Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 54

Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 Þýska meistaramótið: Hestarnir, maturinn og veðrið - alltíslenskt ________Hestar Valdimar Kristinsson ÞAÐ var margt sem höfðaði til íslands á nýafstöðnu meistara- - móti Þýskalands sem haldið var á Falkenhorst hjá Herbert Óla- syni sem reyndar er betur þekktur undir nafninu „Kóki“. Mótið bar þess greinileg merki að það væru íslendingar sem sáu um framkvæmd og allan undir- búning fyrir mótið. Eins og kom fram í fréttum Morgunblaðsins fyrir mótið þá notaði Kóki tæki- færið og kynnti íslensk matvæli á mótinu og einnig var Alafoss með sölu og kynningu á sínum varningi. Nokkur fjöldi íslend- inga gerði sér ferð á mótið og var tilgangur ferða þeirra tviþættur, í fyrsta lagi að sjá góða reiðmenn og hesta og kannski ekki síður að sjá með eigin augum „Fálkahreiðrið“ og aðstöðuna sem þar er fyrir hendi. Meistaramótið stóð yfir í þrjá daga en það hófst með kynbóta- dómum á föstudegi. Þorkeli Bjama- son hrossaræktarráðunautur var mættur á staðinn og var hann einn þriggja dómara. Til tals hafði kom- ið að vera með tvær dómnefndir sem dæmdu í sitt hvoru lagi og síðan yrði niðurstaða þeirra lögð saman og deilt í með tveimur. Að- spurður kvaðst Þorkell telja þetta fáránlegt fyrirkomulag og greini- lega voru fleiri á samam máli því hætt var við þetta. Notast er við svo til sama fyrir- komulag á dómunum og hér heima að því undanskildu að þeir gefa ein- kunn fyrir fet, einnig gilda sömu reglur um fótabúnað og er í sjálfri íþróttakeppninni. Þar eru Ieyfðar 10 mm skeifur og hófhlífar allt að 300 gr þungar. Viljadómari starfaði með dómnefndinni og sagði Þorkell skildu að hann hefði viijað lækka fótaeinkunnir eitthvað. Lára var sýnd hér heima á stórmóti sem haldið var á Víðivöllum ’83 og vakti hún mikla hrifningu þá. Stóðhestur þeirra Falkenhorst- bænda, Cirkus frá Húsavík, hlaut hæstu einkunn stóðhesta eða 8,13. Ekki hafði ég áður séð þennan hest og varð ég fyrir nokkrum vonbrigð- um með hann. Hans bestu hliðar eru án efa frambyggingin og ein- stakt geðslag, einnig virðist hann búa yfír sæmilegu skeiði en töitið var aftur heldur slakt eins og það kom fyrir á þessu móti. I samtaii við Þorkel eftir að dóm- um lauk kom fram að kynbótadóm- arar í Þýskalandi væru heldur Skolli hinn kunni keppnishestur Hans Georgs Gundlach var i góðu formi á mótinu og sigraði í bæði tölti og fjórgangi. Sagði Gundlach þetta endapunktinn á keppnisferli Skolla og er hann byrjaður að leita sér að nýjum hesti og þá helst fimmgangshesti. hún sagt að ekki væri hægt að fara eftir íslenska „standardinum“ í dómum því slíkt hefði orðið reiðar- slag fyrir eigendur hrossanna sem þarna komu fram þar sem hrossin hefðu orðið lægri í einkunnum en gerist og gengur í Þýskalandi. Með þessu viðurkennir frú Schwörer misræmið á milli landanna. Afkvæmi Hrafns 737 frá Krögg- ólfsstöðum, sem mikið hefur verið notaður í Þýskalandi, voru sýnd þama á mótinu og mátti þar sjá margan reiðhestinn með kröftugum vilja og góðri ganghæfni en bygg- ing hrossanna kannski ekki nema í meðailagi góð. Ekki var hér um að ræða afkvæmadóm heldur aðeins sýningu. Góður endir á litríkum ferli Til þess að komast á meistara- mótið þýska þurfa keppendur að hafa náð ákveðnum lgamarksstig- um á mótum sumarsins þannig að þama var komið úrval þeirra bestu í Þýskalandi. Einnig vom þama Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Walter Feldmann jr. á Adam frá Hólum svo að segja stal sigrinum frá Sigurbimi Bárðarsyni í 250 metra skeiðinu, cn Sigurbjöm vann hinsvegar gæðingaskeiðið á Baldri frá Sandhólum sem hann situr hér í keppni við Feldmann. ÉU^-' Regnhlífar, regnkápur og stigvél seldust vel í verslunum í nágrenni mótsstaðarins þar sem það rigndi meira og minna alla dagana. að starfssvið hans væri mun víðtækara en gerist hér heima og reið hann hrossunum á öllum gangi fyrir dómnefndina og tók jafnvel þátt í umræðu um einkunnir fyrir einstaka þætti. Þau hross sem þama komu fyrir dóm vom svona þokkaleg flest hver en þeirra best var án efa klárhryss- an Lára frá Hrepphólum en hún hlaut í einkunn 8,17. Fyrir bygg- ingu mun hafa hotið 8,50 og var Þorkell spurður hvort þessi dómur myndi standast hér heima og kvaðst hann telja svo vera að því undan- hástemmdari en gerist hér á ís- landi. Sagði hann það oft hafa komið fyrir að hann nefndi tölu t.d. 7,5 fyrir eitthvert atriði en þá vildu meðdómendur hans gefa 8,0 og jafnvel 8,5 í einstaka tilfelli. Kemur þetta heim og saman við þá stað- reynd að flest kynbótahross sem hlotið hafa dóm á íslandi en em síðan seld til Evrópu hækka í ein- kunnum þegar út kemur. Að vísu kann svo að vera að einstaka hross bæti sig þegar út kemur en þetta virðist samt sem áður vera megin reglan. Væri tvímælalaust æski- legra að samræmi væri í kynbóta- einkunnum milli landa þar sem ræktuð em íslensk hross svo hægt sé að gera raunhæfan samanburð eftir einkunnum. Sagði Þorkell að ekki hafi verið tekið tillit til hans skoðana í einkunnagjöf og því hafí hann látið geta þess þegar dómar vom kynnir á sunnudeginum að hann hafí ekki verið sammála með- dómendum sinum og þar af leiðandi tæplega hægt að líta dómana sem hans verk. Að sögn Þorkels ræddi hann í upphafi við Heidi Schwörer formann dómnefndarinnar og hafði Cirkus frá Húsavík hlaut hæstan dóm stóðhesta á mótinu, 8,13, en hann þykir mikill geðprýðishestur, knapi er Aðalsteinn Aðalsteinsson. Bernd Vith og Örvar frá Kálfhól urðu i öðru sæti f bæði fjórgangi og tölti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.