Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 53

Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 53 Anna, Stefáns- dóttir — Minning Fædd 1. ágúst 1916 Dáin 7. september 1986 Þegar ég vaknaði á sunnudags- morguninn sagði mamma mér að nafna mín væri dáin. Ég ætlaði ekki að trúa þvi af því að nokkrum dögum áður vorum við í Reykjavík og þá fór hún með okkur systrunum á róluvöllinn og sat á bekk á meðan við lékum okkur. Á heimleiðinni komum við við í sjoppu og máttum velja nammi. Síðan fórum við heim á Sólvallagöt- una til Gunnu frænku. Þegar ég bauð nöfnu af namminu mínu fór hún að grínast og sagðist ekki þora að smakka gotterí, sem væri svona skrítið á litinn. Svona var nafna, alltaf svo sniðug og alltaf í góðu skapi. Daginn eftir fórum við systumar norður með mömmu. Við vinkuðum nöfnu þar sem hún stóð á tröppun- um í blárósótta kjólnum sínum. Ég ætla alltaf að muna eftir henni. Anna Valdís Anna fæddist á Norðfírði, dóttir hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Stefáns Halldórssonar verslun- arstjóra við Sigfúsarverslun. Stefán lést langt um aldur fram árið 1921 og þá fluttist Sigríður til Reykjavíkur. Hún byggði sér Iítið hús við Hverfísgötu 73 og þar ólst Anna upp ásamt systrum sínum, uns hún fluttist árið 1947 að Víði- mel 23 með móður sinni, sem keypt hafði íbúð þar. Systumar vom þá allar giftar að heiman, en Anna giftist aldrei og bjuggu þær mægð- ur á Víðimelnum þar til Sigríður lést árið 1960. Eftir lát Sigríðar keypti Anna sér íbúð að Víðimel 43 og átti hún þar heima til dauða- dags. Að loknu _ gagnfræðaskólaprófí fer Anna til írlands að læra ensku og dvaldist á heimili Dr. Cowel pró- fessors við háskólann í Belfast, en hann var giftur íslenskri konu, frú Mörtu Cowel. Eftir heimkomuna frá írlandi vann Anna á pijónastofunni Malin í nokkur ár, en fór síðan að vinna í verslun Ragnars H. Blöndal og vann þar til 1945, er hún hóf störf í versluninni Gimli að Laugavegi 1, en þá verslun stofnaði elsta syst- ir hennar, Jórlaug Guðnadóttir, ásamt systrunum Huldu og Svövu Ingvarsdætmm. Árið 1957 hætti Anna að vinna afgreiðslustörf og vann á Lögfræði- stofu Sigurgeirs Siguijónssonar og undirritaðs þar til 1966, að ég hætti lögfræðistörfúm og tók við stjóm John Lindsay hf. Hjá Lindsay vann hún sem aðalbókari og gjald- keri til 1973. Síðustu 8 árin vann Anna hjá Námsgagnastofnun, en varð að hætta þar 1981 sökum heilsubrests. Anna gekk með alvarlegan æða- sjúkdóm og var skorin upp við sjúkdómnum í London og síðar hér á Landspítalanum, en komst aldrei til fúllrar heilsu eftir það. Ég hef hér í stuttu máli rakið æviferil Önnu mágkonu minnar, en ei verður hjá því komist að minnast mannkosta hennar og kærleika við fjölskyldu mína og þó einkum systrabömin og fóm böm mín ekki varhluta af alúð hennar og fyrir það ber að þakka. Geta vil ég þess að þijár systradætur Önnu dvöldust á heimili hennar öll sín kvenna- skólaár, en þær áttu heima að Lómatjöm í Grýtubakkahreppi. Ég Minning: Elísabet Guðjóns- dóttir Eysteinseyri í dag, 16. september, verður lögð til hinstu hvílu elskuleg amma mín 89 ára gömul. Blessuð sé minning hennar og þær em margar góðu minningamar um svo ljúfa konu sem amma var. Andrés faðir minn er elstur 9 barna ömmu og afa, Torfa Ólafssonar, en afí lést 1967. Næstelstur var Kristinn en hann lést 1974, þá koma Hermann, Valdimar, Guðrún, Guðríður, Ólaf- ur, Ásta og Unnur. Með Valdimari, Ólafi og Unni hélt amma heimili þar til hún kvaddi þennan heim. Fyrstu búskaparár sín bjuggu amma og afí á Hlíðarenda við Suð- ureyri. Þar vom þau meðal annars frostaveturinn mikla 1917—18 og sagði hún mér frá bamingi sínum við kuldann til að halda hita á son- unum tveimur sem þá vom fæddir, faðir minn rúmlega árs gamall og Kristinn nokkurra mánaða. Við sem lifum í dag og búum í heitum húsum við öll nútíma þægindi eigum erfítt með að gera okkur grein fyrir við hvað fólk mátti búa í þá daga. Frá Hlíðarenda fara þau að Suð- ureyri, þaðan í Stóra-Laugardal og þaðan að Gileyri sem faðir minn keypti síðan af þeim þegar þau fluttu að Eysteinseyri. Heimili for- eldra minna var þar með orðið á næsta bæ við heimili ömmu og vom ferðimar famar af ýmsu tilefni, til dæmis að sýna ömmu nýja dúkku- vagninn minn og hversu dugleg ég væri nú að vera farin að pijóna. Já, tilefnin vom margvísleg en oft- ast var farið til að njóta návistar við hana. Eftir að ég varð fullorðin og eignaðist bömin mín þijú hafa ferðimar breyst að því leyti að leyfa bömunum að kynnast langömmu, konunni sem mér þótti svo vænt um. Og þó þau séu ung að ámm trúi ég að þau muni eflaust minnast langömmu lengi. Amma var mikil hannyrðakona alltaf að sauma út, en á því byijaði hún ekki að ráði fyrr en hún var orðin vel fullorðin. Allt sem hún gerði gaf hún börnum og bama- bömum í jóla- og afmælisgjafír. Þá muni sem ég á eftir ömmu þykir mér óendanlega vænt um. Oft hef ég óskað að hafa sömu iðjusemi við útsaum og amma. I því sambandi langar mig að minnast á atvik sem ég hef dálítið gaman af að minnast. Eitt sinn kom amma í heimsókn til mín og ég fór að sýna henni hvað ég væri að fást við, en það vom dregill og púði með sama munstri og var ég aðeins hálfnuð við dregilinn. Eitthvað hef- ur henni þótt ganga hægt hjá mér, því daginn eftir hringir hún til mín og býður mér að sauma fyrir mig prúðann til að flýta fyrir mér. Svona var amma. Amma saumaði allt fram á síðustu ár þegar sjónin fór að dapr- ast en lengi gat hún nýtt sér hádagsbirtuna og það hafa oft ver- ið langir dagar hjá henni eftir að hún hætti að geta saumað. Nú þegar amma er ekki lengur með okkur og söknuðurinn hvað sárastur er gott að ylja sér við góð- ar minningar um yndislega konu fulla af hjartahlýju og mannkær- leika. Blessuð sé minning hennar. Kristjana Andrésdóttir Nú fór sól að nálgast æginn, og nú var gott að hvíla sig og vakna upp ungur einhvem daginn, með eilífð glaða kringum sig. veit að þær eru þakklátar Önnu frænku fyrir allt sem hún hefur gert fyrir þær með því að auðvelda þeim skólagönguna. Fjölskyidan hér á Sólvallagötu 15 kveður Önnu með hrærðum huga og við þökkum henni fyrir allt, sem hún hefur gert fyrir okkur, en í sorginni leynist þó sú gleði að hafa haft þá ánægju að eiga hana að góðum vin. Hvíli hún í Guðs friði. Jarðarför Önnu fer fram frá Neskirkju í dag. Guðjón Hólm Anna frænka er dáin. Þó andlát hennar hafí ekki borið brátt að set- ur mann engu að síður hljóðan. í fímm ár háði hún sitt dauða- stríð. Haustið 1981 gekk hún undir uppskurð í spítala í London og ann- an seinna í Landspítalanum. Eftir seinni uppskurðinn fékk hún sæmi- legan bata og fór um stund aftur heim á Víðimelinn, en lengst af var hún hjá Guðrúnu systur sinni á Sólvallagötu. Allan þennan tíma sýndi hún af sér ótrúlegan vilja og þrautseigju og aldrei heyrði maður Nú opnar fóstran fangið góða og faðmar þreytta bamið sitt og býr þar rótt um bijóstið móða, og blessað lokað augað þitt. (Þorsteinn Erlingsson) Þessar ljóðlínur leita á huga minn þegar ég frétti að tengdamóðir mín, Elísabet Guðjónsdóttir, Eysteins- eyri við Stóra Laugardal í Tálkna- fírði, sé búin að yfirgefa þennan heim. Ég get ekki stillt mig um að skrifa um hana nokkur orð, hugur minn er fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir. Hafi ég nokkru sinni kynnst góðri manneskju þá var það hún. Það er ekki sama að lifa og að vera sönn manneskja. Ég tel hana hafa verið eina af þessum sönnu sjaldgæfu manneskjum, sem ekkert aumt máttu sjá án þess að langa til að bæta úr og hjálpa. Aldrei á 40 ára kynnum heyrði ég hana láta hnjóðsyrði út úr sér um nokkurn mann, og lýsir það vel hve góð og grandvör kona hún var. Ég sjálf, bömin mín og bamaböm biðjum Guð að launa henni allt sem hún var okkur. Erum við viss um að heimvon hennar er góð. Nína Guðmundsdóttir hana kvarta þó oft mætti sjá að hún liði miklar kvalir. Anna Stefánsdóttir fæddist á Neskaupstað 1. ágúst 1916 og ólst þar upp til 6 ára aldurs er móðir hennar fluttist búferlum til Reykjavíkur. Þó Anna hafí verið ung að árum er hún flutti suður bar hún alltaf taugar austur til Neskaupstaðar og henni varð tíðrætt um menn og staðhætti fyrir austan. Minningar mínar um Önnu frænku ná aftur til fyrstu minninga minna úr bemsku. Ég minnist Önnu í heimsókn heima á Sundlaugavegi fyrir meira en 25 árum, ég minnist hennar í samfylgd með systurdætr- um sínum frá Lómatjöm en miklir kærleikar vom alla tíð á milli Önnu og þeirra systra. Ég minnist hennar við vinnu sína á skrifstofunni hjá pabba en hjá honum vann hún í áraraðir. Ég minnist hennar á ferðalögum með fjölskyldu minni um landið. Ég minnist allra þeirra stunda sem hún var hjá okkur á jólunum. Ég minnist heimsóknanna á hennar hlýlega og fallega heimili á Víðimelnum og ég minnist hennar sem konunnar sem passaði okkur systkinin þegar foreldrar okkar voru á ferðalögum erlendis. Anna frænka var einstaklega bamgóð kona. Áslaug systir var varla farin að ganga þegar sterk tengsl tókust með þeim Onnu sem áttu eftir að endast alla tíð. Anna var kona með ákveðnar skoðanir. Án þess að hún hefði hátt um það fór það aldrei á milli mála ef henni mislíkaði eitthvað. Anna var ekki bara systir systra sinna heldur var hún og mikil vin- kona þeirra. Hún sameinaði fjöl- skylduna á sinn hljóða hátt. I veikindum sínum var Anna afar þakklát Páli Gíslasyni lækni fyrir allt sem hann gerði fyrir hana og vil ég hér með færa honum þakk- læti mitt og fjölskyldu minnar. Blessuð sé minning Önnu Stef- ánsdóttur. Stefán Sigurður í dag er til moldar borin hér í Reykjavík Anna Stefánsdóttir, til heimilis að Víðimel 43. Með ljúfu geði vil ég ásamt dætr- um mínum þremur minnast hennar með nokkrum orðum. Anna fæddist á Norðfírði 1. ágúst 1916. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir og Stefán Halldórsson, verslunarmaður. Stef- án var seinni maður Sigríðar, sem flutt hafði árið 1915 austur með/ dóttur sína, Jórlaugu, sem seinna varð eiginkona þess sem þetta ritar. Ekki varð dvölin löng á Norðfírði því Stefán andaðist árið 1921 og flutti þá Sigríður til Reykjavíkur með dætur sínar fjórar, en auk Önnu höfðu þau Sigríður og Stefán eignast Sesselju og Guðrúnu. Nú stóð ekkjan uppi með fjögur böm á unga aldri en Jórlaug orðin 12 ára gömul og mun fljótt hafa farið að létta undir og vinna til hjálpar heimilinu. En Sigríður var sannkölluð kvenhetja, bæði glæsi- leg og miklum kostum búin og einhugur og ástríki ríkti í fjölskyld- unni. Án þess að ég ætli mér að rekja ævisögu Önnu mágkonu minnar vil ég nefna, að hún starfaði næstum eingöngu að verslunar- og skrif- stofustörfum í Reykjavík, enda eftirsótt vegna mjög góðrar greind- f ar og elskulegs viðmóts. Eldri Reykvíkingar muna eflaust eftir henni við afgreiðslustörf hjá Ragn- ari H. Blöndal og í versluninni Gimli. Síðustu árin sem heilsan entist vann Anna á skrifstofu Náms- gagnastofnunar og hafði þar með að gera afgreiðslu og útreikninga á tollskjölum ásamt öðru. Fyrir u.þ.b. 5 árum veiktist Anna og var lengi og erfítt að greina sjúk- dóminn. Var hún m.a. send til London til lækninga, en kom heim aftur án þess að hafa fengið bata. Þá gekkst hún undir mikla aðgerð hér á Landspítalanum, sem mun vera einstök á sviði læknavísind- anna. Það voru eflaust fáir, sem þorðu að gera sér vonir um að Anna næði fullri heilsu á ný, enda varð sú raunin. Hún var þó yfírleitt nægilega hress til þess að búa ein í íbúðinni sinni hlýlegu á Víðimelnum og sjá um að útvega sér helstu nauðsynj- ar. Systur hennar bjuggu í næsta nágrenni og voru alltaf reiðubúnar til aðstoðar ef á þurfti að halda. Það sem knýr mig öðru fremur til að rita þessar línur er að votta þakklæti mitt vegna elskusemi hennar í garð dætra minna, sem áttu jafnan skjól hjá henni og dvöldu langtímum á heimili hennar í Reykjavík. Þá vil ég þakka allar heimsóknir hennar hingað norður að Lóma- tjöm. Góð kona er gengin, guð sé með henni. Sverrir Guðmundsson Birting afmælis- og minningargreina, Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðaistræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu náfni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd i dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Legsteinar ýmsar gerðir IWIarmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.