlaunum.
Þeir sem em eldri en 80 ára og
fatiaðir fá sérstaka lífeyrisuppbót.
Axel Jóhann
á Kaffi Gesti
Myndlistarsýning stendur nú
yfir á kaffihúsinu Kaffi Gestur.
Þar sýnir Axel Jóhann pastel-
og acrýl-myndir.
Sýningin stendur til 21. þessa
mánaðar og verður opin frá kl.
11.30—15.00 þessa daga.
1978 tóku gildi reglur um við-
bótartryggingu úr almannatrygg-
ingum. Þar er tekið mið af launum
á starfsævinni. Barnauppeldi og
gæsla sjúkra og aldraðra í heima-
húsum er talin jafngild launavinnu.
Kerfíð kemur að fullu til fram-
kvæmda 1998.
U.þ.b. helmingur allra sem hafa
atvinnu eiga aðild að eftirlaunakerf-
um sem samið hefur verið um milli
einstakra atvinnurekenda og starfs-
manna þeirra.
Venjulega miðast eftirlaunin við
þau laun sem eftirlaunaþeginn fékk
næst áður en hann hætti störfum.
Vinnandi fólk er skyldugt til þess
að vera í eftirlaunasjóði. Það er
atvinnurekandinn sem ákveður
hvort lífeyrisgreiðslur renna í einka-
sjóð eða opinberan sjóð.
Sjálfstæðir atvinnurekendur fá
gmnnlífeyri en enga uppbót. Hver.
sem náð hefur ellilífeyrisaldri en á
hvorki rétt til greiðslu úr opinberum
sjóði né sjóði í einkaeign á rétt á
sérstökum styrk sem sækja verður
um og er veittur eftir mati á þörf
umsækjenda. Sama gildir um þá
sem einungis njóta lágra eftirlauna.
Ríkisstjórnin leggur sig í líma við
að koma í veg fyrir að aldraðir fái
aðra meðferð á vinnumarkaði en
aðrir. Ellilífeyrisþegar geta þannig
skráð sig atvinnulausa eins og hver
annar og eiga rétt á starfsþjálfun.
Tilgangurinn með þessu er að reyna
að sjá til þess að hinir hæfustu fái
störfín án tillits til aldurs. Á ámnum
eftir stríð hefur dregið úr atvinnu-
þátttöku eldri karla um allt að
helmingi, en hlutfall roskinna
kvenna á vinnumarkaði hefur hald-
ist óbreytt. Um það bil íjórðungur
karla heldur áfram störfum eftir
að 65 ára aldri er náð og sama
má segja um næstum helming sex-
tugra kvenna. Tíundi hver maður,
karlar jafnt sem konur, er enn í
vinnu 72ja ára, flestir þó í hluta-
störfum.
Til þess að draga úr atvinnuleysi
er fólk í sumum greinum hvatt til
þess að hætta störfum fyrr en ella.
Hér er um að ræða karla sem em
orðnir 64ra ára, konur sem orðnar
em 59 ára og karla á aldrinum 60
til 63ja ára sem ekki hafa fullt
vinnuþrek. Atvinnurekanda er gert
skylt að ráða atvinnulaust fólk í
stað þeirra sem hætta störfum með
þessu lagi. Þeir sem láta af störfum
fá greiddar bætur fram að þeim
tíma sem þeir komast á venjubund-
in eftirlaun.
Ríkið og atvinnurekandinn skipta
jafnt með sér kostnaðinum af þess-
um bótagreiðslum. Þetta fyrir-
komulag er þó hugsað til bráða-
birgða og er ákvörðun tekin árlega
um endurnýjun.
Ef kemur til uppsagna kreljast
verkalýðsfélögin þess venjulega að
þeir sem lengstan hafa starfsaldur-
inn njóti forgangs til starfa en þeim
sé sagt upp fyrst sem skemmst
hafa unnið. Eldra verkafólk nýtur
góðs af þessu.
Til er vinnumiðlun í einkaeign
sem sérhæfír sig í að útvega þeim
vinnu sem orðnir eru sextugir.
Nokkur samtök aldraðra reyna líka
að hjálpa rosknu fólki að verða sér
úti um störf og veita upplýsingar
um fyrirtæki á viðkomandi stöðum
sem fús væru að ráða eldra fólk í
vinnu.
Á ýmsum sviðum atvinnulífsins
er eldra fólki séð fyrir léttari störf-
um þar sem ekki er rekið á eftir
og stundum jafnvel hlutastörfum.
Oháð samtök einstaklinga reka
140 svokallaðar „vinnustofur" þar
sem öldruðu fólki gefst kostur á
að koma og vinna allt að tveimur
tímum á dag. Stundum taka sveit-
arfélögin að sér rekstur þessara
vinnustofa en flestar eru reknar
fyrir ftjáls framlög, oftast frá ein-
hverjum góðgerðarfélögum.
Frakkland
Nokkur lífeyriskerfi með skyldu-
aðild ná til allra launamanna og
hluta sjálfstæðra atvinnurekenda.
Kerfíð er mismunandi eftir sviðum
atvinnulífsins. Framtil 1. apríl 1983
náðist fullur eftirlaunaréttur karla
við 65 ár að því gefnu að viðkom-
andi hefði greitt í lífeyrissjóð í
minnst 37 og hálft ár. Sá sem unn-
ið hefur skemur fær eftirlaun í
hlutfalli við lengd starfsævinnar. í
reynd var samt algengast að menn
hættu störfum sextugir og fengju
því hlutfallslega lægri eftirlaun.
Konur og þeir sem gegnt hafa sér-
staklega erfíðum störfum eiga rétt
á eftirlaunum sextugir. Nú eiga
allir réttinn á eftirlaunum sextugir
ef þeir uppfylla skilyrðin um að
hafa greitt í lífeyrissjóð í 37 og
hálft ár.
Nær allir launþegar og einnig
sjálfstæðir atvinnurekendur eiga
aðild að einhveijum þeirra 600
lífeyrissjóða sem starfa. Þeir sem
fá lág eftirlaun eða engin geta feng-
ið ellistyrk frá ríkinu sem nemur
um 60% af lögbundnum lágmarks-
launum. Vinnumiðlun ríkisins sér
um einhveija vinnumiðlun fyrir
aldraða. Eftirlaunaþegargeta skráð
sig atvinnulausa. Ifyrirtæki sem
ráða til sín menn eldri en 45 ára
sem gengið hafa atvinnulausir
síðustu 12 mánuðina fá greidda til-
tekna upphæð frá ríkinu enda sé
viðkomandi ráðinn til eins árs hið
minnsta. Ekki hefur reynst mikill
áhugi í atvinnulífinu á þessum
styrkjum.
Nær helmingur atvinnulausra er
yngri en 25 ára. Eldra fólk er ekki
hvatt til þess að fá sér vinnu, held-
ur þvert á móti að „rýma til fyrir
þeim sem yngri eru“. Verkalýðs-
félögin betjast fyrir styttri vinnu-
tíma og lægri eftirlaunaaldri. Eitt
af öflugustu félögunum krefst þess
Sjá næstu síðu
Loðnunefnd:
Tilkynningar um
móttökurými og verð
SAMÞYKKT var í Verðlagsráði sjávarútvegsins 10. september sl.
að verðlagning á loðnu yrði frjáls frá og með gærdeginum, 15. sept-
ember, til 14. október nk. Vegna ákvörðunar verðlagsráðsins, hefur
Morgunblaðinu borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Loðnunefnd.
„Samkvæmt tilkynningu Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins er þessi
ákvörðun byggð á því að loðnuverk-
smiðjur tilkynni til Loðnunefndar
móttökurými á loðnu eins og verið
hefur. Jafnframt tilkynni verk-
smiðjumar til Loðnunefndar hvaða
verð þær muni greiða fyrir það
loðnumagn sem þær tilkynna mót-
töku á. Það verð skal miðast við
16% fituinnihald og 15% fítufrítt
þurrefni. Jafnframt skulu verk-
smiðjur tilkynna um breytingar til
hækkunar eða lækkunar fyrir hvert
prósentustig, sem þurrefni og fitu-
innihald víkur frá ofangreindri
verðviðmiðun.
Tilkynningar til Loðnunefndar
um verð skulu gilda í minnst sjö
daga, en kaupendur og seljendur
geta í einstökum tilvikum samið um
breytingar á áður tilkynntu verði.
Vegna ofangreindrar ákvörðunar
vill Loðnunefnd vekja athygli á eft-
irfarandi reglum sem gilda um
tilkynningar um móttökurými og
verð til Loðnunefndar:
1. Útgefíð móttökurými skal mið-
ast við miðnætti og skal Loðnu-
nefnd tilkynnt um rými fyrir kl.
16:00, a.m.k. tveimur sólarhringum
og átta klukkustundum áður en
rými losnar og löndun hefst.
2. Breytingar á áður tilkynntu
verði verða að berast Loðnunefnd
með sama fyrirvara og tilkynningar
um móttökurými.
3. Allar tilkynningar um löndun-
arrými og verð skulu sendast
Loðnunefnd í telex 3034.
4. Að lokum ítrekar Loðnunefnd
að ofangreindar reglur breyta í
engu skyldum loðnuverksmiðja um
að gefa út móttökuiými og taka á
móti afla loðnuskipa í réttri löndun-
arröð, eins og verið hefur."
V~
Enn er hitastillta baö:
blöndunartækiö frá
Danfoss nýjung fyrir
mörgum. Hinirsemtil
þekkjanjótagæöa
þeirraogundrast
lágaveröið.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, REYKJAVlK. J
-V
*
Þú
spaiar
með
= HEÐINN =
VELAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
MIÐSTÓÐVARHITARAR
og
NEYSLUVATNSHITARAR
Mest seldu FORHITARAR
landsins
ÁVALLT TIL Á LAGER.
r SÖLVHÖLSGOTU 13 - 101 REYKJAVtK
SlMI (91) 20680
VERSLUN: ARMÚLA 23.