Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
47
St)örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Góði þáttur. Ég hef lesið
stjömuspekina á hveijum
degi og er orðin býsna fróð.
Nú langar mig að lesa um
mitt kort. Ég er fædd 29.06.
1960 um kl. 9 að morgni.
Hver eru einkenni mín í per-
sónulegu lífi og út á við?
Hver er minn sterkasti þáttur
og veikasti? Með þakklæti.
P.S. Hvort passar Hrútur eða
Ljón betur við Krabbakonu?"
Svar:
Þú hefur Sól, Venus og Merk-
úr í Krabba, Tungl í Meyju,
Mars og Miðhiminn í Nauti
og Ljón Rísandi.
Lífsorka
Það að hafa Sól í Krabba
táknar að þú þarft ákveðið
öryggi til að viðhalda
lífskrafti þínum. Líf þitt þarf
að vera í föstum skorðum,
þú þarft að umgangast fáa
en góða vini og eiga gott
heimili. Krabbar eru tilfinn-
inganæmir og þurfa því að
vemda sig gegn umhverfmu.
íhaldssemi, varkámi og hlé-
drægni em einkennandi. Oft
þurfa Krabbar einnig að beij-
ast við feimni.
Daglegt lif
Tungl í Meyju í samstöðu við
Plútó táknar að þú vilt hafa
daglegt líf þitt í röð og reglu,
ert snyrtileg, samviskusöm
og nákvæm. Smámunasemi
og gagnrýni er einnig fyrir
hendi. Plútó táknar að tilfinn-
ingar þínar em dular og
lokaðar. Einn helsti veikleiki
þinn og það sem þú þarft að
varast, er tilhneiging til
sjálfsgagnrýni og neikvæðra
viðhorfa í eigin garð, t.d.
vegna smámuna.
Hugsun
Merkúr í Krabba táknar að
hugsun þín er næm og
draumlynd. Þú hefur sterkt
ímyndunarafl og þarft að
varast að vera utan við þig
og gleyma þér í dagdraum-
um. Sem Krabbi þarft þú að
varast að festast í fortíðini
og þá sérstaklega að láta
neikvæða atburði sitja of
lengi í hugsun þinni. Næm-
leika fylgir hins vegar skiln-
ingur á tilfinningum annarra,
samúð og vingjamleiki.
Ást og vinátta
Venus í Krabba táknar að
þú ert íhaldssöm í ást og vin-
áttu og þarft varanleika. Þú
ert umhyggjusöm og vilt
vemda og hjálpa þeim sem
þér er hlýtt til. Varðandi
spumingu þína verður að
segja að Krabba lyndir ekki
sérlega vel við Ljón eða Hrút.
Þar sem þú ert Rísandi Ljón
má þó búast við að Ljónið
eigi betur við. Hins vegar
verðum við alltaf að hafa í
huga að til að svara því hvort
einhveijir eigi saman eða
ekki dugar ekki að skoða
sólarmerkin ein sér, heldur
stjömukort með stöðu allra
pláneta.
Fas og framkoma
Ljón Rísandi og Mars í Nauti
á Miðhimni táknar að þú ert
stolt í framkomu og vilt viss-
an glæsileika og stfl í líf þitt.
Nautsþátturinn táknar að þú
getur verið ansi þijósk og
föst fyrir ef þú ætlar þér eitt-
hvað. Þrátt fyrir að þú ert
næmur og tillitssamur
Krabbi er einnig til í þér
ákveðni og stjómsemi. Að
vera Krabbi með Ljón
Rísandi gefur til kynna
ákveðna mótsögn. Ljónið vill
vera áberandi og í miðju en
Krabbinn er hlédrægur. Þú
þarft því að finna jafnvægi á
milli þessara þátta. Hæfileik-
ar þínir em fólgnir í góðri
lífsorku, tilfínningalegu jafn-
vægi og samúð sem þú gætir
t.d. nýtt á líknarsviðum.
Hæfileiki í tónlist er einnig
til staðar.
X-9
GRETTIR
SATTAÐSESJA HVET é<3 hamn
l HETIUVIIKIB TIL AÐ FLATMAGA
in) f vegna þess að í hver.t sinh seiw
k / I H ANN HfSEVFiR SIG EVE>|LE6GOR
OJL
TOMMI OG JENNI
UÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
Þetta er ritgerðin mín um
tónleikana sem við fórum
á í gær.
ACTUAllY THE BE5TPART
UJA5 UJHEN MARCIE WENT
FOR A PRINK, ANP THE
UJATER FROM THE FOUNTAlN
HIT HER IN THE FACE!
Tónlistin var falleg og við
skemmtum okkur öll vel.
Vöu're weirc; sir!
Reyndar var það bezt af
öllu þegar Magga fór að
fá sér að drekka og vatns-
bunan spýttist framan í
hana!
ÞÚ ERT
HERRA!
RUGLUÐ,
„Þú getur ekki bæði átt kök-
una og étið hana,“ hljóðar mjög
sannfærandi spakmæli.
Kínverskur læknir, P. Chang að
nafni, sýndi fram á undantekn-
inguna sem sannar regluna í
þessu spili. Það kom upp í rúb-
ertubrids í Shanghai nýlega.
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
»963
V-
♦ K8432
▼ n.a'iðz Suður ▼ l>o
♦ D10842 4 ÁDG2 + K65S
V G732
♦ D6
VÁ10865
♦ 10
♦ G97
Vestur Norður Austur Suður
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 hjarta
Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar
Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu
Pass Pass 7 hjörtu Pass Pass
Sagnir em allar lúseðlilegar,
þeir sýna litina sína og síðan
spyr norður um ása og fær upp
tvo.
Eins og nærri má geta var
læknirinn í suður. Hann fékk
út lítið lauf og var fljótur að
telja upp í 13 slagi með því að
taka tvisvar hjarta og snúa sér
svo að því að trompa laufín. En
þegar vestur henti laufi í hjarta-
kónginn þurfti Chang að hugsa
spilið upp á nýtt. Því svo virtist
sem hann gæti ekki bæði tromp-
að tvö lauf í blindum og svínað
fyrir hjartagosa austurs.
En Chang fann lausn á þess-
um vanda. Hann fór tvisvar heim
á spaða og trompaði tvö smátt.
Tók næst tígulás og trompaði
tígul, og spilaði svo blindum inn
á spaðakóng.
Vestur
♦ -
V-
♦ K84
♦ D
Norður
♦ -
VD
♦ G97
íi
Suður
♦ D
♦ Á108
Austur
♦ -
V G73
♦ -
♦ K
♦ -
♦ -
í þessari stöðu trompaði
Chang tígul með áttunni heima,
stakk síðan spaðadömuna með
stöllu sinni í trompi og átti svo
gaffalinn á austur í lokin. Og
tókst þannig að éta kökuna án
þess að snerta á henni.
4
Þessi skák var tefld á sænska
meistaramótinu í ár: Hvítt:
Thomas Emst, Svart: Lars Áke
Schneider, rússnesk vöm. 1. e4
- e5, 2. Rf3 - Rf6, 3. Rxe5 -
d6, 4. Rf3 - Rxe4, 5. d4 - d5,
6. Bd3 - Be7, 8. Hel - Bg4,
9. c3 - f5!?, 10. c4 - Bh4!, 11.
cxd5? - Bxf2+, 12. Kfl - Bxel,
13. dxc6 — Bxf3, 14. gxf3 —
Dxd4,15. De2 - 0-0-0,16. Bc2.
Hvítur hefur fallið í byijunar-
gildm, sem var rannsökuð árið
1903! Lokin vom lagleg: 16. —
Ba5!, 17. fxe4 - Bb6, 18. Dg2 *
— fxe4, 19. Rc3 — Hhf8+ og
hvítur gafst upp. Það var ekki
að furða þó Emst gengi illa að
fóta sig á svellinu, því mótið var
teflt í skautahöllinni í Malmö.
Schneider sigraði með yfirburð-
um á mótinu, hlaut 11. v af 15
mögulegum.