Morgunblaðið - 16.09.1986, Blaðsíða 55
MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986
55
AMSTRAD PCWtölva með íslensku RIIVINIMSLUKERFI, ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum,
SAMSKIPTAFORRITI fyrir telex, gagnabanka o.fl. og PRENTARAI - fyrir aðeins 39.900,- kr. Stóri
bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins 49.900,- kr. Hann er
auk þess hægt að fá fneð fullkomnu fjárhagsbókhaldi eða með viðsklptamanna-, sölu- og
lagerkerfl fyrir 59.900,- kr., og með hvoru tveggja fyrir aðeins 64.900,- kr. - allt í einum pakka
- geri aðrir beturl
AMSTRAD PCW 8256
ritvinnslutölvan: 256 K RAM (innbyggöur RAM diskur), 1 drif;
skjár: 90 stafir x 32línur. Prentari: Punktaprentari, 90 stafir á sek.
AMSTRAD PCW 8512
ritvinnslu-ogbókhaldstölvan:512KRAM |innb. RAM diskur),
2 drif (B-drif er I megabyte), skjár: 90 st. x 32 línur. Prentari:
punktaprentari, 90 stafir á sek.
Báðum gerðum fylgir íslenskt ritvinnslukerfi (LOGO-
SCRIPTI, Dr. Logo og CP/M+, ísl. lyklaborð, ísl.
leiðbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum (ísl.),
prentari meö mörgum fallegum leturgerðum og
-stærðum. Með AMSTRAD 8512 er einnig hægt að fá
fullkomin bókhaldskerfi sem henta mjög vel litlum og
meðalstórum lyrirtækjum.
Námskeið:
Tölvufræðslan sf. Ármúla 36, s. 687590 & 686790:
Fjárhagsbókhald 6 tlmar aðelns 2.500 kr.
Viöskiptamanna-, sðlu- og lagerketfi étlmar aöelns 2.500 kr.
Ritvinnslunámskeið 6 tlmar aðeins 2.500 kr.
FORRIT FYRIR AMSTRAD:
Samsklptaforrlt: BSTAM, BSTMS, Chit-ChaL Crosstalk. Honeyterm
8256, Move-it Aætlana- og relknlforrlt: Pertmaster, Milestone.
Brainstorm, Statllow, Cracker, Master Planner, Multiplan, PlannerCalc,
SuperCalc. Gagnagrunnsforrlt: Cambase. Cardbox, dBase II, dGraph,
dUtil, Delta, Flexifile. Telknlforrlt: Dataplot plus, Datplot III, DR Draw.
DR Graph, PolyploL Polyprint. Forrltunarmál: DR C Basic, Mallard,
Basic, Microsoft Basic, Nevada Basic, Cis-Cobol, Nevada Cobol, RM
Cobol. HiSoft C, Nevada Fortran, Pro FortranDR PL/I, DR Pascal MT+,
Nevada Pascal, Pro Pascal, Turbo Pascal. Annað: SkákforriL Bridgeforrit.
Ulemk forrlt: Ritvinnsla (fylgir). Fjámagsbókhald, Viöskiptamannafor-
riL Sðlukerfi. Lagerbókhald. Nótuútprentun. Límmiðaútprentun.
Auk púsunda annatra CP/M forrita.
woria velkomin
Í^^Braga
Laugavegi 118 v/Hlemm, símar 29311
& 621122.
Umboðsmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman, Akureyrl: Bókabúöin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, DJúpavoglrVerslunin Djúpiö,
Grlndavík: Bókabúö Grindavíkur, Hafnarfjöröur: Kaupfélag Hafnfiröinga, Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef., Isafjöröur: H|jómborg,
Keflavfk: Bókabúö Keflavíkur. Vestmannaeyjar: Vídeóleiga GS. Seltjarnarnes: Verslunin Hugfang.
öll verö miöuö viö gengi I. sept. 1986 og staögreiöslu.
TÖLVULAND HF., SIMI 17850
íslendingar í keppni og má þar
nefna þá Sigurbjöm Bárðarson sem
mætti með heilan flota skeiðhesta,
Jón Sveinbjömsson, Þórð Jónsson,
Birgi Gunnarsson og svo voru þeir
skráðir til leiks bæði Kóki og Aðal-
steinn Aðalsteinsson en sá síðar-
nefndi tók þó ekki þátt í mótinu
þar sem hann var önnum kafinn
við mótsstörfin.
Þjóðverjar hafa verið með sterka
fjórgangshesta í gegnum tíðina og
svo var einnig nú. Hans Georg
Gundlaeh mætti þarna með Skolla
og sagði hann þetta síðasta mótið
sem hann keppti á honum. Sigmðu
þeir í bæði (jórgangi og tölti og var
sigur þeirra aldrei í hættu. Er vel
við hæfi að Skolii kveðji með tvö-
földum sigri því hann er með
eftirminnilegri fjórgangshestum
sem maður hefur séð. Annar í fjór-
gangi varð Bemd Vith á Örvari frá
Kálfhóli, þriðja Vera Reber á Tildru
og Walter Feldmann í fjórða sæti
með Lám frá Hrepphólum. Hann
var einnig með hross í keppni og
komi keppandi fleiri en einu hrossi
í úrslit fer aðeins eitt þeirra í úrslit
en hitt eða hin hrossin raðast í
neðstu verðlaunasætin. Það er
reyndar margt frábmgðið íþrótta-
keppninni eins og hún er hér heima,
auk þess sem hér er áður nefnt
má geta þess að Þjóðveijar hafa
breytt einkunnaskalanum þannig
inum. Er raunar furðulegt að
engum skuli detta í hug að ráða
hér bót á.
Veðrið spiilti fyrir
aðsókn
Heldur var veðrið leiðinlegt með-
an á mótinu stóð og rigndi af og
til allan tímann og töluðu Þjóðveij-
arnir um að þetta væri íslenskt
veður sem er nú kannski ekki alveg
rétt ef mið er tekið af veðrinu eins
og það hefur verið í sumar. En tölu-
verð bleyta var á mótssvæðinu því
jarðvegurinn tekur ekki vel við vatni
og mun þar valda mikill leir sem er
í jarðveginum þarna.
FYRIR EINSTAKUNGA OG FYRIRTÆKI
Kynbótadómnefnd að störfum, frá hægri Karly Zingsheim sá um
viljaprófun, Claus Becker, Þorkell Bjarnason, Heidi Schwörer for-
maður dómnefndarinnar og ritarinn.
eins og virðist algilt fyrir skeið-
brautir í Evrópu. A þeim mótum
sem greinarhöfundur hefur fylgst
með erlendis hafa áhorfendur alltaf
þurft að raða sér meðfram braut-
inni þannig að enginn hefur yfirsýn
yfir nema örstuttan hluta af sprett-
Lofsvert framtak
hjáKóka
í samræðum við ýmsa Þjóðveija
sem fylgst hafa með mótahaldi í
Þýskalandi undanfarin ár kom fram
að ekki hefur verið lagt eins mikið
í önnur mót þar ytra, ef frá er tal-
ið Evrópumótið í Roderath, og
meistaramótið í Falkenhorst. Er
greinilegt að þarna ríkir stórhugur
og telja kunnugir að Kóki hafi tek-
ið mikla ljárhagslega áhættu með
þessu mótshaldi. Ætlaði hann sér
að bjóða upp á íslandskynningu í
tengslum við mótið en minna varð
úr en ætlað hafði verið og er þar
um að kenna dræmum undirtektum
að heiman. Þó fékk hann íslensk
matvæli ss. fjallalamb ásamt fjórum
íslenskum matreiðslumönnum til að
framreiða það. Einnig var þarna á
boðstólum ýsa frá íslandi, reyktur
lax og grafinn og var ekki annað
að sjá en vel líkaði við þessar veit-
ingar og þá sérstaklega fékk
fiskurinn góðar undirtektir móts-
gesta. Sumir voru eitthvað tregir
við fjallalambið og má rekja ástæð-
una til þess að töluvert margir
Þjóðveijar borða ekki það lambakjöt
sem þeim stendur til boða, þ.e.a.s.
þýskt lambakjöt, og hafa þeir talið
að engan mun væri að finna á
íslenska fjallalambinu og því þýska.
Þessar veitingar voru seldar á skap-
legu verði og er m.a. talið að um
5—600 kíló hafi selst af lambakjöt-
inu þannig að aðeins hefur grynnk-
að á kjötíjallinu fræga.
Af þessu leiddi að aðsókn varð
minni en búist hafði verið við en
talið er að um 2.500 manns hafi
sótt mótið. Voru menn uggandi að
stórt tap yrði á mótinu en þegar
Kóki var spurður að mótinu loknu
taldi hann að þetta myndi sleppa
ágætlega. Framkvæmdin á mótinu
gekk ágætlega fyrir sig og voru
margir sjálfboðaliðar, bæði þýskir
og íslenskir, sem unnu þarna mikið
og gott starf bæði við undirbúning
mótsins og framkvæmd. Var það
samhent lið sem segja má að ekki
hafi stoppað allan tímann meðan á
mótinu stóð.
Daginn eftir mótið var haldinn
fundur í stjórn IPZV sem segja má
að sé Landssamband þeirra í Þýska-
landi og var á þeim fundi ákveðið
að Kóki tæki við framkvæmdastjórn
samtakanna á Equitana-sýningunni
sem haldin verður á næsta ári. Mun
hann hafa yfirumsjón með Islands-
hestadeildinni og sjá um skipulagn-
ingu á sýningum íslensku hestanna
sem þar verða sýndir. Segir þetta
allt sem segja þarf um það hvemig
Kóka og samverkafólki hans tókst
upp á þessu þýska meistaramót.
Lára frá Hrepphólum bar af þeim hryssum sem fengu kynbótadóm
á mótinu og fékk hún m.a. 8,50 fyrir byggingu, knapi er Walter
Feldmann.
að hámarkseinkunn hjá þeim er nú
10 í stað 15 og er gefið frá 1 og
upp í 10. Sem dæmi má nefna að
stigahæsti keppandi í fjórgangi var
með 7,13 stig eða punkta eins og
þeir kalla það. Þá er keppendum
fijálst í hvaða röð þeir sýna gang-
tegundir í fjór- og fímmgangi
þannig að greinilegt er að þeir eru
sífellt að nálgast íslensku gæðinga-
keppnina. Til þess að sýna það sem
krafíst er fá keppendur fimm hringi
og var ekki óalgengt að sjá þijá
og jafnvel íjóra skeiðspretti í fimm-
ganginum í stað tveggja áður.
Fannst manni það óþarfa jag á
hestunum því nú sem fyrr er notast
vð 200 metra hringvöll. í úrslitum
fímmgangs var reyndar opnuð
braut út frá langhliðum þannig að
þá gat góða skeiðspretti sem eru
annars fátíðir á langhliðum 200
metra vallar. En í fímmgangi sigr-
aði Vera Reber á Frosta frá
Fáskrúðarbakka en þessi hestur
hefur verið að bæta sig í gegnum
árin og er nú loks kominn á topp-
inn. Annar í fimmgangi varð Walter
Feldmann jr. á Ösp frá Keldulandi
en hann varð stigahæstur keppenda
á mótinu á Ösp. í þriðja sæti varð
Birgitte Haehl á Litlu, Karly Zings-
heim fjórði á Prins en ekki var
getið í skrá hvaðan hann er. Hann
mun þó fæddur á Islandi og er
undan Hrafni 802 og Perlu frá Ríp.
í flórða sæti varð Giinter Sturm á
Fálka frá Höskuldsstöðum.
í töltinu sigruðu eins og áður
sagði Grundlach og Skolli en annar
varð Bemd Vith á Örvari, þriðji
Evrópumeistarinn Wolfgang Berg á
Funa frá Aegidienberg, fjórði Walt-
er Schmitz á Lómi frá Bjamastöð-
um og fímmti Walter Feldmann jr.
á Garra frá Miðhúsum.
Keppt var í bæði B-hlýðnikeppni
og fijálsri hlýðnikeppni og sigraði
Walter Feldmann á báðum
vígstöðvum. Var hann á Mósa frá
Porsheimarhof í B-keppninni en
Garra í þeirri síðamefndu, var hann
þar með framúrskarandi góða út-
færslu eins og hans var von og vísa.
Framfarir í skeiðinu
Góð þátttaka var í skeiðinu að
þessu sinni og töldu þeir sem til
þekktu að aldrei hafí verið saman
komnir í Þýskalandi jafn sterkir
vekringar. Sigurbjörn Bárðarson
var með mikinn fjölda hesta þar í
keppni og má þar nefna Hilding frá
Hofsstaðaseli, Litla-Jarp frá Stóm
Ásgeirsá, Torfa frá Hjarðarhaga,
Gorm frá Húsafelli, Júpíter frá
Syðri-Fossum og Baldur frá Sand-
hólum. Allt eru þetta kunnir vekr-
ingar sem verið hafa í fremstu röð
hérlendis á undanfömum ámm.
Taldi maður Sigurbjörn sigur-
stranglegan fýrir keppnina og leit
lengi vel út fyrir að hann yrði með
fjóra eða jafnvel fimm bestu tímana
í 250 m skeiði. í síðasta riðli fyrri
umferðar má segja að Walter Feld-
mann hafí stolið sigrinum frá
Sigurbirni á gömlu kempunni Adam
frá Hólum en tími hans var 22,6
sek. sem er aðeins brot úr sekúndu
frá þýska metinu en það setti Walt-
er Feldmann á stóðhestinum Prata
fyrir um ári. Sigurbjöm varð annar
á Litla-Jarp með 23,0 sek. Hinsveg-
ar sigraði Sigurbjöm í gæðinga-
skeiðinu á Baldri frá Sandhólum
með 16,84 stig og varð hann einnig
annar með Torfa frá Hjarðarhaga
með 16,5 stig. Kóki varð svo þriðji
á Eljari með 16 stig. Þess má og
geta að Walter Feldmann á Adam
var einnig með bestan tíma í gæð-
ingaskeiðinu 8,3 sek. sem nægði
honum þó aðeins i fímmta sætið.
Greinilegt er að skeiðið nýtur
vaxandi vinsælda í Þýskalandi og
fékk maður að sjá margan góðan
skeiðsprettinn þótt brautin væri
blaut og með pollum hér og þar.
Aðstaða fýrir áhorfendur var léleg
ÞETTA ER TOLVANI