Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 59

Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 59 Dudley Moore og vinkona hans, Brogan Lane, prúðbúin mjög’ á leið í samkvæmi. Hæð- armunur þeirra hjónaleysa er 25 sentimetrar. Hann lítur upp til kven- fólksins Já, hann Dudley Moore er sko naflaskoðari í bókstaflegustu merkingu þess orðs, varð einum kollega leikarans að orði, er litli skondni maðurinn birtist með eina háa og tígulega dömu upp á arminn í veislu eina, sem haldin var vestan hafs í góðgerðaskyni, ekki alls fyrir löngu. Og vissulega er það eftirtektarvert, að leikarinn, sem sjálfur er aðeins 1,62 metrar á hæð, virðist helst heillast af þeim konum, sem nálgast tveggja metra lengdina. í fleiri ár var hann orðaður við leikkonuna Susan Anton, sem verður víst að teljast með leggjalengri kvenmönnum — mælist 1,92 metrar. Eftir að þeirra sambandi lauk, bjuggust flestir við að herrann hlyti að vera kominn með hálsríg af að líta svona upp til ástmeyjar sinnar og myndi því lækka sig töluvert, vildi fá að horfa í augu næstu sambýliskonu sinnar tiltölulega áreynslulaust. — En raunin varð önnur. Dudley segist kunna vel að meta stórar og stæðilegar konur og því til sönnunar má geta þess að hin nýja fylgdarmær hans, Brogan Lane, er ekki nemafáum sentimetrum styttri en Susan, 1,87 metrar. COSPER — Konan mín er í símanum. Geturðu ekki sagt já, elskan" nokrum sinnum á meðan ég skrepp í kaffi? Blaðburóarfólk óskast! AUSTURBÆR Viðjugerði Laugavegur 34-80 o.fl. KÓPAVOGUR Bræðratunga .■■■■■hmbbhhhhhbb » Góðan daginn! V KJÖTMIÐSTÖÐIH Sfmi 686511 ODYRU UNGLINGAHÚSGÖGNIN KOMIN ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Veggsamstæðakr. 12.840,- stgr. Skrifborð með yfirhillu kr. 4.460,- stgr. Kommóour: 4ra skúffu 2.455, - stgr. 5 skúffu 2.730, - stgr. 6 skúffu 3.220, - stgr. 8 skúffu 3.665, - stgr. Svefnbekkir og bókahilla frá kr. 11.590,- KYNNTU ÞÉR OKKAR VERÐ, ÞAU KOMA Á ÓVART <

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.